Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Sérfræðingar í
erfiðum blettum!
Þriðjudagskvöld 16. janúar kl. 20.00
Norðurljós, Hörpu
Sigvaldi Kaldalóns
og samskipti hans við læknasamtökin
Miðvikudagskvöld 17. janúar kl. 20.00
Silfurberg, Hörpu
Geðheilbrigði og samfélag
málþing
Tónlistardagskrá helguð einu ástsælasta
tónskáldi þjóðarinnar, Sigvalda
Kaldalóns lækni. Óttar Guðmundsson
leiðir þessa yfirferð um feril hans
og lög. Tónlistarflutninginn annast
Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn
Árna Harðarsonar ásamt Hildigunni
Einarsdótturmezzosópran og Aðalheiði
Þorsteinsdóttur píanóleikara.
Setning:
Engilbert Sigurðsson geðlæknir, prófessor í
geðlæknisfræði opnar fundinn.
Nútíminn og geðheilsan:
Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir.
Umhverfið og geðheilsan:
Gunnlaug Thorlacius félagsráðgjafi, formaður
Geðverndarfélags Íslands.
Skólinn og geðheilsan:
Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Fjölmiðlar og geðheilsan:
Ferdinand Jónsson yfirlæknir
samfélagsgeðlækningateymis í London.
Geðheilbrigði til framtíðar:
Páll Matthíasson geðlæknir, forstjóri Landspítala.
Fyrirspurnir úr sal og umræða um geðheilbrigði
og samfélag.
Fundarstjóri: Engilbert Sigurðsson.
Hinir árlegu
Læknadagar
standa nú
yfir í Hörpu og er hluti
dagskrárinnar tileinkaður
100 ára afmæli Læknafélags
Íslands. Meðal annars er efnt
til tónlistarskemmtunar og
málþings þar sem öllum
er heimill aðgangur
án endurgjalds.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þing-
eyjarsýslum, ætlar ekkert að gefa
eftir í deilunum um þá ákvörðun fé-
lagsins að stækka félagssvæðið yfir
landið allt, þrátt fyrir andstöðu ASÍ.
Fram kom í Morgunblaðinu fyrir
skömmu að Þingiðn brást við með
þessum hætti þegar félaginu bárust
fréttir af því að Félag málmiðn-
aðarmanna á Akureyri hefði ákveðið
að stækka fé-
lagssvæði sitt svo
það nær nú yfir
allt Norðurland,
þ. á m. fé-
lagssvæði Þing-
iðnar.
Aðalsteinn Á.
Baldursson, for-
maður Fram-
sýnar og fram-
kvæmdastjóri
Þingiðnar, gagnrýnir sjónarmið ASÍ
í málinu og hann gefur lítið fyrir
túlkun lögfræðings ASÍ, sem sagði í
frétt Morgunblaðsins að landsfélög
yrðu ekki stofnuð nema þau væru
með kjarasamninga sem taka til alls
landsins, en það ætti ekki við um
Þingiðn.
Segir þetta prinsippmál
Þótt Þingiðn sé ekki stórt félag þá
er þetta prinsippmál, að sögn Aðal-
steins. Hann bendir á að önnur iðn-
aðarmannafélög hafi fengið því fram-
gengt á vettvangi ASÍ að þau yrðu
landsfélög, t.a.m. FIT, Félag iðn- og
tæknigreina og svo VM.
,,Síðan gerist það 2016 að Félag
málmiðnaðarmanna gerir allt Norð-
urland að sínu félagssvæði. Allt í
einu fórum við að verða vör við það
t.d. á Bakka að þangað koma menn
sem sögðust geta verið í Málmiðn-
aðarfélaginu á Akureyri eða FIT fyr-
ir sunnan, því þeir hefðu yfirtekið fé-
lagssvæðið. Málmiðarmenn auglýstu
stækkað félagssvæði á N4 og það fór
í mína menn. Ég tók þetta upp á for-
mannafundi Alþýðusambandsins og
gerði alvarlegar athugasemdir við
þetta en það var lítið um svör,“ segir
Aðalsteinn.
Samiðn ekki á móti stækkun
Frá fornu fari hafi menn í verka-
lýðshreyfingunni virt félagssvæði
hvers svæðisbundins félags, sem get-
ur náð yfir eitt eða fleiri sveitarfélög
og svo þegar sveitarfélög eru sam-
einuð semji félög sem skarast við það
um félagssvæði í nýju sveitarfélagi.
