Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  12. tölublað  106. árgangur  PRJÓNAÐ MEÐ HÖNDUNUM – ÁN PRJÓNA HREINSAÐ TIL EFTIR HERINN HARKINU FYLGIR OFT ÁKVEÐIÐ FRELSI GRÆNLAND 16 PÁLL SIGÞÓR PÁLSSON 26ERLA SVAVA 12 AFP Leiðtogar Flokksforingjarnir þrír stilltu sér upp á mynd á blaðamannafundi í gær.  Fulltrúar Hægriflokksins, Fram- faraflokksins og Frjálslynda flokks- ins kynntu í gær helstu áherslur væntanlegrar ríkisstjórnar í Nor- egi, en stjórnarsáttmáli flokkanna var kynntur á blaðamannafundi í gær. Viðræður flokkanna höfðu þá staðið yfir í tíu daga. Sáttmálinn er að vissu leyti talinn ætlaður sem „gulrót“ fyrir Kristi- lega þjóðarflokkinn, en helsta áherslan í honum er á innflytjenda- og umhverfismál. Flokkarnir þrír þurfa á þjóðarflokknum að halda svo stjórnin geti orðið að veruleika. Ráðherraskipan væntanlegrar stjórnar er fram undan, en ekki liggur fyrir hvernig Kristilegi þjóð- arflokkurinn muni bregðast við „tilboði“ hinna flokkanna. »15 Áherslan verður lögð á innflytjenda- og umhverfismál Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mjög skiptar skoðanir eru á því innan raða Alþýðusambandsins hvort rétt sé að segja upp kjarasamningum þeg- ar kemur að endurskoðun þeirra í næsta mánuði, en ljóst þykir að for- sendur þeirra séu brostnar. Mikil umæða hefur farið fram á umliðnum dögum þar sem fulltrúar í verkalýðs- hreyfingunni hafa kastað á milli sín hugmyndum og fært fram rök með og á móti uppsögn. Sumir forystumenn sem rætt var við um helgina fullyrða að engin stemning sé fyrir því innan heildar- samtakanna að segja upp samningum og að innan fjölmennra sambanda og félaga sjái menn ekki ástæðu til að segja samningum upp núna. Réttast sé að láta samningstímann renna sitt skeið í lok ársins, safna liði og hefja baráttuna í haust. Aðrir heimildar- menn segja hins vegar að enn séu margir þeirrar skoðunar að rétt sé að segja samningunum upp í lok febrúar og hefja viðræður við atvinnurekend- ur um gerð nýrra samninga. Laun eiga að hækka um 3% 1. maí næstkomandi og lágmarkslaun hækka í 300 þúsund krónur. Ekkert verður af þessum hækkunum ef samningunum er sagt upp. Yfirstand- andi viðræður fulltrúa vinnumarkað- arins og stjórnvalda eru sagðar ganga þokkalega en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ekki bundnar miklar væntingar við niðurstöðu þeirra innan launþegahreyfingarinn- ar og fullyrt að viðræðurnar við stjórnvöld muni ekki ráða neinum úr- slitum um hvort ákveðið verður að segja samningum upp eða ekki. Ósammála um uppsögn  Margir í forystu verkalýðshreyfingarinnar vilja ekki segja kjarasamningum upp  Sumir verkalýðsforingjar vilja uppsögn  Viðræður við stjórnvöld ráða ekki úrslitum Heilbrigðismálum á Íslandi hefur jafnan fleygt mest fram þegar ráð- herrar í málaflokknum vinna náið með læknum, sem jafnan hafa mótað stefnuna í veigamiklum atriðum. Því veit ekki á gott ef klippt er á streng- inn milli ráðamanna og lækna, sem hafa ætíð haft hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Þetta segir Reynir Arngrímsson, formaður Lækna- félags Íslands sem nú er 100 ára. „Nú horfir svo við að innviðaupp- bygging hefur lengi setið á hakanum og ekki verið hlustað á aðvörunarorð lækna og samtaka þeirra,“ segir Reynir sem telur að sennilega hafi aðrir á síðari ár- um betur náð eyrum ráða- manna en læknar. Það geti orðið dýrkeypt. Miklar fram- farir eiga sér nú stað í heilbrigðis- þjónustunni og sú þróun er meðal annars drifin áfram af nýrri þekkingu í erfðafræði, en með henni er hægt að greina sjúk- dóma hvers sjúklings mjög ná- kvæmlega og haga meðferð sam- kvæmt því. Framfarir þessar taki þó sannarlega í. „Alls staðar í heim- inum glíma menn við þetta vanda- mál. Kostnaður við ný lyf og tækni sem tengjast nýjum meðferðar- úrræðum er áhyggjuefni,“ segir Reynir sem bendir á að íslenskir læknar séu eftirsóttir til starfa hvar sem er í heiminum. Því þurfi heil- brigðisyfirvöld að vera vakandi gagnvart læknaskorti því ekki megi mikið bera út af svo neyðarástand skapist. »6 Ekki er hlustað á lækna  Ný lyf og tækni eru dýr  Læknafélag Íslands 100 ára Reynir Arngrímsson Vetrarhraglandi var á landinu í gær og vegna þess var mörgum leiðum lokað. Í borginni tók fólk sjálft til óspilltra málanna og mokaði stéttir og stíga við hús sín, eins og þessi íbúi við Kjarr- hólma í Kópavogi gerði þótt kafaldsbylur væri. Áfram verður harðlynt vetrarveður á landinu þegar lægð úr norðri kemur inn yfir landið, en að sögn veðurfræðings gæti hún valdið usla við Húnaflóa og í Skagafirði. »2 Mokaði snjó í kafaldsbyl í Kjarrhólmanum Morgunblaðið/Hari Áfram verður harðlynt vetrarveður á landinu  Árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta í Reykjavík sem borgaryfirvöld afþökkuðu 2013 og láta renna til reksturs Strætó er tilraun sem mistókst. Þetta segir Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, í Morgun- blaðinu í dag. Ætlunin hafi verið að fá fleiri til að nýta strætó sem hafi ekki tekist en borgin orðið af fimm milljörðum króna. »17 Borgin hefur orðið af fimm milljörðum Eyþór Arnalds Ný Evrópureglugerð um persónu- vernd tekur gildi hér á landi 25. maí næstkomandi. Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp er snýr að þessari reglugerð síðar í þessum mánuði. Björg Thorarensen prófess- or stýrir vinnu við gerð frumvarps- ins. Þessi nýja reglugerð snýr að öll- um fyrirtækjum, stofnunum og öðr- um sem vinna með persónuupplýs- ingar, hvort heldur sem er um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra. Skuldbindingar viðkom- andi aðila eru fleiri og strangari en áður hefur þekkst og brot geta varð- að himinháum sektum. Á Landspítalanum hefur vinna vegna innleiðingar reglugerðarinnar staðið yfir frá því í haust. Hefur spít- alinn sett á fót stýrihóp innanhúss og leitað sér utanaðkomandi sérfræði- aðstoðar. „Við vinnum með mikið af viðkvæmum persónuupplýsingum en jafnvel varsla þeirra er flokkuð sem vinnsla og við leggjum mikið upp úr öryggi við geymslu gagna,“ segir Páll Matthíasson forstjóri. Hann segir að allnokkur kostnaður hljótist af þessu. » 10 Brot á löggjöf geta varðað háum sektum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.