Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 41
urðum framleiddum með
umhverfis- og heilsuvernd að
leiðarljósi. Hann benti oft á hve
íslenskur landbúnaður ætti þar
mörg ónotuð tækifæri og að-
stöðu til að mæta þeirri eft-
irspurn. Jafnframt var hann
óþreytandi að vara við hættum
sem íslenskri framleiðslu, um-
hverfi og heilsufari stafar af
erfðatækni, eiturefnum, horm-
ónum og öðrum óprófuðum
tækninýjungum. Að hans ráði
urðu Neytendasamtökin megin
burðarás í kynningarátaki sex
landssamtaka um erfðatækni og
áhrif hennar.
Þegar leitað var til Jóhann-
esar um stuðning við bætta um-
hverfisstjórnun lá hann aldrei á
liði sínu. Að öðrum ólöstuðum er
hann í hópi þeirra sem mest
lögðu af mörkum til uppbygg-
ingar sjálfstæðs vottunarkerfis
fyrir sjálfbærar land- og sjáv-
arnytjar hér á landi. Hann tók
virkan þátt í stofnun Vottunar-
stofunnar Túns, tók sæti sem
aðalmaður í stjórn hennar
haustið 1996 og sat þar til
dauðadags. Með því léði hann
þessu brýna verki aukið traust,
auk ómældra hollráða og hug-
mynda sem hann veitti okkur
samferðamönnum sínum af um-
hyggju fyrir hverju máli er
hann áleit almenningi til heilla.
Fyrir það hljóta neytendur og
náttúruverndarfólk að þakka, en
einnig þau hundruð fyrirtækja
sem á undanförnum áratugum
hafa átt þess kost að sækja al-
þjóðlega sjálfbærnivottun til ís-
lensks fagaðila.
Jóhannes var einkar ljúfur og
þægilegur í samstarfi og lá aldr-
ei á skoðunum sínum, enda
maður heilinda. Um leið og fjöl-
skyldu Jóhannesar eru færðar
samúðarkveðjur þökkum við
fyrir hönd stjórnar og starfs-
manna Túns ómetanlegt liðsinni
hans við málstað umhverfis og
sjálfbærni.
Bjarni Ó. Halldórsson,
Gunnar Á. Gunnarsson og
Gunnlaugur K. Jónsson.
Margt lærði ég af Jóhannesi
Gunnarssyni þau ár sem við
störfuðum saman.
Hann var baráttumaður. Það
var engin tilviljun að hann var
við stjórnvölinn í samtökum
neytenda í þrjá áratugi. Brenn-
andi áhugi hans á neytendamál-
um alla tíð, óþreytandi málflutn-
ingur og smitandi áhugi dró
margt öflugt fólk að samtök-
unum. Undir lokin á ferli sínum
var hann orðinn að táknmynd
baráttu neytenda í landinu.
Ég átti þess kost að sitja við
stjórnarborðið með Jóhannesi í
mörgum stjórnum Neytenda-
samtakanna í á annan áratug.
Ég vann með honum að neyt-
endamálum miklu lengur. Það
var ekki hægt annað en dást að
dug hans og þrautseigju.
Stjórnarfundir voru langir því
helst varð alltaf að ná einróma
niðurstöðu.
Allir áttu kost á því að fá orð-
ið. Stundum var lausnin að fá
valinkunna stjórnarmenn til að
finna málamiðlun. Af þessum
sökum voru stjórnarfundir lang-
ir og strangir.
Jóhannes var listamaður í því
að láta fundi tala sig að nið-
urstöðu. Þetta er tímafrek að-
ferð og ekki fyrir áhugalitla eða
óþolinmóða.
Kannski verður Jóhannesar
Gunnarssonar mest minnst fyrir
að berjast alla tíð fyrir því að
Íslendingar ættu kost á góðum
landbúnaðarvörum á sann-
gjörnu verði. Áróðursmeistarar
í úreltri hugsun í anda afdala-
landbúnaðar reyndu að tala Jó-
hannes niður með því að ásaka
hann um að vera á móti land-
búnaðinum og bændum. Ekkert
var fjær sanni enda Jóhannes
sjálfur vaxinn úr þessari at-
vinnugrein, mjólkurfræðingur
og ostagerðarmaður. Hann
benti jafnan á að þær greinar
sem hefðu ekki lent í farvegi
niðurgreiddrar landbúnaðar-
framleiðslu væru einu greinarn-
ar sem væru sjálfbærar til
framtíðar. Það er erfitt að mót-
mæla þessum röksemdum.