Aðalsteinn segir að með einhliða
stækkun félagssvæðis Félags málm-
iðnaðarmanna nái það allt frá Hrúta-
firði að Langanesi og taki yfir svæði
Iðnsveinafélagsins í Húnavatns-
sýslu, Verkalýðsfélags Þórshafnar
og félagssvæði Þingiðnar. Þetta hafi
verið látið óáreitt en laganefnd ASÍ
hafi hins vegar hafnað ákvörðun
Þingiðnar um að gera landið allt að
sínu félagssvæði. Þingiðn er innan
landssambandsins Samiðnar, og það
hafi ekki gert neinar athugasemdir
við stækkun félagssvæðis Þingiðnar
en miðstjórn ASÍ hafi hins vegar
hafnað félagslögum Þingiðnar. Aðal-
steinn segir það bara útúrsnúning
hjá lögmanni ASÍ að félag geti ekki
stækkað sitt félagssvæði yfir landið
allt af því að það hafi ekki kjara-
samning yfir landið. Þingiðn sé sem
stéttarfélag aðili að samningi Sam-
iðnar sem nær yfir allt landið.
„Ég tel að þarna sé gróflega brotið
á jafnræðisreglu Alþýðusambands
Íslands og við höfum þegar komið
málinu í hendur okkar lögfræðinga,
sem eru að skoða það fyrir okkur.
Það getur ekki staðist að eitt félag
geti ekki útvíkkað sitt félagssvæði í
takt við það sem málmiðnaðarmenn
og FIT hafa gert,“ segir hann.
Eru í ýmsum félögum
Miklar framkvæmdir hafa verið á
félagssvæði Þingiðnar við virkjanir
og stóriðjuna á Bakka og gerir Aðal-
steinn engar athugasemdir við að
fyrirtæki sem koma inn á svæðið
vegna tiltekinna verkefna hafi sinn
mannskap með sér sem sé í ýmsum
stéttarfélögum en allt öðru máli
gegni um þá sem hafa fasta búsetu á
svæðinu. Iðnaðarmenn sem eru t.d. á
Húsavík eigi skv. reglum verkalýðs-
hreyfingarinnar að vera í einu félagi
en ekki mörgum félögum eins og nú
virðist blasa við að geti orðið þegar
einstök félög stækka sitt svæði yfir
félagssvæði annarra.
Segir gróflega brotið
á jafnræðisreglu ASÍ
Þingiðn ætlar ekki að gefa eftir í deilum um félagssvæði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Bakki Iðnaðarmenn að störfum við uppbygginguna á lóð kísilvers PCC.
Aðalsteinn Árni
Baldursson
Fulltrúaráð Samfylkingarfélag-
anna í Reykjavík ákvað á fundi sín-
um sl. laugardag, 13. janúar, að
viðhafa flokksval til að velja fram-
bjóðendur í efstu sæti á lista
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar í Reykjavík í vor. Valið fer
fram með prófkjöri 10. febrúar og
framboðsfrestur er til fimmtudags-
ins 25. janúar. Kosið verður um
allt að 10 sæti og kosning bindandi
í efstu 5 sæti listans með fyrirvara
um kynjareglur flokksins, það er
að hluti karla og kvenna sé jafn.
Á kjörseðli skulu kjósendur
merkja með tölustafnum 1 við
þann sem þeir vilja kjósa í 1. sæti,
með tölustafnum 2 við þann sem
þeir vilja setja í 2. sæti og þannig
koll af kolli. Merkja skal við
minnst 8 frambjóðendur, en mest
10 frambjóðendur. Strax að lokinni
talningu skilar kjörstjórn niður-
stöðum til uppstillingarnefndar
sem raðar frambjóðendum í sæti.
Það gerist þá annað hvort á flét-
tulista með karla og konur á víxl
eða paralista þar sem geta til
dæmis verið tveir karlar í sætum
og tvær konur í sætunum þar fyrir
neðan. Í reglum prófkjörsins sem
sendar voru út um helgina segir að
frambjóðanda sé heimilt að stofna
til hóflegs kostnaðar við framboð
sitt. Hámark þess kostnaðar er 750
þúsund króna. „Frambjóðendur
skulu í flokksvalinu sýna hver öðr-
um tillitssemi og forðast illmæli og
rógburð hver um annan,“ segir í
reglunum.
Heiða Björk Hilmisdóttir borg-
arfulltrúi og varaformaður Sam-
fylkingar, hefur ákveðið að taka
þátt í flokksvalinu og óskar eftir
stuðningi í 2. sæti. Þá hefur Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri fyrir
nokkru lýst því yfir að hann gefi
kost á sér áfram. sbs@mbl.is
Samfylkingin með
flokksval í borginni
Undirbúa borgarstjórnarkosningar