Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 ✝ Georg JónJónsson fædd- ist þann 8. júlí 1939 á Kjörseyri við Hrútafjörð. Hann lést 19. janúar 2018. Foreldrar hans voru Jón Krist- jánsson, f. 29. maí 1908, d. 12. ágúst 1981, og Ingigerð- ur Eyjólfsdóttir, f. 28. desember 1916, d. 15. nóv- ember 2000. Systur Georgs eru Sigríður, f. 16. ágúst 1947, Mar- grét, f. 3. september 1948, og Elfa Kristín, f. 10. júlí 1959. Eftirlifandi eiginkona Georgs er Dagmar Brynjólfsdóttir, f. 27. nóvember 1943, foreldrar hennar er Smári Jóhannsson og eiga þau tvö börn. Inga Hrönn, f. 27. janúar 1969, eiginmaður hennar er Ingimar Sigurðsson, þau eiga eina dóttur en fyrir átti Inga Hrönn tvö börn. Hulda Dögg, f. 14. apríl 1976. Harpa Dröfn, f. 11. október 1978, hún á tvö börn. Brynjólfur Már f. 8. maí 1982. Georg Jón og Dagmar, ávallt kölluð Onni og Dagga, tóku við búi á Kjörseyri af foreldrum Onna 1965 og bjuggu þar alla tíð síðan. Onni vann lengi vel ötullega í félags- og sveitar- stjórnarmálum. Síðustu ár dró hann sig smám saman frá bú- störfum og við búinu tók dóttir þeirra hjóna, Inga Hrönn, og maður hennar. Útför Georgs Jóns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 31. janúar 2018, og hefst athöfnin kl. 13. hennar voru Brynj- ólfur Sæmundsson, f. 22. apríl 1923, d. 13. ágúst 2008, og Guðrún Lilja Jóhannesdóttir, f. 3. október 1912, d. 11. maí 1983. Börn þeirra eru Guðrún, f. 14. júní 1962, hún á tvær dætur. Jón Ingi, f. 28. september 1963, hann á tvö börn, eigin- kona hans er Laufey Úlfars- dóttir og á hún tvo syni. Ragna Björk, f. 29. nóvember 1964, eiginmaður hennar er Páll Egg- ertsson og eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Brynja, f. 25. janúar 1967, sambýlismaður Það er nótt: öræfakyrrðin svo djúp að fiðrildin heyra þegar stjörnurnar snúa sér uppi í hengirekkjum geimsins bak við tindrandi sparlök norðurljósa en í körfum sem trjágreinar vagga dreymir þrastabörn um flug við hlý brjóst sem eru að fyllast af tónum í nýjan óttusöng og ár og lækir stilla hljóðfærin af slíkri ástúð að bíandi niður þeirra veitir sofandi líkama jarðarinnar undursamlega fró. Að hvílast í þessari máttugu þögn á svæfli þjóðsögunnar undir dúnmjúkri húmblæju sveimandi milli ljóðs og ástar og renna hálfluktum augum frum- mannsins inn í galopin fjöllin - mikil er sú hamingja! Þá verða öll orð tilgangslaus - þá er nóg að anda og finna til og undrast. Maðurinn í landinu landið í manninum - það er friður guðs. (Jóhannes úr Kötlum) Hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið. Þín eiginkona, Dagga. Elsku pabbi. Mikið er sárt að hugsa til þess að þú sért lagður af stað í þetta ferðalag. Þér var alltaf mikið í mun að við umgengjumst dauð- ann sem hinn eðlilegasta hlut því eins og þú sagðir svo oft, þeir sem einhvern tímann fæðast, þeir munu einhvern tímann deyja. Það er gangur lífsins. En það breytir því samt ekki að það er alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Sem betur fer á ég ótal minn- ingar um þig og dásamlegar samverustundir sem ylja manni um hjartarætur. Það er enginn sem tekur þær af mér. Hestaferðirnar voru ófáar. Hef ekki tölu á þeim, styttri og lengri ferðir. Alltaf varstu til í að fara smá á hestbak og alltaf var það jafn- gaman. Lengi vel voru verslun- armannahelgarnar fráteknar fyrir hestaferðir. Þú varst ekki lengi að púsla saman smá