En Jóhannes átti líka á sér
skemmtilega hlið, sem var ein-
mitt mikil þekking hans á land-
búnaðarvörum og ekki síst ost-
um. Við hittumst stundum á
árum áður í Kaupmannahöfn
þegar við vorum báðir í verk-
efnum erlendis. Þá var Jóhann-
es jafnan búinn að finna nýjar
ostabúðir í miðborginni þar sem
hægt var að kaupa osta frá öll-
um heimshornum.
Dönsku Neytendasamtökin
voru staðsett í Knabrostræde
og þar var hinn frægi matsölu-
staður Café Sorgenfri. Þar sát-
um við oft saman, vinirnir og
snæddum danskar landbúnaðar-
vörur áhyggjulausir á Sorgenfri
og sögðum sögur því Jóhannes
var góður sögumaður. Í hvert
sinn sem ég kem á Sorgenfri
minnist ég góðra stunda með
Jóhannesi.
Jóhannes skipti eiginlega
aldrei skapi. Reiddist mér bara
einu sinni. Það var þegar ég til-
kynnti að ég myndi láta af störf-
um í stjórn samtakanna. Svona
gerir maður ekki við vini sína,
sagði hann. Ég minnti hann á að
við hefðum ári áður komist að
því að tímabært væri að láta af
stjórnarstörfum. Nóg væri kom-
ið.
Lengi vorum við Jóhannes í
daglegu sambandi. Það var
mjög gefandi samband. Ég mun
sakna hans og þeirra góðu daga
þegar við áttum sameiginlegt
baráttumál sem var drjúgur
hluti af lífinu. Ég votta fjöl-
skyldu hans og aðstandendum
samúð mína.
Þráinn Hallgrímsson.
Það er með sorg í hjarta að
við kveðjum Jóhannes Gunnars-
son, sem var samstarfsmaður og
vinur okkar í svo mörg góð ár
hjá Neytendasamtökunum. Þó
að hann hafi verið yfirmaður
samtakanna þá vorum við öll
jafningjar. Hann hafði skýra
sýn á hvernig hann vildi vinna
að neytendamálum, en notaði
jafnframt hvert tækifæri til að
hlusta á hugmyndir okkar.
Hann var einstaklega þægi-
legur, réttsýnn og baráttuglað-
ur. Dyr hans stóðu alltaf opnar,
jafnt fyrir okkur sem unnum
með honum og hinum sem komu
á skrifstofuna með hin ýmsu
mál, sem þörfnuðust úrlausnar.
Hann gaf sér alltaf tíma til að
hlusta á þá sem til hans leituðu
og hann lagði sig allan fram um
að koma á umgjörð til að fyr-
irbyggja að mál endurtækju sig.
Oft voru þetta erfið fjöll að
klífa, en hann gafst ekki upp og
var laginn að fá fólk í lið með
sér.
Hann á heiðurinn af mörgu
því sem hefur áunnist í Neyt-
endamálum á liðnum árum.
Við minnumst hans sem glað-
værs manns, sem tók erfiðleika
samtíðarmanna og hvers kyns
óréttlæti nærri sér.
Jóhannes hélt mikið upp á
Leonard Cohen og því látum við
ljóð eftir hann verða fyrir valinu
sem kveðjuorð til okkar kæra
vinar.
Heilabrot:
Ég brýt um það heilann
hve margir í þessari borg
búi í herbergjum með húsgögnum
seint um nótt
þegar ég horfi út á öll húsin
sver ég að ég sé andlit í hverjum
glugga, sem horfa á móti mér
og þegar ég sný mér undan
brýt ég heilann um
hve margir setjist aftur við borðið
sitt
og skrifi þetta niður.
Við vottum fjölskyldu Jó-
hannesar okkar innilegustu
samúð.
Neytóstelpurnar
Sesselja, Sigríður, Sólrún,
Þóra og Júlía.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Æ, elsku Helena
mín, vá hvað þetta
er sárt, ég er svo
ekki tilbúin að
kveðja þig.
Ég sit hérna í vinnunni að
skoða myndir frá brúðkaupinu
mínu og ég bara græt við til-
hugsunina að við munum ekki
hittast í næsta fjölskylduboði.
Þú varst alltaf svo hress og
stutt í djókið, hafðir góðan húm-
or fyrir sjálfri þér og þér var
svo alveg sama hvað öðrum
fannst um þig.
