Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 24

Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 ✝ Sigríður fædd-ist 17. septem- ber 1944 í Reykja- vík. Hún lést 23. janúar 2018 á hjúkrunarheimil- inu Droplaugar- stöðum í Reykja- vík. Foreldrar Sig- ríðar voru hjónin Friðbjörg Davíðs- dóttir, húsmóðir og hjúkrunarkona, f. 31. októ- ber 1913 í Flatey á Breiðafirði, d. 4. apríl 1993, og Karl Hjálm- arsson, póst- og símstjóri í Borgarnesi, f. 28. desember 1912 í Nesi í Loðmundarfirði, d. 6. ágúst 1983. Systkini Sigríðar eru: Hjálm- ar, f. 1943, d. 1964, Birgir, f. ur, f. 1956, og Friðgeir Bjarni, f. 1960. Sigríður átti heima á Hringbraut 43, Reykjavík, fram til ársins 1958 er fjölskyldan flutti í Borgarnes. Hún lauk landsprófi frá Miðskóla Borg- arness. Fljótlega fór hún að starfa á símstöðinni í Borg- arnesi. Veturinn 1961-1962 var hún í enskunámi í Brighton á Englandi og nokkrum árum seinna lærði hún glugga- útstillingar í Kaupmannahöfn. Sigríður starfaði með leik- deild Umf. Skallagríms og var í körfuboltaliði Skallagríms er vann Íslandsmeistaratitil árið 1964. Hún var mikil tungu- málamanneskja og kom það sér vel í störfum hennar hjá Tal- sambandi við útlönd og seinna í Listasafni Íslands við Fríkirkju- veg. Hún var meðlimur í Létt- sveit Kvennakórs Reykjavíkur og var um árabil daglegur gestur í Sundlaug Vesturbæjar. Útför hennar fer fram frá Neskirkju í dag, 31. janúar 2018, klukkan 13. 1947, og Kolbrún, f. 1950. Systir, sammæðra, er Hrafnhildur Hreið- arsdóttir, f. 1938. Uppeldissystir er Íris Elísabet Art- húrsdóttir, f. 1941. Eiginmaður Sig- ríðar var Skarp- héðinn Sigmundur Bjarnason, flugum- ferðarstjóri frá Bolungarvík, f. 1927, d. 2006. Synir þeirra eru: 1) Karl, f. 1968, maki Sara Gylfadóttir, 2) Hjálmar, f. 1969, maki Elín Ólafsdóttir, 3) Óskar Bjarni, f. 1980, maki Dóra B. Ólafsdóttir. Barnabörnin eru sjö. Tvo syni átti Skarphéðinn frá fyrra hjónabandi, þeir eru Jón Ólaf- Ég kynntist Siggu sem ung kona, nýbúin að kynnast Hjálm- ari syni hennar, sem síðar varð eiginmaður minn. Strax var mér tekið afar vel af nýjum tengda- foreldrum. Verandi utan að landi var það mér ómetanlega dýr- mætt að eiga hjá þeim athvarf og stuðning. Snemma var ég orðin heimagangur á heimilinu og alltaf stóðu dyrnar opnar hjá Siggu og Skarphéðni. Þau hjón- in bjuggu lengi á Flyðrugranda 6 en eftir að Skarphéðinn féll frá fyrir 11 árum, flutti Sigga á Rekagranda 6. Nær oftast bjuggum við í nágrenni við hana og voru mikil samskipti okkar á milli. Sigga var ekki bara tengdamóðir mín, hún var mér líka afar góð vinkona. Sigga var einstaklega skemmtileg manneskja með mikinn húmor. Hún var afar fé- lagslynd og það var ávallt líf og fjör í kringum hana. Hún átti mikið af vinkonum og var dugleg að stunda félagslíf af ýmsu tagi. Sundferðir voru stór hluti af lífi Siggu og sótti hún Sundlaug Vesturbæjar daglega á meðan heilsan leyfði. Einnig var hún í kór í nokkur ár. Sigga hafði einnig mikinn áhuga á menningu og listum. Hún starfaði lengi í móttökunni á Listasafni Íslands. Það starf hentaði henni vel, bæði vegna áhuga hennar á listum og ekki síður vegna áhuga hennar á tungumálum. Sem ung kona hafði hún verið au-pair í Eng- landi og við nám í Kaupmanna- höfn, þannig að ensku og dönsku talaði hún mjög vel. Einnig sótti hún um tíma kvöldskóla og lærði frönsku. Því hentaði það henni afar vel að vinna við Listasafn Íslands, þar sem hún tók á móti erlendum gestum víðs vegar að og kom þá tungumálakunnáttan að góðum notum. Áhugi á listum dró Siggu líka gjarnan