Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Þorrablót voru víða haldin í gær, á bóndadegi, fyrsta degi þorra. Meðal annars hjá börnunum á þremur starfsstöðvum leikskólans Sunnu- foldar í Grafarvogi og einnig hjá eldri borg- urum á þremur Hrafnistuheimilum; í Reykja- vík, Hlévangi í Reykjanesbæ og Ísafold í Garðabæ. „Það er hefð fyrir því á Hrafnistuheimil- unum sex að blóta þorrann á veglegan hátt með íbúunum,“ segir Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu, en blótað var í hádeginu á Ísafold og í Hlévangi en seinnipartinn í Reykjavík. „Við buðum upp á hefðbundinn þorramat, fólkið fór í sitt fínasta púss og við dúkuðum borð og buðum m.a. upp á hrúts- punga, magál, súrmat, svið og rófustöppu, brennivín, söng og fjör. Kokkarnir okkar hérna á Hrafnistu útbjuggu þorramatinn sjálf- ir, haldnar voru ræður og tónlistarmenn og skemmtikraftar héldu uppi fjörinu.“ Félagar úr Harmonikkufélagi Suðurnesja, Dói og Elí, héldu upp í fjörinu á Hlévangi, á Ísafold var blótað undir harmonikkuleik Sveins Sigurjónssonar og Ragnar Torfason, sonur íbúa á heimilinu, söng og lék undir á gít- ar. Í Reykjavík var blótað undir dyggri veislu- stjórn söngkonunnar Regínu Óskar Óskars- dóttur sem flutti minni karla. Ræðumaður var Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsráðs, og flutti hann minni kvenna. Næstu tvo föstudaga verður svo blótað á hin- um þremur Hrafnistuheimilunum. Matargleði hjá litlu börnunum „Við vorum með þorramat, Þorraþrællinn var sunginn og börnin klæddust svörtu eða ull- arfötum. Það var heimatilbúin sviðasulta, að- keyptur súrmatur, hangikjöt, harðfiskur og hákarl o.fl. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum en ég held að þetta sé flottast hjá okk- ur í ár,“ segir Fanný Heimisdóttir, leik- skólastjóri Sunnufoldar. Hún segir misjafnt hvort börnunum líki maturinn en enginn sé þvingaður til að borða, þetta sé langborð þar sem börnin geta fengið sér ef þau vilja. „Þetta á að vera skemmtilegt og hátíðlegt og tilefni til umræðna. Börnin læra að borða saman og finna fyrir matargleði.“ ernayr@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Sunnufold Börnin á Loga, einni starfsstöð Sunnufoldar, borðuðu hefðbundinn þorramat í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hrafnista Líf og fjör var á Hrafnistuheimilinu Ísafold í gær og nægur matur á borðum. Ungir og aldnir blótuðu á bóndadaginn Magnús Heimir Jónasson Agnes Bragadóttir „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum. Með þessari vinnu er stefnt að því að bæta tölfræði upplýsinga um þróun á mark- aðnum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræði- upplýsingar á vinnumarkaði. Ákveðið var á fundinum að skoða hvernig væri hægt að bæta gagnaöflun um launamál á Íslandi. „Þarna er verið að horfa til þess hvernig við söfnum gögnunum og tryggjum að úrtakið sem við erum að horfa á gefi sem raunsæjasta mynd af þróuninni. Síðan er annað mál hvernig verður unnið úr þeim og hvernig það fléttast saman við samtalið,“ segir Bjarni. Þá verður m.a. horft til breytinga í Noregi þar sem skattskil eru tengd við gagna- skil. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði það jákvætt að málið væri sett af stað. Ef norska leið- in yrði farin hér á landi myndi það gefa mun betri mynd af launamálum á Íslandi. „Þá væri hægt að nálgast heildar- safn allra launa í landinu nánast í rauntíma, þ.e. mánuð eft- ir að þau eru greidd út,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, tók í sama streng og sagði að það væri nauðsynlegt að fá betri gögn um launaþróun. „Það þarf að afla betri og meiri gagna um launaþróun á vinnumarkaði, það eru heilu atvinnugreinarnar sem ekki eru dekkaðar. Þá hafa menn verið að skoða norska leið í að tengja trygg- ingagjald og innheimtu þess við gagnaskil varðandi þá launamenn sem verið er að greiða launaskatt af. Það hefur verið farsæl leið hjá Norðmönnum að tengja þetta saman.“ Starfshópur skipaður til að endurskoða kjararáð Á vef stjórnarráðsins var tilkynnt í gær að ríkisstjórnin hefði, að höfðu samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði, ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópnum er falið að bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörn- um fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágranna- löndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi launaákvarðana kjararáðs. Hefur starfshópurinn þrjár vikur til að skila af sér. Hlutverk kjararáðs var ekki rætt á fundinum í gær en spurður segir Bjarni að vinna starfs- hópsins sé nokkuð opin. „Ég held að það sé óhætt að segja að uppleggið í þeirri vinnu sé nokkuð opið. Ætlunin er að fara yfir launasetn- inguna og þróun þeirra hópa, sem heyra undir kjararáð, á undanförnum árum. Velta fyrir sér valkostum um fyrir- komulag þessara mála, mögulegan samanburð við önnur lönd og eftir atvikum að fá tillögur til úrbóta,“ segir Bjarni ennfremur. Formaður hópsins er Jóhannes Karl Sveins- son hrl. Auk hans sitja í hópnum fyrir hönd ríkisins Bene- dikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Guð- rún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, og Hanna Sigríður Gunnsteinsdótt- ir, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Fyrir hönd aðila vinnumarkaðarins sitja þau Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri SA, Helga Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri BSRB, og Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ. Eru sammála um nauð- syn betri launagagna  Ríkisstjórnin fundaði með aðilum vinnumarkaðarins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðherrabústaðurinn Aðilar vinnumarkaðarins funduðu með ráðherrum í Ráðherrabústaðnum í gær. Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Há- degismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvalds- dóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Vinningana fengu þær í stafa- rugli, skemmtilegum leik sem er í anda orðasnakksins sem notið hef- ur mikilla vinsælda á Fésbókinni undanfarið. Leikurinn fór fram í morgunþætti K100, Ísland vaknar, sem er í umsjón Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar Sifjar. Jón Axel og Kristín Sif festu orð- in sem notuð voru í leiknum á höfuð Ásgeirs Páls og til þess að taka þátt í stafaruglinu þurftu hlustendur að fylgjast með beinni sjónvarps- útsendingu úr hljóðveri K100 á rás 9 í sjónvarpi Símans eða á K100.is. ge@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air  Stafarugl í anda orðasnakksins Sauðfjárbændur, sem voru rétt- hafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, fengu í gær greidda viðbótar- greiðslu vegna svæðisbundins stuðnings í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauð- fjárbændur. Um er að ræða annan hluta að- gerða stjórnvalda af tveimur í sam- ræmi við bráðabirgðaákvæði reglu- gerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt. 150 milljónum króna er varið í verkefnið sam- kvæmt fjáraukalögum 2017. Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi á Ströndum 503.355 kr. (25% álag), samkvæmt ákvörðun Matvælastofn- unar. Alls naut 371 sauðfjárbú þessa stuðnings. mhj@mbl.is 371 sauðfjárbú fékk stuðning stjórnvalda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.