Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
✝ IngibjörgSveinsdóttir
fæddist á Gilhaga í
Skagafirði 8. jan-
úar 1936. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðár-
króki 6. janúar
2018.
Ingibjörg, eða
Edda eins og hún
var alltaf kölluð,
var dóttir hjónanna
Sveins Þorbergs Guðmunds-
sonar, f. 26. desember 1905, d.
29. maí 1950, og Helgu Stein-
unnar Erlendsdóttur, f. 13. júní
1916, d. 18. ágúst 2007.
Systkini Eddu eru Helgi, f.
18. júlí 1940, d. 25. nóvember
bónda í Eyhildarholti í Ríp-
urhreppi, flutti þangað og þar
bjuggu þau allan sinn búskap.
Börn Eddu og Árna eru:
Sveinn, f. 23. mars 1959, kona
hans er Sigurlaug Eyrún Sig-
urbjörnsdóttir, f. 3. apríl 1966.
Þau eiga tvö börn og eitt barna-
barn, en fyrir á Sigurlaug Ey-
rún einn son og tvö barnabörn.
Gísli, f. 19. júní 1961, kona
hans er Guðrún Ingólfsdóttir, f.
20. apríl 1963. Þau eiga tvo syni.
Erlendur Helgi, f. 4. ágúst
1963, kona hans er Sonja Kjart-
ansdóttir, f. 5. ágúst 1964, og
eiga þau einn son.
Guðrún Eyhildur, f. 2. júlí
1968, hennar maður er Guð-
mundur Rúnar Halldórsson, f.
21. september 1971. Hún á tvo
syni, en fyrir á Guðmundur Rún-
ar tvo syni og eitt barnabarn.
Edda verður jarðsett að
Flugumýri í Skagafirði, 20. jan-
úar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
2010, Monika Erla,
f. 13. nóvember
1942, og Guð-
mundur, f. 25. júlí
1946.
Edda lauk
skyldunámi í Lýt-
ingsstaðahreppi og
veturinn 1953-1954
stundaði hún nám
við Húsmæðraskól-
ann á Löngumýri í
Skagafirði.
Hún vann öll almenn sveita-
störf, einn vetur var hún ráðs-
kona við Steinsstaðaskóla í
Lýtingsstaðahreppi og um tíma
vann hún á Hótel Villa Nova á
Sauðárkróki. Þann 25. maí 1958
giftist hún Árna Gíslasyni,
Mamma, ég man hlýja hönd,
er hlúðir þú að mér.
Það er svo margt og mikilsvert,
er móðuraugað sér.
Þú veittir skjól og vafðir mig
með vonarblómum hljótt.
Því signi ég gröf og segi nú:
Ó, sofðu vært og rótt.
(Kristín Jóh.)
Mamma … það er ekki tilvilj-
un að þetta orð var valið eitt af
fegurstu orðum íslenskrar tungu.
Mamma er jú forsenda lífsins og
mikilvægasta persónan í lífi
flestra, a.m.k. framan af.
Mamma mín hefur svo sann-
arlega verið ein mikilvægasta og
áhrifamesta manneskjan í mínu
lífi. Allt mitt líf hef ég átt heima í
sama húsi og hún, og alltaf var
hún til staðar fyrir mig. Hún
kenndi mér trúna á Guð og hið
góða í lífinu, og skipti aldrei
skapi. Hún las mikið, kunni
ógrynni af kvæðum og vísum,
þjóðsögum og draugasögum, og
hún var gangandi uppflettirit um
ættfræði, gat rakið ættir fólks
hér um slóðir langt aftur í tím-
ann.
En nú er hún flutt í burtu, hef-
ur fengið nýtt hlutverk á nýjum
stað. Og það veit ég fyrir víst að
hvaða hlutverki sem henni hefur
verið úthlutað, þá eru bæði börn
og dýr í kringum hana. Meiri
dýravinur er vandfundinn, og
seint get ég fullþakkað henni allt
það sem hún var mér og drengj-
unum mínum, þeir áttu alltaf
skjól og hlýju hjá henni.
Ég ætla ekki að hafa þessa
grein langa, það var ekki hennar
stíll, hún vildi engar lofræður. Og
útfararræðan mátti ekki vera
löng, minna tal og meiri söngur.
„Það eru allir svo góðir þegar
þeir eru dauðir,“ sagði hún oft og
gretti sig.
