Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 mikið við Mývatn. Mig langaði til að láta textann vera í fyrirrúmi og styðja hann með þessum frábæru vatnslitamyndum sem hann Árni minn gerir. Hann nær fuglunum afar vel með næmni sinni og þekk- ingu.“ Spurð hvað taki við í framhald- inu segir Unnur í gamansömum tón að kannski ætti hún bara að hætta á toppnum. „Ég er frekar hægur rithöfundur. Það líður yf- irleitt fremur langt á milli bóka hjá mér. Ég er með hugmyndir og við- fangsefni í tölvunni, en ég er ekk- ert búin að ákveða eitthvað eitt,“ segir Unnur. En er hún búin að eyrnamerkja verðlaunaféð í eitt- hvað? „Er ekki alltaf gaman að ferðast fyrir verðlaunafé? Þetta má að minnsta kosti ekki fara í hítina, heldur verður að nýtast í eitthvað eftirminnilegt,“ segir Unnur. Kallar eftir meiri umræðu „Ég er afskaplega ánægð með að myndabók hafi orðið fyrir valinu í ár. Mér fannst við vera í góðum hópi, enda hinar tilnefndu bæk- urnar alveg frábærar. Ég er sann- færð um að þær bækur eigi líka eftir að sjást víða,“ segir Áslaug Jónsdóttir, einn þriggja höfunda bókarinnar Skrímsla í vanda. Frá því byrjað var að verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka árið 2013 hafa aðeins skáldsögur unnið flokk- inn og er Skrímsli í vanda fyrsta myndabókin sem sigrar. Innt eftir því hvort Íslensku bók- menntaverðlaunin muni hjálpa skrímslabókaflokknum á erlendri grundu bendir Áslaug á að bók- unum vegni nú þegar vel erlendis. „Þær eru komnar út á yfir 15 tungumálum, þeirra á meðal kín- versku og arabísku og senn á rúss- nesku. Ég er sannfærð um að verð- launin muni hjálpa bókunum enn frekar. Það besta við viðurkenn- ingar er að þær leiða til aukinnar umræðu,“ segir Áslaug og kallar eftir enn meiri umræðu, bæði um- fjöllun og gagnrýni, um barnabæk- ur í íslenskum fjölmiðlum. Snýst um samkenndina Skrímsli í vanda er níunda bókin í bókaflokknum um skrímslin, sem hóf göngu sína árið 2004 með Nei! sagði litla skrímslið. Spurð hvort nýjasta bókin sé sú besta að mati höfundar svarar Áslaug: „Þetta er sú bók sem stendur hjarta mínu næst út af efninu. Þarna erum við að skoða tilfinningar sem geta ver- ið erfiðar, þ.e. sjálfselska, af- brýðisemi og ótti við missi. Þegar þriðja skrímslið kemur í heimsókn, illa til reika, kemur í ljós að það er heimilislaust og vill fá að búa hjá litla skrímslinu. Við erum að skoða hvaða tilfinningar bærast með þeim sem fá vin í vanda í heimsókn og hvernig við bregðumst við. Ég held að allir þurfi að viðurkenna og skoða þær blendnu tilfinningar sem slíkar aðstæður vekja. Í grunninn snýst þetta um getuna til að geta sett sig í spor annarra. Við getum öll lent í þeim aðstæðum að verða heimilislaus. Það hefur gerst hér á Íslandi út af náttúruhamför- um. Ég held að við verðum að horfa á heiminn út frá okkur sjálf- um – viljum við sjálf fá hjálp ef við lendum í erfiðum aðstæðum?“ spyr Áslaug og bendir á að öll stjórn- umst við af tilfinningum og því sé mikilvægt að skoða þær vel. Óþrjótandi brunnur „Það er svo gott að nota skrímsli til að skoða tilfinningar. Skrímsli eiga oft að vera hræðileg, en þau eru sjálf hrædd við margt. Þegar þau eru hræðileg þá eru þau birt- ingarmynd þess hræðilega í okkur sjálfum, enda eru skrímsli fulltrúar okkar mannfólksins á einn eða ann- an hátt.“ Spurð hvort höf- undaþríeykið sé þegar farið að leggja drög að næstu skrímslabók svarar Áslaug því játandi. „Þetta virðist vera óþrjótandi brunnur. Við erum þegar tilbúin með tvö handrit sem við eigum eft- ir að leggjast betur yfir. Í sam- starfi okkar leggjum við fram handrit hvert og eitt sem fer síðan í gegnum umræðu og gagnrýni hjá hinum tveimur. Þannig eignumst við öll hlutdeild í textanum,“ segir Áslaug og tekur fram að oft sé ein- faldast að fá góða hugmynd. „Að- alvinnan fer í að útfæra hugmynd- ina í það form sem við erum sátt við, þannig að frásögnin standi sem sjálfstætt verk.“ Aðspurð segist Áslaug hafa unn- ið skrímslabækurnar á starfs- launum. „Ég er svo ljónheppin að hafa fengið starfslaun til að vinna við barnabækur, sem er ómet- anlegt því annars hefðu þessar bækur ekki orðið til,“ segir Áslaug og tekur fram að hún sæki ávallt um starfslaun til að skila heild- arverki. „Ég skrifa, myndlýsi, brýt um bækurnar og kem þeim í prent- smiðjuna. Allt á að hanga saman. Myndirnar fæðast um leið og text- inn,“ segir Áslaug og bendir á að það taki oft nokkra mánuði að myndlýsa bók á borð við skrímsla- bækurnar. „Sumir halda að þetta sprautist út úr prentanum hjá manni. Á bak við hverja hugmynd sem maður notar eru ótal hug- myndir sem maður hefur hafnað. Öll sú vinna sem liggur að á bak við hverja bók er ósýnileg,“ segir Ás- laug. Spurð hvort höfundarnir þrír séu búnir að ákveða í hvað verðlauna- fénu verði varið svarar Áslaug kím- in: „Kannski ég noti minn hlut til að borga niður námslánin. En að öllu gamni slepptu, þá verður verð- launaféð nýtt í áframhaldandi skrif. Þetta fer allt í það að vera skapandi manneskja,“ segir Ás- laug. Fjögurra manna lokadómnefnd valdi vinningsverkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru til verð- launanna í desember á síðasta ári þegar fimm bækur voru tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefnd skip- uðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem var jafnframt var formaður nefndarinnar. Athygli vekur að þetta árið er meirihluti verðlauna- hafa konur. