Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 51

Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 51
Réttarholtsskóla, stundaði nám við MR, lauk stúdentsprófi þaðan 1968 og prófi í dýralækningum frá Dýralækna- háskólanum í Hannover vorið 1976. Að námi loknu vann Rúnar í tvö og hálft ár í Þýskalandi og leysti af í eitt ár á Egilsstöðum áður en hann tók við meginstarfi sínu sem héraðs- dýralæknir á Snæfellsnesi, en því embætti gegndi hann í rúm 30 ár. Rúnar sat í bæjarstjórn í Stykkis- hólmi í 12 ár og var forseti bæjar- stjórnar í 11 ár. Á þeim tíma var hann stjórnarformaður í heilbrigðisnefnd Vesturlands, safnanefnd Snæfellinga og Náttúrustofu Vesturlands. Rúnar hefur lengi haft áhuga á íþróttum, útivist, hreyfingu, golfi og stangveiði: „Ég var náttúrlega alinn upp í mjög hreinu Víkingahverfi, lék m.a. handbolta með meistaraflokki Víkings öll menntaskólaárin mín en þá fylgdumst við að, skólabræðurnir og Víkingarnir, ég, Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og síðar formaður Handknattleikssambands Íslands, og Einar Magnússon sem síð- ar varð atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi, en hann lést fyrir aldur fram. Ég hef alltaf haft gaman af útivist og gönguferðum og hef leikið golf og stundað stangveiði um langt árabil. Eiginlega hef ég gengið með veiðidellu frá því ég man eftir mér, fór niður á bryggju að dorga þegar ég var polli og svo gengum við strákarnir eftir hita- veitustokknum að Elliðaánum til að fylgjast með laxveiðikörlunum þar. Á seinni árum hef ég svo sinnt veiðileið- sögn í Norðurá og Haffjarðará. Þá má geta þess að við hjónin eigum hesta og ég fer stundum á hestbak með konunni.“ Fjölskylda Eiginkona Rúnars er Brynja Jó- hannsdóttir, f. 22.1. 1954, ritari. For- eldrar hennar: Jóhann Kristjánsson, f. 30.6. 1926, d. 5.1. 2003, kaupmaður, og k.h., Hulda Klein Kristjánsson, f. 29.8. 1923, húsfreyja og kaupkona. Börn Rúnars og Brynju: 1) Guðni Rúnarsson, f. 15.1. 1975, d. 13.2. 1975; 2) Hermann Rúnarsson, f. 30.6. 1976, framkvæmdastjóri í Óðinsvéum, en kona hans er Rósa Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru börn þeirra Guðni Jóel, f. 2002, og Andri Hrafn, f. 1998 (fóstursonur); 3) Björk Rúnarsdóttir, f. 20.6. 1979, hjúkrunar- fræðingur í Vín, og eru börn hennar Kaan Bjarkarson, f. 2007, og Sóley Bjarkardóttir, f. 2017; 4) Jóhanna Rúnarsdóttir, f . 30.7. 1980, starfar í verkefnaeftirliti hjá Erste Group IT í Vín en maður hennar er Christoph Prendinger lögfræðingur og er sonur þeirra Gabriel Brynjar, f. 2014. Hálfbróðir Rúnars sammæðra var Kristmundur Ingvar Eðvarðsson, f. 3.10. 1935, d. 24.12. 1974, sjómaður og matreiðslumaður. Alsystkini Rúnars: Guðni Gíslason, f. 24.9. 1939, d. 26.5. 1971, sjómaður í Reykjavík; Eggert Gíslason, f. 22.3. 1942, verkamaður í Reykjavík; Val- gerður Gísladóttir, f. 28.2. 1944, sjúkraliði og djákni, búsett í Reykja- vík; Þorbjörn Gíslason, f. 3.11. 1945, múrari, búsettur í Mosfellsbæ; Bára Gísladóttir, f. 3.5. 1951, húsfreyja í Reykjavík, og Ragnheiður Dóróthea Gísladóttir, f. 5.11. 1956, ritari, búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Rúnars voru Gísli Guðna- son, f. 25.9. 1914, d. 9.11. 1974, verk- stjóri, og k.h., Jóna Gróa Kristmunds- dóttir, f. 10.1. 1917, d. 15.9. 