á ýmsa listviðburði. Sigga var einstaklega glæsi- leg kona, svo glæsileg að eftir var tekið. Hún var mjög hávax- in, grönn og bein í baki. Hún var einnig mjög meðvituð um tísku og var ávallt glæsileg til fara. Ekki kom það mér á óvart þegar ég heyrði af því að hún hefði ver- ið tískusýningarstúlka þegar hún var ung kona. Ég minnist Siggu þó ekki síst fyrir það hversu góð hún var. Sem dæmi um það tók hún að sér heimilislausan kött og pass- aði alltaf upp á að smáfuglar hefðu nóg að éta. Hún var sér- lega góð amma. Meðan heilsan leyfði var hún alltaf boðin og bú- in að passa barnabörnin. Stund- um langaði hana líka til bara til að vera með þau þó enginn þyrfti pössun. Þá fékk maður símtal þar sem hún spurði: „Þarf ekki að grynnka á barnafjöld- anum hjá ykkur? Á ég ekki að taka eitt barnið til mín í dag?“ Börnin okkar voru sérlega hepp- in að eiga hana fyrir ömmu. Hún hafði gaman af samveru með þeim, tók þau stundum með í sundlaugina og var einnig mjög dugleg að bjóða þeim með sér í leikhús. Það má eiginlega segja að hún hafi séð um menningar- legt uppeldi barnabarnanna. Sigga stríddi við erfið veikindi síðustu mánuðina. En minningin sem stendur eftir í mínum huga er af henni sem unglegri, stór- glæsilegri, skemmtilegri konu. Konu sem var ekki bara tengda- móðir mín og amma barnanna minna, heldur líka góð vinkona til margra ára. Blessuð sé minning hennar. Hennar verður sárt saknað. Elín Ólafsdóttir. Glæsileiki og húmor eru orð sem koma upp í hugann þegar við, fjölskyldan á Víðimel 51, kveðjum okkar góðu vinkonu Sigríði Karlsdóttur. Vináttan spannar nærri fjóra áratugi og það er ríkuleg innistæða í minn- ingabankanum. Sigga var hávax- in kona, dökk yfirlitum og alltaf smart, hvort sem hún var á leið í Sundlaug Vesturbæjar eða á tónleika. Þar sem Sigga fór var hláturinn ekki langt undan, hún var með eindæmum orðheppin og sá oftar en ekki kómísku hlið- ina á tilverunni, húmor hennar var eilítið svartur á stundum. Ása og Sigga áttu fallega vin- áttu og brölluðu ýmislegt saman. Sundlaug Vesturbæjar var nafli alheimsins í þeirra huga og ef sólin skein þá gat teygst á fund- inum í pottinum, í góðu komp- aníi annarra vinkvenna eins og Guðnýjar, Emmýjar, Þóru og Lillian svo einhverjar séu nefnd- ar. Hist var oft yfir kaffibolla á Víðimelnum og málefni dagsins rædd í þaula. Sigga var vinur vina sinna og það var gaman að hlusta á hana segja frá uppvexti sínum, tímanum í Borgarnesi en þar bjó hún á unglingsárum og hélt ætíð tryggð við bæinn. Það var nokkuð sérstakt að fletta Morgunblaðinu daginn sem hún lést og sjá þá mynd af henni ásamt liðsfélögum hennar í Skallagrími þar sem þær voru að hampa titli í körfubolta kvenna. Strákarnir hennar Siggu og Skarphéðins léku stórt hlutverk í lífi hennar; Kalli, Hjálmar, Óskar, Jónsi og Baddi hafa allir eignast börn og buru og það var sannarlega stolt amma sem sagði frá stórum og smáum afrekum barnabarna sinna. Sigga var ætíð heilsuhraust en síðustu ár voru henni erfið, heilsuleysi kvaddi dyra á grimman hátt, sundferðum fækkaði ört, þrótturinn dvínaði en blikið í augum var þó enn til staðar. Hæfileikinn til að tjá sig minnkaði, það var henni og að- standendum þung raun. Þó að það sé sárara en orðum taki að sjá á eftir góðri og tryggri vin- konu þá huggum við okkur við það að hún sé komin á góðan stað eftir erfið veikindi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Blessuð sé minning okkar kæru Siggu. Ása Hanna, Gylfi, Helga Maureen (Monna) og Ásta Camilla (Milla). Samveruna þér við þökkum þýðlega af huga