En það er nú samt sem áður
svo að þau orð sem fólk hefur not-
að um hana síðustu daga eru ein-
mitt orðin „hlý og góð“. Það er
þannig sem fólk minnist hennar,
og það eru bestu orðin til að lýsa
henni … hlý og góð.
Margt er það sem minningarnar geyma
og myndirnar sem líða um huga minn.
Þú varst klettur allra hérna heima,
hlýr og umvefjandi faðmur þinn.
Þú hefur núna hlutverki að sinna
í heimi sem er laus við þjáningar,
vafin örmum vina og feðra þinna,
sem vissulega beðið hafa þar.
Elsku mamma, margt er það sem
bíður,
við munum geyma allar stundirnar.
Ég trúi og veit að tíminn áfram líður,
þú tekur seinna á móti okkur þar.
(Guðrún Eyhildur)
Seinustu vikurnar dvaldi
mamma á sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki og vil ég þakka starfs-
fólkinu á deild 2 fyrir einstaka al-
úð og umhyggju við hana.
Líkaminn var farinn að gefa
sig og hugurinn líka, hann var að
mestu leyti horfinn til gamalla
tíma, heim í dalinn sem henni
þótti svo vænt um.
Elsku mamma, hafðu heila
þökk fyrir allt sem þú varst og
ert okkur. Ég veit þú vakir áfram
yfir okkur, og nú verndarðu líka
engilinn minn. Ég sakna þín
meira en orð fá lýst, en ég gleðst
yfir því að þú ert komin á leið-
arenda, laus við þrautir.
„Farðu vel, þér fylgir hugur
hlýr, á ferð um ljóssins stig og
þagnar heima.“ (SH)
Ástarkveðja frá okkur.
Guðrún Eyhildur, Guð-
mundur Rúnar, Stefán Heið-
ar og Þorleifur Feykir.
Á svona stundum fer hugurinn
á flug. Minningarnar skjótast á
yfirborðið og kveikja undir sökn-
uði, en hlýja svo með þakklæti
fyrir tilvist þeirra.
Elsku amma mín, það er komið
að hinstu kveðjustund.
Ég minnist þeirra stunda þeg-
ar þú tókst á móti fólkinu þínu í
forstofunni í Holti, brosmild og
glöð líkt og þú hefðir ekki séð
okkur í mörg ár. Gestir voru
ávallt velkomnir á þitt heimili og
fóru þeir vanalega saddir og sæl-
ir frá þínum húsum.
Þú varst heimavinnandi hús-
móðir af gamla skólanum og
barst þann titil með rentu. Að sjá
um heimilið og að allir fengju nóg
að borða, helst mikið og oft yfir
daginn, var mikilvægt í þínum
huga.
Í lausa tímanum hvíldir þú þig
í stólnum þínum með prjóna eða
góða bók. Einnig áttir þú til að
draga fram spilastokkinn og
leggja kapal á eldhúsborðinu.
Betri kapal-kennslu hefði ég ekki
getað fengið.
Þegar sveitalífið átti hug og
hjörtu okkar frændsystkina,
stappaðir þú stálinu í okkur ótal
sinnum eftir erfiða daga í bú-
störfunum með heimilisfólkinu.
Skipti litlu hvort um var að ræða
langa smaladaga eða heyskap
fram á nætur. Alltaf varst þú
tilbúin að taka á mót okkur með
fæði, klæði og svefnstað til hvílu.
Ferðir í hænsnakofann eru
mér eftirminnilegar. Hænurnar
voru dýrin þín á bænum og var
gaman að aðstoða þig við að sinna
fiðurfénu.
Að reyta arfa til að gefa hæn-
unum og koma eggjunum heilum
heim var hluti af því.
Það er ekkert vafamál að börn
voru í miklu uppáhaldi hjá þér.
Þú hafðir mjög gaman af börnum
og naust þess að hafa þau í kring-
um þig.
Að eiga minningar um þig og
dóttur mína saman er mér virki-
lega dýrmætt og verð ég ávallt
þakklátur fyrir það.
Í seinni tíð hefði ég viljað eiga
fleiri stundir með þér, amma mín,
en lífið fer sínar leiðir og lætur
sjaldnast að stjórn.
Minningarnar sem þú skilur
eftir þig verða vel varðveittar,
um konu sem var gull af manni og
trúi ég því að þú fáir hlýjar mót-
tökur á nýjum og betri stað. Takk
fyrir allt, elsku amma mín.
Eyþór Fannar Sveinsson.
