Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is
Rósa Þorvaldsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Snyrtimið-stöðvarinnar, á 60 ára afmæli í dag. Hún stofnaði fyrirtækið ár-ið 1979, aðeins 21 árs gömul, og verður Snyrtimiðstöðin því 40
ára á næsta ári.
Fyrirtækið er ein elsta snyrtistofa landsins og býður upp á nudd,
fótaaðgerðir og alla almenna snyrtingu og húðflúr. Þar á meðal er orð-
ið vinsælt að húðflúra á sig augabrúnir. „Við byrjuðum á því árið 1998
þegar við vorum með kínverskan snyrtifræðing hjá okkur. Það hefur
ýmislegt bæst við hjá okkur síðan á þessum 39 árum, alls konar með-
ferðir og tæki. Þegar við byrjuðum var verðskráin hjá okkur hálft A4-
blað en nú er hún orðin sex blaðsíður. Það var allt svo miklu einfaldara
árið 1979.“
Sjálf gengur Rósa í öll störf. „Ég er í fótaaðgerðunum og tattúinu
m.a. Ég er búin að vinna við þetta í 41 ár, byrjaði 19 ára, og þetta starf
byggist á stöðugri endurmenntun sem ég hef verið dugleg við að afla
mér.
Þegar ég er ekki að vinna þá ferðast ég mikið og fer á skíði. Ég er
einnig að gera upp gamla sveitabæinn sem ég ólst upp í á Bíldsfelli í
Grafningi. Svo hef ég til fjölda ára sinnt stjórnarstörfum í Félagi ís-
lenskra snyrtifræðinga og Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga og tók
virkan þátt í stofnun þessara félaga og ég er í Félagi kvenna í atvinnu-
lífinu. Svo á ég fimm börn og fjögur barnabörn.“
Eiginmaður Rósu er Sturla Pétursson til 40 ára, fasteignasali hjá Val-
höll. Þau hjónin reka líka Next Apartments íbúðaleigu. Börn þeirra eru
Þórarinn Ingi, Íris Friðmey, Ívar Freyr, Helena Rós og Sóley Rún.
Rósa verður með opið hús í dag að heimili sínu í Fossvoginum fyrir
vini og vandamenn frá kl. 16 og fram eftir kvöldi.
Fjölskyldan Rósa og Sturla ásamt börnum og tveimur barnabörnum.
Hefur rekið snyrti-
stofu í tæp 40 ár
Rósa Þorvaldsdóttir er sextug í dag
B
jarni Heiðar Johansen
fæddist á Búðum í Fá-
skrúðsfirði 31.1. 1943 og
ólst upp þar og í Nes-
kaupstað til níu ára ald-
urs. Þá flutti fjölskyldan til Hafn-
arfjarðar.
Bjarni fór tíu ára í sveit til Magneu
Bjarnadóttur, móðursystur sinnar, á
Borg í Skötufirði. „Þar kynntist ég bú-
skap og lærði að vinna. Eftir þrjú
sumur þar fór ég til annarrar móður-
systur, Bergþóru Bjarnadóttur á Dal-
vík. Þar lærði ég að hlaupa á skautum
á Svarfaðardalsá og tók fullnaðarpróf
á Dalvík. Næsta sumar fór ég í sveit
að Bakka í Svarfaðardal þar sem
áhugi minn á vinnuvélum vaknaði.
Eftir fermingu var ég að Neðra-
Vatnshorni hjá Guðrúnu Magnús-
dóttur og Braga Sigurðssyni og vann
þar í þrjú sumur og einn vetur.“
Bjarni lauk búfræðingsprófi frá
Bændaskólanum á Hvanneyri 1961
og prófi frá íþróttaháskólanum í
Ollerup á Fjóni í Danmörku 1964.
Bjarni starfaði hjá Ræktunar-
sambandi Borgarfjarðardala 1961-63.
Vorið 1964 stofnaði hann, ásamt
tveimur Borgnesingum, Þungavinnu-
vélar Borgarfjarðar og var þar jarð-
ýtustjóri til 1970. Þá hóf hann störf
hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi,
vann þar fyrst á skrifstofu og síðan
við mælingar í sex ár.
Árið 1976 flutti Bjarni og fjöl-
skylda hans til Noregs þar sem hann
stundaði nám við Gjøvik Ingeniør-
høgskole og lauk þaðan prófi í bygg-
ingartæknifræði árið 1979. Fjöl-
skyldan flutti síðan aftur í Borgarnes
þar sem Bjarni varð umdæmis-
tæknifræðingur hjá Vegagerðinni í
sex ár og síðan bæjartæknifræðingur
hjá Borgarnesbæ til 1989.
Enn lá leiðin til Noregs þar sem
eiginkona Bjarna, Kristín Þ. Hall-
dórsdóttir, stundaði nám í rekstrar-
og markaðsfræðum, en hann var
Bjarni H. Johansen, fv. þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni – 75 ára
Í safnaferð Bjarni, ásamt börnum sínum, tengdabörnum, barnabörnum og sambýliskonu, í Louvre-safninu í París.
Á fullu í fjölbreytilegum
áhugamálum sínum
Afmælisbarnið Bjarni Heiðar.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða
mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í
einn mánuð.
Hægt er að senda mynd
og texta af slóðinnimbl.
is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Á „Íslendinga“ síðum
Morgunblaðsins er
meðal annars sagt frá
merkum viðburðum
í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum,
barnsfæðingum
eða öðrum
tímamótum.