Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Við Rósa fluttum
til Reykjavíkur
haustið 1956. Hér
átti hún nokkrar
vinkonur, sem höfðu verið með
henni á Húsmæðraskólanum á
Laugalandi í Eyjafirði veturinn
1953-1954. Nokkrar þessar
skólasystur héldu hópinn í mörg
ár í svokölluðum saumaklúbbi.
Þessar konur tóku makana með
við ýmis tækifæri og þannig
varð til ánægjulegur vinahópur.
Ein af þessum skólasystrum var
Ásdís Haraldsdóttir, eiginkona
Þorvaldar. Á næstu árum urðu
kynni okkar nokkuð náin. Heim-
sóknir urðu tíðar þegar þau
bjuggu í Sólheimunum og síðar
á Þinghólsbrautinni í Kópavogi.
Við fórum saman í nokkrar ferð-
ir innanlands. Alltaf var mætt
þegar haldið var upp á fjöl-
skylduviðburði. Þorvaldur var
alltaf kallaður Dolli. Meðan við
Rósa dvöldum í Svíþjóð um tíma
héldu þær Ásdís sambandi með
bréfaskriftum. Á næstu áratug-
um voru áfram tíð og ánægjuleg
samskipti. Á árunum frá 1991 til
2000 fórum við saman í nokkrar
ógleymanlegar skíðaferðir til
Austurríkis og Ítalíu. Dolli var
mikið ljúfmenni og hjálpsamur
og það var þægilegt að leita til
Þorvaldur
Ragnarsson
✝ ÞorvaldurRagnarsson
fæddist 19. nóv-
ember 1933. Hann
lést 8. janúar 2018.
Útför Þorvaldar
fór fram 16. janúar
2018.
hans með eitt og
annað. Ásdís lést
árið 2013. Blessuð
sé minning hennar.
Síðustu árin hef-
ur Dolli dvalið á
Ísafold í Garðabæ.
Við Rósa þökkum
Dolla hlýja og vin-
samlega samfylgd
öll þessi ár og vott-
um aðstandendum
samúð okkar um
leið og þessi góði drengur er
kvaddur.
Rósa og Örn Smári.
Drungi yfir degi var,
dapurt veður skýja far,
Máninn uppi hálfur hékk,
er héðan Dolli mágur gekk.
Birta um hann lengst af lék,
ljúfa brosið aldrei vék.
En dimmir tímar tóku völd,
tilveran varð nýstings köld.
(HR.)
Andlát vinar míns, Dolla, kom
ekki á óvart, ég kvaddi hann
klukkustund áður en hann hvarf
til genginna vina.
Við sem næst honum stóðum
vissum að hverju stefndi og
fannst hann vera búinn að þjást
nóg af þessum vægðarlausa
sjúkdómi sem enginn vill fá.
Sem áhorfandi er maður svo
vanmáttugur. Ekkert brot, ekk-
ert sár til að binda um eða bera
á, bara horfir á vin sinn fjar-
lægjast, týnast út í eitthvert
tóm, hættir að þekkja þig, tján-
ing farin og ósjálfbjarga. Það er
of margt sem við skiljum ekki,
en á kveðjustund koma svo ynd-
islega skemmtilegar minningar,
úr leik og starfi okkar Dolla að
það hálfa væri nóg. Þegar við
kynntumst fyrir margt löngu og
urðum síðan svilar, þegar ég
giftist Ingu, systur Ásdísar konu
hans.
Ásdís bjó honum og dætrum
þeirra hlýleg og yndisleg heimili,
en lést 1. ág. 2013.
Vinskapur okkar var alla tíð
eins og við værum bræður og
bar aldrei þar á skugga og flest-
ar samverustundirnar snérust
upp í glens og gaman, um það
geta margar myndir af okkur
vitnað. Svo urðum við grannar
með samliggjandi lóðir, svo að
samgangurinn varð ekki til að
draga úr samvinnu og samveru
okkar. Ferðir okkar til útlanda
urðu svo skemmtilegar að við
gátum alltaf rifjað þær upp og
skellihlegið að mörgu sem þar
gerðist. Eða vélsleðaferðirnar
inn til fjalla. Frímúraraferðirnar
innanlands og utan og svo margt
fleira.