hring fyrir okkur. Hringdir í hina og þessa því þú þekktir fólk úti um allar triss- ur, og fékkst leyfi til að fara um landið og geyma hross og reið- tygi á áningarstað. Iðulega var okkur boðið inn í kaffi á sveitabæjum og það var nú oft gaman og mikil upplifun fyrir unglingapjakka. Seinna meir urðu þessar ferðir stærri og lengri. Afkomendum fjölgaði en það var bara fundin lausn svo allir gætu verið með, ungir sem eldri. Öllum reiðtygjum tjaslað sam- an og hver hestur nýttur til brúks. Þetta er nú bara góð þjálfun fyrir þá fyrir smala- mennskurnar, sagðir þú. Þú varst nú talinn frekar óþol- inmóður og maður sem vildi drífa hlutina af. En að sama skapi áttirðu til ómælda þolin- mæði sem þú sýndir oft þegar við vorum að gera eitthvað sem við höfðum ánægju af og þegar ekki biðu verkefnin eftir þér. Í seinni tíð t.d. með barnabörnin að vaða í fjörunni. Allir orðnir svo blautir að þú komst og sóttir liðið á jeppanum. Fólk var nú ekkert endilega tilbúið að fara, vitandi samt að mamma biði heima með matinn. En í stað þess að reka á eftir okkur þá bara fleyttir þú kerl- ingar í smá stund og beiðst svo þar til allir komu sér rennandi blautir inn í bílinn. Ég var svo heppin að fá að upplifa fyrstu utanlandsferð ykkar mömmu. Mikið sem það var nú skemmtilegt fyrir okkur öll. Utanlandsferðirnar urðu svo nokkrar talsins, en ekkert fannst þér nú vera merkilegra en Kjörseyrarlandið þitt. Orðin voru nú ekkert alltaf að flækjast fyrir í samskiptum okk- ar. Mér fannst oft eins og þú skildir mig og ég þóttist skilja þig. Án orða. Líklega hjálpaði sameiginlegur áhugi okkar á náttúru og dýrum. Þar liggja óteljandi minningar. Þú kenndir mér svo margt í samskiptum við dýrin og að meta náttúruna. Þú varst alltaf til taks ef ég þurfti einhverja aðstoð, þú bara varst og sagðir ekki mikið. Alltaf tilbúinn að aðstoða allt og alla. En áttir heldur erfiðara með að biðja um aðstoð þó að þú þyrftir hana. Ég er þakklát fyrir svo margt og það er svo margs að minnast. Ég trúi því að nú sértu kominn í Sumarlandið þar sem hópur góðs fólks hefur tekið á móti þér opn- um örmum. Við skulum passa upp á mömmu, sem var þér svo kær. Góða ferð. Þín. Harpa. Pabbi minn. Eins og vornótt vefji landið værðarmjúku dropakasti eða hvísli hljótt við grasið hafsins svala morgungola – eins og lítill lækur beri ljúfa þrá af fjöllum ofan, brosi hlýtt við bakka grænum bregði á leik við stein og klappir – eins og bliki á heiðum himni hláturmildar stjörnur vorsins eða brosi sól í suðri sumarhvít á júnídegi – eins og fold úr hafi hefjist hljóð og blá úr jökulmóðu yljuð geislum dags og drauma dularfull með svipinn bjarta – þannig vakir þú í mínu þögla hjarta. (Matthías Johannessen) Ég þakka fyrir allt og allt. Þín dóttir Hulda Dögg. Já, það er margs að minnast, elsku pabbi minn, þegar horft er yfir farinn veg. Ég veit ekki al- veg hvar ég á að byrja en fyrst upp í hugann kemur stússið í kringum kindurnar á vorin. Hvað maður elskaði það að fá að vera með þér í húsunum í kring- um sauðburðinn og fá eitthvert hlutverk sem maður bar ábyrgð á, þótt ekki væri maður hár í loftinu. Síðan komu haustverkin sem ekki þóttu síðri, að smala og sjá féð koma af fjalli og rifja upp hvað þetta og þetta lamb hafði nú stækkað frá því um vorið. