Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson - Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Láttu þér líða vel Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Yfirvöld í Höfðaborg, næststærstu borg Suður-Afríku, búa sig undir að skrúfa fyrir rennandi vatn til flestra íbúanna í apríl vegna mestu þurrka í eina öld. Yfirvöldin óttast glundroða í borginni þegar skrúfað verður fyrir vatnsleiðslur í íbúðahverfunum og tekin upp hörð vatnsskömmtun. Miðað við vatnsnotkunina nú er gert ráð fyrir að grípa þurfi til þess- ara ráðstafana 12. apríl og sá dagur er kallaður „núlldagurinn“. Höfða- borg verður þá fyrsta stórborgin í heiminum sem þarf að skrúfa fyrir rennandi vatn á friðartímum vegna vatnsskorts, að sögn tímaritsins Nature. Íbúar Höfðaborgar eru um fjórar milljónir og gert er ráð fyrir að frá og með núlldeginum þurfi þeir að sækja drykkjarvatn sem verður af- hent á 200 stöðum í borginni. Að meðaltali verður vatn skammtað til 5.000 fjölskyldna á hverjum þessara staða og gert er ráð fyrir að her- og lögreglumenn verði á varðbergi til að hindra óeirðir í biðröðunum, að sögn fréttaveitunnar AFP. Fá 25 lítra á dag Meginástæða skömmtunarinnar er sú að lítið sem ekkert vatn hefur bæst í vatnsforða borgarinnar í rúm þrjú ár vegna mestu þurrka á þess- um slóðum í eina öld. Vatnsskortinn má einnig rekja til þess að uppbygg- ing vatnsveitna og annarra innviða hefur ekki haldist í hendur við íbúa- fjölgunina í Höfðaborg. Íbúunum hefur fjölgað um 80% frá árinu 1994, eða frá fyrstu þingkosningunum í Suður-Afríku eftir afnám kynþátta- aðskilnaðarstefnunnar í landinu. Borgaryfirvöldin höfðu vonast til þess að geta komið í veg fyrir vatns- skortinn með því að hvetja íbúana til að minnka vatnsnotkunina og með því að finna ný vatnsból, fjölga bor- holum og reisa hreinsistöðvar til að endurnýta vatn. Ljóst er nú að þetta tekst ekki og borgaryfirvöldin hafa verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir fyrr til að draga úr vatnsnotkuninni og virt að vettugi viðvaranir sérfræðinga sem höfðu árum saman hvatt til ráðstafana til að afstýra vatnsskorti vegna þurrka. Vatnsnotkunin í borginni hefur þó minnkað í 586 milljónir lítra á dag úr 1,1 milljarði lítra á meðaldegi á síð- asta ári. Hvern dag sem vatns- notkunin fer yfir 500 milljónir lítra færist núlldagurinn nær. Íbúunum hefur verið bannað að nota meira en 87 lítra af vatni á dag og á morgun ganga í gildi nýjar regl- ur sem kveða á um að hver borgar- búi megi aðeins nota 50 lítra. Frá og með núlldeginum verða hverjum íbúa skammtaðir 25 lítrar á dag. Til samanburðar má nefna að í Reykja- vík notar hver íbúi um 155.000 lítra af köldu vatni á ári, eða meira en 420 lítra á dag. Þegar fólk fer í sturtu notar það 15 lítra af vatni á mínútu og venjulegt salerni tekur allt að 15 lítra þegar skolað er niður, að því er AFP hefur eftir borgaryfirvöldum í Höfðaborg. Yfirvöldin gera ráð fyrir því að þótt skrúfað verði fyrir vatnsleiðslur til íbúðahverfanna verði áfram hægt að nota kranavatn í sjúkrahúsum borgarinnar. Ennfremur verða gerðar ráðstafanir til að tryggja að nægilegt drykkjarvatn verði fyrir nemendur skóla í borginni. Í nokkr- um þeirra er hægt að dæla vatni úr borholum. Margir borgarbúanna eiga heima í hreysahverfum þar sem íbúarnir fá vatn úr sameiginlegum krönum á götunum. Líklegt er að reynt verði að tryggja nægjanlegt vatn í þessa krana til að koma í veg fyrir smit- sjúkdóma sem berast með menguðu vatni. Hugsanlegt er einnig að nokk- ur hverfi í miðborginni fái áfram rennandi vatn til að koma í veg fyrir