Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Reykjavík Maður sat við glugga á blómlegu húsi við Bergstaðastræti og gæddi sér á súpu í vetrarnepjunni. Fyrir utan kúrði barn í bleikklæddum vagni og teygaði að sér ferskt útiloftið.
RAX
„Við eigum að búa
til umhverfi þar sem
frjálsir fjölmiðlar,
sjálfstæðir fjölmiðlar,
ná að blómstra, ná að
festa rætur þannig að
þeir geti sinnt hlut-
verki sínu. Það er stað-
reynd að miðað við það
fyrirkomulag sem við
höfum haft er búið að
skekkja stöðuna á
þann hátt að ekki verður við unað.“
Þannig komst undirritaður að
orði í sérstökum umræðum um
stöðu einkarekinna fjölmiðla á þingi
síðastliðinn fimmtudag. Ég bætti
við:
„Fíllinn í stofunni heitir Ríkis-
útvarpið.“
Fyrirferð Ríkisútvarpsins á ís-
lenskum fjölmiðlamarkaði er mikil
og því útilokað að ræða stöðu einka-
rekinna fjölmiðla án þess að beina
athyglinni að ríkismiðlinum. Ef það
er einlægur vilji stjórnvalda og
þingmanna að styðja við fjölbreytni
í fjölmiðlum og búa svo um hnútana
að einkareknir fjölmiðlar fái þrifist,
verður ekki hjá því komist að skil-
greina hlutverk og skyldur Ríkis-
útvarpsins. Tryggja að ríkisrekstur
ryðji ekki sjálfstæðum fjölmiðlum
úr veginum.
Spurningum sem er ósvarað
Í október 2015 skilaði nefnd
menntamálaráðherra skýrslu um
starfsemi og rekstur Ríkisútvarps-
ins. Þar var varpað fram ákveðnum
spurningum, sem flestir hafa forð-
ast að svara:
Er ohf. rekstrar-
formið heppilegt fyrir
starfsemi Ríkisút-
varpsins?
Á Ríkisútvarpið
að vera á auglýsinga-
markaði?
Er Ríkisútvarpið
best til þess fallið að ná
fram markmiðum sem
snúa að íslenskri
menningu, tungu og
lýðræðisumræðu?
Er hægt að fá
betri nýtingu á sameig-
inlegum fjármunum landsmanna
(útvarpsgjaldið) en að láta það
renna til ríkisrekins fjölmiðils?
Efnisleg umræða um skýrsluna
var takmörkuð og fremur reynt að
skjóta formann nefndarinnar á færi.
En spurningarnar eru jafngildar í
dag og þegar skýrslan var lögð
fram. Líklega er mikilvægara en áð-
ur að spurningunum sé svarað þeg-
ar stöðugt flæðir undan sjálfstæðum
fjölmiðlum.
Ég hef aldrei farið leynt með efa-
semdir mínar um réttmæti þess að
ríkið reki og eigi fjölmiðlafyrirtæki.
En ég geri mér fyllilega grein fyrir
því að seint verður sátt um að leggja
niður ríkisrekstur á öldum ljósvak-
ans. Og ekki skal gera lítið úr ein-
lægri sannfæringu margra um að
nauðsynlegt sé að ríkið eigi og reki
fjölmiðil til að standa við bakið á ís-
lenskri menningu, listum, sögu og
tungu.
Útvistun eða samkeppnissjóðir
Ef tilgangurinn er sá að styðja við
íslenska menningu, tungu og lýð-
ræðisumræðu, eru aðrar leiðir fær-
ar en ríkisrekstur, eins og Þorsteinn
Víglundsson, þingmaður Viðreisnar,
benti á í umræðum síðasta fimmtu-
dag. „Ég velti því fyrir mér hvort
aðkoma ríkisins að því að skaffa ís-
lenskt hágæða dagskrárefni geti
frekar verið í gegnum samkeppn-
issjóði heldur en að reka fjölmiðil,“
sagði Þorsteinn sem telur það miklu
heilbrigðara að styðja alla fjölmiðla
við framleiðslu á íslensku efni og
tryggja bæði „framboð íslensks efn-
is og vernda tunguna okkar, en þá
ættu allir fjölmiðlar að sitja við
sama borð um aðgang að fjármagni
til framleiðslu á slíku efni, ekki ein-
ungis einn í krafti ríkisstuðnings“.
Tillaga Þorsteins um samkeppn-
issjóð fjölmiðla er í takt við hug-
myndir sem ég hef áður sett fram
enda virðumst við vera sammála um
að verkefnið sé að finna leiðir til að
tryggja lifandi öfluga fjölmiðlun og
byggja undir gróskumikið menning-
ar- og listalíf.
