Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
KOLBRÚN J. SIGURÐARDÓTTIR,
Jófríðarstaðavegi 19, Hafnarfirði,
lést 11. janúar.
Að ósk hinnar látnu mun útförin fara fram
í kyrrþey. Þökkum læknum og starfsfólki 21A og Karitas fyrir
umönnun í veikindum Kolbrúnar.
Elías Rúnar Elíasson
Anna Dagmar Daníelsdóttir
Guðmundur Arnar Elíasson Guðrún B. Árnadóttir
Anna María Elíasdóttir Kjartan Sveinsson
Daníel Viðar Elíasson Katrín S. Hauksdóttir
ömmubörn og langömmubarn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK MARTEINSSON - KURT
MÜLLER
Ketil- og plötusmiður
Bröttuhlíð 15, Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, miðvikudaginn 10.
janúar.
Signý Egilsdóttir
Elsa Backman Rúnar Skarphéðinsson
Helgi Backman
Marteinn Friðriksson Íris Blandon
Katrín Friðriksdóttir Atli Lýðsson
barnabörn og barnabarnabörn
✝ Sigurður Krist-ján Lárusson
fæddist á Akureyri
26. júní 1954. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 3. jan-
úar 2018.
Foreldrar Sig-
urðar eru Sigrún
Guðný Gúst-
afsdóttir húsmóðir
f. 20.12. 1932 og
Lárus Marteinn
Marteinsson verkamaður, f.
21.2. 1930, d. 6.1. 1992. Systir
Sigurðar er Ragnheiður, f. 11.3.
1953.
Eiginkona Sigurðar er Valdís
Ármann Þorvaldsdóttir, f. 26.5.
1955. Foreldrar hennar voru
Þorvaldur Kristján Jónsson, f.
11.10. 1918, d. 19.6. 2003, og
María Stefánsdóttir, f. 20.2.
1920, d. 17.4. 2003.
Börn Sigurðar og Valdísar
eru: 1) Lárus Orri, f. 4.6. 1973,
maki Sveindís Benediktsdóttir,
f. 8.6. 1971. Synir þeirra eru
Sigurður Marteinn Lárusson, f.
hann lék knattspyrnu með ÍA
um árabil. Eftir að Sigurður,
Valdís og börnin fluttu til Ak-
ureyrar á ný starfaði Sigurður
við smíðar í Vör hf., því næst í
eigin fyrirtæki, Trévís, og síðan
hjá Slippnum á Akureyri í nokk-
ur ár til dauðadags.
Sigurður lék knattspyrnu
með yngri flokkum Þórs á Ak-
ureyri og síðan í meistaraflokki
með Íþróttabandalagi Akureyr-
ar 1971 til 1974, Þór 1975 til
1978 og Íþróttabandalagi Akra-
ness 1979 til 1988. Með ÍA varð
Sigurður Íslandsmeistari 1983
og 1984, bikarmeistari 1982,
1983, 1984 og 1986. Hann var
fyrirliði ÍA í nokkur ár og lykil-
maður í vörn. Sigurður var spil-
andi þjálfari síðasta árið sem
leikmaður ÍA og þjálfaði liðið
einnig 1989. Sigurður lék með
Þór á Akureyri á ný 1990 og tók
síðan við þjálfun liðsins. Síðar
meir þjálfaði hann einnig Völ-
sung í eitt ár og KA í eitt ár. Sig-
urður lék 11 sinnum með lands-
liði Íslands frá 1981 til 1984.
Útför Sigurðar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 15. jan-
úar
2018, klukkan 13.30.
16.9. 1995, Aron
Kristófer Lárusson,
f. 17.9. 1998 og
Sveinn Ármann
Lárusson, f. 2.2.
2010. 2) Sigurlína
Dögg, f. 7.8. 1978.
Dætur hennar eru
Helena Dögg Hilm-
arsdóttir, f. 2.5.
1999 og Hildur
Jana Hilmarsdóttir,
f. 29.1. 2005. 3)
Kristján Örn, f. 7.10. 1980, maki
Elsa Sif Björnsdóttir, f. 27.1.
1981. Dóttir þeirra er Alís Krist-
jánsdóttir, f. 7.8. 2008. 4) Aldís
Marta f. 9.6. 1993, maki Guðni
Rúnar Kristinsson, f. 29.6. 1985.
Dætur þeirra eru Heba Katrín
Guðnadóttir, f. 13.9. 2014 og
Kristjana Valdís Guðnadóttir, f.
