Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum
Áður hefur verið á það minnst hér á þessum vettvangi að ýmsum séórótt vegna yfirgangs karlkynsins í íslensku máli. Slíkar áhyggjurættu þó að vera óþarfar, þeim sem helst eru með böggum hildar útaf þessum meinta ágalla eða ófullkomleika málsins bjóðast ýmsar
leiðir til að taka á vandanum kynleiðrétta, kynfrelsa og afkarla mál sitt.
Hér skulu valin af handahófi og sýnd nokkur dæmi þar sem þekktar yrð-
ingar, orðtök, málshættir og
ljóðlínur hafa fengið snyrt-
ingu í slíkum hreinsunar-
eldi: Sæl eru einföld. Öll
lesa. Mörg verða af aurum
apar. Engin mega við marg-
menninu. Ungt var ég forð-
um, eða kannski Ung vorum forðum. Þó við langförul legðum. Óþarft er að
hafa þessi dæmi fleiri, þau eru aðeins tilfærð til þess að sýna sveigjanleika
tungunnar. Einskonar viðbragðsáætlun í miklum og djúpstæðum vanda.
Óumdeilt mun að konur séu menn, enda helmingur mannkyns (fólkkyns?),
en margir (afsakið: mörg), já mörg sætta sig ekki við að vera kölluð menn.
Sennilega stafar það af því að þótt maður merki manneskju býr í orðinu jafn-
framt aukamerkingin karlmaður, svo sem má til dæmis sjá af titlinum á
skáldsögu Jóns Thoroddsens Maður og kona.
Óákveðna fornafnið kona leysir líka margan vanda. Nú er td. hægt að
syngja Kona hefur nú lent í öðru eins.... osfrv.
Í framhaldi af þessum ábendingum dettur mér í hug að full ástæða geti
verið til þess að fólk hugi einnig vel að kynjahlutfalli nafnorða í ræðu sinni og
riti. Ber ekki augljóslega einnig að gæta jafnræðis þar? Einkum reyna að
varast að karlkynsnafnorð verði óeðlilega mörg og yfirgnæfandi þá talað er
og skrifað. Að ég nú ekki nefni það þegar fordómarnir og kvenfyrirlitningin
fá að vaða uppi eins og hjá himpigimpinu Lars Himmelbjerg sem Valgeir
Guðjónsson túlkaði svo vel í kvikmyndinni Með allt á hreinu (1982) þar sem
hann mælti litverpur af karlrembu: „Það verður engin helvítis rúta, það verð-
ur langferðabíll.“
Hvert og eitt ætti að líta í eigin bringu og reyna eftir föngum að kynjafna
nafnorðanotkun sína sem mest. Þar skiptir sömuleiðis öllu að málið verði
ekki of karllægt. Og það þeim mun fremur þar sem ekki verður annað séð af
rannsóknum málvísindamanna en að kvenkynsnafnorð séu mun fleiri en
karlkynsorðin. Í stað þess að segja stóll, köttur, bíll, gaffall, hnífur eða disk-
ur, svo fátt eitt sé nefnt, getum við til dæmis sagt sæti, kisa, bifreið, kvísl, sax
eða skerborð.
Og hvað með orðabækur? Er það ekki fullkomin ósvinna að lýsingarorðum
sé þar flett upp eftir karlkynsmynd sinni og kvenkyn og hvorugkyn tilgreint
sem einskonar afbrigði eða viðhengi við karlkynið? Þarf ekki að breyta
þessu? Það ætti ekki að vera erfitt nú þegar orðabækur hafa að mestu fundið
sér samastað á Netinu. Fáeinar markvissar skipanir vaskra forritara og jafn-
fréttið fær að blómstra.
Málkyn – kynjamál
Tungutak
Þórarinn Eldjárn
Það ríkir embættismannaræði á Íslandi“, sagðieinn viðmælandi minn fyrir nokkrum dögum.Athyglisvert orð, sem er eins konar til-brigði við auðræði eða lýðræði.
En kjarni þess er sá, að embættismannakerfið hafi
náð í sínar hendur valdi, sem skv. stjórnarskrá Íslands
á að vera í höndum kjörinna fulltrúa.
Um þetta verður ekki lengur deilt. Þetta sjá þeir
sem sjá vilja með berum augum.
Margir þeirra sem hafa gegnt ráðherraembættum
ýmist viðurkenna eða taka undir þetta sjónarmið.