Í grein sem birtist í tímaritinu
Þjóðmálum árið 2010 lagði ég til að
spilin væru stokkuð upp – hlutverk
Ríkisútvarpsins yrði sniðið að
breyttum aðstæðum. „Nýtt Ríkis-
útvarp“ hætti allri dagskrárgerð
fyrir utan að reka fréttastofu. Allt
dagskrárefni útvarps og sjónvarps
verði keypt af sjálfstæðum framleið-
endum, fyrir utan kaup á hágæða
erlendu efni.
Við Íslendingar eigum ótrúlega
hæfileikaríkt fólk á öllum sviðum
lista og menningar. En við erum að
sóa fjármunum og nýtum því hæfi-
leikana ekki.
Tillögur um samkeppnissjóð og/
eða útvistun alls dagskrárefnis utan
frétta miða að því að nýta fjármuni
betur og efla dagskrárgerð og al-
menna fjölmiðlun. Í áðurnefndri
Þjóðmálagrein var fullyrt að allt
þjóðfélagið myndi krauma ef hug-
myndir af þessu tagi næðu fram að
ganga:
„Við munum leysa úr læðingi
krafta og hugmyndasköpun sem
auðgar íslenskt menningar- og við-
skiptalíf langt umfram drauma. Ís-
lendingar verða í sérflokki þegar
kemur að listum og menningu. Eng-
in þjóð í heiminum mun verja jafn-
miklum fjármunum með beinum
hætti til lista og menningar og varð-
veislu eigin sögu og tungu. Við mun-
um sjá sprengingu sem á sér vart
líka og skapa áður óþekkt skilyrði
fyrir fullhuga á öllum sviðum sköp-
unar. Best af öllu er að þjóðfélagið
allt verður skemmtilegra.“
Mér hefur alltaf fundist sú hug-
mynd heillandi að á hverju ári geti
íslenskir kvikmynda- og dagskrár-
gerðarmenn um allt land átt mögu-
leika á því að sjá góðar hugmyndir
rætast, hvort heldur þeir eru bú-
settir í Reykjavík, á Þórshöfn eða í
Stykkishólmi.
Friðhelgi og ægivald
Þeir eru margir sem leggjast
gegn öllum hugmyndum af þessu
tagi. „Fíllinn“ í stofunni skal frið-
helgur. En um leið eru gefin fyrir-
heit um að tryggja rekstur einka-
rekinna fjölmiðla.
Auðvitað er hægt að jafna leikinn
– gera samkeppnisumhverfi fjöl-
miðla lítillega heilbrigðara. Nefnd
um rekstrarumhverfi einkarekinna
fjölmiðla skilaði í síðustu viku til-
lögum um aðgerðir í sjö liðum sem
geta lagfært rekstrarskilyrði fjöl-
miðla að nokkru. Tillögurnar eru
ágætar svo langt sem þær ná en
munu vart leggja grunn að öflugum
sjálfstæðum fjölmiðlum til fram-
tíðar. Umhverfi sjálfstæðra fjöl-
miðla verður ekki heilbrigt fyrr en
hlutverk Ríkisútvarpsins verður
skilgreint að nýju og a.m.k. þeim
fjórum spurningum sem varpað var
fram hér á undan verður svarað.
Um leið verða stjórnvöld að gera
sjálfstæðum fjölmiðlum kleift að
mæta harðri samkeppni erlendra
samfélagsmiðla um auglýsingar og
efni.
Ég vona að ægivald ríkisrekins
fjölmiðils sé ekki orðið svo mikið að
stjórnmálamenn treysti sér ekki til
að breyta leikreglunum. Veigri sér
við að jafna stöðu sjálfstæðra og rík-
isrekinna fjölmiðla. Komi sér hjá því
að plægja jarðveg fyrir öfluga
einkarekna fjölmiðla – ekki síst
þeirra sem vilja veita mótvægi við
ríkjandi viðhorf samfélagsins og
stinga á graftarkýlum. Færist und-
an því mikilvæga verkefni að stuðla
að fjölbreytni í flóru fjölmiðla með
líflegri þjóðfélagsumræðu og öflugu
lista- og menningarlífi.
Eftir Óla Björn
Kárason » Fyrirferð Ríkis-
útvarpsins á fjöl-
miðlamarkaði er mikil
og útilokað að ræða
stöðu einkarekinna
fjölmiðla án þess
að beina athyglinni
að ríkismiðlinum.
Óli Björn Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Fíllinn og rekstur sjálfstæðra fjölmiðla