Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 57

Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 57
Pistilritari brá sér á tónleika á Húrra fyrir stuttu með listamönnunum Elínu Elísabetu, sillus og Special-K. Kári var í jötunmóð úti við en það stöðvaði ekki tónvísa og mæting var með miklum ágætum. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það skiptir máli að fanga augað á tímum þar sem fólk les hvorki né skrifar en horfir fremur og hlustar. Veggspjald sem auglýsti tónleikana sem hér eru til umfjöllunar greip mig. Stíliseruð mynd og skemmtileg af listamönnum kvöldsins. Selt! Ég sendi systur minni einkaskilaboð á Snjáldru og við ákváðum að smella okkur. Húrra er einn helsti tónleika- staður miðborgarinnar, salurinn rúmgóður og notalegur – umlykj- andi mætti segja og tónleikar af millistærð eiga þarna góðan griða- stað. Alls kyns sveitir og listamenn troða upp, frá argasta öfgarokki til þýðustu þjóðlagatónlistar. Þetta kvöldið langaði mig til að bergja af list þriggja kvenna, og ég við- urkenni það, sú staðreynd ýtti mér úr vör. Já, ég veit, ég myndi aldrei tiltaka þetta sérstaklega ef um hundruðustu strákagítarrokkssveit- ina hefði verið að ræða, en það er mikilvægt að viðra þessa staðreynd, því að tónleikar sem þessir eru ekki bara tónleikar, þetta er líka for- dæmi, segull, hvatning fyrir allar þær stúlkur sem hafa endalausar gjafir fram að færa en hika við vegna alræðis karlkynsins, staða sem er staðreynd. Elín Elísabet stóð ein á sviðinu með rafgítar. Elín hafði góða ná- lægð, var sjarmerandi og einlæg. Góð orka og róandi, hún hló að því Afar sérstakir tónleikar Ljósmynd/Kristín Pétursdóttir þegar hún stillti gítarinn á milli laga og fólk var með henni. Elín spilaði bara nokkur lög, tiltölulega einföld söngvaskáldslög en söngröddin falleg og sterk. Næst á svið var sillus, listamannsnafn Sigurlaugar Thorarensen. Hennar sett var einkar forvitnilegt, nokkuð nösk blanda af „r og b“, silkimjúku og poppuðu á köflum, og tilrauna- kenndari óhljóðalist. Hún byrjaði með öflugu hljóðverki, fór svo yfir í r og b-kafla en undarlegheitin aldrei langt undan samt. Í lokin svipti hún svo upp vel poppaðri smíð. Sum lag- anna hálfköruð, vissulega, og sumt bar það með sér að vera í smíðum, sillus enn að reyna sig áfram með hitt og þetta. Systir mín greindi þarna FKA twigs t.d. og sillus gerði vel, hefur sálarríka og sannfærandi rödd og sviðsframkomu sem hæfir efninu. Já, og hún er svöl, í þessum ég-fór-bara-í-þessi-föt-í-morgun-af- því-að-ég-fann-engin-önnur- svalheitagír. Áreynslulaust einhvern veginn. Fylgist með frá byrjun! Katrín Helga Andrésdóttir er æði virk í íslenskri tónlistarsenu og hefur unnið með Sóleyju, krika og gefið út sólóefni (stuttskífa hennar Ég hefði átt að fara í verkfræði er æði). Þetta kvöld var hún hins vegar með eigin sveit, Special K, og er þar valinn kvenmaður í hverju rúmi en þær Sóley Stefánsdóttir, Ingibjörg Elsa Turchi, Margrét Arnardóttir og Björk Níelsdóttir voru henni til halds og trausts. Tónlistin afvopnaði mannskapinn í grallaralegum heið- arleikanum, þar sem einlægir og næsta næfir textar velta upp spurn- ingum um stöðu hennar sem lista- manns og manneskju. Eitt lagið hafði meðal annars skilgreininguna „Imposter Syndrome“ í titlinum, dásamleg greining sem svo margir samsama sig við (flettið því upp). Katrín horfist þannig hugrökk í augu við flækjur tilverunnar en veit um leið að það eru aðgerðirnar sem gera okkur frjáls. Þessir tónleikar voru eitt – en gott – dæmi um slíkt. Megi viðlíka tónleikar verða algeng- ari og tíðari, það væri stórkostlegt krydd í þessa tónleikasenu sem við eigum. » Já, og hún er svöl, íþessum ég-fór-bara- í-þessi-föt-í-morgun-af- því-að-ég-fann-engin- önnur-svalheitagír. Þríeinar Elín, Sigurlaug og Katrín horfa til framtíðar. MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Tónlistarfélag Akureyrar fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og í næstu viku verður haldið upp á afmælið, 22.-28. janúar, með átta tónleikum í Hofi. Á mánudaginn, 22. janúar kl. 20, hefst Kórahátíð þar sem fram koma Kvennakór Akureyrar, Karlakór Eyjafjarðar, Kór aldraðra í fínu formi og Kvennakórinn Emblur. Á þriðjudag kl. 12 verða haldnir ein- leikstónleikar á píanó, Alexander Smári Kristjánsson Edelstein leikur verk eftir Bach, Brahms, Chopin, Mozart, Rachmaninoff og sjálfan sig. Miðvikudaginn 24. janúar kl. 12 fara fram tónleikarnir Brot af því besta úr heimi söngleikjanna, söng- konan Jónína Björt Gunnarsdóttir og píanóleikarinn Daníel Þor- steinsson flytja lög eftir m.a. Rod- gers & Hammerstein, Stephen Sondheim og Jason Robert Brown. Á fimmtudag, 25. janúar, verður Heitur fimmtudagur í Naustinu í Hofi. Kristján Edelstein gítarleik- ari, Stefán Ingólfsson bassaleikari og Halldór G. Hauksson trommu- leikari flytja þá lög úr safni sínu auk laga eftir Kristján Edelstein. Heildardagskrá afmælisvikunnar og frekari upplýsingar um tónleika má finna á vef Menningarfélags Ak- ureyrar, mak.is. Hæfileikaríkur Alexander Smári Krist- jánsson Edelstein leikur í Hofi 23. janúar. Afmæli fagnað með átta tónleikum Sýning á verkum Petr Kopl, eins þekktasta myndasöguhöfundar Tékklands, verður opnuð á morgun kl. 14 í Borgarbókasafninu í Gerðu- bergi. Á henni má sjá úrval mynda- sagna og myndskreytinga eftir Kopl sem er í tilkynningu sagður afkastamikill teiknari sem starfi auk þess við grafíska hönnun, blaðamennsku, handritaskrif og leiklist. Kopl hefur hlotið fjölda verð- launa fyrir útgáfur sínar á mynda- sögum eftir þekktum bókmennta- verkum og má af þeim nefna Skytturnar þrjár, Baskerville- hundinn, Drakúla greifa, Artúr konung og sögur af Sherlock Hol- mes. Hann hefur einnig myndskreytt fjölda barnabóka, m.a. bókaflokk- inn The Magical Atlas of Journeys Sýning á verkum Kopl í Gerðubergi Þekktur Petr Kopl er einn þekktasti myndasöguhöfundur Tékklands. Through Time eftir rithöfundinn Veroniku Válková sem kom hingað til lands í fyrra og las upp úr verk- um sínum fyrir gesti Borgarbóka- safnsins. Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 8, 10.40 Sýnd kl. 1.40, 3.40, 4.30, 5.50 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 2, 5 Sýnd kl. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.