Þó að við höfum alist upp
hvor í sínu bæjarfélaginu fund-
um við varla fyrir því, við eydd-
um öllum helgum saman og vor-
um eins og skilnaðarbörnin í
rútunni á Reykjanesbrautinni,
öll okkar grunnskólaár vorum
við límdar saman. Alveg sama
hvort við komum í heimsókn til
ykkar eða þið til okkar endaði
það alltaf með að við fengum að
gista saman og guð hvað við eig-
um margar frábærar minningar
úr Árbænum og Keflavík.
Til að byrja með vorum við
mjög líkar, vildum báðar vera
strákar og létum klippa okkur
eins og strákar og hlógum okk-
ur máttlausar þegar að við feng-
um bláan lykil í sundi. Þú byrj-
aðir að ganga með Cool
Water-rakspíra og ég varð líka
að prufa það, ég kláraði nú ekki
eitt glas en þessi rakspíri hefur
verið með þér síðan þá og heitir
hann bara Helenulykt. Ég óx
upp úr því að vilja vera eins og
strákur en þú varst bara töffari
og það fór þér mjög vel.
Þegar við urðum eldri varð
sambandið minna en alltaf var
gaman hjá okkur þegar við hitt-
umst og var alltaf stutt í grínið
og hláturinn. Og það sem þú
slóst í gegn í brúðkaupinu mínu,
labbandi á milli borða og spyrj-
andi gamla fólkið hvort það væri
ekki í stuði og reyndir að draga
alla á dansgólfið og við döns-
uðum langt fram á nótt og að
sjálfsögðu varst þú síðust heim
með okkur hinum.
Krakkarnir mínir spyrja mig
margar spurningar um Helenu
frænku og það er svo sárt að
þurfa útskýra fyrir þeim að
frænkan sem var alltaf að stríða
Helena
Kolbeinsdóttir
✝ Helena Kol-beinsdóttir
fæddist 24. júní
1980. Hún lést 4.
janúar 2018.
Útför Helenu fór
fram 19. janúar
2018.
þeim sé farin frá
okkur. Þó svo að
þau hafi verið
hrædd við þig fyrst
til að byrja með (út
af öllum lokkunum
og tattúunum)
lærðu þau fljótlega
að þetta var bara
Helena sem var
mjög skemmtileg
frænka og nennti
alltaf að tala við
þau og stríða þeim. Þú varst
nefnilega alveg svakalega barn-
góð og hafði svo gaman af því að
vera í kringum börn.
En elsku Helena mín, ég veit
að þú ert á betri stað núna og
ekki með neina verki og ef ég
þekki ömmu okkar rétt hefur
hún tekið vel á móti þér.
Elsku Erla, Kolli, Siggeir,
Mæja, Berglind, Eiki og allir
hinir, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar allra og megi Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Kveðja,
Geirný frænka.
Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar,
þegar ég á aðeins þig,
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni,
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/Gísli á Uppsölum)
Elsku frænka, að kveðja þig í
dag er það erfiðasta sem ég hef
gert um ævina. Hvíldu í friði,
elsku gullið mitt Þín frænka,
Hafdís Karlsdóttir (Haddy).
Elsku vinkona.
Ég trúi því varla enn að ég
þurfi að kveðja þig svona
snemma. Þú sem áttir allt lífið
fram undan og það var svo
margt sem við áttum eftir að
gera saman. Því miður náðu
veikindin á endanum yfirhönd-
inni.
Ég tel mig hafa verið svo
heppna að hafa fengið að kynn-
ast þér, því þú varst sú falleg-
asta og skemmtilegasta sál sem
ég hef kynnst. Sem betur fer
get ég yljað mér við allar minn-
ingarnar sem ég á um þig, hvað
þú varst alltaf góð við Arnar
minn og varst mér góð vinkona.
Þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mér og ég trúi því að við mun-
um hittast aftur.
Þín Rannveig Eva
Í dag kveðjum við elsku Hel-
enu sem fallin er frá allt of
fljótt. Við hittum hana fyrst fyr-
ir 30 árum, aðeins sjö ára gamla
með ljósu lokkana sína. Hún var
ljúf og hjartahlý og líka
skemmtilega stríðin. Hún var
alltaf tilbúin að rétta fram hjálp-
arhönd öllum sem þurftu. Hel-
ena kom reglulega í heimsókn í
bakaríið til Maggýar hjólandi úr
Seiðakvíslinni með Danna vini
sínum. Þær áttu einnig mörg
samtölin sín á milli í Hagaselinu,
þar sem spjallað var um margt
og mikið. Munum eftir skemmti-
legum stundum, sérstaklega
Eurovision-partíum með Helenu
og fleirum hjá Siggeiri og Maju.
