Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Jim Mattis, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, kynnti í gær nýja
stefnu landsins í varnarmálum.
Sagði hann meðal annars að Banda-
ríkjunum stafaði aukin ógn frá Kín-
verjum og Rússum og að yfirburðir
Bandaríkjahers væru ekki lengur
jafnmiklir og þeir hefðu verið.
„Herinn er ennþá sterkur, en sam-
keppnishæfni hans hefur minnkað á
öllum sviðum hernaðar – lofti, láði,
legi, í geimnum og á netinu – og mun
halda áfram að minnka,“ sagði Matt-
is og kallaði eftir því að Bandaríkja-
þing myndi ekki minnka fjárframlög
alríkisins til hersins á næstu árum.
Þá þyrfti að mati stjórnvalda að
fjölga í herliði Bandaríkjahers og
undirbúa hann betur undir hugsan-
leg átök.
Þurfa að bregðast við
Það vakti athygli að hryðjuverk
voru ekki lengur talin helsta ógnin
við öryggi Bandaríkjanna, líkt og
raunin hefur verið nánast frá alda-
mótum. Þess í stað sagði Mattis að
Kínverjar og Rússar sæktust eftir
því að breyta skipan alþjóðamála svo
að hún yrði meira í takt við stjórnar-
farið í þessum ríkjum. Sagði Mattis
að bæði þessi ríki hefðu á síðustu ár-
um byggt upp herlið sitt og við því
þyrfti að bregðast.
Breytingarnar á varnarmálastefn-
unni þóttu í takt við þjóðaröryggis-
stefnu Donalds Trump Bandaríkja-
forseta sem hann kynnti í desember,
þar sem þessi tvö ríki voru sérstak-
lega nefnd. Bæði Kínverjar og Rúss-
ar mótmæltu þá, og sögðu Kínverjar
stefnuna bera vott um „hugsunar-
hátt kalda stríðsins“.
Loftslagsbreytingar ekki ógn
Þá vakti það athygli að í hinni nýju
varnarmálastefnu var búið að fjar-
lægja loftslagsbreytingar sem hugs-
anlega ógn við öryggi Bandaríkj-
anna. Fyrirrennari Trumps, Barack
Obama, ákvað að loftslagsbreytingar
ættu að teljast til ógna við öryggi
Bandaríkjanna, en Trump hefur
sjálfur lýst yfir efasemdum um vís-
indin sem liggi að baki og jafnvel
haldið því fram að loftslagsbreyting-
ar séu ekkert annað en gabb.
Mattis hefur hins vegar haldið því
fram að breytingar á loftslagi jarðar
geti ýtt undir óstöðugleika í löndum
þar sem Bandaríkin séu með her-
stöðvar, og þannig ógnað varnar-
málahagsmunum landsins.
Hryðjuverk ekki helsta ógnin
Ný varnarmálastefna Bandaríkjanna kynnt í gær Loftslagsbreytingar ekki
lengur talin öryggisógn „Aukin ógn“ frá Kínverjum og Rússum í fyrirrúmi
AFP
Varnarmál Donald Trump Bandaríkjaforseti (t.h.) og Mike Pence varafor-
seti (fyrir miðju) funduðu með Jim Mattis varnarmálaráðherra (t.v.) um
varnarmálastefnu landsins í fyrradag, en stefnan var kynnt í gær.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt upp á skírn Jesú
Krists í gær að hætti rétttrúnaðarkirkjunnar með því
að dýfa sjálfum sér í ískalt vatn, en milljónir manna
gerðu slíkt hið sama víðsvegar um Rússland.
Fimm gráðu frost var í lofti þegar forsetinn steig of-
an í sérútbúna laug í Seliger-vatni, sem er um 350 km
norðvestan við Moskvu. „Er kalt?“ spurði blaðamaður
Pútín og fékk svarið: „Nei, þetta er frábært.“
AFP
Pútín dýfir sér í kalt vatn
Jacinda Ardern,
forsætisráðherra
Nýja-Sjálands,
tilkynnti í gær að
hún ætti von á
sínu fyrsta barni.
Hún verður að
öllum líkindum
fyrsti forsætis-
ráðherra lands-
ins til þess að
fæða barn á miðjum valdatíma sín-
um. Ardern á von á sér í júní.
