Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 ✝ BerghreinnGuðni Þorsteinsson fædd- ist á Siglufirði 17. febrúar 1936. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 1. jan- úar 2018. Foreldrar hans voru Þorsteinn Bergmann Lofts- son garðyrkju- bóndi, f. 17. febrúar 1911, d. 20. maí 1946, og Vilhelmína Theodora Tijmstra Loftsson, náttúrufræðingur og húsfreyja, f. 26. janúar 1912 á eyjunni Jövu í Austur-Indíum, d. 28. október 1998. Albræður hans voru: Geir- harður Jakob, f. 1934, d. 2017, maki Guðný Helgadóttir leik- kona, f. 1938. Þau eignuðust fjögur börn. Vilhjálmur Þor- steinn, f. 1943, d. 2016. Maki 1: Harpa Möller, þau áttu þrjú börn. Maki 2: Stefanía Júl- íusdóttir bókasafns- og upplýs- ingafræðingur, f. 1944. Hún átti fyrir tvær dætur af fyrra hjónabandi og eru þær kjör- dætur Vilhjálms. Hálfbróðir Berghreins er Helgi Skúta list- fræðingur, f. 1953. Með Önnu S. Gunnarsdóttur átti hann son en maki Helga er Sharon Helgason Gallagher, heimspek- ingur og útgefandi, f. 1959, þau eiga dóttur. Eiginkona Berghreins er f. 18. mars 1972. Börn Þor- steins Guðna eru Signý, f. 2005, og Hugrún, f. 2007. Móðir þeirra er Vigdís Einarsdóttir. Berghreinn stundaði um tíma nám við Bændaskólann á Hólum. Áhuginn beindist hins vegar að flugvirkjun og fór hann þaðan í nám í Spartan School of Aeronautics í Am- eríku. Eftir að hann lauk þar námi hóf hann flugvirkjastörf í janúar 1958 hjá Flugfélagi Ís- lands. Þá var hann einnig með vélstjóraréttindi og einkaflug- mannsréttindi. Hinn 2. maí 1961 var Berghreinn ráðinn til Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Þar varð hann fyrsti flugvirki á Íslandi sem öðlaðist réttindi til að viðhalda þyrlum. Það var á Bell 47 sem var fyrsta þyrlan sem Landhelgisgæslan tók til notkunar árið 1965 og bar hún nafnið TF-EIR. Öðlaðist hann jafnframt réttindi á þær þyrlur sem Landhelgisgæslan keypti á þeim 42 árum sem hann starf- aði þar. Hann var einnig flug- vélstjóri á fyrstu flugvél gæsl- unnar, var spilmaður í þyrluáhöfn, var yfirflugvirki, gæðastjóri og starfaði svo við skráningu og áætlunargerð síð- ustu árin. Auk þess fólst í hans starfi að fara á fjölda nám- skeiða erlendis, til að læra á allar nýjar þyrlur LHG, fara í vitatúra og auk þess voru björgunarstörf hluti af hans vinnu. Þá kenndi hann ungum mönnum sem þar unnu, í lengri eða skemmri tíma, og hlúði að þeim. Berghreinn og Randý bjuggu alltaf í Reykjavík. Berghreinn var jarðaður í kyrrþey að eigin ósk. Randý Sigurð- ardóttir, f. 2. apríl 1940. Átti hún fyr- ir Sigurð Rafn Þorgeirsson, sem fæddist 26. sept- ember 1959, og gekk hann honum í föðurstað. Sig- urður eignaðist fimm börn. Þau eru Hildur Þóra (fósturdóttir), f. 1979, og Kristín Lilja, f. 1982, móðir þeirra er Súsanna Frið- riksdóttir. Guðrún Randý, f. 1986, og Sara Björg, f. 1987, móðir þeirra er Ellý Vilhjálms- dóttir, og Daníel Pitsuk, f. 2005, móðir hans er Svetlana Pitsuk. Maki Hildar Þóru er Halldór Gunnlaugsson og maki Kristínar Lilju er Karl Á. Ágústsson. Berghreinn á sex barnabarnabörn. Saman eignuðust Randý og Berghreinn fjögur börn. Þau eru: 1) Vilhjálmur, f. 20. apríl 1962. 