Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Ökumaður sem olli banaslysi á Öxnadalsheiði sumarið 2016 ók alltof hratt og var undir áhrifum slævandi lyfja. Bifreið hans var auk þess ekki í ökuhæfu ástandi. Þetta er niður- staða Rannsóknarnefndar sam- gönguslysa. Ökumaðurinn, karlmaður á fimm- tugsaldri, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í nóvember. Slysið varð með þeim hætti að maðurinn ók VW Passat bifreið vest- ur þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði skammt vestan við Grjótá á mikilli ferð, 144 kílómetra hraða, að morgni 24. júní. Vitni lýstu hraðakstri hans og gáleysislegum framúrakstri fyrir slysið. Hann var einn í bifreiðinni. Tveir ferðamenn óku Suzuki Jimny á undan honum og virtist hann reyna framúrakstur en hætta við á síðustu stundu. Á sama tíma var Mercedes Benz hópbifreið ekið í gagnstæða átt. Í henni voru 12 farþegar auk ökumanns. Passat-bifreiðin rakst á vinstra afturhorn Suzuki-bifreiðar- innar og misstu báðir ökumenn stjórn á bílunum í kjölfarið. Passat- bifreiðin rann út af veginum en Suz- uki-bifreiðin rakst framan á hópbif- reiðina. Ökumaður Suzuki-bifreiðar- innar, 62 ára karlmaður, lést í slysinu. Passat-bifreiðin var 16 ára gömul og við rannsókn kom í ljós að hún var ekki í ökuhæfu ástandi. Niðurstaða lyfjarannsóknar sýndi að ökumaður hennar var undir slævandi áhrifum lyfja og var ekki hæfur til að stjórna ökutæki. Hann hafði áður ítrekað ekið undir áhrifum. hdm@mbl.is Ók of hratt á óökufærum bíl og undir áhrifum lyfja Morgunblaðið/Sigurður Bogi Öxnadalsheiði 62 ára karlmaður lést í bílslysi sumarið 2016.  Olli banaslysi á Öxnadalsheiði Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hjónavígslur hjá sýslumanni voru í fyrra tæpur þriðjungur giftinga og hefur fjölgað talsvert frá árinu 2007. Í fyrra skráðu sig alls 1.243 einstaklingar í hjúskap hjá sýslu- manni eða 31% af heildinni, en 699 árið 2007 eða 18,2%. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á mánudag stofnuðu 4.015 einstaklingar til hjúskapar í fyrra sem er tæplega 21% aukning frá árinu 2016. Met var slegið í skráningu hjúskapar á síðasta ári og hefur verið stöðug aukning frá 2014. Fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár að síðasti toppur í skráningu hjúskapar hafi verið ár- ið 2007 þegar 3.840 einstaklingar skráðu sig í hjúskap. Skráningu í hjúskap fækkaði töluvert næstu ár á eftir. Rúmlega helmingur innan þjóðkirkjunnar Í sundurliðun sem Þjóðskrá hefur tekið saman um hvar hjóna- vígsla fór fram í fyrra og fyrir tíu árum kemur fram að hlutfall þeirra sem gifta sig í þjóðkirkj- unni hefur farið úr 62,7% af heild- inni árið 2007 og í 53,3% í fyrra. Giftingum hefur fjölgað talsvert í skráðum trúfélögum utan þjóð- kirkju, þar sem hlutfallið fór úr 9,4% fyrir áratug og í 12,5% í fyrra. Ekki er hægt að rekja frek- ari sundurliðun um hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi fólk hefur verið gift í. Í tölum Þjóðskrár er miðað við einstaklinga, þ.e fjölda einstak- linga sem skráðu sig í hjúskap en ekki fjölda athafna. Athygli vekur að oddatölur er að finna í tölunum og kann skýringin þá að vera sú að um sé að ræða hjúskap ís- lensks ríkisborgara við útlending erlendis. Aðrar skýringar kunna einnig að vera mögulegar. Ný hjúskaparlög voru sam- þykkt á Alþingi vorið 2010. Þar var m.a. gerð sú breyting að í stað orðanna karls og konu í 1. gr. laganna komu orðin tveggja einstaklinga. „Tilgangurinn með lögunum er að afmá mun sem felst í löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestrar samvistar tveggja ein- staklinga af sama kyni hins vegar. Lög um staðfesta samvist verða felld úr gildi,“ sagði m.a. í Morg- unblaðinu 12. júní 2010. Fleiri í óvígða sambúð Nokkur aukning hefur orðið á meðal þeirra sem skrá sig í óvígða sambúð. Alls skráðu 4.472 ein- staklingar sig í óvígða sambúð ár- ið 2007, en þeir voru 5.025 talsins í fyrra. Á vef dómsmálaráðuneytis segir m.a. að engin heildarlög séu um óvígða sambúð hér á landi. Þá