Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 56

Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Metfjöldi gesta lagði leið sína á op- inn samlestur á söngleiknum Rocky Horror eftir Richard O’Brien sem fram fór á Stóra sviði Borgarleik- hússins í vikunni. Samkvæmt upp- lýsingum frá leikhúsinu mættu yfir hundrað manns og voru gestir á öll- um aldri. Á samlestrinum lásu leik- arar verkið ásamt því að syngja lög- in við píanóundirleik. Eins og áður hefur komið fram fer Páll Óskar Hjálmtýsson með hlut- verk Franks N. Furters, en aðrir leikarar eru Brynhildur Guðjóns- dóttir sem Magenta, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad, Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem Dr. Scott og Valur Freyr Einarsson sem sögumaðurinn. Þá fer söngv- arinn Valdimar Guðmundsson með hlutverk Eddies í sýningunni. Leikstjóri sýningarinnar, sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu 16. mars, er Marta Nordal, danshöf- undur er Lee Proud og tónlistar- stjóri Jón Ólafsson. Íslenska þýð- ingu gerði Bragi Valdimar Skúlason. Leikmynd hannar Ilmur Stefáns- dóttir, búninga Filippía I. Elísdótt- ur, lýsingu Björn Bergsteinn Guð- mundsson og hljóð Gunnar Sigur- björnsson. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu var Rocky Horror sú sýning sem flestir kortagestir leikhússins völdu á kortin sín í haust svo ljóst er að uppfærslunnar er beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Þess má að lokum geta að 1. febrúar verð- ur sérstakur forsöludagur þar sem fólki gefst tækifæri til að tryggja sér miða áður en almenn sala hefst. Metfjöldi mætti á opinn samlestur Ljósmynd/Kristín Edda Gylfadóttir Tilþrif Páll Óskar Hjálmtýsson sýndi mikil tilþrif á samlestrinum. „Stigið niður af stöplinum – höggmyndalist í almennings- rými“ er yf- irskrift mál- þings sem haldið verður í Listasafni Ein- ars Jónssonar í dag, laugardag, kl. 14 til 16. Frummælendur á málþinginu eru þau Kristinn E. Hrafnsson, Ólöf Nordal og Ragna Sigurðardóttir. Umræðuefnið er höggmyndalist í almenningsrými Reykjavíkur- borgar en verk Einars Jónssonar voru meðal fyrstu listaverka sem sett voru upp opinberlega í Reykjavík og víðar á landinu. Á tæpri einni og hálfri öld hafa listaverk í almenningsrými tekið stakkaskiptum. Myndastyttur á stöplum hafa vikið fyrir verkum sem bjóða upp á virka þátttöku áhorfenda auk þess sem þeim hefur fjölgað mikið. Ragna Sigurðardóttir, rithöf- undur og listgagnrýnandi, hefur skoðað og skrifað um list í opin- beru rými. Hún segir frá nokkr- um listaverkum í Reykjavík, skoðar tilurð þeirra, listrænt um- hverfi og viðbrögð fólks við verk- unum. Myndlistamennirnir Kristinn E. Hrafnsson og Ólöf Nordal eiga bæði að baki langan og farsælan feril í höggmyndalist. Verk eftir þau má finna víða, bæði utan- og innandyra. Þau fjalla um nokkur verka sinna og reynsluna af upp- setningu þeirra og vinnu við þau. Á eftir hverju erindi verða spurningar úr sal. Að loknu mál- þingi verða léttar veitingar í boði. Aðgangur er ókeypis. Rætt um höggmyndir í almenningsrými Ragna Sigurðardóttir Kristinn E. Hrafnsson Ólöf Nordal Breska hljómsveitin Underworld mun koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í ár, laugardaginn 17. mars. Underworld er ein af þekktari hljómsveitum heims á sviði dans- tónlistar og á fáa sína líka þegar kemur að sviðsframkomu og sjón- arspili á tónleikum, eins og segir í tilkynningu. Hljómsveitin hélt tón- leika í Laugardalshöll árið 1994, á eftir Debut-tónleikum Bjarkar og hefur leikið víða og var m.a. fengin til að koma fram á og leikstýra tón- listarþætti opnunarhátíðar Ólymp- íuleikanna í London árið 2012. Underworld hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötur sínar og á að baki margan smellinn. Sónar Reykjavík fer fram 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika yf- ir 50 hljómsveita og listamanna. Underworld á Sónar Reykjavík Þekkt Hljómsveitin Underworld kemur fram á Sónar Reykjavík í mars. Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 On Body and Soul 12 Metacritic 71/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 17.30, 22.30 Gotowi na wszystko. Eksterminator Myndin fjallar um fimm vini sem ákveða að hrista upp í pólsku þungarokkssenunni. IMDb 6,1/10 Bíó Paradís 20.00 Titanic Metacritic 75/100 IMDb 7,8/10 Bíó Paradís 20.00 Eldfim ást 16 IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30 I, Tonya 12 Metacritic 73/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 18.00 The Post 12 Metacritic 83/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.00, 18.30, 21.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40 Sambíóin Keflavík 20.00 12 Strong 16 Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 20.00, 22.00, 22.40 Svanurinn 12 IMDb 7,0/10 Háskólabíó 15.40, 18.20, 20.50 Borgarbíó Akureyri 18.00 Father Figures 12 Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.40 Daddy’s Home 2 12 Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 13.00 Wonder Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 16 Mildred Hayes, fráskilin móðir hefur ekki enn jafnað sig á hrottalegu morði sex- tán ára dóttur sinnar. Metacritic 88/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 16.30, 22.30 Háskólabíó 15.30, 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00 Downsizing 12 Metacritic 63/100 IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.30, 22.30 Sambíóin Egilshöll 19.40 Sambíóin Akureyri 17.20 The Disaster Artist 12 Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Egilshöll 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Bíó Paradís 20.00 All the Money in the World 16 Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Háskólabíó 18.00 Borgarbíó Akureyri 22.00 Pitch Perfect 3 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,3/10 Smárabíó 12.30, 17.40, 20.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Háskólabíó 18.10, 21.10 Ævintýri í Undir- djúpum IMDb 4,0/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.20, 17.50 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.20, 17.30 Sambíóin Kringlunni 13.40, 14.00, 15.40 Sambíóin Akureyri 13.00, 15.00 Sambíóin Keflavík 13.30, 15.30 Paddington 2 Metacritic 89/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 13.40, 15.40, 16.30, 17.50 Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20, 17.40 Smárabíó 12.40, 15.10, 17.35 Háskólabíó 15.30 Borgarbíó Akureyri 13.45, 16.00, 18.00 Ferdinand Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 14.00 Smárabíó 12.30, 15.00, 17.30 Háskólabíó 15.30 Coco Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10 Sambíóin Kringlunni 14.00, 17.40 Sambíóin Akureyri 13.00, 15.10 The Lego Ninjago Movie Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 14.00, 17.20, 20.30 Sambíóin Egilshöll 15.00, 18.00, 21.00 Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.30 Sambíóin Akureyri 17.00 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að því að þetta er enginn venju- legur leikur. Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Keflavík 17.35 Smárabíó 12.30, 13.30, 14.50, 17.25, 19.20, 20.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 16.00, 22.15 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Commuter 12 Tryggingasölumaðurinn Mich- ael ferðast daglega með lest til og frá vinnu. Dag einn hef- ur ókunnugur og dularfullur einstaklingur samband við hann. Metacritic 68/100 IMDb 5,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 19.50, 22.50 Borgarbíó Akureyri 20.00 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.