Morgunblaðið - 15.01.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar,
Færeyingasaga 1832, Njála
1772, Það blæðir úr morgun-
sárinu, tölus., áritað, Jónas E.
Svafár, Spor í sandi, ljóð 38,
Steinn Steinarr, Hlutabréf í sólar-
laginu, Frumskógadrottningin
fórnar Tarsan, Níðstöng hin
meiri, Dagur Sigurðarson, Þorp-
ið, 1. útg., Jón úr Vör, Hvítir
hrafnar, Þ. Þ., Árbækur Espólíns
1-12, frumútg. Sunnanfari 1-13,
gott band, Galdrakver Ísleifs
Einarssonar, 1857 Íslensk mynd-
list 1-2 Vestur-Skaftfellingar 1-4,
Eylenda 1-2, Flateyjarbók 1-4.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
1100 W rafmagnsmótor
Dreing 1 – 4 metrar
31cm vinnslubreidd
Léur og meðfærilegur
Góður við þröngar aðstæður
1131 E snjóblásari
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Fyrir bóndann á BÓNDADAGINN
ARIZONA teg 00 51 701 í
stærðum 36-48 á kr. 8.950,-
ARIZONA teg. 00 51 461 í
stærðum 36-48 á kr. 10.900,-
ARIZONA teg. 05 52 111 í
stærðum 36-48 á kr. 12.750,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Laugardaga 10 - 14.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30 (leikfimi
allir velkomnir og frítt inn), útskurður og myndlist kl. 13 og félagsvist
er spiluð í matsalnum kl. 13.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16, ganga um nágrennið kl. 11,
handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16, félagsvist með vinningum
kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20, opið fyrir innipútt, hádegismatur
kl. 11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13, myndlist kl. 13.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall-
ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni hjá Möggu Dögg. Stólaleik-
fimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Hádegisverður kl. 11.30-12.30 í
borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir. Botsía í innri borðsal kl. 14. Síð-
degiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16, hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503, meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45, vatnsleik-
fimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15, kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05, stóla-
leikfimi Sjálandi kl. 9.50, kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40, brids í
Jónshúsi kl. 13, zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handa-
vinna kl. 13, brids kl. 13, jóga kl. 18, félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spil-
að brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga hjá Ragnheiði kl. 16.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, línudansnámskeið kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti
Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl.
13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10 og frá Borgum einnig kl.
10 inni í Egilshöll, línudans í Borgum kl. 11 og skartgripagerð með
Sesselju kl. 13 í Borgum, Félagsvist í Borgum kl. 13 og kóræfing
Korpusystkina hefst kl. 16.30 í Borgum, fleiri velkomnir í kórinn.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, samverustund með djákna kl. 14, ganga
með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s .4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og
meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel-
komnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur
og kaffi í króknum kl. 10.30, jóga salnum Skólabraut kl. 11, handa-
vinna Skólabraut kl. 13, vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Nk.
miðvikudag 17. janúar kl. 20 býður Selkórinn eldri borgurum til söng-
veislu í Félagsheimili Seltjarnarness. Heitt súkkulaði og veitingar. Allir
velkomnir.
Stangarhylur 4, Zumba gold kl. 10.30, undir stjórn Tanyu. STERK OG
LIÐUG; námskeið fyrir dömur og herra 60 ára og eldri sem geta ekki
lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir verða sérsniðn-
ir að þörfum þátttakenda. Við munum gera æfingarnar sitjandi á stól-
um eða standandi við hliðina á stól. Verður tvisvar í viku og hefst í
næstu viku ef næg þátttaka fæst. Skrá sig núna!
✝ Einar ÞórirGuðmundsson
fæddist 5. júní
1931 á Borgarfirði
eystra. Hann lést
7. janúar 2018 á
Vífilsstaðaspítala.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Einarsson, fæddur
á Heggstöðum í
Andakílshreppi
12.5. 1881, snikkari
á Bakkagerði, Borgarfirði
eystra, d. 10.2. 1937, og Soffía
Þorsteinsdóttir húsfreyja, fædd
á Gilsárvöllum, Borgarfirði
eystra, 8.11. 1892, d. 14.4. 1975.
Bróðir hans var Þorsteinn,
húsasmíðameistari, f. 19.12.
1918, d. 4.8. 2007, kvæntur Þór-
unni Jónsdóttur Thorlacius.
Systir samfeðra Ásgerður
Efemía, f. 20.11. 1908, d. 1.1.
1986.
Einar kvæntist 5.2. 1955 Ásu
Jörgensdóttur frá Reykjavík, f.
13.8. 1937. Hún er dóttir Jörg-
ens Þorbergssonar tollvarðar
frá Laugum í Reykjadal og
Laufeyjar Jónsdóttur húsfreyju
frá Akranesi. Börn Einars og
11.2. 1976, eru a) Hlini Snær, f.
20.12. 2007, b) Birkir Smári, f.
20.12. 2007, c) Karitas Ísold, f.
