Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 29

Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú finnur til sterkrar samkenndar með vini þínum í dag. Reyndu að hafa hlut- ina á hreinu og láta ekki stressið ná tökum á þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér sé illa við að vera í sviðsljós- inu koma þær stundir í þínu starfi að þú verður að ganga fram fyrir skjöldu. Gerðu þitt besta og leggðu þig fram. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér gengur margt í haginn og áhrif þín eru mikil. Sérstaklega á þetta við um fjármálin en einnig flest svið önnur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur augastað á einhverjum lúx- usvarningi til eigin nota þessa dagana. Gerðu ráð fyrir einhverju óvæntu og reyndu að fyrirbyggja slys. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er líklegt að yfirmenn þínir setji fram ákveðnar hugmyndir um breytingar í dag. Reyndu að breyta þeim aðstæðum sem þú ert ósátt/ur við. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þig langar til að vinna afrek, og þú hefur kraftinn til að gera það fljótt og vel. Gerðu það sem til þarf og ræddu svo við fjöl- skylduna um þau vandamál sem þarf að leysa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur verið skemmtilegt að krydda hversdagsleikann með smávægilegum uppá- tækjum. Listir, leiksýningar, kvikmyndir, skemmtanir og ástarævintýri geta glatt þig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Kannski þarftu að takast á við erfiða manneskju eða við erfitt verfkefni í dag. Haltu þínu striki og láttu athugasemdir sem vind um eyru þjóta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að taka þig saman í andlitinu og einbeita þér að því sem fyrir liggur. Skrifaðu hugsanir þínar niður áður en þú deilir þeim með öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það getur verið varasamt að hlaupa upp til handa og fóta af minnsta til- efni. Gerðu allt sem þú getur til þess að auka víðsýni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ferðaáætlanir vekja áhuga þinn. Það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis á ferðalögum svo þú skalt vera við öllu búinn. Spenntu beltið og haltu af stað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð tækifæri til að koma þér á framfæri svo nú er að bretta upp ermarnar. Árangurinn er sumum allt en sjálfum finnst þér mestu varða hvernig þeim árangri er náð. Robert Altman var einn af virtustuleikstjórum síns tíma og er enn í miklum metum. Ein af hans þekkt- ustu myndum er MASH með Donald Sutherland og Elliot Gould í aðal- hlutverkum. Myndin gerist á sjötta áratugnum í hersjúkrabúðum skammt frá víglínunni í Kóreustríð- inu. Aðalsöguhetjurnar eru skurð- læknar, sem kvaddir hafa verið í herinn. Þeir leggja sig fram í skurð- stofunni, en bera litla virðingu fyrir titlatoginu og aganum í hernum og taka upp á ýmsu til að halda sönsum. Vinsældir myndarinnar má ugglaust rekja til þess að Víetnamstríðið stóð sem hæst þegar hún var sýnd og ádeilan hitti í mark. x x x MASH var sýnd í Ríkissjónvarp-inu á laugardagskvöld og ákvað Víkverji að setjast fyrir framan sjón- varpið og athuga hvernig þessi 48 ára gamla mynd hefði elst. Þegar í upphafi kom í ljós að hún er barn síns tíma. Í einni af fyrstu senunum sest einn læknirinn niður hjá blá- ókunnugri hjúkrunarkonu og byrjar að áreita hana kynferðislega. Áreitn- in heldur síðan áfram og nær há- marki með því að yfirhjúkrunarkona búðanna er niðurlægð þegar tjaldi er svipt frá þar sem hún er kviknak- in í sturtu fyrir framan alla í búð- unum. x