Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSÖLULOK 30%-50%-70%afsláttur Bolir - Peysur - Túnikur - Kjólar - Buxur - Treflar Allar töskur 20% afsláttur 50% afsláttur af útsöluvörum Nýjar vorvörur daglega Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755 1.915 farþegar fóru um Reykjavík- urflugvöll í fyrra í einkavélum sem komu erlendis frá. Þeim hefur fækkað nokkuð milli ára og hafa ekki verið færri síðan árið 2010. Þetta kemur fram í tölum sem Isavia tók saman fyrir Morgun- blaðið. Tölurnar ná til alls flugs sem hingað kemur frá útlöndum í öðrum tilgangi en reglubundnu áætlunar- eða leiguflugi. Þetta flug er allt sett undir einn hatt, ekki er sundurliðað hvað eru einkaþotur, litlar einka- vélar í eigu Íslendinga eða ferju- flugvélar sem koma við hér á leið sinni yfir hafið. Umferð einkaþotna um Reykja- víkurflugvöll vakti mikla athygli á árunum fyrir hrunið. Sambærilegar tölur Isavia sýna að árið 2007 fóru 5.316 farþegar um völlinn. Þeim fækkaði svo hratt næstu árin en botninum var náð árið 2010 þegar 1.383 fóru um völlinn með þessum hætti. Árið 2011 fjölgaði þeim í 1.932 og árin 2012 og 2015 voru þeir í kringum 2.500. Árið 2016 fækkaði aftur niður í 2.301 og í fyrra voru þeir 1.915 eins og áður sagði. Þegar horft er til „hreyf- inga“, sem eru fjöldi flugtaka og lendinga, má greina sömu þróun. Þær voru 3.046 árið 2007. Árið 2016 voru þær 1.846 en þeim fækkaði niður í 1.552 í fyrra. hdm@mbl.is Færri komu í einka- vélum en síðustu ár  Ekki færri farþegar síðan árið 2010 Morgunblaðið/Golli Einkaþotur Algeng sjón á Reykjavíkurflugvelli 2007 en síður í dag. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk verður að tileinka sér ný vinnubrögð með þrif og aðgengi að garðyrkjustöðvunum verður tak- markað frá því sem verið hefur,“ seg- ir Guðjón Birgisson á Melum í Hrunamannahreppi, einn af um- svifameiri tómataræktendum lands- ins. Nú í haust greindust tveir plöntusjúkdómar í tómatarækt hér- lendis, það er veiran Pepino Mosaic Virus (PepMV) og spóluhnýðissýk- ing. Niðurstöður nákvæmari rann- sókna, sem nú liggja fyrir, segja að veirusmitið af völdum PepMV, sem er af afbrigðinu Chile 2, eigi sér í öll- um tilvikum sama uppruna og sé út- breitt á garðyrkjustöðvum á Suður- landi, samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun. „Reynslan segir að í 80% tilvika berist smitið inn í gróðurhúsin með fólki. Framtíðin er væntanlega því sú að starfsmenn sem eru við plönturn- ar séu í hlífðargöllum og öðrum bún- aði sem þarf. Svo þurfum við að gera gangskör á stöðvunum með sótt- hreinsun og annað. Að taka á vand- anum er fyrst og síðast vinna og hana förum við bændur í með okkar fólki,“ segir Guðjón. Ekki er vitað til þess að veiran hafi áður náð fótfestu í garðyrkju hér- lendis. Þá er tekið fram í tilkynningu frá Matvælastofnun að sé smitið ekki skaðlegt fólki eða dýrum en spólu- hnýðissýking geti aftur á móti borist í kartöflur og því verði að sýna að- gát. Þá er sömuleiðis vakin athygli á því að innfluttir tómatar geti borið með sér smit. „Það er engin hætta á ferðum, fólk getur áfram borðað íslenska tómata óhrætt,“ segir Guðjón. Greina sýkingu og veiru í tómötum  Aðgengi að garðyrkjustöðvum tak- markað  Starfsmenn í hlífðargalla Morgunblaðið/Þorkell Grænmeti Tómatar eru gæðafæða. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis hefur borist 21 umsögn um frumvarp til laga um breytingar á kosningum til sveitarstjórna, þar sem kosningaaldur verði lækkaður úr 18 árum í 16. Andrés Ingi Jónsson, þing- maður VG, er fyrsti flutningsmaður en 13 aðrir þingmenn eru meðflutn- ingsmenn. Frumvarpið er nú endur- flutt en það var Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sem var fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins á síðasta þingi. Umsögn UNICEF á Íslandi og ungmennaráðs UNICEF er jákvæð í garð frumvarpsins, en þar er þó bent á að aukin þátttaka barna leggi jafn- framt auknar skyldur á herðar stjórn- valda, skóla og samfélagsins alls um að virða rétt barna til skoðana, tján- ingar og félagafrelsis. Umsagnir frá ungmennahreyfing- um eins og Landssambandi ung- mennafélaga, nemendafélögum, Sam- bandi íslenskra framhaldsskólanema, Ungum vinstri grænum, ungmenna- ráðum sveitarfélaga og Ungmenna- ráði UMFÍ eru flestar jákvæðar og mælt með því að frumvarpið verði samþykkt. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga kemur fram að stjórn sambandsins telji almennt óheppilegt að breyta lögum um kosningar til sveitarstjórna þegar örfáir mánuðir séu til sveitarstjórnarkosninga. „Hvað varðar kjörgengi 16 ára ungmenna telur sambandið vera til- efni til þess að skoða sérstaklega hvort rökrétt sé að ungmenni sem ekki hafa öðlast sjálfræði og fjárræði geti tekist á hendur þá ábyrgð að taka sæti í sveitarstjórn,“ segir m.a. í um- sögninni. Þá minnir Samband íslenskra sveitarfélaga á að ÖSE hafi um árabil fylgst með framkvæmd kosninga hér á landi. Stofnunin hafi almennt varað við því að ráðast í breytingar á kosn- ingalöggjöf skömmu fyrir kosningar. Benda á Danmörku Í niðurlagi umsagnarinnar kemur fram það mat sambandsins að grund- vallarbreytingar á reglum um kosn- ingarétt þurfi að byggjast á vönduð- um grunni og styðjast við veigamikil rök. Samhliða mati á því hvort lækka eigi kosningaaldur þurfi að skoða hvort aðrar aðgerðir séu nauðsynleg- ar til að styðja við slíka breytingu og hvort aðrar aðgerðir séu jafnvel betur til þess fallnar að ná markmiði um aukna lýðræðislega þátttöku. Vakin er athygli á þeim árangri sem náðst hafi í Danmörku í sveitarstjórnar- kosningum 2013 þar sem tekist hafi að auka kosningaþátttöku almennt um 6% og meðal ungmenna 18-21 árs um 13%. Þar í landi hafi lækkun kosn- ingaaldurs ekki verið í forgangi, frem- ur en í öðrum norrænum grannríkj- um, við skoðun á úrræðum til að auka kosningaþátttöku. Skiptar skoðanir á lækkun kosningaaldurs  Unga fólkið almennt jákvætt í garð frumvarpsins um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í sextán ár Morgunblaðið/Eggert Frumvarp Alþingi hefur fengið 21 umsögn um lækkun kosningaaldurs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.