að vatnsskorturinn verði til þess að ferðamönnum fækki og loka þurfi fyrirtækjum. Á ári hverju koma milljónir ferða- manna til Höfðaborgar og fréttir um vatnsskortinn hafa þegar orðið til þess að fólk hefur afpantað ferðir þangað, að sögn AFP. Atvinnurek- endur hafa áhyggjur af vatnsskort- inum og óttast að starfsmenn þeirra geti ekki unnið ef þeir þurfa að bíða í löngum röðum á hverjum degi til að sækja vatn handa fjölskyldum sín- um. Nota enn vatn í sundlaugar Umhverfisverndarsamtökin WWF hafa varað íbúa borgarinnar við því að vatnsskömmtunin gæti þurft að standa í þrjá til sex mánuði, en ekki er víst að þurrkunum linni á því tímabili. Borgaryfirvöldin segja að þrátt fyrir neyðarástandið sem blasi við hafi um 60% íbúanna ekki farið eftir fyrirmælunum um vatns- sparnað. Yfirvöldin hafa fylgst með vatnsnotkun heimilanna, sektað þá sem hafa brotið reglurnar og jafnvel birt lista yfir þá sem nota mest af vatni. Íbúar eru einnig farnir að kæra fólk, sem virðir reglurnar að vettugi, meðal annars með því að vökva garða eða fylla sundlaugar sínar af vatni. Óttast glundroða vegna vatnsskorts  Stefnir í harða vatnsskömmtun í Höfðaborg eftir metþurrka  Skrúfað fyrir rennandi vatn til íbúðahverfa  Óttast óeirðir í biðröðum á 200 skömmtunarstöðvum fyrir fjórar milljónir íbúa AFP Vatnsskömmtun Fólk sækir vatn úr leiðslu frá neðanjarðarlind í einu út- hverfa Höfðaborgar. Íbúunum verða skammtaðir 25 lítrar af vatni á dag. AFP Metþurrkar Sandauðn og uppþornuð tré við stíflu sem sér Höfðaborg fyrir vatni. Methitar og þurrkar hafa verið á þessum slóðum síðustu þrjú árin. Fær martraðir » Sumir íbúar Höfðaborgar hafa virt fyrirmæli um vatns- sparnað að vettugi en aðrir taka þau mjög alvarlega. » „Ég er alltaf að hugsa um vatnsskortinn,“ sagði 26 ára kona í samtali við bandaríska sjónvarpið NBC. „Ég fæ jafnvel martraðir um vatnssóun. Eina nóttina dreymdi mig að ég hefði farið í langa sturtu fyrir mistök!“ Rakmat Akilov, 39 ára hælisleitandi frá Úsbekistan, var ákærður form- lega í Stokkhólmi í gær fyrir hryðju- verk í apríl á síðasta ári þegar fimm manns biðu bana. Akilov hefur játað að hafa stolið flutningabíl, ekið á vegfarendur á Drottningargötu, fjölfarinni verslunargötu í Stokkhólmi, og reynt að sprengja heimatilbúna sprengju í bílnum. Í ákæruskjalinu segir að markmiðið með árásinni hafi verið að valda ótta meðal almennings og neyða stjórn landsins til að binda enda á þátttöku Svía í þjálfun her- manna sem berjast gegn Ríki íslams, samtökum íslamista, í Írak. Réttarhöldin í málinu hefjast í héraðsdómstóli í Stokkhólmi 13. febrúar. Ákæruvaldið krefst þess að hryðjuverkamaðurinn verði dæmdur í lífstíðarfangelsi. Í ákæruskjalinu kemur fram að hann undirbjó árásina mánuðum saman og tók upp tvö myndskeið daginn fyrir ódæðisverkið þar sem hann vottaði Ríki íslams hollustu sína. Á öðru myndskeiðanna sagði hann að kominn væri „tími til að drepa“. Talið er að hryðjuverkamaðurinn hafi verið einn að verki. Saksóknar- inn Hans Ihrman sagði á blaða- mannafundi um ákæruna í gær að hryðjuverkamaðurinn hefði verið í sambandi á netinu við alls fjórtán menn sem tengjast íslömskum öfga- samtökum og haldið sambandi við tvo þeirra þar til hann framdi hryðjuverkið. Þeir sem létu lífið í árásinni voru þrír Svíar, þeirra á meðal ellefu ára stúlka, 41 árs breskur karlmaður og 31 árs belgísk kona. Tíu aðrir vegfar- endur særðust. Ódæðið undir- búið í mánuði  Hryðjuverkamaður ákærður í Svíþjóð AFP Ákæra Sænski saksóknarinn Hans Ihrman (t.h.) ræðir við blaðamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.