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt tilvik þegar ég var í kringum 10-11 ára, það var verið að reka féð heim að hausti. Eitthvað voru kindurnar óþekkar að koma inn í girðingarhólfið og bar svo undir að eitt lambið tók sig út úr hópnum og hljóp í burtu. Ég man að þú sagðir við mig: „Ef þú hleypur lambið uppi og nærð því máttu eiga það.“ Ég lét ekki segja mér það tvisvar, tók á öllu sem ég átti og hljóp lambið uppi. Hafði ég nú smá áhyggjur af því að lambið myndi týnast í öllu þessu og vildi láta merkja það sérstaklega. Nei, nei, sagðir þú, þetta er stórt og flott lamb, það mun lifa. Ég var ekki alveg sann- færð um þetta og lagði númer þess vel á minnið. Þar sem ég gætti lambanna á palli fjárflutn- ingabílsins á leið í sláturhúsið kom ég auga á lambið, en það hafði þá skolast með sláturfénu í hamagangi haustverkanna. Ég var hörð á því að taka lambið með mér heim aftur. Þegar bíll- inn renndi í hlað og ég birtist með lambið brostir þú og klapp- aðir mér á öxl, líklegast ánægður með staðfestu stelpunnar. Auð- vitað fékk ég að eiga lambið, þetta varð síðan hin ágætasta kind. Hestarnir voru líf þitt og yndi og þú þreyttist aldrei á að koma okkur systkinahópnum í hnakk. Þegar ég datt í fyrsta sinn af hestbaki, þá líklega 7-8 ára, man ég þú sagðir: „Maður verður ekki hestamaður fyrr en maður dettur af baki.“ Eftir þetta fannst mér ég vera orðin mikill hestamaður. Allar hestaferðirn- ar sem við stórfjölskyldan fórum saman í og hvað þér var mikið í mun að allir myndu komast í hnakk, bæði börn, barnabörn og tengdabörn. Þetta varð oft hið mesta púsl þar sem margir voru um hnakkana en þér tókst alltaf að leysa þetta á hinn besta máta eins og þér var einum lagið. Elsku pabbi, takk fyrir allt það góða veganesti sem þú hefur gefið mér í gegnum tíðina, það hefur óspart verið notað. Ég kveð þig með þessu ljóði sem skaut upp í kollinn á mér í einum af mínum mörgu gönguferðum um Leirvoginn með fuglana fljúgandi allt um kring. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. (Jónas Hallgrímsson) Þín dóttir Brynja. Elsku pabbi. Þú kenndir mér að lesa og ekki bara mér heldur Jóni Inga og Rögnu um leið. Þér var mjög umhugað um að við værum vel læs og skrifandi þegar við fær- um í skóla. Fyrst lásum við bláa Gagn og gaman og síðan það rauða, við sátum í kringum þig og þú kenndir okkur stafina og að draga til stafs. Þú kenndir mér líka að meta hið ritaða mál, lesa á milli lína meiningu þess og þá ekki síst í kveðskap og þú kenndir mér að meta Halldór Laxness, en sextán ára lýsti ég því yfir að bækur eftir þennan stórskrítna karl sem gæti varla komið frá sér setningu í mæltu máli myndi ég sko aldrei lesa. Þá lagðir þú hljóðlega Íslandsklukk- una fyrir framan mig. Ég endaði með því að lesa nánast allt ritsafnið og sumar bækurnar oft. Kærar þakkir fyr- ir það. Þú samdir líka til mín ljóð og kvæði eftir að ég flutti að heiman, þangað hef ég sótt styrk í gegnum árin. Við áttum ófáar samræður um bækur og ljóð nánast fram á síð- asta dag, mikið mun ég sakna þeirrar umræðu. Þú kenndir mér einnig að bera virðingu fyrir landinu, nátt- úrunni, dýrunum og fegurðinni sem þar býr og fegurðinni sem felst í þögn náttúrunnar. Hestaferðir okkar fjölskyld- unnar eru bestu ferðir sem ég hef farið í, þú virtist þekkja hverja þúfu, hól og bæi og alla sem þar bjuggu og höfðu búið, fróðleiksbrunnur þinn var ótæm- andi. Oft var gist í félagsheimil- um, þá var öll stórfjölskyldan saman, stórir og