Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 30

Morgunblaðið - 20.12.2017, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is Skoðið glæsilegt úrval á carat.is Sendum frítt um allt land Ekkert jólastress Hjá okkur er opið allan sólarhringinn á www.carat.is HÁLSMEN – ARMBÖND – HRINGIR – EYRNALOKKAR Við vorum að skrifa undir tvo af stærstu samningum sem við höf-um gert,“ segir Guðmundur Þóroddsson, framkvæmdastjórifyrirtækisins Reykjavík Geothermal, en hann á 60 ára afmæli í dag. Um er að ræða tvö 500 megavatta verkefni í Eþíópíu, annars veg- ar í Tulu Moye og hins vegar Corbetti. Guðmundur var enn staddur í Eþíópíu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær, en hann vonaðist til að vera kominn heim í dag. „Það stendur síðan ekkert til í tilefni dagsins ef ég kemst heim enda langt ferðalag að baki. Ég er búinn að vera hérna síðan á sunnudaginn en samningaviðræðurnar um þetta verkefni hafa staðið í sjö ár. Ég er bú- inn að koma hingað nokkrum sinnum á hverju ári og mér líkar vel hér. Eþíópía er mjög gott land.“ Reykjavík Geothermal var stofnað árið 2008 af einstaklingum úr ís- lenska jarðhitageiranum og hefur Guðmundur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins frá upphafi. Fyrirtækið er að vinna við fjögur virkjanaverkfni í Mexíkó, eitt á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi og hefur sinnt ráðgjöf vítt og breitt um heiminn. Áhugamál Guðmundar eru laxveiði, gönguferðir og brids. „Ég reyni að spila vikulega með félögum mínum, en við höfum spilað sam- an í 30 ár.“ Eiginkona Guðmundar er Halldóra Björnsdóttir hjartalæknir. Börn þeirra eru Kristín, sem útskrifast sem master í vélaverkfræði í vor, og Björn, sem útskrifast sem bachelor í hugbúnaðarverkfræði í vor, en Guðmundur er sjálfur vélaverkfræðingur. Nýjasta áhugamálið Guðmundur heima hjá sér við bústörf. Stórum samningum landað í Eþíópíu Guðmundur Þóroddsson er sextugur í dag L íney Bogadóttir fæddist að Stóru-Þverá í Fljót- um 20.12. 1922 en ólst upp að Minni-Þverá í Fljótum. Skólaganga Líneyjar var stuttur farskóli eins og algengt var með sveitabörn á þeim árum. Líney fór ung að heiman í vist, til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, vann í mötuneyti starfsmanna þegar bygg- ing Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum stóð yfir, starfaði við síldarsöltun á sumrin eftir að hún settist að á Siglufirði, vann í frystihúsi um tíma og síðast á Barnaheimili Siglu- fjarðar. Líney hóf búskap með manni sín- um á Siglufirði 1943 og hefur átt þar heima síðan. Líney er félagi í Kvenfélagi og Slysavarnafélagi Siglufjarðar, sat um árabil í trúnaðarmannaráði Verka- lýðsfélagsins Vöku, veitti forstöðu orlofsnefnd húsmæðra og var far- arstjóri í fjölda ferða á vegum nefnd- arinnar. Líney stóð auk þess fyrir óbyggðaferðum sem mæltust vel fyr- ir en hún var fararstjóri í þeim ferð- um. Hún söng í áratugi með Kirkju- kór Siglufjarðarkirkju, með Kvennakór Siglufjarðar og blönd- uðum kór eldri borgara sem heitir Vorboðar en þar söng hún fram á tí- ræðisaldur. Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi Leikfélags Siglu- fjarðar um langt árabil, leikur enn boccia, dansar með eldri borgurum, fer reglulega í bingó og mætir á spilakvöld í Skálahlíð. Þess má geta að Líney, börn hennar og fjölskyldur þeirra, hafa um árabil haldið niðjamót á þriggja ára fresti. Slík samkoma var einmitt Líney Bogadóttir, húsfreyja á Siglufirði – 95 ára Brosmild fjölskylda Afmælisbarnið með börnunum sínum sjö. Þau eru öll félagslynd og mjög dugleg að hittast. Tók þátt í Íslandsmóti í boccia síðastliðið vor Afmælisbarnið Líney Bogadóttir. Nokkrir vaskir krakkar héldu tombólu á Borgarbókasafni í Grófinni í nóvember. Safnað var fyrir róhingja sem eru á flótta í Bangladess frá heimalandi sínu. Alls söfnuðu þau rúmum 10.800 krónum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.