20.12. 2007. Langafabörn Ein-
ars eru 12.
Einar ólst upp í Steinholti á
Borgarfirði eystra. Eftir hefð-
bundið barnaskólanám á
Bakkagerði flutti hann með
móður sinni og bróður 12 ára
til Reykjavíkur og kláraði
gagnfræðaskóla. Hann starfaði
sem lærlingur hjá Gissuri Páls-
syni og lauk sveinsprófi í raf-
virkjun í Reykjavík og síðar tók
hann meistararéttindi. Einar
starfaði um tíma á Keflavík-
urflugvelli hjá Ormsbræðrum
og Timbursölunni Víði, síðar
stofnaði hann eigin atvinnu-
rekstur við rafvirkjun og hafði
lærlinga. Hann vann nánast til
æviloka.
Hann gekk í Musterisregluna
2. apríl 1954 og var þá yngsti
meðlimur hennar og við andlát
sitt var hann með lengstan
starfsaldur í reglunni. Hann
tók virkan þátt í að byggja upp
Musterisregluna á Íslandi. Í
Frímúrarareglunni á Íslandi
fann hann einnig sinn farveg. Í
hana gekk hann 1965. Hann
var einnig virkur góðtemplari í
IOGT.
Einar verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju í Reykjavík í
dag, 15. janúar 2018, og hefst
athöfnin kl. 13.
Ásu eru: 1) Guð-
mundur verkfræð-
ingur, f. 30.4. 1955,
kvæntur Åse Marit
Holtet sjúkraliða, f.
22.12. 1954, börn
þeirra eru a) Einar
Þorgrímur, f. 14.7.
1974, b) Jörgen
Andre, f. 3.2. 1981,
kvæntur Inga
Fjelltveit Skagseth,
c) Gunn-Sofia, f.
17.2. 1986, gift Andreas Thor-
sen. 2) Agnes, f. 25.12. 1958,
gift Eyþóri Péturssyni, bónda í
Baldursheimi, f. 17.1. 1957,
börn þeirra eru a) Pétur, f.
22.7. 1978, kvæntur Ellen Ótt-
arsdóttur, f. 17.3. 1979, b) Jón
Smári, f. 29.1. 1982, sambýlis-
kona Íris Ósk Óttarsdóttir, f.
26.6. 1990, c) Einar, f. 29.11.
1994, sambýliskona Arnbjörg
Hlín Áskelsdóttir, d) Laufey
Ása, f. 31.8. 1996. 3) Ása tölv-
unarfræðingur, f. 6.2. 1975,
sambýlismaður hennar er Ole
Oroug verkfræðingur, f. 25.6.
1980. Börn Ásu og fyrrverandi
eiginmanns, Birgis Más Guð-
brandssonar giktarlæknis, f.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Það er erfitt að koma öllu því
í orð sem um huga okkar fer nú
þegar við setjumst niður og
skrifum þessar línur til að
minnast þín. Eins og alltaf er
þá gera slysin ekki boð á undan
sér, það fengum við að sann-
reyna hinn 4. júní sl. þegar þú
varst uppi í bústað að mála, en
þú náðir þér aldrei eftir þetta
slys. Þú elskaðir að vera uppi í
bústað og það sem þú og
mamma áorkuðuð þar er ótrú-
legt og munum við systkinin nú
geta notið góðs af því sem eftir
er. Það var ekkert sem þú unn-
ir meir en að vera úti í nátt-
úrunni. Sveitin hjá systur
minni var þér svo kær og þú
varst alltaf svo glaður þegar þú
varst þar, einnig í þinni eigin
sveit Borgarfirði eystra. Þú
varst mikill veiðimaður og fóru
öll sumur í stangveiði þar sem
þú flakkaðir á milli áa, hér
varst þú á heimavelli.
Pabbi var yndislegur maður
með stórt hjarta, hann vildi allt
fyrir alla gera. Hann kenndi
okkur börnunum eftir sinni
bestu getu listina að lifa og við
erum að komast að því eftir
andlát þitt hversu miklu þú
hefur áorkað á mismunandi víg-
stöðvum. Þú eyddir miklum
tíma í félagsstörf og vannst þú
að þeim af alhug og mamma
hafði óendanlegan skilning á
öllum áhugamálum þínum. Eft-
ir að þú kvaddir höfum heyrt
magar yndislegar sögur af þér
frá félögum þínum og vinum.
Við þessi tímamót breytist
svo margt, það er svo margt
sem minnir á þig og vekur
minningar og söknuð. Við erum
þakklát fyrir þann tíma sem
Guð gaf okkur saman og þau
spor sem við gengum saman á
lífsins vegi. Við geymum allar
minningarnar um þig og þær
munu alltaf fylgja okkur og
veita okkur gleði. Elsku pabbi
okkar, nú er komið að kveðju-
stund og hjartað grætur, engin
orð fá því lýst hvað við söknum
þín mikið. Nú ert þú kominn í
annan heim þar sem er alltaf
birta og ylur, við vitum að þú
munt líta eftir okkur þar til við
hittumst á ný.