Við vottum fjölskyldunni hennar
okkar dýpstu samúð því sökn-
uður þeirra er mikill.
Minning hennar lifir.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Hinsta kveðja,
Margrét (Maggý) og Fanney.
Til þín, elsku vinkona, orð fá
ekki lýst hversu mikill söknuð-
urinn er.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Þín vinkona
Jóna Björk Bjarnadóttir
Hammer.
Elsku hjartans Helena, orku-
boltinn minn.
Vinahópurinn stóri syrgir,
vinkona okkar er fallin frá, alltof
fljótt og við vorum ekki tilbúin
að missa neinn strax úr okkar
hópi. Þú varst minnsta vinkonan
mín í stærð og ég brosi enn að
því þegar ég hitti þig á Spot og
þú varst búin að leggja Buffalo-
skónum, ég sá þig varla. En þú
varst miklu stærri í karakter og
hjarta en margir aðrir. Þú varst
sérstök í útliti og það fældi allt-
af einhverja frá, en þeir sem
leyfðu sér að kynnast þér kom-
ust fljótt að því að þú varst ein-
staklega hjartahlý, falleg og góð
sál, þú bjóst yfir barnslegri ein-
lægni sem mörg okkar tapa á
fullorðinsárum og þú vildir öll-
um vel. Þú varst ekki allra, en
þú varst okkar. Það eru svo ótal
mörg skipti sem hefðu aldrei
orðið eins án þín og það eiga eft-
ir að verða svo ótal mörg skipti
þar sem við munum sakna þín
og segja upphátt: „Pæliði í ef
Helena væri hérna“ og rifja upp
minningar um þig.
Þitt skarð verður aldrei fyllt,
þú varst alveg einstök. Þú
kenndir mér að taka fólki bara
eins og það er og að minnstu og
litríkustu pakkarnir geyma oft
skemmtilegasta innihaldið. Þér
var stundum strítt í partíum og
stundum fannst mér nóg um, en
þú elskaðir að skemmta þér með
vinum og gleðja aðra og ef það
þýddi smá stríðni á þinn kostnað
var þér alveg sama, enda
meinstríðin sjálf. Sjómannahelg-
ar- og Halloweenpartí hjá Berg-
lindi, U2-ferðin til London og
ótal margir hittingar hefðu verið
allt öðruvísi hefðir þú ekki verið
með.
Lífið var þér ekki alltaf auð-
velt, en þú varst ákveðin að
sigrast á því og við vorum öll
tilbúin að hjálpa þér. En lífið
hefur sínar áætlanir með okkur
öll og oftast fáum við engu um
það ráðið. Veikindin tóku yfir og
þú fórst upp á spítala þegar við
hin vorum á lokasprettinum með
jólastússið.
Jólin okkar allra mörkuðust
af því að vinkona okkar lá uppi á
spítala að berjast fyrir lífi sínu.
Og á meðan þú barðist báðum
við, spiluðum Palla-lögin og
treystum á að kraftaverk myndi
gerast og Helena okkar, litli
hjartahlýi, einstaki orkuboltinn
myndi ná sér, en allt kom fyrir
ekki. Mér finnst sárt að hafa
ekki náð að kveðja þig uppi á
spítala, en hugga mig við að
best er að minnast þín eins og
þú áttir að þér að vera, en ekki
veik á spítala.
Ég hágræt yfir að þú ert far-
in og líf okkar allra mun verða
gleðisnauðara án þín, en á sama
tíma gleðst ég yfir að hafa
kynnst þér. Þetta var enginn
smá kaupbætir sem fólst í þér
þegar ég kynntist eldri systur
þinni Berglindi, sem hefur nú
misst okkar mest. Þið voruð
ákaflega ólíkar systur, en á
sama tíma svo einstaklega sam-
rýndar og samstilltar. Við lofum
að passa upp á Berglindi og
hjálpa henni í gegnum sorgina
og lífið án þín. Haltu þeim á tán-
um hinumegin eins og þér einni
var lagið, spilaðu Palla-lögin og
við munum eitt af öðru mæta í
partíið þar með þér. Ég ætla
samt að vona að það verði ein-
hver bið á því að við hittumst
aftur, ég á eftir að gera svo
margt hérna megin.