Ardern tók við embættinu í októ-
ber síðastliðnum, en hún tók við
leiðtogaembætti nýsjálenska
Verkamannaflokksins fyrr á árinu.
Vakti Ardern meðal annars at-
hygli í kosningabaráttunni fyrir að
segja að ólétta og barnsburður ætti
ekki að hafa nein áhrif á atvinnu-
möguleika kvenna. Svaraði hún þar
með spurningum þeirra, sem vildu
vita hvort hún hygði á barneignir í
embætti.
Ardern og lífsförunautur hennar
Clarke Gayford voru himinlifandi
með tíðindin og sagði Ardern að
þau hefðu verið mjög óvænt, þar
sem efasemdir höfðu verið uppi um
hvort þau gætu eignast börn.
Forsætisráðherrann
tilkynnir um óléttu
Jacinda Ardern
NÝJA-SJÁLAND
Vísindamenn við Johns Hopkins há-
skólann í Bandaríkjunum tilkynntu í
fyrrinótt að þeir hefðu þróað nýja
tegund af blóðprufu, sem myndi gera
læknum kleift að finna átta mismun-
andi tegundir af æxlum áður en þau
fá tækifæri til þess að dreifa sér víð-
ar um líkamann. Aðferðin gæti liðk-
að fyrir því að greina krabbamein
snemma og þar með aukið líkurnar á
bata.
Það mun þurfa frekari prófanir á
aðferðinni áður en hægt verður að
bjóða sjúklingum upp á blóðprufuna,
en vísindamennirnir gerðu ráð fyrir
því að rannsóknin myndi einungis
kosta um 500 bandaríkjadali, eða
sem nemur rúmlega 50.000 íslensk-
um krónum.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru birtar í tímaritinu Science og
kom þar fram að aðferðin ætti að
geta fundið krabbamein í um 70% til-
vika. Meinin sem um ræðir voru
krabbamein í eggjastokkum, lifur,
maga, brisi, vélinda, görnum, lung-
um og brjóstum. Ekkert próf hefur
hingað til verið til til þess að finna
fimm fyrstnefndu meinin fyrir fólk
sem býr við meðalhættu á að fá slík
mein. Þá kom fram í rannsókninni að
í 83% tilfella gat blóðprufan sagt fyr-
ir um hvar í líkamanum krabbamein-
ið var.
Hin nýja aðferð sameinar grein-
ingu á 16 mismunandi krabbameins-
genum við magn tíu mismunandi
prótínlífmerkja í blóðinu. „Endan-
legt markmið er að finna krabba-
mein ennþá fyrr, jafnvel áður en
nokkurra annarra einkenna er vart,“
sagði í rannsókninni.
Finna meinið í blóðinu
Ný aðferð til þess að skima fyrir krabbameinsfrumum með
blóðprufu Stefnt að því að greina mein fyrr en áður
AFP
Geislatæki Ný blóðrannsókn gæti
greint krabbamein fyrr.
H
a
u
ku
r
0
1
.1
6
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur
véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig
öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr.
og EBITDA 25-40 mkr.
• Þekkt verslun með tölvur, síma og fylgihluti á frábærum stað. Velta
yfir 300 mkr.
• Vel innréttað kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri fyrir öfluga aðila
að byggja enn frekar upp.
• Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu
vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt
hagnaðarhlutfall.
• Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika
fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
• Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm leiguhúsnæði á
höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri.
• Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í
borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma.
• Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og
sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug
undanfarin ár og jákvæð afkoma.
• Nýtt, lítið og sérlega fallegt hótel í Reykjanesbæ. Fær mjög góða
dóma á bókunarsíðum. Yfir 90% nýting.
• Hótelfasteign á Norðausturlandi. Um er að ræða 17 herbergja hótel
á stórri lóð með mikla stækkunarmöguleika. Herbergi hafa nýlega
verið endurnýjuð.
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Þórarinn Arnar Sævarsson
fasteignaráðgjafi,
thorarinn@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson
hæstaréttarlögmaður,
sigurdur@kontakt.is
ICQC 2018-20