smáir, oft mikið fjör. Þú elskaðir landið þitt og dýr- in, ekki síst hesta og hunda. Þú elskaðir okkur börnin þín og barnabörn takmarkalaust og hafðir stundum að því er virtist óendanlegan tíma fyrir okkur öll, en mest af öllu elskaðir þú mömmu, sú ást var djúp og hrein. Nú ert þú farinn í síðustu ferðina þína og ég veit að þú kemur ekki heim aftur. Ég er þess fullviss að félagsskapurinn í þessari ferð er bráðskemmtileg- ur, það er mikið hlegið og kveð- ist á og stóðið er klárlega litríkt og létt á fæti. Góða ferð, elsku pabbi minn. Sumarhúsið bíður þín. Ég þakka styrka stoð í gegnum lífið. Þín dóttir Guðrún. Í dag kveð ég tengdapabba, Onna á Kjörseyri. Onni var ekki bara tengdapabbi minn heldur nágranni, ráðgjafi, leiðbeinandi og gagnrýnandi. Og hann rýndi til gagns. Hann var mér margt fleira en ekki síst leit ég á hann sem góðan vin. Við vorum nánast í daglegum samskiptum síðustu árin og því hafa undanfarnir mánuðir skapað tómarúm sem aldrei verður fyllt af sömu gæð- um. „Það er ekki eftir það sem bú- ið er“ var setning sem ég heyrði hann oft segja. Þessa setningu og „ha“ hef ég líklega heyrt oftar en neinn getur ímyndað sér. Auðvitað hafði hann rétt fyrir sér eins og svo oft, því ég átti eftir að segja honum svo margt og spyrja að enn fleiru. Það var eftir. „Það er ekki eftir það sem bú- ið er“, alveg heyri ég hann segja þetta núna einhversstaðar, að leggja kapal og setja saman nokkrar vísur á meðan. En aftur á móti skilur það eftir sem búið er og með sanni er hægt að segja það um Onna. Hvað sem fram- tíðin ber í skauti sér þá á ég allt- af góðar minningar að ylja mér við og að hafa notið þeirra for- réttinda að hafa kynnst honum svona vel. Hvíldu í friði. Ingimar. Í dag er til grafar borinn Georg Jón Jónsson, Onni frá Kjörseyri, tengdafaðir minn. Mig langar að minnast í nokkr- um orðum þessa einstaka og merka manns sem var á svo margan hátt vel af Guði gerður. Onni var að mestu sjálfmennt- aður, skarpgreindur, víðlesinn og vel að sér í öllu sem bar á góma. Hann var stálminnugur og góður sögumaður sem gaman var að hlusta á. Hann vitnaði oft í Laxness og fleiri stórskáld, bæði innlend og erlend og gat þá þulið heilu málsgreinarnar. Hann var einnig ljóðelskur og kunni mikið af ljóðum eftir aðra en einnig var hann góður hag- yrðingur. Hann átti mjög létt með að yrkja vísur um menn og málefni líðandi stundar og þá var húmorinn aldrei langt undan. Hann orti einnig falleg ljóð sem fjölskyldumeðlimir nutu góðs af á góðum stundum. Dætur mínar fengu falleg ljóð frá afa sínum á tímamótum í þeirra lífi, gjafir sem mér hafa alltaf fundist fal- legastar og dýrmætastar allra gjafa. Á vissu tímabili í lífi okkar Rögnu var það fastur punktur í tilverunni að fara á þorrablót á Borðeyri. Þá var alltaf skemmti- legast þegar Onni sá um ann- álinn. Annállinn var um viðburði sem höfðu átt sér stað í sveitinni árið á undan, séðir með augum Onna þar sem spaugilegu hlið- arnar voru dregnar fram í bundnu og óbundnu máli. Onni var góður bóndi, dýra- vinur og náttúrubarn. Hann var góður hestamaður og átti marga góða hesta og oftar en ekki var farið frekar greitt yfir. Hann var mjög næmur og glöggur á gæði hesta. Mér þóttu það alltaf góðar fréttir þegar Onni sagði að sér litist vel á eitthvert trippi því raunin var sú að hann hafði oft- ast rétt fyrir sér. Hann hafði eitthvert innsæi sem ekki er