31.5. 2017.
Sigurður lærði skipasmíði í
Slippstöðinni á Akureyri og
starfaði þar en hjá Skipa-
smíðastöð Þorgeirs og Ellerts
og síðar Henson, á meðan fjöl-
skyldan bjó á Akranesi þar sem
Þú ert farinn eftir sit ég ein
aftur skilur leiti milli vega.
Í mínu hjarta minning fersk og hrein
mildar söknuð, léttir þungan trega.
Við gengum snemma út á lífsins leið
lögðum saman krafta okkar tveggja.
Þó stundum virtist gatan ekki greið
gæfan fylgdi ætíð starfi beggja.
Þegar lífs míns orka förlast fer
flyst á milli heima andans kraftur.
Handan fljótsins bústað býrð þú mér
og bíður mín, þá kem ég til þín aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Blessuð sé minning þín, Siggi
minn. Sjáumst síðar, ástin mín.
Þín
Valdís.
Elsku pabbi.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
(Hugrún)
Stelpurnar þínar,
Lína Dögg og Aldís Marta.
Elsku afi minn.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst,
að ég sakna hans svo mikið,
ég sakna hans svo sárt
hann var mér góður afi,
það er klárt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann.
Í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður,
það er mín trú.
Því þar getur hann vakað yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt.
Hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima.
En eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth)
Þín afastelpa,
Helena Dögg.
Traustur, ákveðinn, hress,
hreinskilinn, þessi orð lýsa þér
vel, það var gott að eiga þig að.
Þú varst með eindæmum dug-
legur, drífandi og nenntir ekki
einhverju hangsi, það var gengið
í hlutina helst korter á undan
áætluðum tíma.
Nú skilur leiðir og mig langar
að þakka þér samfylgdina í þessi
ár síðan ég kom inn í fjölskylduna
þína fyrst, Siggi minn. Eftir sitja
margar góðar minningar sem
munu fylgja okkur alla tíð og
hjálpa okkur á erfiðum stundum.
Takk fyrir allt, ég kveð þig með
sorg í hjarta en er ríkari að hafa
þekkt þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín tengdadóttir
Sveindís.
Sigurður Lárusson
✝ Pétur Bjarna-son fæddist á
Grafarbakka á
Húsavík 17. júlí
1941. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi, 31. desember
2017.
Foreldrar hans
voru Bjarni Ás-
mundsson, f. á
Húsavík 24. októ-
ber 1903, d. 22. mars 1989, og
Kristjana Hólmfríður Helgadótt-
ir, f. í Steinholti á Húsavík 8.
nóvember 1905, d. 7. ágúst 1976.
Bræður Péturs eru Helgi, f. 9.
október 1925, d. 28. júlí 1999, Ás-
mundur, f. 17. febrúar 1927,
Halldór, f. 1. janúar 1929, d. 26.
janúar 2016, Hallmar Freyr, f.
21. nóvember 1931, d. 21. júlí
1987, Hreiðar, f. 11. ágúst 1934,
d. 25. apríl 2002, og Jón Ágúst, f.
6. nóvember 1944.
Pétur kvæntist árið 1961
Jónasínu Pétursdóttur, f. 9.
október 1942, d. 26. febrúar
2016. Börn þeirra eru: 1) Pétur
Helgi, f. 17. apríl 1960, kvæntur
Gunnlaugu Maríu Eiðsdóttur, f.
1. apríl 1960, og eiga þau fjögur
börn: Eið, kvæntur Katrínu Guð-
Árna Ólaf, Pétur Helga, í sam-
búð með Örnu Ársælsdóttur, og
Friðrik Rúnar, í sambúð með
Kristínu Kjartansdóttur. Þórdís
og Friðrik eiga þrjú barnabörn.
Móðir Þórdísar Súnu er Marita
Jóhanna Hansen.
Eftirlifandi sambýliskona Pét-
urs er Elísa Vilborg Berthelsen,
f. í Hafnarfirði 30. apríl 1939.
Pétur ólst upp á Húsavík og
gekk þar í barnaskóla og gagn-
fræðaskóla. Hann fór snemma
að vinna við ýmiss konar fisk-
verkun og síldarsöltun; fyrst um
sinn hjá föður sínum og síðar í
fjölskyldufyrirtækinu Flóka.
Síðar gerðist hann sjómaður.