2) Bryndís Ósk nuddari, f. 25. október 1963. Sambýlis- maður hennar er Ásberg Pét- ursson. Börn Bryndísar eru Birkir Freyr, f. 1987, og Theo- dóra Listalín, f. 1995, faðir þeirra er Þröstur Sverrisson. 3) Berglind, f. 28. ágúst 1965. Börn Berglindar eru Fannar Örn, f. 1996, og Guðný María, f. 1999, faðir þeirra er Torfi Arn- arson. 4) Þorsteinn Guðni, mannfræðingur og sérkennari, Að finna ást á ferðalögum við fjöll og dali, sand og hraun, að leggja upp frá heimahögum og hljóta síðan lífsins laun, að eyða saman ævidögum er yndisleg og falleg raun. Víst leynast skin og skúrir víða, þú skynjar fagurt ævikvöld, þú hefur fundið faðminn blíða á ferð í rúma hálfa öld og sérð að lífsins laun þín bíða er læðist að þér nóttin köld. Þú kveður ást sem öllu breytti, og alltaf vildi bæta hag, sú trausta sál sem töfrum beitti fékk tár þín þerrað nótt og dag. Þú veist að ykkur unað veitti hið yndislega ferðalag. (Kristján Hreinsson) Elsku hjartans Hreinn. Takk fyrir allt og allt. Góða ferð inn í Sumarlandið. Þín eiginkona, Randý. Þegar ég hugsa um pabba minn kemur margt upp í hugann. Pabbi var jafnlyndur, réttsýnn, sanngjarn, hlédrægur, blíður, ljúf- ur og hlýr og hann hafði góða kímnigáfu og gerði oft að gamni sínu, sérstaklega orðaleiki og slíkt. Honum var mjög illa við að fólk væri að sletta á ensku og slíkt, hann sagði okkur börnunum það reglulega. Hann væri á Íslandi og vildi að fólk heilsaði með halló og bless, og allt í lagi, en ekki „hæ“, „bæ“ og „ok“. Það þurfti mikið til að fá hann til að skipta skapi, og þá var það helst ranglæti sem honum mislík- aði. Honum var ekkert um fínheit, leiddust spariföt og óþarfa um- stang og slíkt en naut sín best með fólkinu sínu eða einhvers staðar á hreyfingu, helst í vinnugalla, að smyrja hjól eða bóna. Hann vann mikið, en þegar hann var heima vildi hann hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hjálp- aði mér oft að setja saman hús- gögn og fleira. Pabbi var mikill íþróttamaður, hann hljóp, hjólaði, fór á skíði og fleira. Þegar mikið fjölmenni var í Bláfjöllum kaus hann heldur að fara á gönguskíði en svigskíði, þar sem hann vildi ekki bíða í röðinni í lyfturnar, hins vegar í lok dags fór hann, þegar fólki fækkaði á svæð- inu, oft nokkrar ferðir í brekkurn- ar. Í þessar skíðaferðir fóru ein- hver af börnunum iðulega með og þegar komið var heim eftir langan dag beið mamma með heitan góð- an mat. Sama átti við um hjóla- ferðir og hlaup, til dæmis Flóa- hlaup, þá fór mamma með og keyrði á eftir og tók á móti pabba í markinu. Hann hjólaði sem oftast í vinn- una, úr Dalselinu í flugskýlið við Nauthólsvík, og eftir því var tekið. Hann fékk mig meira að segja með í gönguferð úr Dalseli alla leið á Laugarnesveginn og spjall- aði við mig allan tímann. Í hópinn bættist hún Skotta, en pabbi sinnti hennar útivist mest. Pabbi var augljóslega húsbóndi hennar og hún hlýddi honum! Hún var dálæti allra í fjölskyldunni og hennar var alltaf sárt saknað. Pabbi og mamma