Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Litur augnabliksins Gyðjugrænn NÝR LITUR Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • Sími 588 8000 • slippfelagid.is 31. janúar 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 100.23 100.71 100.47 Sterlingspund 141.38 142.06 141.72 Kanadadalur 81.18 81.66 81.42 Dönsk króna 16.718 16.816 16.767 Norsk króna 13.024 13.1 13.062 Sænsk króna 12.709 12.783 12.746 Svissn. franki 107.05 107.65 107.35 Japanskt jen 0.9218 0.9272 0.9245 SDR 145.7 146.56 146.13 Evra 124.45 125.15 124.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.4277 Hrávöruverð Gull 1345.7 ($/únsa) Ál 2251.0 ($/tonn) LME Hráolía 70.47 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Afkoma Eim- skips var undir væntingum í nóv- ember og desem- ber og verður EBITDA félagsins lægri en afkomu- spá frá í nóvember hafði gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 var rekstrarhagnaður Eim- skips fyrir afskriftir, EBITDA, á bilinu 57 til 58 milljónir evra. Þetta er undir afkomuspá um 60 til 62 milljóna evra EBITDA sem gefin var út 21. nóvember. Lakari afkomu á síðustu tveimur mán- uðum ársins skýrir félagið með minni útflutningi frá Íslandi og Færeyjum en gert hafði verið ráð fyrir. Samhliða var afkastageta siglingakerfisins aukin. Eimskip mun birta ársreikning sinn fyrir síðasta ár hinn 22. febrúar. Afkoma Eimskips lakari á síðasta ári en spáð var Eimskip Afkoman lakari í lok árs. STUTT BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Það vantar reglugerð til að skýra nánar til dæmis hve mikið af eigin fé þurfi að binda og megi því ekki greiða út í arð eftir að ný reglugerð Evrópusam- bandsins tók gildi fyrir tveimur ár- um í ársreikn- ingalögum. Þetta segir Atli Þór Jóhannsson, end- urskoðandi hjá PwC. „Hve óljósar reglurnar eru gæti haft þau áhrif - í versta falli - að greiddur er arður með ólög- legum hætti og eru hörð viðurlög við því,“ segir hann í samtali við Morg- unblaðið. Atli Þór birti grein í blaði Félags löggiltra endurskoðenda þar sem rætt er um viðamiklar breytingar á lögum um ársreikninga sem tók gildi fyrir tveimur árum. Viðbragð við fjármálahruninu Á meðal breytinganna var Evróputilskipun þar sem dregið var úr möguleikum til arðgreiðslna. „Tilskipunin var viðbragð Evrópu- sambandsins við fjármálahruninu. Leyft er að hækka eigið fé t.d. vegna aukins bókfærðs þróunarkostnaðar eða hærra markaðsvirði skráðra hlutabréfa, en reynt er að sporna við því að eigendur félaganna geti greitt arð án þess að hafa innleyst hagnað. Til dæmis varðandi bókfærðan þró- unarkostnað þá er ekki hægt að vita hvort hann muni skila tekjum fyrr en varan er tilbúin. Af þeim sökum er óheimilt að greiða arð af því eigin fé fyrr en búið er að skrá hana úr bókunum,“ segir Atli Þór. Að hans sögn leiðir reglugerðin til þess að stjórnendur fyrirtækja gæti ýtrustu varúðar þegar binda eigi eigið fé og bindi því meira en minna í flestum tilfellum. „Þegar spurning- in er hvort binda þurfi 10 milljónir, 50 milljónir eða 100 þá verða 100 milljónir fyrir valinu. Því það versta sem myndi gerast væri ef einungis 50 milljónir væru bundnar, að rík- isskattstjóri væri því mótfallinn og hefði viljað frekari bindingu. Af þeim sökum væri arðgreiðslan ólög- mæt. Því til viðbótar ef slíkt kæmi í fréttir væri um mikinn álitshnekki að ræða fyrir fyrirtækið.