2002, húsfreyja og símavörður. Rúnar Gíslason Sigríður Oddsdóttir húsfr. í Vorsabæ Jóhann Jónsson b. í Vorsabæ Jónína Jóhannsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Kristmundur Jónsson sjóm. í Vestmannaeyjum Jóna Gróa Kristmundsdóttir húsfr. í Rvík og síðar símvörður Gróa Pétursdóttir vinnuk. í Barðsnesi en lengst af ekkja og verkak. í Vestmannaeyjum Jón Ingimundarson vinnum. í Barðsnesi í Norðfirði Jóhann Kristmundsson múrarameistari í Rvík Hólmfríður Gísladóttir blaðam. við Morgunblaðið Gísli Karel Eggerts son lagerstjóri í Rvík Eggert Eggertsson lyfjafr. í Rvík Bergrún Eggertsdóttir líffræðingur í Noregi Heiðbjört Tíbrá Kjartans- dóttir sjúkra- þjálfari í Rvík Eggert Thorberg Kjartans- son múrari og ætt- fræð ingur í Rvík Kjartan Eggertsson skólastj. Tónskóla Hörpunnar Egill Einarsson líffræðingur í Rvík Einar Guðnason verkstj. hjá Rafmagnsveitu Rvíkur Ólina María Jónsdóttir Húskona frá Efri-Langey Þorbjörg Sigrún Eggertsdóttir húsfr. í Arnarbæli Ólafur Einarsson sjóm. og vörubílstj. í Rvík Hjálmar Ólafsson kennari og bæjarstj. í Kópavogi Anna Ólafsdóttir ólympíufari í sundi í London 1948 Guðni Einarsson b. í Arnarbæli í Flóa og landpóstur Þuríður Ólafsdóttir húsfr. í Hallgeirsey Einar Sigurðsson b. í Hallgeirsey í Austur-Landeyjahreppi Úr frændgarði Rúnars Gíslasonar Gísli Guðnason verkstj. í Rvík Kjartan Eggerts- son b. og kennari í Fremri- Langey Eggert Thorberg Gíslason b. í Fremri Langey á Breiðafirði ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar Sr. Hans Jakob Jónsson, presturí Hallgrímskirkju, fæddist áHofi í Álftafirði 20.1. 1904. Foreldrar hans voru Jón Finnsson, prestur á Hofi í Álftafirði og Djúpa- vogi, og Sigríður Hansína Hansdóttir Beck húsfreyja. Bróðir Jakobs var Eysteinn Jóns- son, alþingismaður, ráðherra og for- maður Framsóknarflokksins. Kona sr. Jakobs var Þóra Ein- arsdóttir húsfreyja. Börn þeirra: Guðrún Sigríður, hjúkrunarfræð- ingur og Íransfræðingur; Svava, rit- höfundur og alþingismaður.; Jökull, eitt helsta leikritaskáld þjóðarinnar á síðustu öld: dr. Þór, fyrrverandi veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, og Jón Einar héraðsdómslögmaður. Sr. Jakob varð stúdent frá MR 1924, lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla Íslands 1928, var við framhaldsnám í sálfræði við Winni- peg-háskóla 1934-35, stundaði nám í kennimannlegri guðfræði og nýja- testamentisfræðum við Háskólann í Lundi 1959-60 og lauk lísentíatsprófi í guðfræði við háskólann í Lundi 1961 og varði doktorsritgerð við Háskóla Íslands 1965. Sr. Jakob var aðstoðarprestur hjá föður sínum á Djúpavogi 1928, sókn- arprestur í Norðfjarðarprestakalli 1929-35, prestur í Kanada 1935-40 og í Hallgrímskirkjuprestakalli 1941- 1974. Hann var skólastjóri við gagn- fræðaskólann í Neskaupstað 1931-34, stundakennari við Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1941-42 og MR 1944-50. Hann var formaður Prestafélags Ís- lands í áratug og gegndi auk þess margvíslegum öðrum trúnaðar- störfum. Sr. Jakob var í röð lærðustu kenni- manna kirkjunnar, virtur og vinsæll sóknarprestur. Hann var afkastamik- ill rithöfundur en eftir hann liggur fjöldi rita um guðfræði og um ýmis álitamál almennings á því sviði. Hann sendi einnig frá sér nokkur leikrit og var afburða kennari og kennimaður, skýr í hugsun, skemmtilegur, hógvær og alþýðlegur í allri framsetningu. Sr. Jakob lést 17.6. 