Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 27
tæknifræðingur hjá norsku vega-
gerðinni í tvö ár. Aftur var flutt í
Borgarnes þar sem Bjarni var fyrst
um sinn deildarstjóri vinnuflokka og
síðar þjónustustjóri Vegagerðarinnar
á Vesturlandi þar til hann fór á eftir-
laun árið 2011.
Árið 1999 keyptu Bjarni og Kristín
jörðina Fljótstungu í Hvítársíðu og
ráku þar ferðaþjónustu um nokkurra
ára skeið.
Bjarni starfaði í ungmennafélaginu
Skallagrími, Björgunarsveitinni Brák
og Rauða kross deild Borgarfjarðar-
læknishéraðs, sat í stjórn Norræna
félagsins og var formaður deildar
Norræna félagsins í Borgarnesi, er
félagi í Frímúrarastúkunni Akri, hinu
virðulega íslenska Wayfarer-
vinafélagi og í Rotarýklúbbi Borgar-
ness.
Bjarni hefur unnið til ýmissa verð-
launa, m.a. í siglingakeppnum, og
varð Íslandsmeistari í kjölbátasigl-
ingu sem einn af áhöfn bátsins Frás.
Bjarni hefur mörg áhugamál, s.s.
siglingar, smíðar, hestamennsku, út-
skurð og rennismíði. Þegar hann
komst á eftirlaunaaldurinn fengu
áhugamálin meiri byr í seglin. Ferða-
lögum hans hefur fjölgað á síðari ár-
um og dvelur hann reglulega í París
þar sem sambýliskona hans býr og
starfar.
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna var Kristín Þor-
björg Halldórsdóttir, f. 9.3.1950, d.
2.11.2004, rekstrar- og markaðs-
fræðingur, leiðsögumaður og síðast
ferðaþjónustubóndi í Fljótstungu.
Foreldrar hennar voru Guðrún Pál-
ína Bergþórsdóttir, f. 9.2. 1920, d. 1.5.
2015, vefnaðarkennari í Borgarnesi
og Halldór Bjarnason, f. 20.2. 1922,
d.18.12. 2010, kjötmatsmaður í Hafn-
arfirði.
Núverandi sambýliskona Bjarna
er Francoise Bureau, f. 15.11.1964,
sérfræðingur í banka í París.
Börn Bjarna og Kristínar Þor-
bjargar eru 1) Anna Björk Bjarna-
dóttir, f. 7.10. 1967, framkvæmda-
stjóri hjá Expectus í Reykjavík en
maður hennar er Tómas Albert Hol-
ton og barnabörnin eru Tómas Heið-
ar, f. 1991; Bergþóra, f. 1994, og
Bryndís, f. 2011; 2) Guðrún Harpa
Bjarnadóttir, f. 12.6. 1969, endur-
skoðandi hjá PWC í Reykjavík en
maður hennar er Erlendur Pálsson
og barnabörnin eru Kristín María, f.
1993; Bjarni Magnús, f. 1995 og lang-
afabarnið Matthildur Harpa, f. 2017;
3) Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, f.
15.2. 1974, kennsluráðgjafi hjá mið-
stöð skólaþróunar við Háskólann á
Akureyri og eru barnabörnin Að-
algeir, f. 1999; Katrín, f. 2002; og
Dagur, f. 2004, og 4) Halldór Heiðar
Bjarnason, f. 17.3. 1983, nemi í fjöl-
miðlafræði í Reykjavík en kona hans
er Lilian Pineda de Avila
Systkini Bjarna: Jóhann R. Joh-
ansen, f. 30.3. 1947; Henry Berg Joh-
ansen, f. 18.6. 1948, d. 9.8. 1950;
Jenny Johansen, f. 16.9. 1949; Henry
Berg Johansen, f. 15.6. 1951, d. 20.11.
2004, og Ragnar B. Johansen, f. 9.6.
1953.
Hálfsystkini Bjarna, sammæðra,
eru Karl Geir Arason, f. 4.5. 1959, og
Hólmfríður Helga Jósefsdóttir, f. 9.9.
1960.
Foreldrar Bjarna voru Antonía
Jóna Bjarnadóttir, f. 22.11. 1920, d.
1.10. 2015, verkakona í Hafnarfirði,
og Harding Johansen, frá Lofoten í
Noregi, f. 15.9. 1921, d. 6.2. 1992, sjó-
maður í Neskaupstað. Þau skildu.