klökkum af augum svífa saknaðs tár. Farðu sæl til sólarheima, samhuga vér munum geyma minning þín’ um æviár. (Ragnheiður G. Kristjánsdóttir) Skammt er nú stórra högga á milli. Sigríður Karlsdóttir, vin- kona okkar, lést 23. janúar eftir erfið veikindi. Siggu kynntumst við þegar hún flutti, ásamt for- eldrum sínum Karli Hjálmars- syni og Friðbjörgu Davíðsdóttur og systkinum, af Hringbrautinni í Reykjavík í Borgarnes, þar sem faðir hennar varð stöðvar- stjóri Pósts og síma. Hún var þá um fermingaraldur. Sagðist hafa átt erfitt með að sofa fyrstu næt- urnar sökum skorts á umferð- arhávaða. Hún varð fljótt virkur þátttakandi í menningar- og íþróttalífi bæjarins, varð Ís- landsmeistari í körfubolta 1964 með „sveitajúllunum“ úr Borg- arnesi, setti met í kringlukasti, lék í leikritum á vegum leik- deildar UMF Skallagríms, rak um tíma bíóið í samkomuhúsinu, auk vinnu á Pósti og síma. Þegar hún flutti frá Borgarnesi fór hún og vann m.a. í Bretlandi og Kaupmannahöfn. Þegar heim kom hóf hún störf í Reykjavík hjá talsambandi við útlönd. Sigga giftist Skarphéðni Bjarnasyni, fv. flugumferðar- stjóra, sem látinn er fyrir nokkr- um árum, og eignaðist með hon- um þrjá syni, Karl, Hjálmar og Óskar Bjarna. Þegar þeir uxu úr grasi fór hún að vinna hjá Lista- safni Íslands og var þar komin á rétta hillu. Sigga var áberandi glæsileg, hávaxin og dökk yfir- litum og alveg einstaklega skemmtileg, orðheppin og fynd- in. Hún var afar listræn, góður teiknari, vel lesin og tungumála- manneskja. Hún ferðaðist víða og meðal annars fór hún í nokkr- ar vel heppnaðar ferðir með okkur vinkonunum. Þær ferðir lifa í minningunni eins og ótal- margar aðrar sameiginlegar ánægjustundir. Hún var hrókur alls fagnaðar sökum einstakrar kímnigáfu og mikill gleðigjafi. Hún var afar vinmörg, trygg og góð og alla tíð hélt vinskapurinn, sem stofnað var til á unglingsárum í Borg- arnesi. Við vottum sonum hennar, Karli, Hjálmari og Óskari Bjarna, fjölskyldum þeirra og systkinum Siggu okkar innileg- ustu samúð. Hjördís, Ingibjörg, María, Vigdís og Þorbjörg. Sigríður Karlsdóttir ✝ Oddur Þór Þór-isson fæddist í Reykjavík 28. maí 1996. Hann lést af slysförum 11. jan- úar 2018. Foreldrar hans eru Margrét Magn- úsdóttir, f. 15.5. 1967, d. 24.2. 2008, og Þórir Ófeigsson, f. 18.8. 1966. Sonur þeirra er Sindri Dagur Þórisson, f. 23.6. 1999. Foreldrar Margrétar eru Magn- ús Björnsson, f. 1.9. 1942, d. 26.2. 2014, og Hallfríður Kristín Skúladóttir, f. 19.3. 1945. For- eldrar Þóris eru Ófeigur Geir- eru Björgúlfur Þorvarðarson, f. 7.10. 1938, og Pálína Jónsdóttir, f. 20.12. 1941. Oddur ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík og gekk í Vogaskóla. Hann flutti á Hellu haustið 2006 og gekk í Grunnskólann á Hellu. Hann var um tíma nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands og Borgarholtsskóla. Meðfram námi og á sumrin vann hann í Reykja- garði, Bifreiðaverkstæðinu Rauðalæk, Glerverksmiðjunni Samverk, AB varahlutum á Sel- fossi og nú síðast hjá Borgar- verki. Hann var félagi í Flug- björgunarsveitinni á Hellu. Oddur Þór var mikill áhuga- maður um bíla og einkum Sub- aru. Hann var lífsglaður, hjarta- hlýr, uppátækjasamur og góður drengur sem lætur eftir sig stór- an hóp vina. Útför hans verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 31. janúar 2018, kl. 14. mundsson, f. 1.9. 1943, og Anna Mar- grét Ögmunds- dóttir, f. 20.6. 1944. Dóttir Þóris er Sara Þórisdóttir, f. 14.7. 2004. Sambýliskona Þóris er Sigurbjörg Björgúlfsdóttir, f. 7.5. 1970, sonur þeirra er Úlfhéðinn Þórisson, f. 5.9. 