x x Víkverji var búinn að gefast upp ámyndinni og skipta um rás áður en að þessu atriði kom (og kannski kom það ekki – í einhverjum út- gáfum hennar mun það hafa verið klippt út), en helst datt honum í hug þótt útilokað væri að Harvey Wein- stein hefði verið framleiðandi. x x x Víkverji hefur oft hugsað með sérað sumum bíómyndum sé best að leyfa að lifa í minningunni, þær þoli ekki að horft sé á þær aftur mörgum árum ef ekki áratugum síð- ar. Víkverji var hrifinn af MASH þegar hann sá myndina í Nýja bíói á sínum tíma, reyndar ekki enn kom- inn á táningsaldur, en er kominn að þeirri niðurstöðu að hún þoli ekki einu sinni að fá að lifa bara í minn- ingunni. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn kross og fylgir mér getur ekki verið lærisveinn minn.“ (Lúk: 14.27) LAUS VIÐ VERKI VEGNA SLITGIGTAR FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐA „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf . bæklunarlækni r benti mér á að huga betur að lífstílnum og taka innNUTRILENKGOLD Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENKGOLDþá finn ég verkina koma aftur. Ég mæli heilshugar meðNUTRILENKGOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður Nutrilenk fyrir liðina Náttúrul egt fyrir liðin a GOLD NNA Vertu laus við LIÐVERKINA Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi Ólafur Stefánsson er trúrLeirnum og setur svip á hann. Um daginn afsakaði hann að meira hefði farið út í loftið en ætl- að var en sá póstur hafði raunar misfarist. Svo að Björn Ingólfsson spurði: „Hvað ertu að afsaka, Ólafur? Ég hef ekki séð neitt fara í loftið frá þér lengi, hvorki mynd af Pétri né nokkuð annað:“ Á Leirnum gerist ekki oft, enda bannað, að Ólafur sendi út í loftið loft og lítið annað. Ólafur brást vel við og nú úr óvæntri átt: „Það er eins og hver önnur vitleysa þegar Björn á Grenivík kallar sig gamlan mann en gott að hann fari út til að skófla snjó og liðka sig á þorranum,“ segir hann og skírskotar til vísna eftir Björn, sem hér birtust á mánudag: Af því fæ aldrei nóg orðinn þetta gamla hró að kafa mjöll í mitti og þjó og moka snjó. Eftir streðið oft er þó af því fró að komast inn í kaffibolla og korríró. Hér er vísa Ólafs: Þorra karlinn þrýtur vörn, þreyta í bili dokar, er Grenivíkur-gamli-björn, gengur út og mokar. Þessu svaraði Björn um hæl: Með talsverðu brauki og bramlan bragfræðin setti á mig hamlan og upp á mig ló þessum leiðinda róg. Það var rímið sem gerði mig gamlan. Og Ólafur lét ekki standa upp á sig: Þetta’ eru þægileg rök. En þykir Birni slíkt gott, að rímið reynist oft skrök og ryðji sannleika brott? Og áfram hélt hann: Það rekja má fyrir því rök að rímið sé barasta skrök. Skrum eða skreyti að langmestu leyti, og vitónýt vettlingatök. Krummi Hrafns yrkir á Boðn- armiði: Nú er úti regn og rok, raun ég greini þunga. Hvenær verða vetrarlok, vor með lóuunga? Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þorri karlinn og Grenivíkur-Björn „OG ALLIR MENN KÓNGSINS OG ALLIR HANS HESTAR SPILLTU SÖNNUNAR- GÖGNUM Á VETTVANGI.“ „VÁ, ÞETTA VEKUR GAMLAR MINNINGAR! ÉG HEF EKKI SÉÐ SVONA JAKKAFÖT Í 30 ÁR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hitta bestu vini þína. HVERNIG HAFIÐ ÞÉR HAFT ÞAÐ, HR. ÁRDAL? ÉG? Ó, ÞÚ ÞEKKIR MIG… DAGA- TALIÐ MITT ER PAKKAÐ… BARA PAKKAÐ Æ, ÞAÐ ER SLÆMT NEI SKO, HVAÐ HELDURÐU? ENGLANDSDROTTNING VAR AÐ FRESTA FUND - INUM OKKAR! HRÓLFUR, SPYRÐ ÞÚ ÞIG EINHVERN TÍMANN SPURNINGA UM ÞAÐ SEM VIÐ GERUM? JÁ! ÉG SPYR MIG ALLTAF… HVERNIG VARÐ ÉG SVONA HEPPINN? Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.