Í dag er kvödd hinstu kveðju
húsmóðirin í Eyhildarholti, Ingi-
björg Sveinsdóttir, Edda í Holti
eins og hún var kölluð. Ég minn-
ist hennar sem gestrisinnar og
hlýrrar konu, húsmóður af gamla
skólanum sem tók á móti gestum
og gangandi með veitulli lund og
mikilli rausn.
Alltaf var gott að koma í Holt
og oft lágu þangað leiðir margra
erinda. Hún var mér og fjöl-
skyldu minni góður nágranni, já
nágranni má segja þótt sjálf Hér-
aðsvötn væru á milli. Yfir Vötnin
mátti komast í Holt eftir ýmsum
leiðum, þjóðleiðina fram Hegra-
nes, á hestum þegar fært var
jafnvel viðvaningum eins og mér
eða akandi á ís yfir veturinn þeg-
ar svo bar undir.
Edda vann hljóðlát sín störf
við uppeldi barna, umönnun
þeirra sem hennar þurftu og
rekstur sveitaheimilis sem á
ævitíð Eddu var ekki alltaf þæg-
indamikið.
Verkadagurinn var langur og
sjaldan spurt um verkalok eða
lengd hvíldartíma. Holt var ef til
vill heldur ekki hægasta jörðin til
rekstrar, búið á mörgum eyjum,
upprekstur langur og erfiður og
við bættist veiðin sem sinna
þurfti en það kostaði vinnu, ekki
síst fyrir húsmóðurina.
Hún hafði samt á orði þegar
við ókum fram Austurdal á ætt-
armóti og henni varð litið yfir í
Merkigil:
Mikið er ég fegin að Merkigil
varð ekki fyrir valinu þegar
tengdafaðir minn var að leita sér
að jörð.
Það var ekki leiðinlegt að sitja
í eldhúsinu á neðstu hæðinni í
Holti og taka spjallið, um lands-
og sveitarmál, ættfræði eða
gamlar minningar. Stutt var í
skopskynið og Edda hafði svo
sannarlega skoðanir og gat látið
þær í ljósi.
Hún er ein af þeim konum sem
ég ætla að hitta á ströndinni hin-
um megin.
Edda var mikill Skagfirðingur
sem unni sínum heimahögum og
Firðinum fagra. Því er við hæfi
að kveðja hana með orðum skag-
firsku skáldkonunnar:
… og mundin blíð,
sem breiðir yfir barnið mjúkan svörð.
Og bjart er um þinn kæra Skagafjörð.
(Hólmfríður Jónasdóttir)
Ég og fjölskylda mín þökkum
Eddu samfylgdina og sendum
Adda og fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Anna Dóra Antonsdóttir.
Ingibjörg
Sveinsdóttir
Nú vantar tón í lífsins
lag,
og leiði í sálu minni,
því kærleiksríka konu í
dag,
við kveðjum hinsta sinni.
Í hjarta myndir lifa læt,
af ljúfmennsku og hlýju,
og vonast til að minning mæt,
móti hljóm að nýju.
(EK)
Elsku hjartans amma Jóna, nú
er komið að kveðjustund og hana
ber að þakka. Þú hafðir lokið þínu
og varst meira en tilbúin til sam-
funda við pabba þinn og mömmu,
Kristján og allt hitt fólkið þitt
sem var þér svo kært. Þú hefur
fylgt mér meira en hálfa ævi
mína þar sem ég var svo lánsöm
að eignast þig að ömmu þegar við
Atli fórum að rugla saman reyt-
um. Frá fyrsta degi þegar ég hitti
þig varstu fyrir mér ofuramma.
Þú hélst utan um hópinn þinn
með þínum stóra faðmi og alltaf
var hann opinn fyrir stóra sem
smáa, og á þessu heimili varstu
fyrir okkur öllum amma Jóna.
Það er sko margs að minnast, þú
varst bóndi og húsmóðir fram í
fingurgóma. Alltaf fylgdistu vel
með öllu sem við vorum að brasa í
búskapnum, vildir vita hvað var
verið að stússa og jafnvel hvort
ekki væri örugglega verið að
vinna eitthvað, því ekki mátti
falla verk úr hendi. Þú sast aldrei
með hendur í skauti, ýmist voru
það prjónarnir, heklunálin, út-
saumur já eða baksturinn, allur
baksturinn. Sunnudagskaffið þitt
þar sem fjölskyldan þín kom
Rannveig Jóna
Traustadóttir
✝ Rannveig JónaTraustadóttir
fæddist 1. október
1927. Hún lést 3.
janúar 2018.