Bjarni Heiðar
Johansen
Snjólaug Guðbjörg Magnúsdóttir
húsfr. á Eyjólfsstöðum
Magnús Jónsson
b. á Eyjólfsstöðum í
Beruneshr.
Ragnheiður Magnúsdóttir
húsfr. í Borgarnesi
Bjarni Ragnar Jónsson
kennari og skipstj. í Bræðraborg og
Brekkugerði á Fáskrúðsfirði
Antonía Jóna Bjarnadóttir
verkak. í Hafnarfirði
Rebekka Þórarinsdóttir
húsfr. á Núpi á
Berufjarðarströnd
Jón Bjarnason
b., smiður, vefari og sjóm. á Berufjarðarströnd
Þórarinn Jónsson kennari og hagyrðingur
á Kjaransstöðum við Akranes
Magnea Bjarnadóttir
húsfr. á Borg í
Skötufirði í Djúpi
Magnús Guðmundsson
lögreglum. í Rvík og b. á
Hrísum í Helgafellssveit
Gyða Guðmundsdóttir
b. í Langadal á
Snæfellsnesi
Bergþóra Bjarnadóttir
húsfr. á Dalvík, síðast
á Akureyri
Bjarni Torfason
hjartaskurðlæknir í Rvík
Stefán Svanur Torfason
kennari og siglingam. í
Kaupmannahöfn
Þórlaug Bjarnadóttir
verkak. í Rvík
Hjördís Magnúsdóttir
skrifstofum. í Rvík
Sara Bergitte Hansen
búsett í Noregi
Rasmus Johannessen
vinnum. og sjóm. í Noregi
Ragnhild Sofie Edvardsen,
f. Rasmussen, húsfr. í Gimsöy í Lofoten
Johan Bernhard Anton Edvardsen
b. og sjóm. í Gimsöy í Lofoten í Noregi
Nikoline Olsen
búsett í Lofoten
Edvard Anton Berg Olsen
vinnum. í Lofoten
Úr frændgarði Bjarna Heiðars Johansen
Harding Kristian Johansen
sjóm. í Neskaupstað
Valborg Guðmundsdóttir
ljósmóðir á Tungufelli í Breiðdal
Eyþór Guðmundsson b. og
húsasmiður í Fossárdal í Djúpadalshr.
Hermann Guðmundsson skólastjóri
Guðmundur Magnússon
b. á Eyjólfsstöðum
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Jakob Tryggvason fæddist áYtra-Hvarfi í Svarfaðardal31.1. 1907, sonur Tryggva Jó-
hannssonar, bónda þar, og Guðrúnar
Soffíu Stefánsdóttur húsfreyju.
Kona Jakobs var Unnur Tryggva-
dóttir sem lést 1987 og eignuðust
þau þrjú börn, Nönnu fiðluleikara
sem lést 1988; Soffíu leikkonu, og
Tryggva Kristin landafræðing.
Jakob var um fermingaraldur er
hann hóf nám í orgelleik hjá
Tryggva Kristinssyni, síðar tengda-
föður sínum, sem þá var organisti í
Vallaprestakalli. Hann fór til
Reykjavíkur 1927, stundaði nám við
Samvinnuskólann og sótti tíma hjá
Sigurði Frímannssyni organista,
lauk samvinnuskólaprófi 1927, flutti
þá norður aftur og starfaði á skrif-
stofu Kaupfélags Eyfirðinga. Árið
1931 fór hann í einkatíma til Páls Ís-
ólfssonar í Reykjavík, var í Tónlist-
arskólanum þar til 1938 og starfaði
jafnframt á Skattstofu Reykjavíkur.
Jakob varð organisti við Akureyr-
arkirkju 1941 og sinnti því starfi til
1945. Þá fór hann til framhaldsnáms
við The Royal Academy of Music í
London til 1948. Frá þeim tíma var
hann organisti við Akureyrarkirkju
óslitið til ársins 1986.
Jakob var kennari og skólastjóri
við Tónlistarskóla Akureyrar um
árabil, frá 1950-74, stjórnaði Lúðra-
sveit Akureyrar um tuttugu ára
skeið, Lúðrasveit Barnaskóla Akur-
eyrar um árabil og kenndi tónmennt
við Oddeyrarskóla. Hann þjálfaði
Smárakvartettinn á Akureyri og síð-
ar Geysiskvartettinn og lék undir
með þeim báðum. Þá stjórnaði hann
kvennakórnum Gígjunum á Akur-
eyri.
Eftir Jakob liggur fjöldi útsetn-
inga á sönglögum og kirkjutónlist,
auk nokkurra frumsaminna verka.