“ Varkárir eftir Toyota-dóminn Ríkisskattstjóri hefur enn ekki mótmælt arðgreiðslum á þessum grundvelli. „Um þessar mundir eru margir varir um sig eftir Toyota-dóminn. Þar töldu flestir að farið væri eftir lögum en sjö árum seinna kom ann- að í ljós,“ segir Atli Þór. Hæstiréttur dæmdi þar að vaxta- kostnaður vegna öfugs samruna væri ekki frádráttarbær frá skatti. Slíkir samrunar tíðkuðust á árunum fyrir fjármálahrunið. Ófjárhagsleg upplýsingagjöf Annað atriði sem Atli Þór benti á í grein sinni að þyrfti frekari útskýr- ingar, er meðhöndlun á ófjárhags- legri upplýsingagjöf. Samkvæmt Evrópulöggjöf eru lagðar kvaðir á stærri fyrirtæki sem varða al- mannahag um að birta ófjárhags- legar upplýsingar er varðar til dæm- is umhverfis-, félags- og starfsmannamál, stefnu í mannrétt- indamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og mútumál- um. „Það er heillavænlegt fyrir sam- félagið að slík fyrirtæki standi traustum fótum. Hins vegar er óljóst í íslenskum lögum hvort aukin birting ófjárhagslegra gagna eigi einungis við stærri fyrirtæki er varða almannahag eða einnig þau minni. Sömuleiðis er óljóst hvort löggjafinn kalli eftir auknum ófjár- hagslegum upplýsingum frá stærri fyrirtækjum sem ekki varða al- mannahag,“ segir hann. Í grein hans er rakið að í minnis- blaði Reikningsskilaráðs komi fram að ósamræmi sé í tilskipun ESB og ársreikningalögum. Reikningsskila- ráð hallast að þeirri skoðun að greinin eigi ekki við um einingar tengdar almannahagsmunum sem ekki ná stærðarhagkvæmni. Í minn- isblaði frá Ársreikningaskrá komi ekki fram sami skilningur. Þar segir að einingar tengdar almannahags- munum og móðurfélög stórra sam- stæða skuli birta ófjárhagslegar upplýsingar. „Þar þarf að skera úr um þetta,“ segir Atli Þór. „Ófjárhagsleg upp- lýsingagjöf krefst mikillar yfirlegu og vinnu. Þetta bitnar einna helst á minni einingum, eins og t.d. minni lífeyrissjóðum.“ Óljósar reglur geta leitt til ólöglegra arðgreiðslna Morgunblaðið/Ásdís Óinnleyst Reglur ESB girða m.a. fyrir að hægt sé að greiða arð af óinn- leystum hagnaði sem myndast ef hlutabréfaverð í kauphöllum hækkar.  Hörð viðurlög eru við slíku  Kallar eftir skýrari reglum er varða útgreiðslu arðs Atli Þór Jóhannsson Tveir gamalgrónir umbúðaframleið- endur, Kassagerðin og Plastprent, sem báðir eru í eigu Odda, munu hætta framleiðslu á næstu mánuð- um, með þeim afleiðingum að 86 missa vinnuna. Í tilkynningu frá Odda segir að fyrirtækið muni nú efla vöruúrval og þjónustu við viðskiptavini með áherslu á sölu innfluttra umbúða og bjóða upp á þekkingu, ráðgjöf og sölu umbúðalausna sem þróaðar eru samkvæmt þörfum viðskiptavina, eins og það er orðað í tilkynningunni. Þá segir að innlend prent- og öskju- framleiðsla Odda verði efld. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni ára- tuga þekkingu á umbúðum og prent- verki,“ segir í tilkynningunni. Neikvæð þróun Þar er jafnframt rakið hve hröð neikvæð þróun hafi orðið á starfsum- hverfi íslenskra framleiðslufyrir- tækja. Sterkt gengi krónunnar og launahækkanir eru þar nefnd. Þetta hafi veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. „Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum.“ Kassagerð Reykjavíkur er elsta umbúðafyrirtæki á Íslandi, stofnað árið 1932. Félagið var ásamt Guten- berg sameinað undir nafni Odda árið 2008. Plastprent, sem stofnað var ár- ið 1957 og var lengi leiðandi á sviði plastumbúða, sameinaðist Odda um áramótin 2012-2013. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Umbúðir Kassagerðin var stofnuð 1932. Framleiðslu verður nú hætt. Kassagerðin og Plastprent hætta  86 missa vinn- una  Bjóða inn- fluttar umbúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.