séu réttaráhrif óvígðar sambúðar ekki þau sömu og við stofnun hjúskap- ar. Hjónavígslum hjá sýslumanni hefur fjölgað  Fjölgun giftinga í trúfélögum utan þjóðkirkju  Fækkun innan hennar 2.139 502 1.243 2.408 362 699 328 127 Skráning hjúskapar 2007 og 2017 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Fjöldi einstaklinga* 2007 2017 Hjónavígsla í þjóðkirkjunni Hjónavígsla utan þjóðkirkjunnar** Hjónavígsla hjá sýslumanni Erlend hjónavígsla Aðrar hjúskaparskráningar Hjónavígsla hjá íslenskum presti erlend- is: 6 árið 2007 og 4 árið 2017. Staðfest samvist***: 24 árið 2007. Hjúskaparyf- irlýsing skv. 1. mgr. 141. gr.: 12 árið 2007. **Í skráðu trú- eða lífsskoðunarfélagi ***Lög um staðfesta samvist voru felld úr gildi árið 2010 Heimild: Þjóðskrá Íslands *Oddatölur eru til- komnar vegna erlendra einstaklinga sem ekki eru í þjóðskrá Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Anna Sigríður Einarsdóttir Starfsmaður Barnaverndar Reykja- víkur, karlmaður á fimmtudags- aldri, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010, hefur áður verið kærð- ur fyrir kynferðisbrot gagnvart barni. Samkvæmt heimildum mbl.is var maðurinn tilkynntur til Barna- verndar Reykjavíkur og Fé- lagsþjónustunnar árið 2008 vegna gruns um að hann hefði brotið gagn- vart börnum. Um aðskilin mál er að ræða. Árni Þór Sigmundsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, staðfestir að kæra hafi borist á hendur manninum árið 2013 fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni. Kærð brot áttu sér stað upp úr aldamótum, á árunum 2000 til 2006, var málið því talið fyrnt þegar kæran barst og fellt niður. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í samtali við mbl.is að enginn þar kannist við að tilkynning hafi borist vegna manns- ins. mbl.is hefur það hins vegar eftir heimildum að hringt hafi verið og látið vita að sterkur grunur væri um að maðurinn hefði brotið gagnvart börnum. Kæran sem nú er til með- ferðar hjá lögreglu barst í ágúst síð- astliðnum, en var ekki tekin til skoðunar fyrr en fimm mánuðum síðar, Dvaldi reglulega á heimilinu Sævar Þór Jónsson, lögmaður og réttargæslumaður drengsins segist hafa ítrekað kæruna oftar en einu sinni áður en lögregla tók málið til skoðunar í lok síðasta árs. Dreng- urinn var á aldrinum 8 til 14 ára þegar brotin voru framin. Maðurinn sem um ræðir hefur starfað með börnum og unglingum nánast alla sína starfsævi. Síðustu ár hefur hann starfað á skammtímaheimili fyrir unglinga í Breiðholti sem rekið er af Barnavernd Reykjavíkur. For- stöðumaður heimilisins fékk fyrst að vita af kærunni í síðustu viku. Maðurinn var stuðningsfulltrúi drengsins sem og dvaldi drengurinn mjög reglulega á heimili hans. Fór það eftir þörfum hve oft hann fór til hans, bæði um helgar og á virkum dögum. Systkini drengsins dvöldu líka hjá manninum á einhverjum tímapunkti og leikur grunur á því að maðurinn hafi jafnframt brotið gegn þeim. Morgunblaðið/Eggert Kynferðisbrot Maðurinn hefur starfað með börnum nær alla sína starfsævi og situr nú í gæsluvarðhaldi Hélt starfi hjá Barna- vernd þrátt fyrir kærur  Kærður til lögreglu árið 2013 fyrir kynferðislega áreitni Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur hrundið af stað við- bragðsáætlun vegna málsins. Allir þeir sem eru eldri en 18 ára og dvöldu á skammtímaheim- ilinu eða tilsjónarsambýlum á þeim tíma sem um ræðir munu fá boð í viðtöl í Bjarkarhlíð, mið- stöð fyrir þolendur ofbeldis. Alls mun 221 einstaklingur fá boð um að koma í Bjarkarhlíð, auk þess sem forráðamenn 36 skjól- stæðinga sem enn eru á barns- aldri munu fá tilboð um viðtöl á vegum Barnaverndar Reykjavík- ur. Með þessu er meðal annars verið að kanna hvort fleiri hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu mannsins. Velferðarsvið mun einnig setja af stað áhættumat á starfsemi sem tengist börnum og ungmennum og endurskoða verklagsreglur. Velferðarsvið bregst við BJÓÐA UPP Á VIÐTÖL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.