Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 44

Morgunblaðið - 20.12.2017, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 581 KR. ÁSKRIFT 6.307 KR. HELGARÁSKRIFT 3.938 KR. PDF Á MBL.IS 5.594 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.594 KR. 1. Veit ekki hverjar ásakanirnar eru 2. Svali kominn með vinnu á Tenerife 3. Illa fengið fé í íslensk fyrirtæki 4. Sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Karlakórinn Fóstbræður heldur jólatónleika sína í Langholtskirkju í kvöld kl. 20 og bera þeir yfirskriftina „Stafa frá stjörnu“ en hún er sótt í jólasálm Matthíasar Jochumssonar sem Árni Harðarson, söngstjóri Fóst- bræðra, samdi lag við. Lagið var jóla- lag Ríkisútvarpsins árið 1998 í flutn- ingi kórsins og er nú orðið fastur liður á efnisskrá hans á aðventu. Högni Egilsson verður sérstakur gestasöngvari á tónleikunum ásamt Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu en þau hafa bæði starfað með kórn- um á undanförnum árum. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru hefðbundin innlend og erlend jólalög í bland við lög sem heyrast sjaldnar. Stjórnandi á tónleikunum verður Árni Harðarson, söngstjóri Fóst- bræðra, og meðleikari á píanó Stein- unn Birna Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Högni og Auður gestir Fóstbræðra  Dúettinn Sycamore heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21. Dúettinn skipa þau Ágústa Eva Er- lendsdóttir og Gunnar Hilmarsson og sendu þau frá sér sína fyrstu plötu í september. Þar sem stutt er til jóla verða tónleikarnir í kvöld lág- stemmdir og verður platan, Shelter, leikin í heild ásamt nýju efni og nokkrum jóla- lögum sem eru í uppá- haldi hjá dúett- inum. Lágstemmdir tónleikar í Mengi Á fimmtudag Vestan 10-15 m/s og éljagangur framan af degi, en dregur úr vindi og éljum síðdegis. Léttskýjað austantil á landinu. Frost 0 til 5 stig. Á föstudag Gengur í suðaustan 13-18 m/s. Dálítil snjókoma í fyrstu, síðan rigning eða slydda, talsverð syðra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestanátt, víða 13-18 m/s. Él eða slyddu- él en bjartviðri norðaustantil á landinu. Hiti um frostmark. VEÐUR Í fyrrinótt voru tvær keppnistreyjur körfubolta- stjörnunnar Kobe Bryant hengdar upp í Staples Center, heimahöll Los Angeles Lakers. Gunnar Valgeirsson, NBA- sérfræðingur Morgun- blaðsins, var á staðnum og segir frá viðburðinum ásamt því að fara yfir gang mála í NBA-deildinni í ítarlegum pistli í íþrótta- blaðinu. »4 Treyjur Bryants hengdar upp Keppnin í Dominos-deild karla í körfuknattleik er hálfnuð og baráttan er hörð. Benedikt Guðmundsson, sér- fræðingur Morgunblaðsins, fer yfir fyrri hluta mótsins og velur bestu leikmennina, íslenska og erlenda, efnilegustu leikmennina og þá sem eru vanmetnir. Erfiðast segir Benedikt hafa verið að velja lið erlendra leikmanna, sem margir hafi aðeins verið miðlungsgóðir og gætu verið á förum. Benedikt hefur sjálfur staðið í þeim sporum að skipta út Kana og hans fyrsta reynsla af því var miður skemmti- leg. »2-3 Benedikt bendir á þá sem sköruðu fram úr Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, mun væntanlega spila á næstunni í sterkustu deild í Evrópu, Euroleague. Helena mun fara tíma- bundið til Slóvakíu og leika þar með sínu gamla liði, Good Angels Kosice, sem hún lék með sem atvinnumaður í tvö ár. Helena