Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Sendill er einn á ferð í gömlum
kagga, með dularfullan pakka, á leið
þvert yfir Bandaríkin. Hann byrjar
að velta vöngum yfir eðli tilverunnar
og tilgangsleysi eigin lífs og rekst á
alls kyns einkennilegar persónur á
vegahótelunum við þjóðveginn.
Þannig hljómar sögusvið leikrits-
ins The Pain Tapestry eftri Baret
Magarian sem sýnt verður í Tjarn-
arbíói næstkomandi föstudag. Páll
Sigþór Pálsson leikari hefur veg og
vanda af sýningunni en sér til halds
og trausts hefur hann fengið Rúnar
Guðbrandsson sem leikstýrir og
bróður sinn Hauk Valdimar Pálsson
sem sér um hljóð, lýsingu og mynd-
band.
Leikritið er splunkunýtt og verð-
ur þetta í fyrsta skipti sem The Pain
Tapestry er flutt á því máli sem
verkið var upphaflega samið á, en að
sögn Páls er Baret Magarian farinn
að komast á kortið úti í heimi sem
merkilegt leikskáld og bókahöf-
undur.
„Baret er búsettur í Flórens á
Ítalíu og starfar sem enskuprófessor
við háskóla þar í borg. Hann ólst upp
í London og skrifaði The Pain Tap-
estry upphaflega á ensku, en verkið
var fyrst flutt á ítölsku og hefur ver-
ið í sýningum á Ítalíu undanfarin eitt
eða tvö árin.“
Súrrealísk sjálfsskoðun
Páll segist hafa þurft að hafa mik-
ið fyrir því að sannfæra Baret um að
hann væri rétti maðurinn til að
frumflytja verkið á ensku. Hann
hreppti loks hnossið en svo þróuðust
atburðir á þann veg að ekki var
hægt að láta verða af því að sýna
verkið í London eins og upphaflega
stóð til. Nýlega flutti Páll aftur til Ís-
lands, og ákvað að best væri að sýna
þetta merkilega verk hér enda á
leikritið fullt erindi við íslenska leik-
húsgesti. „Þess utan vantar meira af
leiksýningum á Íslandi fyrir fólk
sem er ekki íslenskumælandi. Ég
fékk því Rúnar og Hauk, tvo gamla
og góða vini úr leiklistinni, til að
hjálpa mér að gera sýninguna að
veruleika.“
The Pain Tapestry er einleikur og
þarf Páll að túlka bæði aðalsöguhetj-
una og persónurnar sem verða á
vegi hans. „Hann rekst á litríka ein-
staklinga, eins og digra blökkukonu
og eina huggulega Alabama-dömu
sem má muna fífil sinn fegurri,“ út-
skýrir Páll. „Þótt það sé oft ekki
langt í húmorinn er ekki hægt að
kalla The Pain Tapestry gamanverk
heldur er því betur lýst sem ex-
istensíalísku og léttsúrrealísku á
köflum. Það sem hreif mig þó mest
var að það er viss ljóðrænn eiginleiki
í textanum – ákveðin músík – og
skýrist kannski með því að til við-
bótar við að vera kennari og skáld er
Magarian tónlistarmaður og semur
píanókonserta í hjáverkum.“
Ekki væri ógalið fyrir lesendur að
gefa Baret Magarian gaum því hann
er farinn að láta að sér kveða í leik-
hús- og bókmenntaheiminum. „Auk
þess að hafa gengið vel með The
Pain Tapestry á Ítalíu kom nýlega út
eftir hann bókin The Fabrications,
sem hefur verið gefin út í Bandaríkj-
unum og hlotið einróma lof gagnrýn-
enda,“ ljóstrar Páll upp, en von er á
höfundinum á frumsýningu leikrits-
ins um helgina.
Sendill, dyravörður, leikari
Talið berst yfir í það sem á daga
Páls hefur drifið á meðan hann bjó
erlendis. Hann útskrifaðist frá
Guildford School of Acting og hefur
verið viðriðinn ýmis verkefni, bæði
kvikmyndir og leikverk. Páll fór m.a.
með hlutverk í bresku sjónvarps-
þáttaröðinni Call the Midwife og í
Ófærð, og bæði leikstýrði og skrifaði
handrit spennumyndarinnar Cour-
ier sem kom út 2010. Páll upplýsir að
hann hafi fundið sér störf hér og
hvar, enda ekki að því hlaupið að lifa
af leiklistinni einni saman. Þannig
hafi hann, rétt eins og aðalsöguhetja
The Pain Tapestry, starfað sem
hraðsendill og ekið á mótorhjóli vítt
og breitt um England með pinkla af
ýmsum stærðum og gerðum. „Oft
gat ég verið heilu vikurnar og mán-
uðina á ferðinni og fékkst þá nægur
tími til að hugsa málin. Það er ef til
vill ekki skrítið að margir höfundar
hafi notað löng ferðalög á þjóðveg-
unum sem sögusvið leikrita og kvik-
mynda, allt frá Easy Rider yfir í
Wild at Heart.“
Reglulega hefur Páll skotist til Ís-
lands og m.a. unnið með leikhúsum á
Akureyri og í Hafnarfirði og staðið
vaktina sem dyravörður á skemmti-
stöðum hér og þar í Reykjavík, en
lengst hefur hann starfað með enska
ferðaleikhúsinu The Rude Mechan-
ical Theatre Company. „Sá hópur
ferðast upp og niður Bretland og er
best lýst sem „fýsískum“ leikhópi
sem starfar í anda ítölsku commedia
dell’arte-hefðarinnar,“ segir hann.
Páll játar að það geti verið tölu-
vert hark að vinna fyrir sér með
þessum hætti en veiti líka ákveðið
frelsi. „Þetta er tvíeggjað sverð;
Harkinu fylgir frelsi
Eftir langa dvöl erlendis er Páll Sigþór Pálsson snúinn
aftur til Íslands og setur glænýtt og forvitnilegt verk á svið
Hann segir þá litlu og óháðu geta tekið meiri áhættu,
með djarfari og framsæknari sýningum en stóru leikhúsin
Hugsjón Páll Sigþór (f.m.) með bróður sínum Hauki Valdimari hljóð- og
ljósamanni og Rúnari Guðbrandssyni leikstjóra sýningarinnar.
Sveiflur „Þetta er tvíeggjað sverð; annars vegar hefur
maður minna atvinnuöryggi en á móti kemur að oft býð-
ur þetta fyrirkomulag upp á að prufa ný, spennandi og
óvenjuleg verk – það getur orðið leiðigjarnt til lengdar í
atvinnuleikhúsunum,“ segir Páll Sigþór Pálsson.
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Frá
morgnifyrir allafjölskylduna í
þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Laugarnar í Reykjavík
NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL
Tvær sýningar voru opnaðar á Kjarvalsstöðum
Morgunblaðið/Hari
Ávarp Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Gestir Árni Bergmann rithöfundur og Steinunn Marteinsdóttir listakona.