Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.12.2017, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is DOKKA frá Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur á tímamótum og ættir ekki að líta um öxl. Sannur meistari hefur ekki bara tök á kunnáttu, tækni eða tungu- máli. 20. apríl - 20. maí  Naut Peningar eru tengdir verkefnum sem eru framúrstefnuleg og leiðandi. Farðu á þínar uppáhaldsslóðir og finndu þann frið og þá ró sem endurnýja þig til frekari athafna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Láttu ekki erfiðar minningar úr fortíðinni standa í vegi fyrir þér, þegar þú hefst nú handa á nýrri öld. Ef þú leyfir þér munað gætir þú lent í vandræðum að láta enda ná saman. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hvert augnablik dagsins þarf ekki að vera skipulagt. Ekki taka óþarfa áhættu í fjárfestingum samt sem áður. Gríptu til þinna ráða, hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag er ekki hentugur til inn- kaupa. Bættu úr þeim til þess að lífið getið haldið áfram snurðulaust. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er hættulegt að trúa öllu sem þú heyrir, og ekki er mælt með að eyða öllu sem þú átt. Eyðsluklóin á ekki eftir að gef- ast upp, fyrr eða síðar fær hún það sem hún vill. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samræður við maka og nána vini eru í alvarlegri kantinum um þessar mundir, en á sama tíma innihaldsríkar og hagnýtar. Gættu þess að halda utan um þína nánustu eins og þeir halda utan um þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ævintýri blikka þig. Svo má líka alltaf koma sér upp nýjum draumi. Ef þú ýtir of mikið á aðra er líklegast að þeir ýti á móti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt óvæntir hlutir gerist átt þú að vera undir þá búinn og geta tekið á þeim með réttum hætti. Gættu þess bara að tala ekki svo mikið sjálfur að aðrir komist ekki að. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allir vilja vera við stjórnvölinn en það gengur auðvitað ekki upp. Viðurkenn- ingin kemur en hún tekur sinn tíma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru viss atriði í fari þín sem þú ert ekki nógu hress með og hefur ekki getað breytt hingað til. Ef hik er á manni er best að láta kyrrt liggja. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vinnur líklega í þágu barna í dag eða sinnir krefjandi sköpunarferli. Bíddu að- eins og sjáðu til hvernig málin þróast. Guðmundur Arnfinnsson yrkir:Þeir átu slík býsn af baunum, bræðurnir þrír á Hraunum, að kokmæltir urðu þeir öllum til furðu, því orðnir þeir voru að Baunum Í síðustu viku sagði Hólmfríður Bjartmarsdóttir frá þorrablóti í tvinnahrundaklúbbnum – lét slatta af kvenkenningum fylgja og spurði: „Kunna menn ekki fleiri?“ Auðarhlín og auðargná áttu von á silkihlín baugagrund og baugagná og báru inn trog og þorravín. Tvinnahrundir hresstust vel hringafoldin unga ekki vildi súran sel en silkihlín át punga. Fálabaugahringahrund hringabrúna grætti svo freyjutáragullþornsgrund grét og hár sitt tætti. Engan vefinn ofið hefur eðalsilkihrundin. Menjaristin reyndar sefur röflar keytugrundin. Jón Gissurarson brást vel: Ýmis kynni forn og flá falin sinni undir seggi minna sífellt á silkitvinnahrundir. Og vísur Ísleifs Gíslasonar eru klassískar en þær eru skreyttar „nýtísku kenningum“: Sé ég vappa á síðkvöldum síst þó happ að verði í ástatappa umbúðum iljatappagerði. Undirlífasólin sæt sveiflaði hrífuskafti. Raka þýfi mundi mæt með legghlífarafti. Rýmdi klókur vonavöll viður smókingsspjara þegar brókarblúndu þöll brosin tók að spara. Stúlka fór af kvennaskóla í dans- skóla. Ísleifur orti: Menntun þráði og meiri arð – mörg voru ráð að henda. Loksins þráðaliljan varð lærð í báða enda. Gömul beinakerlingarvísa í lokin: Sækir að mér sveinaval sem þeir væru óðir, kúri ég ein í Kaldadal, komið þið, piltar góðir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá tvinnahrunda- klúbbnum og Ísleifi FINNIÐ FRAMTÍÐARSPÆJARANN „ER ÞETTA OF FÁTÆKLEGT FYRIR STRÖNDINA?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að laga sig að lífsstíl hennar Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEGAN VEIT INGAR GÓÐ SAGA. VERST HÚN GENGUR EKKI UPP EKKERT FÆR STÖÐVAÐ MIG Í DAG, GRETTIR! FYNDIÐ EKKERT KEMUR MÉR AF STAÐ ÞAÐ MÁ KOMAST AÐ MÖRGU UM FÓLK Í ÞESSU STARFI ÞESSI FENGUR SEGIR MÉR MARGT UM HERTOGANN JÁ. VIÐ GÆTUM VEL VERIÐ VINIR SKÍÐABÚÐ Alfreð Finnbogason hefur vakiðathygli fyrir marksækni sína í Þýskalandi. Um helgina skoraði hann þrennu fyrir lið sitt, Augsburg, og er nú þriðji markahæsti leik- maður þýsku fyrstu deildarinnar með 11 mörk. Fyrir ofan hann eru Robert Lewandowski, leikmaður FC Bayern, með 15 mörk og Pierre- Emerick Aubameyang, leikmaður Borussia Dortmund, með 13 mörk. Evrópska íþróttatímaritið Euro- pean Sports Media fylgist með markaskorurum í Evrópu. Þar er Úrúgvæinn Edinson Cavani, sem spilar fyrir Paris St. Germain, efstur með 18 mörk. Alfreð er þar í 24. sæti og deilir því með Brasilíumanninum Neymar, sem einnig reimar á sig skóna fyrir áðurnefnt Parísarlið. Það er ekki amalegur félagsskapur. Listi þessi byggist ekki aðeins á mörkum, sem leikmenn hafa skorað. Einnig er horft til styrkleika deild- anna, sem þeir leika í, og notaðir margfeldisstuðlar. Fyrir það gjalda markahæstu leikmenn Evrópu um þessar mundir, þeir Albert Prosa hjá Infonet Tallinn og Rauno Sapp- inen hjá Flora Tallinn. Þeir hafa hvor um sig skorað 27 mörk, en þar sem eistneska deildin telst með þeim veikari í álfunni er henni aðeins út- hlutað margfeldisstuðlinum einum. Þýska deildin hefur hins vegar margfeldisstuðulinn tvo. Hvert mark skorað í þýsku deildinni gildir því tvöfalt meira en mark skorað í þeirri eistnesku á þessum ágæta lista. x x x Þýska knattspyrnublaðið Kickerfjallaði sérstaklega um Alfreð og valdi hann leikmann síðustu um- ferðar fyrir jól. Alfreð skoraði fyrsta markið sitt þegar 54 sekúndur voru liðnar af leiknum á laugardag. Þetta er annað markið á tímabilinu sem hann skorar á fyrstu mínútu leiks. Það gerði markahrókurinn Miroslav Klose síðast er hann lék fyrir Wer- der Bremen tímabilið 2005/06. Jafn- framt var þetta önnur þrenna Al- freðs. Síðasta leikmaður, sem tókst að skora þrennu í tvígang á fyrri hluta tímabils í Þýskalandi, var Mar- io Gomez þegar hann lék fyrir Bæj- ara tímabilið 2011/12. vikverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálm. 62:8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.