fagnaði á sínum tíma bæði Slóvakíumeistara- og bikar- meistaratitli með liðinu. »1 Helena leikur aftur í bestu keppni Evrópu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Íslenska sprotafyrirtækið Nordic Style Magazine hefur gert dreif- ingar- og sölusamning við stærstu bókaverslun í heimi, Barnes & Noble. Tímaritið sérhæfir sig í tísku, hönnun, listum og menningu á Norðurlöndunum og er með vef- inn www.nordicstylemag.com. „Ég byrjaði með veftímaritið Nordic Style Magazine árið 2012 og við gáfum út sjö eintök áður en við ákváðum að einblína á heima- síðuna,“ segir Soffía Theódóra Tryggvadóttir, stofnandi og annar eigenda tímaritsins. Norræn hönnun eftirsótt „Ég stofnaði blaðið þegar ég bjó í New York og sá að það var mikil eftirpurn eftir að fá að vita hvað væri að gerast í hönnun og tísku á Norðurlöndunum. Það er eftir- sóknarvert fyrir norræn merki og hæfileikafólk að koma inn á Bandaríkjamarkað og ég sá tæki- færi til að tengja þessa hópa á skapandi hátt. Okkar sérstaða er að við fjöllum einungis um efni tengt Norðurlöndunum og erum búin að byggja upp lesendahóp í Bandaríkjunum, sem hefur verið okkar helsti markaður frá stofnun. Við nálgumst efnið á meira ögr- andi hátt en vanalega er gert og fáum ólík sjónarhorn frá þeim fjöl- mörgu sem skrifa fyrir okkur og hafa óbilandi ástríðu fyrir nor- ræna stílnum. Barnes & Noble-bókakeðjan tók eftir heimasíðunni og veftímarit- unum og hafði samband við okkur í febrúar á þessu ári. Við fáum svo mikið af tölvupósti að við tókum ekki mark á þessu fyrst fyrr en þeir gerðu þriðju tilraun til að hafa samband við okkur,“ segir Soffía og hlær. „Við gerðum samning við þau fyrr á árinu og byrjuðum und- irbúning á prentuðu blaði sem kemur út og verður dreift um öll Bandaríkin í febrúar á næsta ári. Við vitum ekki til þess að öðru ís- lensku tímariti hafi verið dreift í Bandaríkjunum eða heiminum á þennan mælikvarða og erum ótrú- lega ánægð og þakklát fyrir að mörg af flottustu hönnunar- og tískufyrirtækjunum á Íslandi koma til með að auglýsa í fyrstu útgáfu af fyrsta íslenska blaðinu sem fer á markað í Bandaríkj- unum. „Ég er gríðarlega stolt af árangrinum og að íslensk hönnun og list fái meiri athygli. Mig hreinlega óraði ekki fyrir því að svo skömmu eftir að við byrjuðum myndum við ná slíkum árangri.“ Kynna norræna hönnun vestra  Íslenskt tímarit í sölu hjá risanum Barnes & Noble Morgunblaðið/Eggert Útgefandi Soffía Theódóra Tryggvadóttir er stofnandi og annar eigenda tímaritsins Nordic Style Magazine. Nordic Style Magazine er í eigu Soffíu Theódóru Tryggvadóttur og Signýjar Kristinsdóttur en þær stofnuðu tímaritið árið 2012. Þær stöllur deila ástríðu fyrir að koma norrænni og þá sérstaklega ís- lenskri hönnun á framfæri á heimsvísu. Síðan þá hefur miðillinn stækkað og dafnað og fjallar núna daglega um tísku, hönnun, listir og menningu frá öll- um Norðurlandaþjóðunum. Nordic Style hefur fundið og fjallað um nýja hönn- uði og hæfileikafólk. Sumt af því hefur fengið sínar fyrstu umfjallanir á vefnum þeirra, www.nordicstylemag.com. Í dag skrifa um 15 manns fyrir Nordic Style Magazine frá níu mis- munandi löndum. Blaðið verður áfram á vefnum en verður nú einnig gefið út tvisvar á ári á prenti. Nordic Style Magazine KEMUR HÖNNUÐUM FRÁ NORÐURLÖNDUNUM Á FRAMFÆRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.