Hann lærði til fiskmatsmanns og
vann við það lengst af. Pétur
gekk ungur til liðs við Íþrótta-
félagið Völsung og var hann
mikill stuðningsmaður félagsins
alla tíð. Hann var t.a.m. aðal-
hvatamaðurinn að því að Völ-
sungur sendi í fyrsta sinn lið á
Íslandsmót í meistaraflokki
karla árið 1966, auk þess sem
hann spilaði sjálfur með liði Völ-
sungs. Hann var félagsmaður í
Karlakór Keflavíkur um nokk-
urt skeið.
Pétur bjó síðustu æviárin í
Stillholti 19 á Akranesi.
Pétur verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
15. janúar 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 11.
mundsdóttur,
Bjarna, kvæntur
Esther Gestsdóttur,
Ínu Valgerði, gift
Þórarni Árna
Bjarnasyni, og
Snæfríði Dröfn, í
sambúð með Krist-
jáni Gunnari Ósk-
arssyni. Pétur
Helgi og Gunnlaug
eiga sex barnabörn.
2) Bjarni, f. 8. maí
1962, kvæntur Lilju Sigtryggs-
dóttur, f. 15. desember 1964, og
eiga þau þrjár dætur: Margréti
Ínu, Kareni Ýri, í sambúð með
Gísla Þór Haukssyni, og Elínu
Rós. Bjarni og Lilja eiga eitt
barnabarn. 3) Þórunn Sif Harð-
ardóttir (síðar ættleidd), f. 19.
desember 1965, gift Tómasi Inga
Jónssyni, f. 5. júní 1962, og eiga
þau tvo syni: Arnór Orra, í sam-
búð með Þórhöllu Ásgeirsdóttur,
og Róbert Inga, í sambúð með
Örnu Arnarsdóttur. Þórunn og
Tómas eiga þrjú barnabörn. Pét-
ur og Jónasína slitu samvistir ár-
ið 1966. 4) Þórdís Súna, f. 16. júlí
1967, gift Friðriki Baldurssyni, f.
10. mars 1971, og eiga þau fjóra
syni: Sigurð Þór, í sambúð með
Sædísi Hrönn Viðarsdóttur,
Í dag kveð ég elsku mág
minn, Pétur Bjarnason, sem ég
er svo þakklát fyrir að hafa
kynnst.
Þó svo að tíminn sem þú varst
í fjölskyldunni hafi ekki verið
langur, eða aðeins um níu ár, þá
var hann góður og mér mjög
dýrmætur. Sagan um hvernig
okkar kynni byrjuðu er mjög
sérstök en ég kom að því að
kynna ykkur Elsu systur hvort
fyrir öðru. Þó að aldur ykkar
beggja á þeim tíma hafi verið um
sjötugt þá skipti það ykkur engu
máli. Það er sama á hvaða aldri
maður er, það er aldrei of seint
að eignast vin, samferðafélaga
eða vera ástfanginn.
Maður er manns gaman og
þannig var það svo sannarlega
hjá ykkur Elsu. Þið lyftuð hvort
öðru upp og brölluðuð margt
saman. Ferðuðust um Ísland
ásamt því að fara nokkrum sinn-
um saman til Noregs. Sameig-
inlegt áhugamál ykkar var ým-
islegt handverk sem þið síðan
selduð á ýmsum handverks-
mörkuðum eða gáfuð sem gjafir.
Elsa prjónaði peysur en þú bjóst
til tölurnar á peysurnar úr horn-
um. Einnig varst þú mjög
áhugasamur um að sauma út í
púða, gera uglur og hrafna sem
var mjög vinsælt. Ég er ein af
þeim heppnu sem fengu bæði
uglu og hrafna frá þér að gjöf.
Mér er minnisstætt sumarið
þar sem þú bauðst okkur að
koma með ykkur Elsu til Húsa-
víkur á Mærudaga. Þig langaði
að kynna okkur fyrir þínum
heimabæ og þessari skemmti-
legu bæjarhátíð sem haldin er
þar einu sinni á ári. Það var ynd-
islegt og var þetta virkilega
skemmtileg helgi.
Þú varst svo ljúfur og góður,
vildir allt fyrir alla gera ef þú
gast hjálpað.
En lífið er ekki alltaf dans á
rósum og þannig var það ekki
hjá þér frekar en hjá mér eða
öðrum.
Síðustu mánuðir eru búnir að
vera þér og systur minni erfiðir
vegna veikinda ykkar beggja. Þó
svo að þau veikindi væru ekki af
sama toga þá voru þau erfið fyr-
ir ykkur bæði. Okkur samt öllum
að óvörum kom að kveðjustund á
gamlársdag þegar þú kvaddir
þennan heim.