öll- um gefið og svo hafði hann líka langa reynslu af að umgangast ýmsar hestgerðir og þar að auki umgekkst hann eldri hestamenn svo sem afa sinn Eyjólf í Sól- heimum o.fl. sem hann hefur ef- laust lært af líka. Um nokkurra ára skeið var það fastur liður að fara í hesta- ferðir um nágrannasveitir. Í þessum ferðum kom öll fjöl- skyldan með, börn og barnabörn eins og hægt var. Ekki voru til nógu margir hestar fyrir alla all- an tímann og þá var skipst á að nota hestana og hinir voru þá á bíl. Þetta voru skemmtilegar ferðir. Á síðustu árum átti Onni við erfið veikindi að stríða, veikindi þar sem líkaminn var að gefa sig en hugurinn var allan tímann í góðu lagi. Það er sárt að Onni hafi ekki fengið að njóta efri ára með betri heilsu, þ.a. hann hafi getað stundað sín áhugamál lengur. Döggu og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Án Onna er lífið fátækara. Hvíl í friði, kæri vinur. Páll (Palli). Í dag kveðjum við Onna, kær- an bróður okkar. Onni var okkar elstur og fyrsta barn inn í fjölskyldur og fjölmennt býli fullorðinna sem fögnuðu honum innilega. Hann skorti því hvorki umönnun, at- læti né kærleika í uppvextinum. Við systur vorum líka nægilega tillitssamar til að gefa honum sviðið í nokkur ár, þannig að for- skotið varð nokkurt. Og við náð- um honum aldrei. Sem var aldrei vandamál fyrir okkur. Hann var einstakur, það vissum við. Hann var okkar gáfaðastur, hæfileika- ríkastur, myndarlegastur og skemmtilegastur. Þó erum við ágætar. Það var full sátt um þetta, nema helst hjá honum sjálfum sem leiddist ákaflega þessi upphafning. Onni þekkti marga og margir þekktu hann. Gjarnan að góðu. Oftar en ekki mjög góðu. „Já, ert þú systir hans Onna á Kjörseyri, ég þekki hann,“ var setning sem við heyrðum sí og æ, frá ótrúleg- asta fólki, á ótrúlegustu stöðum. Við hættum smátt og smátt að undrast. Onni var stór. Ekki vegna þess að hann væri hávaxinn eða mikill um sig. Hann var hvorugt. En hann hafði sterka nærveru og meðfædda leiðtogahæfni. Fólk sópaðist um hann og fann öryggi í hans styrk og gáfum góðum. Hann fékk fólk til að hlusta, hugsa og endurmeta, ekki með hávaða heldur með sinni skörpu rýni, visku og hæfi- leika til að draga saman það sem máli skipti hverju sinni. Hann var maður sem opnaði augu fólks og huga. Enda var hann ítrekað valinn til forystu. Onni var ástríðufullur. Hann elskaði náttúruna, hrossin, bú- skapinn, sveitina, fróðleik og ekki síst skáldskap. Og sannar- lega fólkið sitt. Hann var mikill og skemmtilegur sögumaður, minnugur og fróður með afbrigð- um. Ástríða hans var smitandi mjög og allir sem umgengust hann að ráði lærðu að hrífast af og meta það sem hann brann fyrir. Hjá því varð ekki komist. Eldmóðurinn var slíkur. Onni var lánsamur. Hans lán var engin hundaheppni. Hans lán lá í að hann valdi með hjart- anu. Þó fáir væru sterkari í rök- hugsun, þá sá hann viskuna í því að fylgja ástríðum sínum. Hann valdi lífið, fólkið, umhverfið og verkefnin sem veittu honum lífs- fyllingu. Það var þrýst á hann ungan að ganga til mennta og sannarlega skorti ekki áhugann á fræðunum. En til þess þyrfti hann að velja frá það sem hann gat ekki hugsað sér að skilja við. Hann sótti því fróðleikinn á ann- an hátt, með lestri og sjálfs- menntun. Onni vissi alltaf hvað var honum mikilvægast og missti Georg Jón Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.