2007. Dætur Sig- urbjargar eru Álfheiður Fanney Ásmundardóttir, f. 6.4. 2000, og Ásrún Ásta Ásmundardóttir, f. 21.1. 2002, og fóstursonur Stefán Smári Ásmundarson, f. 5.12. 1988. Foreldrar Sigurbjargar Í dag kveð ég elsku bróðurson minn, Odd Þór. Skrefin eru þung, þau þyngstu sem ég hef stigið. Tárin eru mörg, þau flestu sem hafa fallið. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Sár söknuður okkar lýsir helst þeim mikla kærleik sem þú færðir okkur. Þín Anna Dóra. Elsku Oddur frændi minn lést af slysförum og sorgin er ólýsan- leg. Þegar Oddur kom í heiminn var hann sólargeislinn okkar í fjöl- skyldunni, sem nú lýsir áfram í hjörtum okkar. Dýrmætu minningarnar sem við eigum frá því hann var lítill drengur í Vogahverfinu og eftir að hann flutti síðan á Hellu um 10 ára aldur hjálpa okkur í þessari miklu sorg. Þær eru ótal stundirnar sem við áttum saman í Vatnsdal í Húnavatnssýslunni. Þar naut Oddur sín vel í náttúrunni og þar sem hann var laghentur allt frá unga aldri þá bjó hann til ýmsa hluti sem nýttust vel í sveitinni. Má þar nefna útisturtu sem kom sér vel á heitum sumardögum. Hann bjó til ævintýralegan kofa í sveitinni með bróður sínum, föður og Magnúsi afa. Þessi kofi fékk nafnið Kettlingakot og vekur enn alltaf mikla gleði hjá yngri kyn- slóðinni. Þær eru margar minningarnar úr eldhúsinu sem ég á um Odd að baka með ömmu Haddý og var skúffukaka í miklu uppáhaldi. En það sem átti hug hans allan voru bílar sem hann starfaði við til síð- asta dags. Ég var svo lánsöm að þegar Oddur ákvað að koma í skóla til Reykjavíkur þá dvaldi hann hjá mér. Við áttum margar stundir þar sem við spjölluðum um lífið og tilveruna. Móðurmissirinn, þegar hann var 11 ára gamall, var hon- um erfiður en Oddur var umvaf- inn kærleik ættingja og vina. Með ást, dug og dáð sköpuðu Þórir og Sigurbjörg dýrmæta fjölskyldu saman. Það segir mikið til um hversu lífið á Hellu var Oddi mik- ilvægt því skólavistin hans í borg- inni var stutt. Hann naut sín best á Hellu með fjölskyldunni og vin- um. Um jólahátíðina hitti ég Odd í síðasta sinn og þá ræddum við um að hittast oftar á nýju ári. En nú er Oddur kominn í faðm móður sinnar og við sem lifum varðveit- um minningarnar um ljúfan, góð- an og yndislegan dreng. Ég sendi ykkur allan þann styrk og kærleik sem ég hef að gefa ykkur, elsku Þórir, Sigur- björg og fjölskylda, á þessari miklu sorgarstundu. Megi minn- ing Odds vera ljós í lífi okkar. Elsa Lyng Magnúsdóttir (Elsa frænka). Við munum þegar Sigga vin- kona hafði samband og tjáði okk- ur að nú væri hún búin að ná okk- ur. Hún hefði kynnst manni sem ætti þrjú börn og þar með væru börnin hennar orðin sex að tölu! Toppið það, hafði hún á orði. Enn stækkaði hópurinn er Úlfhéðinn fæddist, saman héldu þau Sigga og Þórir heimili og umvöfðu stóra hópinn sinn. Þau komu sér vel fyr- ir á Laufskálum á Hellu. Bjuggu til fallegar minningar með sam- verustundum, ferðuðust innan- lands og utan og höfðu það gaman saman. Þau voru höfðingjar heim að sækja og hefur alltaf ríkt til- hlökkun að líta inn hjá þeim og eiga með fjölskyldunni gleðistund. Oddur var ætíð brosmildur og ljúfur. Hann var drengur góður. Við þökkum góð kynni af skemmtilegum strák og þeim myndarlega unga manni sem hann Oddur var orðinn. Við biðj- um Guð að blessa barnið ykkar og styrkja ykkur, elsku vinir, í sorg- inni. Sigríður (Sigga), Eyjólfur (Eyi) og dætur. Það voru sorglegar fréttir sem við bekkjarsystkinin fengum fimmtudaginn 11. janúar að bekkjarbróðir okkar, Oddur Þór, væri fallinn frá langt