Þú sofnað hefur síðsta blund
í sælli von um endurfund,
nú englar Drottins undurhljótt
þér yfir vaki – sofðu rótt.
(Aðalbjörg Magnúsdóttir.)
Elsku pabbi okkar, við elsk-
um þig og minning þín lifir sem
ljós í lífi okkar. Við munum
hugsa um mömmu.
Ása, Agnes og
Guðmundur.
Ekkert líf án dauða, enginn
dauði án lífs. Þessi orð komu
mér í huga, þegar ég sá hvert
stefndi hjá vini mínum, Einari
Þ. Guðmundssyni, sem barist
hefur fyrir lífi sínu síðastliðna
sjö mánuði. Skákinni lauk með
sigri dauðans að þessu sinni, og
við það verða ættingjar hans og
vinir að una, hvort sem þeim
líkar betur eða ver.
Við höfum fylgst að stóran
hluta ævinnar, verið vinir í
rúma hálfa öld og því margs að
minnast. Upp í hugann koma
minningarnar hver af annarri
um góðan dreng, og ætla ég að
að segja frá einni þeirra.
Einar var mikill útivistar-
maður og vildi helst af öllu
standa við árbakkann, horfa á
ána og fylgjast vel með hvar
best væri að kasta út í til að ná
góðum árangri í veiðinni. Hann
langaði mikið að ég fengi veiði-
bakteríuna. Við tveir og fjöl-
skyldur okkar fórum einu sinni
sem oftar í Stóru-Laxá í
Hreppum, hann til að veiða og
ég að fylgjast með. Við lögðum
á okkur langa göngu því hann
vildi fara á fallegasta og besta
veiðisvæðið. Þegar þangað var
komið fór hann að veiða og stóð
við í lengri tíma, að mér fannst,
og tími til kominn að fara í bú-
staðinn sem við höfðum leigt
okkur yfir helgi. Einar sagði þá
að ég yrði að minnsta kosti að
bleyta færið, fyrr færum við
ekki. Ég stóð því upp og rölti
til hans, tók við stönginni lítt
hrifinn og kastaði út í ána eftir
leiðbeiningum hans. Síðan
hvarf hann frá og ætlaði að fá
sér smá lúr á bakkanum á með-
an. Það leið þó ekki langur tími
að hann heyrði öskrin í mér því
fiskur var á. Einar var óhepp-
inn að vera ekki á frjálsíþrótta-
móti því hann kom í þvílíkum
loftköstum, að hann hefði
örugglega sett Íslandsmet í há-
stökki hefði hæð þeirra verið
mæld! Þegar ég var búinn að
koma 14 punda fiskinum á land
spurði ég strax: „Hvenær för-
um við næst?“ Einar hló við og
svaraði: „Ég vissi að mér
myndi takast að smita þig af
veiðibakteríunni!“
Nú þegar þú ert horfinn yfir
móðuna miklu, minn kæri vin-
ur, og við fáum þig ekki augum
litið framar munu minningarn-
ar um góðan dreng ávallt halda
nafni þínu á lofti. Ég bið hinn
hæsta höfuðsmið himins og
jarðar að varðveita þig að ei-
lífu. Vertu sæll að sinni, kæri
vinur. Ég og fjölskylda mín er-
um með ykkur öllum sem stóð-
uð honum næst.
Björn Kristmundsson.
Kveðja frá Heklu, reglu
Musterisriddara
Fallinn er frá góður félagi og
bróðir, Einar Þ. Guðmundsson.
Einar var einn af okkar elstu
og dyggustu bræðrum en hann
hafði starfað í reglu Musteris-
riddara í yfir 60 ár. Einar
starfaði í stjórn reglunnar í ná-
lægt 30 ár og síðast sem meist-
ari. Hann var einn af fróðustu
mönnum um störf reglunnar og
ætíð hægt að leita til hans um
hvaðeina sem laut að starfi
hennar. Þá var gott að leita til
hans ef eitthvað þurfti að gera,
hvort sem það var vegna raf-
magns eða annarra verka,
verklegra eða félagslegra. Við í
reglu Musterisriddara kveðjum
góðan bróður með miklum
söknuði. Við vottum Ásu og af-
komendum þeirra okkar inni-
legustu samúð.
Með bróðurkveðju,
Brynjar M.
Valdimarsson, meistari.
Einar Þórir
Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Á kveðjustund hugsa ég
með þakklæti og gleði í
hjarta til vináttu okkar,
hlátursins, Mikka refs,
ferða norður í Mývatns-
sveit, útreiðartúra, orgel-
tóna, vélsleðaferða, skíða-
göngu í Skálafelli,
páskaeggja í Hrannarskál-
anum, kaffispjalls í bú-
staðnum og saltkjötsins.
Góða ferð í Sumarlandið, ég
bið að heilsa öllum.
Kristín Björnsdóttir.