Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 13

Morgunblaðið - 31.01.2018, Page 13
Jóhann Skaptason sýslumaður á Húsavík skrifaði niður á efri árum um ættingja sína, en afi hans var Jó- hann Bessason bóndi á Skarði í Fnjóskadal, sterkasti maður á Ís- landi á sínum tíma, og sá sem var lík- astur Agli Skallagrímssyni. Jóhann var giftur móðursystur minni, Sigríði Víðis Jónsdóttur, en hún flutti til okkar þegar Jóhann dó og hún varð amman í húsinu,“ segir Jón sem fer á flug þegar talið berst að forfeðr- unum. „Jón Víðis var í læknisfræði þegar spænska veikin herjaði á fólk hér árið 1918, fyrir sléttum hundrað árum, og hann gekk til sjúklinga í Reykjavík. Það hefur ekki verið létt verk, því eftir það varð hann andsnú- inn læknisfræðinni og sneri sér að arkitektúr og verkfræði.“ Kristín dregur fram möppu með bréfum sem faðir hennar átti í sínum fórum. „Þetta eru bréf sem bárust inn á heimili pabba og mömmu á löngum tíma, meðal annars bréf frá okkur börnunum. Elsta bréfið er frá 1926, það er bréf sem pabbi fékk frá ömmu sinni í Suðursveit.“ Óttaðist glæpamenn með byssur í vösunum Þegar grúskað er í gömlu dóti rifjast ýmislegt upp, og þar sem Jón og Kristín fletta gömlum vegabréf- um er þar stimpill frá fyrstu ferð þeirra til Bandaríkjanna, sjálf brúð- kaupsferðin árið 1973. „Við giftum okkur um jólin 1972 og fórum til New York á nýárinu. Þar heimsóttum við vin minn, Pál Einarsson jarðeðlisfræðing og Önnu konu hans, en þau voru samtíða mér í námi í Þýskalandi. Við nýgiftu hjónin fengum að gista á gólfinu hjá þeim,“ segir Jón og Kristín bætir við að 23 stiga frost hafi þá verið í borg- inni. „Jóel sonur þeirra svaf í vagni sínum úti á svölunum í þessum kulda! Ég var sjálf komin fimm mán- uði á leið með frumburð okkar og ég var svo hrædd, ég var sannfærð um að allir væru glæpamenn með byssur í vösunum. New York var mjög framandi borg fyrir mig, en auk þess var ég alin upp í litlu dálæti á Ameríku, sem hefur eflaust haft áhrif á þennan ótta minn. Banda- rískar kvikmyndir sem ég hafði séð höfðu eflaust líka áhrif á þessa hræðslu mína.“ Hífaðir farþegar og glugg- arnir voru kolsvartir af skít Þau segja að á þeirra ungdóms- árum hafi verið draumur ungs fólks að ferðast með Greyhound, lang- ferðarútum í Bandaríkjunum sem hægt er að fara með frá borg til borgar. Og um síðast liðin jól varð sá draumur loks að veruleika þegar þau fóru með einni slíkri rútu frá Pitts- burgh til Columbus í Ohio. „Þetta þótti ævintýralegt á sín- um tíma, en við komumst að því að núna eru þessar rútur mest notaðar af þeim sem ekki hafa efni á einkabíl eða að fljúga. Fagmennskan var ekki í fyrirrúmi, við biðum í fimm klukku- tíma eftir að rútan færi af stað og það virtist vanta bílstjóra. En þetta var skemmtilegt ferðalag, sumir voru hífaðir, gluggar rútunnar voru kolsvartir af skít og sá ekki út um þá og klósettið aftur í var bilað. Okkur fannst gaman að spjalla við fólkið á biðstöðinni, þar voru kynlegir kvist- ir,“ segir Kristín sem telur þau þó ekki munu ferðast aftur með draumarútunum. Fjölskyldan í Orlando 1991 F.v Jón, Sigga, Steinn Arnar, Eiríkur og Krist- ín. Í þessari ferð voru miðarnir keyptir sem geymdir voru í kassanum. Gersemar Peningaseðlar frá ólíkustu löndum úr ferðum þeirra hjóna, MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 LAGERHREINSUN Á VÖLDUM VÖRUM Í RAFVÖRUMARKAÐNUM við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA 50% MÚRVÖRUR AFSLÁTTUR 50% MÁLNINGAVÖRUR AFSLÁTTUR 50% HANDVERKFÆRI AFSLÁTTUR 50% VERKFÆRATÖSKUR AFSLÁTTUR Nú á þeim tímum þar sem flestir eru öllum stundum með nefið ofan í sím- um eða tölvum, er ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað sé til góðs og hvað ekki. Í dag miðviku- dag 31. janúar kl. 12-13:30 verður mál- stofa á vegum Háskólans í Reykjavík undir yfirskriftinni Fíkn eða frelsi? Þar verður velt upp sálrænum og fé- lagslegum áhrifum snjalltækja, sam- félagsmiðla og tölvuleikja. Málstofan verður í stofu V101 í HR og þar verður leitast við að svara m.a. eftirfarandi spurningu: Eru börnin okkar að verða þrælar tækninnar eða skilja íhalds- samir foreldrar ekki nýjan heim? Hvað geta foreldrar gert til að stuðla að því að börn nýti snjalltæki, samfélags- miðla og tölvuleiki í uppbyggjandi til- gangi, í leik, námi og starfi? Hvað telst vera góð notkun og hvað ekki?  Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið HR spyr í sínu erindi: Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum.  Ingibjörg Eva Þórisdóttir, dokt- orsnemi við sálfræðisvið HR veltir fyr- ir sér hvort lífið snúist um læk? Nið- urstöður rannsókna á sálfræðilegum áhrifum samfélagsmiðla meðal ís- lenskra unglinga.  Jóhanna María Svövudóttir, nemandi í tölvunarfræði og Ólafur Freyr Ólafsson, nemandi í viðskipta- fræði í HR fjalla um hvernig það er að vera unglingur í dag, alltaf í beinni.  Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið HR og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu segir frá lærdómi úr fyrri forvarnarátökum, og kemur þar inn á rafrænan útivistartíma.  Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir, Barna- og ung- lingageðdeild LSH ætlar að segja frá leiðbeiningum bandarísku barna- læknasamtakanna frá 2016, um hvað sé heilbrigður skjátími. Umræður og hægt að fylgjast með málþinginu á streymi: livestream. com/ru/fiknedafrelsi2018 Öllum opið og allir velkomnir. Fíkn eða frelsi? Málstofa öllum opin í Háskólanum í Reykjavík í dag Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Snýst lífið kannski um læk? Ljósmynd/Getty Images Snjallsímar Blessuð börnin líta vart upp úr símum sínum nú til dags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.