Útför Jónu fór
fram 13. janúar
2018.
saman voru þér og
okkur öllum dýr-
mætar stundir. Allt-
af var hlaðið veislu-
borð með mörgum
sortum, jafnvel nýj-
um því þér þótti nú
ekki leiðinlegt að
prófa nýjar upp-
skriftir. Bílferðirnar
okkar saman voru
ekki fáar, þótt þú
vildir nú aldrei láta
hafa fyrir þér varstu ekki með
bílpróf og því var ég svo heppin
að fá að rúnta með þig, það var
dásamlegt, því þakklætið og
ánægjan frá þér létu ekki á sér
standa.
Ástarþakkir fyrir allt og allar
yndislegu stundirnar okkar elsku
Jóna mín. Ég elska þig.
Þín
Klara.
Elsku amma Jóna. Ástarþakk-
ir fyrir af vera alltaf til staðar fyr-
ir okkur, það var gott að geta rölt
niður brekkuna og fengið ís og
kóngamola upp í sig. Þú varst
einstök amma sem við munum
aldrei gleyma.
Í bænum okkar, besta amma
biðjum fyrir þér
að Guð sem yfir öllu ræður,
allt sem veit og sér
leiði þig að ljóssins vegi
lát’ þig finna að,
engin sorg og enginn kvilli
á þar samastað.
Við biðjum þess í bænum okkar
bakvið lítil tár,
að Guð sem lífið gaf og slökkti
græði sorgarsár.
Við þökkum Guði gjafir allar
gleði og vinarfund
og hve mörg var ávallt með þér
ánægjunnar stund.
(Sigurður Hansen)
Friðrik Andri, Aníta Ýr
og Trausti Helgi.
✝ GunnhildurRósa Jóns-
dóttir húsmóðir
fæddist á Dalvík 13.
september 1928.
Hún lést á sjúkra-
húsi Akureyrar 18.
desember 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Hall-
dórsson Lyngstað,
f. 1884, á Ystabæ í
Hrísey, d. 1963, og
Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir,
f. 1888 á Hóli, Upsaströnd, d.
1971. Systkini Gunnhildar: a)
Gunnar Kristinn, f. 1909, d.
1986. b) Stefanía Sóley, f. 1912,
d. 1979. c) Gunnhildur Rósa, f.
1916, d. 1924. d) Óskar, f. 1921,
d. 1924. e) Ottó, f. 1921, d. 1995.
f) Óskar Gunnþór, f. 1925, d.
2016.
Hinn 6. janúar 1951 giftist
Gunnhildur Helga Indriðasyni
rafvirkjameistara, f. 21.2. 1925,
d. 25.4. 2010. Börn þeirra eru: a)
Laufey, f. 11.2. 1951, maki Bern-
ard Ropa, f. 27.1. 1952. Þau eiga
einn son, Igor, f. 24.9. 1983,
sambýliskona Marie-Cécile
Coustillas, f. 21.10. 1983. Synir
þeirra eru Bastien, f. 20.8 2012,
og Axel, f. 4. 1. 2016. b) Jó-
hanna, f. 24.1. 1953.
Fyrrverandi maki
Guðmundur Sig-
urvaldason, f. 30.6.
1951. Sonur þeirra
er Kjartan, f. 28.7.
1979. Barnsmóðir
hans er María Sif
Ericsdóttir, f.
24.11. 1978. Börn
þeirra eru Tryggvi
Bragi, f. 26.9. 2008,
og Emilía Mist, f.
23. 3. 2012. c) Indriði, 17.6. 1954.
Með Herdísi B. Karlsdóttur, f.
16.1. 1951, á Indriði soninn
Helga, f. 16.9. 1978. Barns-
mæður Helga eru: 1) Sólveig
Ösp Pálsdóttir, f. 10.2. 1977.
Sonur þeirra er Tristan, f. 20.5.
2000. 2) Vala Ragna Ingólfs-
dóttir, f. 27.11. 1977. Sonur
þeirra er Aron, f. 13.12. 2010.
Með Fríðu Kristínu Gísladóttur,
f. 15.7. 1960, á Indriði soninn
Hákon Mána, f. 13.9. 1999.