Þar til næst, elsku krúttkög-
gullinn minn, Ken Lee, þín vin-
kona
Ragna Gestsdóttir.
Nýlega kvöddum
við hjónin góðan vin
okkar, samstarfs-
félaga minn til
margra ára og ná-
frænda Sverris eiginmanns míns
en þeir Haukur voru systkinasyn-
ir ættaðir frá Fuglavík á Miðnesi.
Haukur varð bráðkvaddur að
heimili sínu langt fyrir aldur
fram.
Haukur var aðeins 10 ára þeg-
ar ég kynntist honum, þegar ég
tengdist fjölskyldu hans. Strax
sem ungur drengur var hann mik-
ill hugsuður, pældi mikið í alls
Haukur Þór
Bergmann
✝ Haukur ÞórBergmann
fæddist 28. október
1959. Hann lést 29.
desember 2017. Út-
för Hauks var gerð
12. janúar 2018.
kyns hlutum, var
m.a. mikill áhuga-
maður um skák og
var orðinn flinkur
skákmaður.
Þegar Haukur
var orðinn fullorðinn
og kominn á vinnu-
markaðinn lágu leið-
ir okkar saman þar
líka. Í kringum 1988
var okkur falið verk-
efni á vegum Sam-
bands ísl. sparisjóða (SÍSP) þá
var hann orðinn tölvunarfræðing-
ur og vann sem slíkur hjá Spari-
sjóðnum í Keflavík en ég var
starfsmaður hjá Sparisjóði Hafn-
arfjarðar. Okkur fannst skemmti-
legt að við skyldum fá að vinna
saman að þessu verkefni, ekki síst
vegna tengsla okkar, og náðum
við vel saman og voru okkur falin
mörg önnur verkefni á vegum
SÍSP og einnig á vegum Tölvu-
miðstöðvar sparisjóðanna (TS)
þegar hann var orðinn starfsmað-
ur þar. Það var svo á árinu 2007
sem við urðum samstarfsfélagar
þegar ég hóf störf hjá TS, síðar
Teris sem að sameinaðist síðan
Reiknistofu bankanna og fylgdum
við bæði með í þeirri sameiningu.
Það var gott að vinna með
Hauki, hann var snjall í sínu fagi,
hafsjór af fróðleik, maður kom
aldrei að tómum kofa hjá honum
þegar maður leitaði aðstoðar og
upplýsinga hjá honum.
Við spjölluðum oft saman um
fleira en vinnu. Við vorum svona
eiginlega tengiliðir á milli fólksins
hans, hann sagði mér fréttir af
fólkinu sínu á Suðurnesjum og ég
sagði honum fréttir af frændfólk-
inu hans í Kópavoginum. Við
spjölluðum líka saman um Fugla-
vík, æðarvarpið þar, dúntekju
o.m.fl.
Það var svo árið 1992 sem við
hjón hittum Hauk og Heiðu konu
hans óvænt úti í Portúgal. Þau
voru að vinna sig út úr barns-
missi, voru nýlega búin að missa
drenginn sinn sem fæddist and-
vana. Þarna kynntumst við henni
Heiðu hans Hauks. Við eyddum
mörgum stundum saman þarna í
Portúgal, þarna mynduðust á
milli okkar allra einhver órjúfan-
leg bönd sem erfitt er að skýra.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
rifja upp kynni og samstarf okkar
Hauks þá sé ég fyrir mér hrein-
skiptinn, hjálpsaman, eldkláran
og rólyndan mann. Ég sé hann
fyrir mér með örlítið skakkt bros,
glampa í augum og fullan af áhuga
að æfa sig að spila á ukulele með
okkur hinum samstarfsmönnum
Teris en í hverju fimmtudagshá-
degi voru sameiginlegar ukule-
leæfingar hjá okkur í Teris. Ég sé
hann líka fyrir mér með úfið hárið
þar sem hann er að bollaleggja
alls kyns útfærslur hinna ýmsu
verkefna sem við glímdum við í
vinnunni.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Hauki fyrir frábært samstarf og
góða vináttu.
Við hjónin vottum Heiðu, dætr-
unum Halldóru Rún, Þóru Lilju
og Heklu Lind, Lillu mömmu
hans og Sigga bróður hans og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúð.
Minning um góðan dreng lifir.
Steinunn M. Benediktsdóttir.