Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 15.01.2018, Síða 32
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Nafn mannsins sem lést … 2. Telja sig vita hvernig Jemtland lést 3. Besta sem hefur komið fyrir mig 4. Flugvél rann fram af kletti í Tyrklandi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fjöruverðlaunin – bókmenntaverð- launa kvenna fyrir árið 2018 verða af- hent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag kl. 16. Tilgangur verðlaunanna er að stuðla að aukinni kynningu á rit- verkum kvenna og hvetja konur í rit- höfundastétt til dáða. Fjöruverðlaun- in eru veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum: fagurbókmenntum, fræðibókum og ritum almenns eðlis og barna- og unglingabókum. Níu bækur eru tilnefndar til verð- launanna, þrjár í hverjum flokki og þeirra á meðal Lang-elstur í bekknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í flokki barna- og unglingabóka; Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur í flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis Ís- lenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur. Morgunblaðið/Hari Fjöruverðlaunin afhent í Höfða í dag  Listamannaspjall gestalistamanna SÍM, Sambands íslenskra myndlist- armanna, fer fram á morgun kl. 16 í galleríi sambandsins í Hafnarstræti 16. Tíu erlendir listamenn munu þar veita gestum innsýn í ólíka menning- arheima alþjóðlegrar myndlistar og munu kynningarnar allar fara fram á ensku og hver listamaður talar í um 10 mínútur. Allir eru velkomnir og boðið upp á kaffi og með því. Tíu gestalistamenn í listamannaspjalli Á þriðjudag Norðvestan 10-18 m/s með snjókomu eða éljum, hvassast á annesjum vestast, en hægara og bjartviðri suðaustantil á landinu. Frost víða 0 til 5 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan vestantil, hvassast á Vest- fjörðum og Ströndum, en hægari suðvestlæg átt eystra. Dregur heldur úr vindi í kvöld. Éljagangur nyrðra, en léttir víða til syðra. VEÐUR Tindastóll og Keflavík hrós- uðu sigri í karla- og kvenna- flokki í bikarúrslitunum sem fram fóru í Laugardals- höllinni á laugardaginn. Tindastóll rúllaði yfir Ís- landsmeistara KR og vann þar með sinn fyrsta stóra titil í sögunni. Keflavík varð bikarmeistari í kvennaflokki annað árið í röð og í 22. skipti frá upphafi eftir sig- ur gegn grönnum sínum í Njarðvík. »4-5 Fyrsti stóri titill Tindastóls Albert Guðmundsson stal senunni þegar Íslendingar lögðu Indónesíu- menn, 4:1, í vináttulandsleik í knatt- spyrnu í Jakarta í gær. Al- bert kom inn á sem vara- maður á 25. mínútu leiksins og hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir íslenska liðið. »8 Albert Guðmundsson stal senunni í Jakarta Íslendingar töpuðu fyrir Króötum, 29:22, í öðrum leik sínum á Evr- ópumótinu í handknattleik í Split í Króatíu í gærkvöld. Ísland mætir Serbíu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun og það er hreinn úrslitaleikur um það að komast áfram í milliriðil en bæði Króatar og Svíar eru komnir áfram eftir sigurleiki sína í gær. »1-2 Hreinn úrslitaleikur gegn Serbum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Það er mikilvægt að eiga sér draum í lífinu og missa aldrei sjónar á tak- markinu. Stundum þarf maður að bíða lengi en viljinn nýtist alltaf. Þetta eru mín stóru skilaboð til krakkanna,“ segir fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson. Mikil ögrun og einbeittur vilji Í gær hélt John Snorri á vegum Ferðafélags Íslands fjölskyldufyr- irlestur og var með myndafrásögn um göngu sína á K2, annað hæsta fjall heims, en þangað komst hann 28. júlí á síðasta ári. Leiðangurinn þótti mikið afrek, ekki síst með vísan til þess hve mikla ögun og einbeittan vilja þarf til að ná á toppinn. Tindurinn K2 er í 8.611 m hæð, er á landamærum Kína og Pakistans og telst til Karakóram-fjallgarðsins. Þetta er fjall erfitt uppgöngu og er talið að þriðji hver maður sem legg- ur í brekkurnar skili sér ekki aftur til baka. Við undirbúninginn kleif John Snorri tvö fjöll í Himalaja- fjallgarðinum; Island Peak, 6.189 m, og Lhotse, 8.516 m á hæð og fjórða hæsta fjall heims. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim tindi. Eftir að John Snorri náði tindi K2 kleif hann Broad Peak, 8.051 m hátt og 12. hæsta fjall heims, og setti heimsmet í hraða á milli tindanna. Aðeins vika leið frá því hann stóð á K2 uns hann náði Broad Peak. Ég var ofar skýjun Það er kalt á toppnum, en hvers vegna? Af hverju er K2 hættulegur staður og hvers vegna tekur margar vikur að klífa fjallið? Hvaða búnað þarf og hví þurfa fjallagarpar að vera með viðbótarsúrefni? Hve víð- sýnt er af öðru hæsta fjalli veraldar? Frá þessu og fleiru sagði John Snorri í fyrirlestri sínum. „Ég var ofar skýjunum á K2 og sá sjóndeildarhringinn. Það er magnað að sjá hvernig jörðin kemur í boga. Ég horfi yfir risafjöll, 6.000 til 7.000 metra há, sem virka bara lítil þarna uppi. En þarna er fallegt útsýni þeg- ar horft er til Kína og Pakistans,“ segir John Snorri sem kveðst vel mettur af fjallamennsku eftir langt úthald í fyrra. Sé ekki hættur en muni þó í framtíðinni væntanlega halda sig við heldur lægri fjöll en verið hefur. Frískandi Helgafell „Það er mikilvægt að hreyfa sig og núna á sunnudagsmorgni er ég nýkominn heim með krökkunum mínum úr göngu á Helgafell sunnan við Hafnarfjörð. Það er fínt og frísk- andi að byrja daginn þannig,“ sagði John Snorri þegar Morgunblaðið rabbaði við hann í gærmorgun. Fyr- irlesturinn hjá Ferðafélagi Íslands í gær sagði hann í svipuðum anda og ýmsa sem hann hefði verið með á síðustu mánuðum fyrir til dæmis starfsmannahópa og íþróttafélög. Ég sá jörðina koma í boga  John Snorri með fyrirlestra um fjallaferðir Morgunblaðið/Hari Fyrirlestur Fjallagarpurinn John Snorri sagði frá fjallapríli sínu og sýndi búnað sinn sem vakti athygli krakkanna. Toppað John Snorri á tindi K2, annars hæsta fjalls heims, á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.