um aldur fram. Óréttlæti örlaganna er oft á tíðum yfirþyrmandi en eftir situr minning um einstaklega góðan vin. Við kynntumst Oddi Þór þegar hann ásamt fjölskyldu sinni flutti á Hellu og byrjaði með okkur í bekk. Oddur var ekki lengi að falla inn í hópinn, enda var hann góður, fyndinn, einstaklega hjartahlýr og uppátækjasamur. Oddur var einstakur dýravin- ur. Við fengum það verkefni þegar við vorum í 6. bekk að hugsa um hænuunga í skólanum í þrjá daga, þegar komið var að því að kveðja ungana og kennarinn ætlaði að skila unganum var Oddur ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hug- mynd og fékk að eiga sinn unga. Oddur var alltaf til í sprell og annan fíflaskap sem við tókum upp á á þessum árum, enda var ár- gangurinn þekktur fyrir lítið ann- að. Þó svo að bekkurinn hittist lít- ið eftir útskrift þá er það samheldnin og vináttan sem rofn- ar aldrei. Elsku Þórir, Sigurbjörg og fjöl- skylda, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðju. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Megi Guð fylgja ykkur og veita ykkur styrk. Minningin um yndislegan dreng lifir í hjört- um okkar sem hann þekktum. Fyrir hönd bekkjarfélaga Grunnskólans á Hellu, árg. 1996, Guðrún Jóna Ólafsdóttir. Elsku hjartans gullið mitt, þú varst svo yndislegur drengur. Þegar þú fæddist þá var ég svo hamingjusöm, þú varst fyrsta barnabarnið mitt. Frá fyrsta degi varst þú svo athafnasamur, alltaf til í að vera að gera eitthvað. Ég man svo vel þegar þú varst lítill drengur, þá varstu alltaf svo dug- legur að hjálpa mér í eldhúsinu og langskemmtilegast var að smyrja kökuformin og baka kökur. Minningarnar úr sveitinni okk- ar, Vinaminni í Vatnsdal, eru mér dýrmætar. Þar undir þú þér vel þar sem þú varst alltaf að smíða. Þú byggðir kofa, bíla, blómapotta og ýmislegt sem vantaði í sveitina. Bílar áttu samt hug þinn allan og ég man svo vel þegar við vorum að keyra norður í sveitina okkar þá fannst þér svo gaman að telja alla bílana sem þú sást á leiðinni. Eftir að þú fluttir á Hellu 10 ára gamall varstu alltaf svo duglegur að koma með strætó að heimsækja mig og afa í Reykjavík. Síðan fékkstu bílprófið og þá hélstu áfram að koma í heimsókn til okk- ar. Elsku Oddur minn, góð- mennsku þína sýndir þú svo vel þegar afi Magnús varð veikur. Þá keyrðir þú reglulega frá Hellu til Reykjavíkur að heimsækja hann og gátuð þið spjallað um bíla og smíðar. Það er svo stutt síðan þú hringdir í mig og sagðir: Nú ætla ég að koma í bæinn, amma mín, og þá skulum við fara út að borða saman. Þetta yljaði mér svo mikið og ég hlakkaði svo til. En það bjóst enginn við þessum sorgar- fréttum, elsku Oddur minn, og mikið sem ég sakna þín. En það voru margar bænir sem ég kenndi þér og eftir einni af þeim lifðir þú: Berðu ávallt höfuð hátt hvað sem að þér gengur. Verndaðu blómin veik og smá vertu góður drengur. Elsku Oddur minn, góði dreng- ur, nú kveð ég þig með söknuði en líka með þakklæti fyrir allar góðu stundirnar og gleðina sem þú færðir mér og að hafa átt þig. Hallfríður Kristín Skúladótt- ir (amma Haddý). Oddur Þór Þórisson HINSTA KVEÐJA Kominn ertu Oddur minn annarra til heima, við munum alltaf manndóm þinn í minningunni geyma. Þráfaldlega þetta og hitt þú hafðir við að „díla“ áhugamálið eitt var þitt að endurnýja bíla, byrjaðir svo bara á bæði að rífa og tæta, að lokum vildir laga þá líka og endurbæta. Nú Guð faðir afléttir allri pínu og umvefur þig í ríki sínu. (Bj.Þ.) Afi og amma Hrafntóft- um 2, Björgúlfur og Pálína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.