Jakob var kjörinn heiðursfélagi
Lúðrasveitar Akureyrar 1967, Fé-
lags íslenskra organleikara árið 1991
og Kórs Glerárkirkju árið 1994.
Hann var sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu árið 1980.
Jakob lést 13.3. 1999.
Merkir Íslendingar
Jakob
Tryggvason
85 ára
Alfa Guðmundsdóttir
Hildur Þórisdóttir
Þóra Þorgeirsdóttir
80 ára
Gunnhildur Gíslín
Guðjónsdóttir
Kristján Ágústsson
Lára Ágústa H. Kolbeins
María H. Jónsdóttir
75 ára
Bjarni Heiðar Johansen
Borghild Hansen
Guðrún Sigurðardóttir
Kristín Magnússon
Ólöf Sigurðardóttir
Sólveig Jóhannesdóttir
70 ára
Grétar Þorsteinsson
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Sævar Tjörvason
60 ára
Árni Arason
Berglind Guðbrandsdóttir
Finnur Sveinbjörnsson
Ingibjörg J. Þorsteinsdóttir
Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir
Ómar Einarsson
Rósa Þorvaldsdóttir
Sigrún Gróa Skæringsdóttir
Steinunn Björg Elísdóttir
Valgerður Karlsdóttir
50 ára
Arnþór Ragnarsson
Ásgeir Hinrik Þórisson
Fanney Kristjánsdóttir
Fjóla Þórdís Friðriksdóttir
Gabriel Horendeu
Ingibjörg Smáradóttir
Jón Ágúst Berg Jónsson
Lára Þuríður Pétursdóttir
Renata Elzbieta Lesniewska
Sigurbjörg Tryggvadóttir
Sigurborg Chyntia
Karlsdóttir
Sigurður H. Alfreðsson
Þuríður Jónsdóttir
40 ára
Edda Lilja Guðmundsdóttir
Finnur Ingi Erlendsson
Hafdís Sparkes
Ríkarðsdóttir
Haraldur Ludvig
Haraldsson
Hermann Þór Gíslason
Liga Dusa
Lilja Sædís Sævarsdóttir
Marcin Boguslaw
Jaroszynski
Ragnar Gestsson
Þórdís Arna
Benediktsdóttir
30 ára
Aníta Sólrún
Hreiðarsdóttir
Böðvar Sigurvin Björnsson
Darren Leslie Povall
Elísa Guðjónsdóttir
Guðmunda Rós
Guðrúnardóttir
Guðmundur Sævar
Halldórsson
Kristján Birgisson
Lee Ambar
Sigrún Hanna Ómarsdóttir
Löve
Til hamingju með daginn
30 ára Kristján ólst upp á
Akureyri, býr þar og starf-
ar hjá Tölvulistanum á
Glerártorgi á Akureyri.
Unnusta: Guðlaug Ragna
Magnúsdóttir, f. 1989,
heimavinnandi.
Dóttir: Kristrún Lea, f.
2012. Stjúpsonur: Magn-
ús Adrian, f. 2006.
Foreldrar: Alma Axfjörð,
f. 1968, húsfreyja, og
Birgir Pálsson, f. 1966,
öku- og leiðsögumaður.
Þau búa á Akureyri.
Kristján
Birgisson
30 ára Elísa ólst upp í
Vestmannaeyjum, býr í
Garðabæ, lauk BA-prófi í
félagsráðgjöf frá HÍ og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Guðmundur Ómar
Linduson, f. 1989, stýri-
maður.
Dóttir: Hrafnhildur Lind
Guðmundsdóttir, f. 2017.
Foreldrar: Guðjón R.
Rögnvaldsson, f. 1950, og
Ragnheiður Einarsdóttir,
f. 1954, sem reka Net-
hamar í Eyjum.
Elísa
Guðjónsdóttir
30 ára Böðvar ólst upp á
Akranesi, býr í Reykjavík,
lauk matreiðslumeistara-
námi frá MK og starfar
hjá Landsvirkjun.
Maki: Aníta Róberts-
dóttir, f. 1990, nemi.
Börn: Logi, f. 2010,
Aþena Líf, f. 2013, og
Benjamín Elí, f. 2016.
Foreldrar: Björn Sigurður
Vilhjálmsson, f. 1967,
múrari, og Guðrún Hlíf
Gunnarsdóttir, f. 1972,
starfsmaður hjá Olís.
Böðvar Sigurvin
Björnsson
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Hægt er að
sendamynd og texta
af nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is