ferðuðust töluvert saman og til að koma til móts við ólíkar óskir hvort annars var farið til skiptis í skíðaferðir og til sólarlanda. Pabbi tók mikið af ljósmyndum og kvikmyndum og þar eru dýr- mætar minningar fyrir okkur hin. Hann kom mér af stað með að taka myndir og það er mér dýr- mætt því þótt tæknin hafi tekið gríðarlegum breytingum þá er til mikið magn af minningum og um leið tækifærum til að nýta öðrum til góðs og það er það sem ég vil heiðra pabba minn með. Ég vil, elsku pabbi minn, heiðra minningu þína með því að hjálpa öðrum í svipaðri stöðu að skapa minningar og gefa öðrum tæki- færi til að vinna með minnkandi getu til daglegs lífs og auka lífs- gæði þeirra. Það er svo mikill fjöldi fólks sem hefur engan stuðning og vantar hjálp til að vinna með þennan hræðilega sjúkdóm. Og þegar getan til tjáningar og verks minnkar og hverfur er svo mik- ilvægt að reyna að opna fleiri leið- ir, reyna að finna annan farveg til að geta haft samskipti áfram. Þetta er það sem ég vil gera, pabbi minn, og þannig nýta sorg- ina og söknuðinn (því kökkurinn er fastur í hálsinum og tárin leka endalaust) til að gera öðrum í þörf fyrir hjálp gagn. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, elska þig endalaust. Þín Berglind (Begga). Pabbi var á margan hátt mjög óvenjulegur. Sumir foreldrar vilja vera ekki of góðir vinir barna sinna: það dragi úr virðingu barnanna. Í mínu tilfelli virti pabbi þessa reglu ekki enda er að mínu mati virðing eitthvað sem er áunnið. Þar hafði pabbi að mínu mati ótvírætt for- skot á yfirleitt alla aðra sem ég þekkti. Hann lifði lífinu eins og honum fannst það best, óaðfinn- anlega heilbrigt líferni þar sem hann var sífellt upptekinn við að hjálpa öðrum eða gera við eitt- hvað. Alltaf þegar hann hafði tíma til fór hann að leika sér við það sem honum fannst skemmtilegast, fara að hlaupa, hjóla eða á skíði. Í íþróttum og útivist naut hann sín best. Hann átti auðvelt með að fá okkur krakkana með sér. Fyrir hans tilstilli fór ég að fikta við skíðaiðkun og hjólreiðar sem síðar leiddi til þess að við fór- um í ófáa hjólreiðatúra – ýmist einir sér eða í félagsskap annarra. Við fórum jafnvel að taka þátt í hjólreiðakeppnum, ég af meiri al- vöru en hann. Hann lýsti því alltaf yfir að hann væri bara að fylla upp í töluna: síðasti keppandinn væri þá sáttur við sinn hlut. Þó var það skilyrði á hans þátttöku að við mættum ekki yfirgefa svæðið fyrr en hann kæmi í mark. Þegar hann var lagður inn vegna veikindanna keypti ég spjaldtölvu. Hana fyllti ég af nátt- úrulífsmyndum og sérvöldum íþróttamyndum handa honum. Þannig virtist hann fá einhverja útrás fyrir þörfina fyrir íþróttirn- ar. Þar sem hann hafði alltaf haft mjög gaman af ljósmyndun fengu náttúruljósmyndir að fljóta með. Það voru ógleymanlegir klukkutímarnir sem hann gleymdi sér við að horfa á þetta efni aftur og aftur. Best naut ég þess að fylgjast með innlifun hans. Þegar sem mest var farið að draga af honum hagræddi ég efninu þannig að hann sæi það í nógu litlum skömmtum til að þreytast ekki um of en fá