Þeir sem þekktu Dolla geta
séð hann fyrir sér, þar sem hann
veltist um með sínum smitandi,
hvella hlátri.
Dolli var einstaklega ljúfur og
hjálpsamur, fljótur að hlaupa til
ef hann sá að þurfti hjálp.
Starfsævi hans sem unglings
hófst hjá Olíufélaginu BP, í
sendlastörfum. Tók svo bílpróf
þegar aldur leyfði og fór þá að
keyra olíubíla hjá BP, m.a. að
keyra út bensíni á flugvélar.
Hann keypti sér svo vörubíl og
keyrði á Þrótti nokkur ár. Svo
bauðst honum að verða ráð-
herrabílstjóri og keyrði hann
ótal marga ráðherra.
Honum fannst sú vinna ekki
næg fyrir sig því honum fannst
ekkert gaman að hanga iðjulaus,
svo að hann fór að keyra leigu-
bíl, á kvöldin og um helgar, milli
þess sem ráðherrarnir þurftu á
þjónustu hans að halda. Svo kom
að því að það vantaði forsetabíl-
stjóra, hjá Vigdísi Finnbogadótt-
ur, þá þótti annar ekki koma til
greina og hann keyrði Vigdísi,
öll árin hennar í embætti, svo
hjá Ólafi Ragnari Grímssyni þar
til heilsan gaf sig.
Á þessum tímum var til þess
tekið hvað hann stóð sig vel og
hvað hann var mikið snyrti-
menni, ábyggilegur og traustur,
hvar sem hann kom. Hann var
eins og fæddur inn í þessi emb-
ætti. Skylduræknin og trú-
mennskan endalaus.
Það er gott að eiga minning-
ar, um góðan sannan vin. Opni
ég albúmið blasir við minning
hlý.
Lífsins göngu lokið er,
laus við meinið alzheimer.
Ljúflingsdreng ég lofa hér.
Lán mitt var að kynnast þér.
(HR.)
Þökkum samfylgdina, kæri
vinur. Aðstandendum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ásthildur Inga, Hafsteinn
Reykjalín
og fjölskyldur.
Drungi yfir degi var,
dapurt veður skýjafar.
Máninn uppi hálfur hékk,
er héðan Dolli mágur gekk.
Birta um hann lengst af lék,
ljúfa brosið aldrei vék.
En dimmir tímar tóku völd,
tilveran varð nístingsköld.
(HR)
Andlát vinar míns, Dolla, kom
ekki á óvart, ég kvaddi hann
klukkustund áður en hann hvarf
til genginna vina.
Við sem næst honum stóðum
vissum að hverju stefndi og
fannst hann vera búinn að þjást
nóg af þessum vægðarlausa
sjúkdómi sem enginn vill fá.
Sem áhorfandi er maður svo
vanmáttugur. Ekkert brot, ekk-
ert sár til að binda um eða bera
á, bara horfir á vin sinn fjar-
lægjast, týnast út í eitthvert
tóm, hættir að þekkja þig, tján-
ing farin og ósjálfbjarga.
Það er of margt sem við skilj-
um ekki, en á kveðjustund koma
svo yndislega skemmtilegar
minningar úr leik og starfi okk-
ar Dolla að það hálfa væri nóg.
Við kynntumst fyrir margt
löngu og urðum síðan svilar þeg-
ar ég giftist Ingu, systur Ásdís-
ar, konu hans.
Ásdís bjó honum og dætrum
þeirra hlýlegt og yndislegt heim-
ili, en hún lést 1. ágúst 2013.
Vinskapur okkar var alla tíð
eins og við værum bræður og
bar aldrei skugga þar á og flest-
ar samverustundirnar snerust
upp í glens og gaman, um það
geta margar myndir af okkur
vitnað.
Svo urðum við grannar með
samliggjandi lóðir, svo að sam-
gangurinn varð ekki til að draga
úr samvinnu og samveru okkar.
Ferðir okkar utan urðu svo
skemmtilegar að við gátum allt-
af rifjað þær upp og skellihlegið
að mörgu sem þar gerðist.
Eða vélsleðaferðirnar inn til
fjalla. Frímúraraferðirnar inn-
anlands og utan og svo margt
fleira.
Þeir sem þekktu Dolla geta
séð hann fyrir sér þar sem hann
veltist um með sínum smitandi
hvella hlátri.
Dolli var einstaklega ljúfur og
hjálpsamur, fljótur að hlaupa til
ef hann sá að einhver þurfti
hjálp.
Starfsævi hans sem unglings
hófst hjá Olíufélaginu BP, í
sendlastörfum. Tók hann svo bíl-
próf þegar aldur leyfði og fór þá
að keyra olíubíla hjá BP, keyrði
m.a. bensíni á flugvélar. Hann
keypti sér svo vörubíl og keyrði
á Þrótti í nokkur ár. Svo bauðst
honum að verða ráðherrabíl-
stjóri og keyrði hann ótal marga
ráðherra.
Honum fannst sú vinna ekki
nóg, svo að hann fór að keyra
leigubíl, á kvöldin og um helgar,
ef ráðherrarnir þurftu ekki á
þjónustu hans að halda. Svo kom
þar að það vantaði forsetabíl-
stjóra hjá Vigdísi Finnbogadótt-
ur, þá þótti annar ekki koma til
greina og hann keyrði Vigdísi öll
árin hennar í embætti, einnig
Ólaf Ragnar Grímsson þar til
heilsan gaf sig.
Á þessum tímum var til þess
tekið hvað hann stóð sig vel og
hvað hann var mikið snyrti-
menni, ábyggilegur og traustur,
hvar sem hann kom. Hann var
eins og fæddur inn í þessi emb-
ætti. Skylduræknin og trú-
mennskan endalaus.
Það er gott að eiga minningar
um góðan sannan vin. Opni ég
albúmið, þá blasir við minning
hlý.
Lífsins göngu lokið er,
laus við meinið Alzheimer.
Ljúflings dreng ég lofa hér.
Lán mitt var að kynnast þér.
(HR)
Aðstandendum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Þökkum samfylgdina, kæri
vinur.
Ásthildur Inga, Hafsteinn
Reykjalín og fjölskyldur.
✝ Bergþóra Jó-hannsdóttir,
húsmóðir, fæddist
27. febrúar 1918 í
Reykjavík á
Laugavegi 63. Hún
lést 2. janúar 2018
á Borgarspít-
alanum í Reykja-
vík.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann
Ögmundur Odds-
son, kaupmaður í Reykjavík, f.
12.2. 1879 í Árbæ í Árnessýslu,
d. 25.10. 1964, og Sigríður
Halldórsdóttir húsmóðir, f.
30.9. 1880 í Stokkseyrarseli við
Stokkseyri, d. 6.5. 1947.
Maki Bergþóru var Kristján
Guðmundsson, framkvæmdastj.
Æskunnar, f. 6.9. 1917, d. 21.9.
1991. Bergþóra og Kristján
gengu í hjónaband 27.5. 1939.
Þau eignuðust fimm börn: Jó-
hann Kristjánsson, f. 7.2. 1940,
maki Agnethe Kristjánsson, f.
18.5. 1942. Dætur
þeirra eru Linda,
f. 8.6. 1965, og
Helga, f. 2.7. 1967.
Nína Valgerður
Kristjánsdóttir, f.
13.9. 1943. Dóttir
hennar, Bergþóra
Kristín, f. 1.8.
1964. Sigurður
Halldór Krist-
jánsson, f. 14.1.
1950. Guðmundur
Kristján Kristjánsson, f. 12.8.
1957. Kjartan Oddur Krist-
jánsson, f. 27.11. 1959, maki
Júlíana Friðrika Harðardóttir,
f. 5.5. 1964. Börn þeirra Krist-
ján Oddur Kjartansson, f. 9.7.
1993, Helga Þóra, f. 9.7. 1993,
d. 29.5. 2006, og Friðrik Björn,
f.7.3. 1995.
Barnabarnabörnin eru sjö
og barnabarnabarnabörnin
þrjú.
Útför Bergþóru fór fram 8.
janúar 2018.
Það er sárt þegar kemur að
leiðarlokum. Aldur er afstæður,
það sannaðist á elskulegu ömmu
minni Bergþóru. Hún hefði orðið
100 ára í lok febrúar en örlögin
gripu inn í. Amma hrasaði
skömmu fyrir jól og eitt leiddi af
öðru þar til yfir lauk á örskömm-
um tíma. Það má sannarlega
gleðjast yfir því að amma átti
langt og ánægjuríkt líf, hélt full-
um andlegum styrk til lokadags
og var að því leyti ekki tilbúin að
fara. En enginn veit sína ævi fyrr
en öll er. Ég gleðst fyrst og
fremst yfir minningunni um
ömmu, sterka og glæsilega konu
sem náði háum aldri við góða
heilsu.