Það er ekki lengur þannig að ráðherra feli embættis-
mönnum framkvæmd mála heldur eru það embættis-
menn og sérfræðingar í ráðuneytum, sem stýra gerð-
um ráðherra, beint eða óbeint.
Sumt af þessu hefur gerzt með lagasetningu, sem
þingmenn hafa samþykkt vegna þess að ný lög verða
ekki sett án þeirra atbeina. Löggjöf um opinber fjár-
mál og ríkisfjármálaáætlanir þýða í raun að stefnu-
mörkun í fjölmörgum málaflokkum er komin í hendur
embættismanna og byggist á frumkvæði þeirra, ekki
þingmanna eða ráðherra.
Hvers vegna láta þingmenn
þetta gerast?
Það er ekki auðvelt að átta sig á
því. Kannski byrjar það ferli hjá
ráðherra, sem lætur embættis-
mennina í kringum sig stjórna sér
og þingmennirnir fylgja í kjölfarið.
Einn þeirra fyrrverandi ráðherra sem tekið hafa
undir þetta sjónarmið er höfundur Reykjavíkurbréfs
Morgunblaðsins fyrir viku. Hann sagði:
„...valdið hefur í ógáti smám saman verið fengið öðr-
um, sem enga lýðræðislega ábyrgð bera, eða þeir hafa
hrifsað það til sín.“
Þannig talar sá, sem setið hefur samfellt í ráðherra-
stól í á annan áratug.
Afleiðingarnar af þessari þróun eru margvíslegar.
Dæmi eru um að embættismenn hafi reynt að taka
fram fyrir hendur sjálfs fjárveitingavaldsins og ýta
ákvörðunum þess til hliðar, sem er með miklum ólík-
indum að skuli yfirleitt reynt.
Alvarlegast þessa stundina er sú staðreynd, að það
eru ekki lengur kjarasamningar á almennum vinnu-
markaði, sem marka stefnuna um launaþróun í landinu.
Nú er það opinbera kerfið, sem hefur tekið sér það fyr-
ir hendur og magnað þar með upp launakröfur í einka-
geiranum, sem atvinnuvegirnir geta ekki staðið undir
enda miðar embættismannaræðið sínar eigin kröfur í
kjaramálum ekki við smáfugla af því tagi, sem það ber-
sýnilega telur einkarekin atvinnufyrirtæki vera.
Sennilega skilur embættismannakerfið ekki þá ein-
földu staðreynd, sem einkafyrirtæki standa frammi fyr-
ir aftur og aftur, að stundum leiðir verulegt tekjutap til
þess að fyrirtækin eiga ekki annan kost en segja upp
fólki.
Jafnvel í kjölfar hrunsins taldi embættismannakerfið
sig ekki þurfa að fækka fólki. Að vísu var um einhverja
launalækkun að ræða en uppsagnir voru fátíðar hjá
hinu opinbera á sama tíma og þær voru óhjákvæmi-
legar í einkageiranum.
Kjörnir fulltrúar eru í of ríkum mæli orðnir sam-
dauna þessu kerfi. Skýrt dæmi um það er sá fáránleiki,
sem blasir við í borgarstjórnarkosningunum í vor, að
borgarfulltrúum verður fjölgað í 23 úr 15.
Til hvers?
Það væri frekar ástæða til að sameina sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu og minnka kostnað við yfirbygg-
ingu þeirra heldur en að auka á hana.
Albert Þór Jónsson, viðskiptafræðingur, lagði til í
grein hér í blaðinu sl. þriðjudag að eins konar „vík-
ingasveitir“ yrðu settar í það verk að hreinsa til í op-
inbera kerfinu. Þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
myndaði sína ríkisstjórn sumarið 2013 var svokallaður
hagræðingarhópur settur til verka til þess að koma
einhverjum böndum á opinbera kerfið. Tillögur þess
hóps náðu fæstar fram m.a. vegna þess að ráðherrar
tóku þátt í því með „kerfinu“ að
koma þeim fyrir kattarnef.
Af þeirri tilraun má ýmislegt
læra.
Kjörnir fulltrúar gegna lykil-
hlutverki í því að brjóta embættis-
mannaræðið, sem hér hefur orðið
til, á bak aftur. Fæstir þeirra hafa áhuga á því en það
er hægt að vekja þá til lífsins með því að kjósendur
þeirra láti til sín heyra, hvort sem er á fundum í
flokksfélögum stjórnmálaflokka eða á öðrum opinber-
um vettvangi.