1989. Merkir Íslendingar Dr. Jakob Jónsson Laugardagur 85 ára Sigríður Erla Ragnarsdóttir Sólveig Grímsdóttir 80 ára Guðrún Jóna Jónsdóttir Svanborg Lýðsdóttir 75 ára Árni Guðbjartsson Elías Sveinbjörn Sveinbjörnsson Gísli Valur Einarsson Gunnar H. B Gunnlaugsson Helga St. Sveinbjörnsdóttir Marvin Friðriksson Soffía Alfreðsdóttir 70 ára Guðjón Arnbjörnsson Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir Kristbjörg Ingólfsdóttir Pálína Sigurlaug Jónsdóttir Rúnar Gíslason Sveinlaugur Hannesson Vitali Ravva 60 ára Ásgerður Karlsdóttir Birna Guðrún Konráðsdóttir Elís Reynarsson Janina Andruszkiewicz Kristján Sigurjónsson Páll Lýður Pálsson Sigríður Bragadóttir Ton Khorchai 50 ára Areta Lakutijevska Daníel Benedikt Ben Þorgeirsson Fjóla Halldóra Jónsdóttir Francisco Lugatiman Canillo Freygerður Ólafsdóttir Grzegorz Jerzy Modrzejewski Gunnar Jón Gunnarsson Jóna Lind Kristjánsdóttir Nikola Jovic Ragnheiður S. Dagsdóttir Sigþrúður Sverrisdóttir Blöndal 40 ára Arkadiusz Sebastian Galan Brynjar Óskarsson Guðjón Ólafsson Krzysztof Janowski María Stefanía Dalberg Ragnar Orri Benediktsson 30 ára Almar Viktor Þórólfsson Birgir Steinn Steinþórsson Damian Dluzniewski Gunnar Sölvi Theodórsson Helga Jónsdóttir Hoa Thanh Thi Khong Joanna Guzek Jóhanna Kolbrún Tryggvadóttir Karlotta Helgadóttir Lára Ágústa Hjartardóttir Lovísa Dröfn Hansdóttir Mariska Alexandra Moerland Nanna Halldóra Imsland Rikard Arnar B. Birgisson Salome Tómasdóttir Snædís Sveinsdóttir Sonja Súsanna Hallgrímsdóttir Stefanía Hrönn Guðrúnardóttir Steven Lennon Sölvi Sigurjónsson Sunnudagur 90 ára Ása Gunnarsdóttir Gísli Kristjánsson Guðrún Guðmundsdóttir Ingibjörg Kristjánsdóttir Unnur Hjartardóttir 85 ára Bjargmundur Einarsson Erla Friðbjörnsdóttir Guðmundur Halldórsson 80 ára Salgerður Marteinsdóttir 75 ára Arnar Jónsson Atli Einarsson Erlendur Magnús Guðmundsson Sigurborg Kristinsdóttir 70 ára Birgir Guðjónsson Birna Friðrika Þorvaldsdóttir Jakobína S. Sigtryggsdóttir 60 ára Antoni Jacewicz Bóthildur Sveinsdóttir Dóra Jóhannsdóttir Garðar Smári Vestfjörð Hákon Gunnarsson Helga Sigurrós Bergsdóttir Hrafnhildur S. Guðmundsdóttir Jóhann A. Sigurjónsson Lúðvík Freyr Jóhannsson María Richardt Jónsdóttir Sigríður Árný Bragadóttir Sigurbjörg J. Traustadóttir Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir Þórður Ingi Marelsson 50 ára Adam Banaszczyk Angelia Róbertsdóttir Anna Sirsnina Brynjar Máni Jóhannsson Janusz Antoni Adamkiewicz Jóhann Elíesersson Kristján Sigurður F.. Jónsson Ragnhildur Billa Árnadóttir Þórunn Þórsdóttir Þuríður Guðbjörnsdóttir 40 ára Atsuko Sato Ásrún Brynja Ingvarsdóttir Björgvin Hlíðar Erlendsson Brynjólfur Stefánsson Emma Björk Jónsdóttir Gunnar Þorri Pétursson Íris Grétarsdóttir Karlotta Dúfa Markan Neguse Sintayehu Kasse Runólfur Sveinsson Svava Ingþórsdóttir Vagnbjörg Magnúsdóttir 30 ára Agnieszka Mrówka Aidas Dumpis Ásgeir Garðar Ásgeirsson Constantin-Mihai Vaida Davíð Þór Sveinsson Einar Ágústsson Elfar Dúi Kristjánsson Gunnur Hulda Stefánsdóttir Inga Puodziunaite Jón Benedikts Sigurðsson Karitas Eiðsdóttir Margrét Anna Magnúsdóttir Sara Berglind Jónsdóttir Steinunn Guðný Ágústsdóttir Til hamingju með daginn Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.