Ég og amma höfum alla tíð ver-
ið nánar, miklar vinkonur og
ræktað okkar vinskap. Amma var
ekki bara móðuramma mín held-
ur líka besti vinur minn. Ávallt
reiðubúin að taka þátt í hugmynd-
um mínum og sjaldan sagði amma
nei. Og alltaf var hún tilbúin með
sinn hlýja faðm.
Amma Bergþóra var mér fyr-
irmynd um margt. Ég lærði af
henni að taka hlutunum með jafn-
aðargeði og reyna að gera sem
best úr þeim. Hún amma bjó líka
yfir andlegum styrk og ákveðni
sem hún fór vel með. Alltaf til
staðar, lét sig sjaldan vanta og var
aldrei uppáþrengjandi eða með
miklar kröfur. Og iðin var hún. Þó
að amma ætti stutt eftir í 100 ára
afmælið sitt þá var hún búin að
skrifa öll jólakortin og finna gjafir
fyrir ættingjana í byrjun desem-
ber eins og endranær. Allt var
tilbúið og vel skipulagt. Orka
ömmu virtist ávallt óþrjótandi
enda undi hún sér vel við hann-
yrðir, saumaskap og alls kyns
föndur.
Amma var fagurkeri og snyrti-
leg í öllu því sem að henni snéri.
Fram á síðasta dag lagði hún mik-
ið upp úr því að vera vel til höfð og
vel klædd og ávallt með varalit.
Hún var sannarlega virðuleg og
glæsileg eldri kona sem vakti at-
hygli þar sem hún kom.
Um leið og ég kveð ömmu mína
með virðingu og þökk vonast ég til
að geta nýtt mér leiðsögn hennar
og sýn á að nálgast beri hið góða í
hverjum manni. Gleði, virðing,
réttsýni og heiðarleiki var henni
eðlislægur ásamt ræktarsemi við
sitt fólk. Mér er að leiðarlokum
efst í huga þakklæti fyrir þann
tíma sem ég átti með ömmu minni
og nöfnu og allar þær ljúfu og
góðu stundir sem við áttum sam-
an.
Hvíl í friði, elsku amma mín,
þín dótturdóttir og nafna,
Bergþóra Kristín.
Mikil heiðurskona og vinur
minn er nú horfin, hún datt og
meiddi sig 12. desember sem
leiddi til þess að hún fékk ekki lif-
að lengur með okkur. Hennar
munum við öll sárt sakna. En
svona er nú lífið, það er að gleðj-
ast og sakna, sakna vina og gleðj-
ast með vinum. Þó að ég ætti
heima langt frá hennar stað þá
skiptumst við oft á kveðjum og áð-
ur en þetta kom fyrir hana þá
hafði hún skrifað á jólakort og
sent mér, eftir hlýleg orð var
þessi vísa:
Hamingjan gefi þér gleðileg jól
gleðji og vermi þig miðsvetrarsól.
Brosi þér himinninn heiður og blár,
og hlýlegt þér verði komandi ár.
Svona var hún alltaf, alltaf fann
hún orð til að gleðja í hvert sinn
sem ég talaði við hana. Þessi
kunningsskapur hafði staðið í svo
mörg ár. Börnin hennar komu
alltaf í sveitina, þrjú þeirra eru
miklir vinir mínir og sá vinskapur
mun aldrei slitna heldur mun
hann endast meðan ævin varir.
Maðurinn hennar var líka í sveit
hjá foreldrum mínum í sex eða sjö
sumur, hann reyndi að vera ann-
ars staðar í sveit en undi þar ekki.
Móðir hans var Eyfellingur og
hét Símonína, hún dó í spænsku
veikinni og hét í höfuðið á föð-
urbróður sínum Símoni Guð-
mundssynin sem drukknaði í
Steinholtsá 1867. Við hann er
kenndur steinn eða bjarg sem má
sjá þegar ekið er að Þórsmörk.