Gunnhildur stundaði nám í
Húsmæðraskólanum í Reykjavík
á árunum 1947-1948 og vann
síðan við verslunarstörf og fisk-
vinnslu með húsmóðurstörfum.
Jarðarförin fór fram í kyrr-
þey frá Dalvíkurkirkju 6. janúar
2018.
Það var haustið 1982 að við
fjölskyldan fluttum til Dalvíkur
með litlum fyrirvara, þekktum
þar engan. Við vorum rúmlega
þrítug hjónin með fjögur börn.
Við fengum íbúð á Smáravegi 4.
Fljótlega fór lítill gutti úr næsta
húsi að banka upp á. Það var
hann Helgi jr. sem þá var fjög-
urra ára eins og Eva dóttir okkar.
Þau urðu góðir vinir og skóla-
systkin. Þannig var upphafið að
vináttu okkar og Hillu og Helga,
ömmu og afa Helga, sem ólst upp
hjá þeim. Seinna kom Igor frá
París, sonur Laufeyjar, inn í
myndina. Þeir Kristján Karl urðu
fljótt góðir vinir en hann dvaldist
gjarnan sumarlangt hjá afa sín-
um og ömmu.
Framhaldið varð óteljandi boð
með krásum sem komu eins og
svífandi á borð. Hringing: „Æi
viljiði ekki kíkja?“ Gjarnan var í
okkur kallað á þrettándanum en
hann var brúðkaupsdagur þeirra
og nú útfarardagur Hillu. Þessi
„kíkk“ drógust oft á langinn því
húsbóndinn rölti oft upp eftir
góðri viskíflösku. Samviskubit
gerði stundum vart við sig, þar
sem við vissum að Hilla þurfti að
vakna klukkan sex að morgni til
vinnu í frystihúsinu. Aldrei varð
samt vart við óþolinmæði – alltaf
gaman! Rafvirkjameistarinn
fékk líka sín verkefni hjá okkur,
biluð þvottavél, jólaseríur og
margt fleira.
Hilla var með ólíkindum orku-
mikil kona, hjólaði til vinnu, heim
í hádeginu og í berjamó þar á eft-
ir. Þess má geta að á Dalvík var
berjatíminn á við heila árstíð. Það
var svolítið stressandi að vera
með henni í berjamó, því hún
tíndi með báðum og fann alltaf
bestu lautirnar og þúfurnar. Hún
sendi ber út um allar trissur.
Skemmtilegar minningar
koma í hugann eins og t.d. göngu-
skíðaferð í Þorvaldsdal þegar
Bragi hafði borið of góðan áburð
á skíðin hennar Hillu. Eftir að
hafa puðað inn dalinn og upp á
dálitla hæð þaut hún af stað og
varð langt á undan okkur og
komst ósködduð frá, reyndar
sigri hrósandi. Hún hafði ekki
stigið á skíði í mörg ár.
Við fórum líka tvær ferðir
saman til Parísar og nutum góðr-
ar leiðsagnar Laufeyjar og frá-
bærrar gestrisni hennar og
Bernards.
Nefna má tryggð og vináttu
þeirra Hillu og Helga við Krist-
ján Karl í sambandi við tónleika,
þar sem hann fékk að gista og var
kallaður til máltíða býsna títt.
Einnig var örverpið okkar Stefán
hjá þeim á meðan við fórum til út-
landa og gekk það bara vel.
Minnisstætt er þegar við flutt-
um frá Dalvík vorið 2005. Við vor-
um að fylla gáminn á brottfarar-
degi þegar ég sé Hillu koma á
hjólinu greinilega með þungan
poka á stýrinu. Þar var kominn
hádegismatur, fullt fat af rjúk-
andi fiskigratíni að hætti Hillu.
Því voru gerð góð skil.
Nú hefur jólarósin okkar kvatt
þetta líf. Engan höfum við þekkt
sem lagði jafn mikið á sig til að
aðrir gætu notið hátíðarinnar.
Heimilið hennar breyttist í jó-
laævintýraveröld. Við minnumst
Hillu og Helga með miklu þakk-
læti og virðingu. Þau voru alltaf
að þakka okkur, en okkur fannst
við ævinlega í hlutverki þiggj-
enda í þessum vinskap sem stóð
yfir í 35 ár.
Við sendum fjölskyldu Hillu
innilegar samúðarkveðjur ásamt
óskum um gleðilegt nýtt ár.
Svala, Bragi og fjölskylda.
Gunnhildur Rósa
Jónsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar