Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Er nú á tilboði
Heimilis
RIFINN OSTUR
ÍSLENSKUR OSTUR
100%
370 g
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þúsundir umsókna í bið
Miklar tafir á afgreiðslu við nýtingu séreignarsparnaðar við fyrstu íbúðarkaup
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Treglega gengur að afgreiða um-
sóknir hjá Ríkisskattstjóra um stuðn-
ing til kaupa á fyrstu íbúð en alls hafa
borist um 4800 umsóknir og eru nær
allar í bið. Frestur til að sækja um
rétt til að nýta séreignarsparnað
skattfrjálst við innborgun eða til að
greiða niður höfuðstól og afborganir
lána vegna íbúðarkaupa rann út um
áramótin. Samkvæmt upplýsingum
frá embætti Ríkisskattstjóra höfðu
einungis borist 770 umsóknir fyrir 20.
desember og barst restin frá því
tímabili og til áramóta.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa einhverjir umsóknarað-
ilar neyðst til þess að taka yfirdrátt
til að brúa bilið á meðan beðið er eftir
að umsókn verði afgreidd. „Það voru
ekki allir aðilar tilbúnir með sín kerfi
um áramótin þannig að það var ekki
hægt að afgreiða umsóknirnar
strax,“ segir Jarþrúður Hanna Jó-
hannsdóttir, sviðsstjóri atvinnu-
rekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, spurð
hvað valdi töfum á afgreiðslu. Hún
segir að það sé byrjað að afgreiða
umsóknir núna en búast má við því að
slíkt taki lengri tíma en áætlað var.
„Okkar kerfi var tilbúið til að taka við
umsóknum strax og svo fórum við að
vinna úr þeim þegar leið á haustið og
höfum verið byrjuð að afgreiða en
það eru til dæmis bara tveir lánveit-
endur sem eru farnir að taka við
greiðslum inn á lán. Svo hefur gengið
hægt að staðfesta að um fyrstu kaup
sé að ræða, þannig að það eru margir
samverkandi þættir sem eru að valda
þessu,“ segir Jarþrúður. Í ferlinu
þarf m.a. Þjóðskrá að staðfesta að um
fyrstu íbúðarkaup sé að ræða, lán-
veitandi þarf að staðfesta að viðkom-
andi lán sé með veð í tiltekinni fast-
eign og lífeyrissjóðirnir þurfa að
staðfesta að viðkomandi sé að greiða í
sjóðinn.
Nokkrir mánuðir í bið
Spurð hversu langan tíma um-
sækjendur megi búast við því að það
taki að fá afgreiðslu segir hún að
reynt verði að afgreiða öll mál eins
fljótt og hægt er en fjöldi mála hægir
á ferlinu til að byrja með. „Við höfum
reynt að fara ekki mikið yfir mánuð
sem líður frá því þú sækir um og
þangað til þú ert kominn með af-
greiðslu en við sjáum alveg fram á í
þessu nýja 10 ára úrræði að vera eitt-
hvað lengur að þessu, líka út af þess-
um mikla fjölda sem kom þarna í des-
ember.“
Jarþrúður segist eiga von á því að
allir aðilar sem koma að umsóknar-
ferlinu verði með sín kerfi í lagi í
byrjun febrúar og ættu þá af-
greiðslur umsókna að fara að ganga
hratt og örugglega eftir það.
Morgunblaðið/Golli
Ríkisskattstjóri 4800 umsóknir um
séreignarsparnað eru nú í bið.
„Við reynum að bjóða samkeppn-
ishæf verð og teljum okkur gera
það. Ýmsir vilja halda því fram að
verð okkar séu ekki samkeppnis-
hæf við það sem gengur og gerist.
Því er mikilvægt að vandað sé til
vinnubragða þegar verið er að
skoða og bera saman verð,“ segir
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Air Iceland Connect.
Árni er ósáttur við samanburð
Morgunblaðsins í gær á innan-
landsflugi félagsins við flug á
Norðurlöndunum. Niðurstaða
óformlegrar könnunar blaðsins
benti til þess að verð Air Iceland
Connect á stöku flugi frá Reykja-
vík til Akureyrar væri allt að helm-
ingi hærra en á sambærilegum
flugleiðum í Danmörku, Svíþjóð og
Noregi.
Í könnun blaðsins voru bornar
saman flugferðir hjá SAS þar sem
innifalin er ein innrituð 23 kílóa
taska. Hjá Air Iceland Connect var
valin sambærileg þjónustuleið þar
sem innifalin er ein innrituð 20
kílóa taska. Jafnframt var bent á
að ódýrari fargjöld voru í boði
þennan dag þar sem aðeins var
handfarangur innifalinn. Árni
bendir hins vegar á í samtali við
Morgunblaðið að í þeim þjónustu-
leiðum er hægt að kaupa sér tösku-
heimild fyrir 1.600 krónur. Því er í
raun hægt að fá mun ódýrara flug
hér en í fyrstu virtist.
Ódýrasta flugið hjá Air Iceland
Connect kostar því 9.725 krónur
með innifalinni tösku. Það er
næstódýrasta fargjaldið í saman-
burði á Norðurlöndunum, aðeins
Svíþjóð er ódýrari. Hins vegar ber
að geta þess að þarna er aðeins um
síðdegisflug að ræða, klukkan
16.10. Hádegisflugið og kvöldflugið
í þessari þjónustuleið kostar 13.360
krónur. Morgunflugið kostar
17.604 krónur.
Árni segir að erlendum ferða-
mönnum hafi fjölgað mikið í vélum
félagsins undanfarið. Sú fjölgun
hafi haldist í takt við fjölgun er-
lendra ferðamanna hér. „Á undan-
förnum tveimur árum hefur orðið
um 50 prósent fjölgun á erlendum
ferðamönnum um borð í vélum okk-
ar í innanlandsflugi,“ segir Árni og
nefnir að hluta af þessari aukningu
megi rekja til þess að hafið var
beint flug frá Keflavík til Akureyr-
ar. „Það hefur aukið möguleika er-
lendra ferðamanna að komast beint
út á land,“ segir hann og bendir á
að ráðist hafi verið í ýmsar aðgerðir
til að gera ferðamönnum kleift að
fara um allt land. hdm@mbl.is
Innanlandsflug
á Norðurlöndum
Kaupmannahöfn – Billund
Verð: 799 kr. danskar, 13.436 kr. ísl.
kr. Innifalið: Te, kaffi og 23 kg taska.
Flugfélag: SAS. Flugtími: 50 mín.
Osló – Þrándheimur
Verð: 899 kr. norskar, 11.777 kr. ísl.
kr. Innifalið: Te, kaffi og 23 kg taska.
Flugfélag: SAS. Flugtími: 55 mín.
Stokkhólmur – Gautaborg
Verð: 663 kr. sænskar, 8.476 kr. ísl.
kr. Innifalið: Te, kaffi og 23 kg taska.
Flugfélag: SAS. Flugtími: 60 mín.
Reykjavík – Akureyri
Verð: 9.725 kr. (síðdegsflug kl. 16.10).
Innifalið: Te, kaffi og 20 kg taska.
Flugfélag: Air
Iceland Conn-
ect. Flugtími:
45 mín.
Heimild:
Heimasíður
flugfélaganna. Öll
flug eru 15. maí
2018. Verð sótt
29. og 30. janúar
2018.15. MAÍ 2018
REK-AEY
AIRICELAND
9.725 kr.
Hægt að fá flug á undir 10.000
Air Iceland Connect samkeppnishæft við nágrannalöndin að sögn framkvæmda-
stjórans Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið í vélum félagsins undanfarið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flugfélag Air Iceland Connect reynir að bjóða samkeppnishæft verð.
Fjórir jarðskjálftar mældust NA
af Bárðarbungu á Vatnajökli síð-
degis í gær. Fyrsti skjálftinn var
3,7 að styrk og reið yfir klukkan
17:48. Annar skjálftinn kom strax
á eftir og var 2,9 samkvæmt mæl-
um og skjálfti sem kom klukkan
18 og átti upptök sín um fjóra kíló-
metra norðaustur af Bárðarbungu
var 3,8.
Öflugasti skjálftinn sem mældist
í gær kom svo klukkan 19:24 og
var 4,9. Samkvæmt upplýsingum
frá Veðurstofunni er enginn
merkjanlegur gosórói á svæðinu
þrátt fyrir skjálftahrinu þessa.
Skjálftar við
Bárðarbungu
Íslendingar fá
tæplega fleiri
miða á leiki á HM
í Rússlandi en
þau 8% sölumiða
sem áður hafði
verið greint frá.
Miðað við það
verða einungis
3200 Íslendingar
á vellinum í
Moskvu þegar Ís-
land mætir Argentínu í fyrsta leik
16. júní.
Þetta segir Klara Bjartmarz,
framkvæmdastjóri KSÍ. Í samtali
við mbl.is í gær sagðist hún ekki
hafa upplýsingar um hve margir Ís-
lendingar hefðu sótt um miða í öðru
söluferlinu vegna HM sem lýkur í
dag. Umsækjendur fá að vita í síð-
asta lagi um miðjan mars hvort þeir
fá ósk sinni um miða svarað.
Annar hluti miðasölunnar hófst 5.
desember og engu máli skiptir hvort
sótt var um þá eða í kvöld; allir fara í
happdrætti þar sem dregið verður
út hverjir fá miða á þá leiki sem þeir
sækja um ef miðaframboð er ekki
nægt.
Áður hefur verið greint frá því að
flugfélögin, Wow air og Icelandair,
reyni að ferja þá Íslendinga sem
vilja fara til Rússlands. Hefur verið
talað um loftbrú milli Íslands og
Rússlands. Auk þess eru nokkrar
ferðaskrifstofur með pakkaferðir til
sölu. Ferð á einn leik Íslands á HM í
Rússlandi næsta sumar, þar sem
gisting í tvær til þrjár nætur, flug,
rútuferðir og fleira er innifalið, gæti
kostað á bilinu 200 til 250 þúsund
krónur. johann@mbl.is/sbs@mbl.is
Fleiri HM
miðar eru
ekki í boði
Klara
Bjartmarz
Dregið um viðbót
Talsvert snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í gær svo allt
varð hvítt yfir að líta. Þessi unga snót í Kópavogi gekk
röskum skrefum heim úr skólanum síðdegis í gær og
lét ekkert á sig fá, enda vel búin og vetrarklædd.
Morgunblaðið/Eggert
Vel búin og vetrarklædd í Kópavogi