samt að njóta þess til hins ýtrasta. Vissulega tók þetta tíma en ég sá ekki eftir einni mínútu af hon- um. Ég vissi sem var að þetta voru forréttindi, ekki kemur öllum feðgum jafn vel saman og okkur pabba. Þrátt fyrir að allar venju- legar hömlur væru farnar var hann áfram sama ljúfmennið. Þegar ég kvaddi hann gat ég ekki varist að hlakka til næstu heim- sóknar. Betri föðurímynd er vandfund- in. Mikið á ég eftir að sakna þessa tíma. Vilhjálmur Berghreinsson. Meira: mbl.is/minningar Sérhvert upphaf nýs árs mun héðan í frá, óhjákvæmilega, vekja upp sterka minningu um pabba og öll þau góðu gildi sem hann stóð fyrir. Hann andaðist að morgni nýársdags aðframkominn eftir áralanga sligandi samfylgd alz- heimers sem miskunnarlaust yfir- tók alla starfsemi hægum skref- um. Það sækir á mann ónotaleg vanmáttarkennd við tilhugsunina um það hvernig maður eins og pabbi, sem dag hvern ræktaði heilsu sína af alúð, svona ótrúlega sanngjarn og gegnheill maður, skyldi á tiltölulega skömmum tíma tapa heilsunni, í hugarþoku. Í minningunni leiftra samt ótal myndir af einstaklega góðri manneskju sem alla tíð lagði sig fram af miklum heilindum um að reynast fjölskyldu sinni og öðrum samferðamönnum vel. Pabbi var glettinn og hafði sérstaka ánægju af orðaleikjum og útúrsnúningum og gat lengi hlegið að góðum brandara. Hann var líka hreysti- menni og okkur börnunum mikil fyrirmynd í lífsstíl og hollum lífs- háttum. Aðspurður hvers vegna hann tæki ekki þátt í skemmtana- lífinu af sama krafti og aðrir, svaraði hann einatt: „Ég er áhugamaður um vellíðan.“ Hann hafði einfaldan smekk og var látlaus í orðum og æði. Á sama tíma var hann óttalegur dellukarl og bjó að ríkum sjóði áhugamála sem spönnuðu vítt svið, allt frá ljósmyndun yfir í kaj- akróður með tíðum skíðaferðum upp í Bláfjöll og hjólatúrum í ná- grenni Reykjavíkur. Pabbi fór oftast sínar eigin leiðir og var lítið fyrir það að sýnast. Yfirborðs- mennska, einkennisföt og glys- girni áttu ekki upp á pallborðið hjá honum. Hann var nærgætinn en líka afar réttsýnn og átti erfitt með að umbera óheiðarleika í fari fólks. Hann stundaði af þeim sökum frekar einstaklingsíþróttir en hópíþróttir og hafði óbeit á stjórnmálum. Pabbi hafði einfald- ar en skýrar lífsskoðanir. Hann var jarðbundinn og aðhylltist hvorki háleita heimspeki né sér- stakar trúarskoðanir. Sjálfur sagðist pabbi einfaldlega vera „skynsemistrúar“. Hann gat ver- ið hlédrægur, steig varlega til jarðar í allri ákvarðanatöku og var akkerið í samvinnu hans og mömmu (sem bjó í staðinn yfir meiri félagslegum drifkrafti). Saman bættu þau hvort annað upp svo eftir var tekið og báru virðingu fyrir þörfum hvort ann- ars. Pabbi var alla tíð mikill dugn- aðarforkur. Það var því þeim mun sársaukafyllra að horfa upp á hann, klettinn í fjölskyldunni, veikjast smátt og smátt og fylgj- ast með hvernig kvarnaðist upp úr sjálfsmyndinni þegar hann hætti að ráða við venjubundin verkefni. Við fórum, eftir því sem veikindin ágerðust, að hlífa hon- um við reddingum svo að hann upplifði ekki hugarvíl af óvissu og