Innan félagasamtaka atvinnuveganna hljóta menn að
sjá að þeir standa frammi fyrir launakröfum, sem eiga
rætur í launaákvörðunum „kerfisins“ sjálfu sér til
handa.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, sagði í grein hér í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag:
„Í núverandi uppsveiflu hefur nánast engin áherzla
verið á aðhald eða forgangsröðun í ríkisrekstri...“
Og hvers vegna ættu félagsmenn í verkalýðsfélögum
að sætta sig við það að opinberir starfsmenn njóti
margvíslegra fríðinda og margfalt meira atvinnu-
öryggis en þeir sjálfir en á kostnað þessara sömu fé-
lagsmanna verkalýðsfélaga?
Fyrir rúmlega 60 árum kom út bók eftir mann að
nafni Milovan Djilas, sem um skeið var varaforseti
Júgóslavíu í tíð Titos. Bókin nefnist „Hin nýja stétt“ og
lýsir samspili starfsmanna kommúnistaríkjanna og
kommúnistaflokkanna og hvernig þessir tveir hópar
gerðu bandalag sín í milli til að tryggja eigin hag.
Hér á Íslandi er að verða til „ný stétt“ embættis-
manna, sérfræðinga, sumra kjörinna fulltrúa, og ann-
arra hagsmunaaðila og kostnaður við þá „nýju stétt“ er
greiddur af almennu launafólki.
Taki lýðræðislega kjörnir fulltrúar ekki í taumana og
stöðvi þessa þróun af verður til jarðvegur fyrir eins
konar „uppreisn“ gegn þessu kerfi – embættis-
mannaræðinu.
Athyglisverð hugmynd um
„víkingasveit“ til verka í
opinbera kerfinu.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Embættismannaræðið – Hin nýja stétt
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslandshélt málstofu 16. janúar um ný-
útkomið stórvirki í íslenskri sagn-
fræði, Líftaug landsins, sögu utanrík-
isverslunar Íslendinga frá öndverðu.
Ég var einn framsögumanna, en höf-
undar eru sex sagnfræðingar. Er
verkið afrakstur af áratuga rann-
sóknum þeirra.
Margt er nýtt í ritgerðunum. Til
dæmis heldur Helgi Þorláksson, pró-
fessor emeritus, því fram, að utanrík-
isverslun hafi verið sáralítil á Þjóð-
veldisöld, enda hafi Íslendingar
aðallega stundað sjálfsþurftabúskap.
Hafi verslun einkum verið stunduð til
að fullnægja þörfum kirkjunnar og
stórgoðanna, sem landinu réðu. Helgi
varpar líka fram þeirri tilgátu, sem
ég hef ekki heyrt áður, að ákvæðin í
Gamla sáttmála um sex skip árlega
til Íslands hafi ekki verið krafa ör-
væntingarfullrar þjóðar um aðflutn-
inga, heldur eins konar hámark.
Stórgoðarnir hafi ekki viljað fleiri
skip árlega. Þeir hafi viljað ráða
versluninni, sett verð á vöru og tak-
markað fjölda aðkomumanna.
Gísli Gunnarsson, prófessor em-
eritus, leiðir rök að því, að ekki hafi
orðið eins róttæk breyting með ein-
okunarversluninni 1602 og áður hafi
verið talið, því að alþýða manna hafi
ekki átt þess kost áður að versla
beint við útlendinga, heldur hafi
höfðingjar verslað við þá, selt þeim
fisk og keypt af þeim varning, sem
þeir hafi síðan selt almenningi á háu
verði. Gísli rekur líka skemmtilega
leið skreiðarinnar íslensku um Ham-
borg í klaustur í Mið- og Suður-
Evrópu, en þar gæddu munkar sér á
henni í stað kjöts á föstudögum og
líka á langaföstunni, frá öskudegi
fram að páskum.
Gísli á líka þá kenningu, sem ég hef
oft minnst á áður, að einokunar-
verslunin hafi verið tilraun landeig-
endastéttarinnar íslensku til að halda
niðri sjávarútvegi og eins konar inn-
heimtustofnun fyrir auðlindaskatt:
Fé var með verðskrám konungs og
öðrum ráðstöfunum fært úr sjávar-
útvegi í landbúnað.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Líftaug landsins