Ég þakka fyrir þann tíma sem
þú hefur gefið mér og fyrir þann
tíma sem þú gafst systur minni.
Takk fyrir allt. Allar góðu
minningarnar um þig mun ég
geyma vel. Elsku Pétur, hvíl þú í
friði.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til afkomenda, vina og
vandamanna. Kær kveðja, þín
mágkona,
Rannveig.
Ég kynntist Pétri Bjarnasyni
fyrir níu árum þegar hann kom
inn í líf móður minnar, Elísu
Berthelsen. Við hjónin sáum
fljótt að þar var drengur góður á
ferð, umhyggjusamur og góð-
lyndur. Ég veit að þessi níu ár í
lífi móður minnar hafa verið
henni mjög ánægjuleg og Péturs
verður sárt saknað.
Umhyggjusemin skein ekki
síst í gegn þegar barnabörnin
komu í heimsókn til þeirra. Mik-
ið hafði hann nú gaman af því að
spjalla við þau. Okkur þótti af-
skaplega vænt um það hvað hon-
um var annt um öll börnin og
barnabörnin hennar mömmu.
Við Rannveig kíktum oft við með
dótturson okkar, Aron Emil,
með okkur og þá var gaman hjá
þeim báðum. Og þegar við kom-
um bara tvö þá spurði hann allt-
af eftir honum og hreinlega
ljómaði bara af því að tala um
Aron og dráttarvélarnar hans.
Við Pétur töluðum líka oft um
fótboltann. Segja má að fótbolta-
hjartað hans hafi verið grænt og
hvítt öðrum megin en gult og
svart hinum megin því Völsung-
ur og ÍA voru hans lið. Þegar
hann hafði heilsu til var hann
alltaf mættur fyrstur manna á
völlinn í sína heiðursstúku á
Jaðarsbökkunum og oftar en
ekki fengu einhverjir að sitja
inni í Súkkunni hjá honum.
Þegar ég segi „fyrstur
manna“ þá meina ég fyrstur
manna því Pétur varð seint sak-
aður um óstundvísi. Ef þau
mamma þurftu að sinna ein-
hverjum erindum í borginni, s.s.
læknisheimsóknum o.þ.h., þá
voru þau iðulega mætt klukku-
tíma á undan áætlun og þurftu
oft að bíða eftir því að opnað yrði
á viðkomandi stað. Það var held-
ur ekki verið að drolla neitt þeg-
ar þau komu í kaffi því „jæja“
var iðulega farið að hljóma áður
en maður vissi af. Pétur var
nefnilega alltaf á hraðferð.
Alltaf hafði Pétur mikinn
áhuga á því að vita hvernig
gengi í rekstrinum hjá okkur og
lagði sig mjög í líma við að koma
fyrirtækinu á framfæri hvar sem
hann kom. Annað vinsælt um-
ræðuefni voru stjórnmálin en þá
gat nú aldeilis hvesst því þar
vorum við oftast á öndverðum
meiði því Pétur var „eldrauður“
inn að beini. Oft áttu þau Rann-
veig einnig fjörlegar samræður
enda höfðu þau bæði mjög gam-
an af því að stríða hvort öðru.
Þessara samverustunda verður
sárt saknað.
Við Rannveig vottum mömmu
og afkomendum Péturs okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur E. Björnsson.
Pétur Bjarnason
Fleiri minningargreinar
um Pétur Bjarnason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Þú varst minn besti vin-
ur, alltaf ef ég var í vand-
ræðum þá hringdi ég í þig
og þú gast alltaf bjargað
mér.
„Heyr mína bæn“ og
„Litla sæta ljúfan góða með
ljósa hárið“, þetta voru lög-
in okkar.
Síðan pabbi minn dó hef-
ur þú verið pabbi/afi minn.
Hvíldu í friði elsku afi
minn. Ég geymi þig í hjarta
mínu.
Ég elska þig. Þín uppá-
haldsafastelpa,
Hildur Jana.
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Lárusson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær systir okkar,
HALLA JÓNSDÓTTIR
tanntæknir,
Garðabraut 10, Akranesi,
lést á heimili sínu föstudaginn 12. janúar.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 19. janúar klukkan
13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimili Höfða
á Akranesi.
F.h. aðstandenda
Kristrún Jónsdóttir
Ingibjörg Jóna Jónsdóttir