ráðaleysi. Þrátt fyrir allt hélt hann bless- unarlega áfram að vera gamli góði pabbi; vinnusamur, rólyndur og notalegur. Það var alltaf und- arlega mikill friður yfir honum síðustu æviárin. Það var nánast eins og hann fyndi fyrir nýju jafn- vægi, án orða. Þannig ferðaðist hann á endanum, yfirvegað, yfir í nýjan heim á nýársdag. Ég er þakklátur. Ég þakka fyrir að hafa átt góðan pabba. Ég þakka fyrir að hafa haft hann svona lengi með mér og ég er feg- inn því að hann þjáðist ekki mikið undir það síðasta. Ég er líka þakklátur fyrir tækifærin sem ég fæ á hverju nýju ári héðan í frá til að endurnýja stolt mitt yfir að fá að bera einstakt föðurnafn. Berg- hreinsson. Takk fyrir pabbi. Takk fyrir allt. Þorsteinn Guðni Berghreinsson. Meira: mbl.is/minningar Berghreinn Guðni Þorsteinsson Elsku amma. Það lifir í minn- ingum okkar þegar við komum í heimsókn hvað þú varst dugleg að spila við okkur og spjalla. Þegar dyrabjallan eða síminn hringdi, hljópstu til að ansa, eins og þú sagðir, enda hafð- ir þú einstaklega gaman af því að spjalla í símann og fá heimsóknir. Það var alltaf gaman að koma í Goðheima. Það má þó bæta því góðlátlega við að oftast þurfti maður að hringja nokkrum sinn- um til að ná í gegn, enda var mikið talað í símann á þessum bæ. Þvílíkur nagli og fyrirmynd Ingigerður Guðmundsdóttir ✝ IngigerðurGuðmunds- dóttir fæddist 1. febrúar 1921. Hún lést 12. janúar 2018. Útför Ingigerðar fór fram 19. janúar 2018. sem þú varst og veittir þú okkur mik- inn innblástur í að fylgja eigin höfði og sannfæringu. Sjálf settir þú gott for- dæmi með því að halda stórt heimili og vinna utan heim- ilis, sem þótti kannski óvenjulegt í þinni tíð. Þess á milli varstu dugleg að fara í húsmæðraorlof í Skaga- fjörðinn, hitta systur þínar og vin- konur. Það var aðdáunarvert hvað þú varst dugleg að prjóna á barna- barnabörnin þín. Guðrún Fjóla hefur fengið ófáa vettlinga frá þér. Það er meira að segja ennþá til skúffa af vettlingum og ullarsokk- um niðri í Goðheimum svo engum verði nú örugglega kalt. Meira að segja yngstu tvö barnabarnabörn- in í okkar legg, Árdís Ósk og Þór, hafa fengið sérsaumuð tuskudýr frá þér núna síðustu jól. Elsku amma, þín verður sárt saknað og við hugsum til þín með hlýju og kærleik. Þín barnabörn, Fanney, Sindri, Þórdís, Magni Mar Elsku amma. Þegar við lokum augunum og hugsum um þig, sjáum við þig standa í dyragættinni með þitt einlæga og fallega bros um leið og við hlaupum upp stigann til þess að faðma þig. Við höldum áfram að leyfa huganum að reika, og hugs- um um allar yndislegu minning- arnar frá Goðheimum. Við finnum fyrir hlýjunni þegar þú faðmar okkur þétt. Við finnum lyktina af nýbökuðum pönnukökum þegar við komum inn um dyragættina. Við finnum bragðið af kleinunum og flatkökunum sem við fengum heim með okkur í poka því þú bak- aðir svo mikið. Við hlæjum yfir minningunum þegar þú leyfðir okkur að gramsa í fataskúffunum þínum og leika leikrit fyrir ykkur afa með fallegu sjölunum og hönskunum þínum. Við finnum bragðið af súra rabarbaranum sem við rifum upp saman