Dóttir þeirra heitir Nína, þannig
að nafn Símonar lifir bæði meðal
fólksins og í umhverfinu.
Bergþóra var ákaflega traust
og myndarleg kona. Hún var góð
og mikill vinur vina sinna, þess
naut ég. Það var ákaflega gaman
að hitta hana. Alltaf höfðum við
nóg að tala um og hún sagði mér
svo margt, margt um hvernig allt
var. Þó að hún ætti heima í
Reykjavík fylgdist hún með öllu
sem gerðist í sveitinni og það var
traust samband, einlæg vinátta
sem aldrei bar skugga á, við töl-
uðum um allt milli himins og jarð-
ar og alltaf var svo gott að koma
til hennar. Hún hafði skoðanir á
öllu sem fyrir bar hverju sinni,
ákaflega gott skinbragð og gott
að tala við hana um allt. Við skrif-
uðum stundum löng bréf hvort til
annars þar sem við skiptumst á
skoðunum og höfðum bæði gam-
an af held ég. Að endingu votta ég
börnum hennar og barnabörnum
mína dýpstu samúð.
Grétar Haraldsson
frá Miðey.
Bergþóra Jóhannsdóttir vann í
áratugi með okkur hjónum í safn-
aðarstarfi við Dómkirkjuna.
Einkum var það kvenfélagið sem
naut hennar, en hún var þannig
gerð, að allt menningarlíf höfðaði
til hennar og kallaði á afstöðu,
sem hún tók gjarna og stóð við af
heilum hug. Þess vegna kom hún
víðar að málum. En við vorum
einnig tengd fjölskylduböndum,
sem gaf okkur innsýn í fjöl-
skyldulíf og vinahring. Þegar við
minnumst hennar nú er leiðir
skilur um sinn, þá koma okkur
fyrst í hug orð Davíðs Stefáns-
sonar, sem hann orti til móður
sinnar:
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Allt þetta sem Davíð mærir
mest hjá móður sinni á sér berg-
mál og samhljóm í lífi Bergþóru.
Fjölskyldulífið í kringum hana
segir þar sína sögu. Henni var
gefinn mikill dugnaður og jafn-
framt hagar hendur sem urðu
dýrmæt verkfæri atorku hennar.
Í Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar, eins og kvenfélagið heitir,
var unnin mikil handavinna fyrir
árlega basara. Þar munaði mikið
um Bergþóru. Auk þess að vera
mikilvirk, skilaði hún bæði fal-
legu og vel unnu verki. Þar sam-
einuðust myndarskapur og hand-
lagni í hverjum hlut. Hún var
skaprík, en þó miklu auðugri að
vináttu og ekki síst kærleika til
þess málefnis, sem unnið var fyr-
ir.
Bindindishreyfingin var henni
kær og einnig þar gaf hún bæði
hug og hönd í starfi.
Það var jafnan skemmtilegt að
ræða við Bergþóru. Hún var svo
vel gefin og umræðan því alltaf á
vitrænum nótum, uppbyggileg og
mannbætandi. Það var ætíð svo
gott að njóta návistar þessarar
fallegu, greindu og myndarlegu
konu.
Allt þetta hljótum við að
þakka, en þó mest og best þann
kærleika sem hún sýndi okkur
hjónum frá upphafi kynna og um-
vafði okkur alla tíð.
Kirkjunefnd kvenna Dóm-
kirkjunnar hefur beðið okkur að
flytja henni hér einlæga þökk fyr-
ir alla hennar gjörð í starfinu þar.
Við segjum öll:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Dagbjört og Þórir
Stephensen.
Bergþóra
Jóhannsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hún lifði með tign í tæpa öld,
trygg og einlæg hún var.
Hjá Bergþóru birtan var við völd,
bræðraþel hlýtt til annarra bar.
Baráttu lífsins harða hún háði,
hetja hún var í hverri þraut.
Margur sem þekkti hana drjúgt
hana dáði,
hún dýrmæt var öllum á lífsins
braut.
Sem læknir ég þekkti hana í þrjá-
tíu ár,
með þakklæti hennar er minnst.
Hún skilur hvergi eftir sig sár,
en sælu í hjarta innst.
Ólafur F. Magnússon.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minn-
ingargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana
með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt
að senda myndina á netfangið minning@mbl.is.
Minningargreinar