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst í sögu verðlaunanna, en það var í fyrra þegar Auður Ava Ólafsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta, Hildur Knútsdóttir í flokki barna- og ungmennabóka og Ragnar Axelsson í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Aðeins einu sinni í sögu verðlaunanna hafa allir verðlaunahafar verið konur, en það var árið 1994 þegar Vigdís Grímsdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagur- bókmennta og Silja Aðalsteinsdóttir í flokki fræðirita og bóka almenns. Alls tilnefndar 15 bækur í þremur flokkum Auk verðlaunaverksins Elín, ýmislegt eftir Kristínu Ei- ríksdóttur sem Mál og menning gaf út voru í flokki fag- urbókmennta tilnefndar í stafrófsröð höfunda: Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur sem Benedikt bókaút- gáfa gaf út; Saga Ástu eftir Jón Kalman Stefánsson sem Benedikt bókaútgáfa gaf út; Kóngulær í sýning- argluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur sem JPV útgáfa gaf út og Handbók um minni og gleymsku eftir Ragnar Helga Ólafsson sem Bjartur gaf út. Auk verðlaunaverksins Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Þóru Jökulsdóttur sem Mál og menning gaf út voru í flokki fræðirita og bóka almenns efnis tilnefndar Málarinn og menningar- sköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858- 1874 í ritstjórn Karls Aspelund og Terry Gunnell sem Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna gáfu út; Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur sem Sögufélag gaf út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands; Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900- 2010 í ritstjórn Sumarliða R. Ísleifssonar sem Skrudda gaf út og Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt sam- félag á 19. öld eftir Vilhelm Vilhelmsson sem Sögu- félag gaf út. Auk verðlaunaverksins Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal sem Mál og menning gaf út voru í flokki barna- og ungmenna- bóka tilnefndar Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur sem Vaka-Helgafell gaf út; Fuglar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring sem Angústúra gaf út; Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem Mál og menning gaf út og Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson sem Mál og menning gaf út. Verðlaunaféð nemur einni milljón króna Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess eru verðlauna- höfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlauna- gripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans. Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bóka- útgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en til- nefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóð- skáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skipt- ust í tvo flokka, fagurbækur annars vegar og fræðirit og bækur almenns efnis hins vegar. Þannig hafa verð- launin haldist óbreytt til ársins 2013 að við bættist flokkur barna- og ungmennabóka. Tveir höfundar hafa unnið þrisvar sinnum Alls hafa 64 höfundar hlotið verðlaunin í gegnum tíð- ina, þar af 19 konur og 45 karlar. Þrír höfundar hafa hlotið verðlaunin tvisvar. Þetta eru þau Guðbergur Bergsson í flokki fagurbókmennta árin 1991 og 1997; Hörður Ágústsson í flokki fræðirita og bóka almenns efnis árin 1990 og 1998 og Silja Aðalsteinsdóttir í flokki fræðirita og bóka almenns efnis árin 1994 og 2005. Tveir höfundar hafa hlotið verðlaunin þrisvar sinnum. Þetta eru Guðjón Friðriksson í flokki fræðirita og bóka almenns efnis árin 1991, 1997 og 2003 og Andri Snær Magnason sem hlaut þau 1999 í flokki fag- urbókmennta, 2006 í flokki fræðirita og bóka almenns efnis og 2013 í flokki barna- og ungmennabóka og er hann eini höfundurinn sem hlotið hefur verðlaunin í fleiri en einum flokki. Kristín Eiríksdóttir er níunda konan sem hlýtur verð- launin í flokki fagurbókmennta, en alls hafa 19 karl- menn hlotið verðlaunin í sama flokki. Unnur Þóra Jökulsdóttir er sjötta konan sem hlýtur verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, en alls hafa 25 karlmenn hlotið verðlaunin í sama flokki. Áslaug Jónsdóttir og Rakel Helmsdal eru þriðja og fjórða konan sem hljóta verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, en alls hafa þrír karlmenn hlotið verð- laun í sama flokki. Konur í meirihluta verðlaunahafa í ár ALLS HAFA 64 HÖFUNDAR VERIÐ VERÐLAUNAÐIR Á 29 ÁRUM Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fim 22/2 kl. 20:00 17. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Draumur um eilífa ást Medea (Nýja sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 Lokas. Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar! Lóaboratoríum (Litla sviðið) Mið 31/1 kl. 20:00 3. s Sun 4/2 kl. 20:00 5. s Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 4. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Í samvinnu við Sokkabandið. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Allra síðustu sýningar. Skúmaskot (Litla sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Hafið (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 LOKA Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Faðirinn (Kassinn) Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 4/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 4/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.