úti í garði og ekki má gleyma glæru sykurskálinni til að dýfa honum í. Við munum eftir öllum stundun- um við að spila. Ekki má heldur gleyma því þegar við fylgdumst af aðdáun með þér sauma og dáð- umst að hæfileikum þínum þar sem þú gast töfrað fram fallega flík á stuttum tíma og prjónað hlýja vettlinga á okkur öll á örfá- um dögum. Við munum eftir því þegar þú leyfðir okkur að búa til royal-búðing alveg sjálf og þú sagðir ekkert þó við borðuðum á okkur gat, enda var mikilvægt að enginn kæmi svangur út frá ömmu og afa. Þegar hugurinn reikar nær fullorðinsárunum sjáum við þig á fleygiferð í Kringlunni og hlaup- andi um í Bónus af því að setning- arnar „sitja kyrr“ og „slappa af“ eru ekki til í þinni orðabók. Við sjáum þig dansa í brúðkaups- veislu, með mikla útgeislun og gleði í hjarta, og hugsum það sem allir hugsa: „Vá hvað ég á glæsi- lega ömmu.“ Við hættum ekki að spila saman þótt við værum orðin eldri. Þér fannst svo gaman að spila og það voru ófá ólsen ólsen og rommí-spil tekin, bæði með okkur og langömmubörnunum. Við endum þetta minningaferða- lag á rólegu spjalli í stofunni í Goð- heimum þar sem við síðan kyssum þig bless og þökkum fyrir daginn. Þegar við göngum út og snúum okkur við, þá sjáum við þig vinka með bros á vör. Elsku amma, við erum enda- laust þakklát fyrir alla þína ást og umhyggju sem þú hefur veitt okk- ur. Þú ert fyrirmynd okkar og þín er sárt saknað. Ingigerður Guðmundsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Rannveig Ása Guðmundsdóttir, Magnús Ari Guðmundsson. Elsku amma mín, vinkona, fyr- irmynd og stoð og stytta í gegnum ævina, er fallin frá. Ég á eftir að sakna hennar alveg rosalega mik- ið – meira en orð fá lýst. Hún er sterkasta manneskja sem ég hef kynnst. Amma var hversdagshetja. Hún var aldrei mikið fyrir sviðs- ljósið eða gort af afrekum sínum þótt afrekin hafi verið mörg og stór og haft áhrif á fjölmarga í kringum hana. Hún gerði bara það sem hún taldi sig þurfa að gera til að aðrir hefðu það gott. Hún kallaði sig aldrei femínista í mín eyru en er mesti kvenskör- ungur sem ég veit um. Hún hvatti fólk til að elta drauma sína og var alltaf til staðar til að hlusta og veita manni stuðning af öllu tagi. Sem móðir og amma barðist hún alla ævi fyrir því að fjölskylda hennar stæði saman, hefði það sem best og kæmist sem lengst í lífinu. Það er óhætt að fullyrða að hún hafi náð öllum sínum markmiðum fyrir löngu enda talaði hún sjálf á þeim nótum. Gjafmildi hennar var gríðarleg og einskorðaðist ekki við tíma og fé. Hún gaf og gaf og gaf og virtist samt alltaf eiga nóg eftir, hvort sem það var kærleikur eða kaffi. Og bannaði öðrum að gefa sér eitt- hvað. Meira að segja þegar hún lá sjálf í sjúkrarúmi var hugur henn- ar fyrst og fremst hjá öðrum. Amma, þín verður sárt saknað en minningar mínar um þig, kær- leika þinn og þann stuðning sem þú veittir mér alla tíð munu fylgja mér til æviloka. Þú gerðir mig að betri manni en ég hefði annars verið. Hvíl í friði, elsku amma mín. Geir Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.