Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.01.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Það er svona að gerast, hægt og ró- lega,“ svarar Ísold Uggadóttir kímin þegar hún er spurð að því hvort hún sé komin niður á jörðina eftir ævin- týri nýliðinnar helgar en hún hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum, fyrst Íslendinga. Var það afrek út af fyrir sig hjá Ísold að komast í keppnisflokk á hátíðinni með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Andið eðlilega, sem var frum- sýnd á Sundance. Ísold hefur áður tekið þátt í hátíð- inni því ein af stuttmyndunum henn- ar, Góðir gestir, var sýnd á Sund- ance fyrir ellefu árum. Hún segir þó allt annað mál að vera með kvik- mynd í fullri lengd á hátíðinni, stórt skref að komast inn á hana og fá að frumsýna á henni. Ísold segir verðlaunin hafa komið sér í opna skjöldu. „Þetta er mjög mikill heiður, eitthvað sem mig hefði aðeins getað dreymt um,“ segir hún og bendir á að starf leikstjórans fel- ist í mikilli samvinnu við leikara og fleiri samstarfsmenn sem hún deili verðlaununum með. Varaði við kapítalismanum Sundance er með virtustu kvik- myndahátíðum heims og spurð að því hver staða hátíðarinnar sé segir Ísold að hún þyki afar mikilvæg í Bandaríkjunum. „Þetta er hátíð sem fólk sækir um að sýna á og þetta er líka staðurinn til þess að selja mynd- irnar sínar. Það er alltaf smekks- atriði hver röðin er á þessum hátíð- um en hún er í einu af efstu fjórum sætunum, að mínu mati,“ segir hún. Leikarinn og kvikmyndaframleið- andinn Robert Redford stofnaði há- tíðina fyrir 40 árum til að styðja við óháða kvikmyndagerð og snæddi Ís- old hádegisverð með honum og fleiri leikstjórum meðan á hátíðinni stóð. Redford hélt þar ræðu og talaði m.a. um mikilvægi þess að gefa sig ekki á vald kapítalismanum heldur leyfa listinni að ráða för og hlúa að hug- myndum sem væru ekki endilega söluvænlegar, að sögn Ísoldar. Þarf að taka rétta stefnu Þátttaka Andið eðlilega á Sund- ance og verðlaunin sem Ísold hlaut munu eflaust hafa jákvæð áhrif á dreifingu myndarinnar og leik- stjórnarferil Ísoldar. Og þó aðeins örfáir dagar séu liðnir frá verðlauna- afhendingunni hefur Ísold nú þegar fundað með umboðsmönnum og fleira áhrifafólki og segist finna fyrir miklum áhuga á kvikmyndinni og sér sem leikstjóra. „Það gefast auð- Mikilvægt að velja rétt Ljósmynd/Sundance Institute/Brandon Cruz Heiður Ísold Uggadóttir í ræðupúlti á Sundance, skömmu eftir að henni var tilkynnt að hún hefði hlotið verðlaun sem besti leikstjórinn í flokki al- þjóðlegra kvikmynda, þ.e. mynda frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. vitað tækifæri og svo er undir manni sjálfum komið að meta hvað hentar ferlinum og hvert maður vill fara. Tíminn er takmarkaður og kvik- myndagerð er mjög tímafrekt fag þannig að það er mikilvægt að velja rétt og ákveða hverju maður vilji einbeita sér að hverju sinni,“ segir hún. –Möguleikarnir eru þá mun fleiri núna en þeir voru? „Já, algjörlega og ég er mikið spurð að því hvað mig langi að gera næst, hvort ég vilji vinna í Banda- ríkjunum eða á Íslandi, hvernig ég vilji hafa þetta. Ég þarf bara að skoða stöðuna en þetta er ákveðið lúxusvandamál,“ svarar Ísold. Hún skrifaði handritið að Andið eðlilega auk þess að leikstýra kvik- myndinni og er spurð að því hvort spurningin sé ekki líka hvort hún vilji leikstýra eftir eigin handritum eða annarra í framtíðinni. „Jú, og ég veit svo sem alveg svarið við því. Það er tímafrekt að skrifa, fjármagna og gera sínar eigin bíómyndir og auð- vitað gott að eiga kost á því að skoða aðra möguleika í leiðinni. En af því þetta er svo tímafrekt fag hef ég ekki áhuga á að gera verkefni nema mér sýnist efniviðurinn vera sterk- ur,“ svarar Ísold. Hún kjósi því held- ur að leikstýra eftir eigin handritum en haldi þó öllum möguleikum opn- um eins og staðan er. Drepur sófinn bíóið? Ísold segir glímuna við að selja og dreifa kvikmynd m.a. felast í því að ákveða hvort selja eigi hana til sýn- inga í kvikmyndahúsum eða á net- inu. „Auðvitað er kvikmyndahús draumurinn en við verðum að sjá hvort kvikmyndahúsið lifir af þessa menningu Íslendinga og annarra í heiminum, að standa ekki upp úr sóf- anum. Það er það sem við erum að skoða,“ segir hún. –Kvikmyndir eru að færast í sífellt meiri mæli yfir í sjónvarpstækin og streymisveitur á borð við Netflix … „Já, og þetta er spurning um hvort þú heldur með bíóinu, bíóupplifun- inni. En myndin fer í dreifingu, það er klárt mál og bara spurning hvaða tilboði er tekið.“ Gautaborg næsta stopp Ísold er að lokum spurð að því hvort hún sé farin að leggja drög að næstu mynd og svarar hún því ját- andi. Þar sem búið sé að frumsýna Andið eðlilega geti hún nú farið að einbeita sér að næsta verki. „En það eru fleiri ferðalög framundan, við er- um að frumsýna í Evrópu á föstu- daginn, í Gautaborg og verðum þar yfir helgina,“ segir Ísold. Hún geti því ekki farið í Þjóðarbókhlöðuna að skrifa handrit í friði líkt og hún gerði á sínum tíma fyrir Andið eðlilega. „En ég kvarta ekki,“ segir Ísold sposk um hinar breyttu aðstæður. –Og hvenær fá Íslendingar svo að sjá Andið eðlilega? „Ég vænti þess að það verði í lok febrúar.“  Leikstjórnarverðlaunin sem Ísold Uggadóttir hlaut á Sundance opna henni nýjar dyr í heimi kvikmyndanna Bandaríski leikarinn og grínistinn Kevin Hart flytur uppistandssýn- inguna Irresponsible, eða Óábyrg- ur, í Laugardalshöll 15. ágúst næst- komandi. Í tilkynningu frá Senu Live, sem stendur fyrir henni, segir að sýningin sé hlaðin kostulegum sögum, beittum húmor og hafi víða fengið frábærar viðtökur. Hart gerðist ungur að árum skemmtikraftur og tróð reglulega upp á skemmtistaðnum Boston Co- medy Club snemma á ferli sínum. Honum tókst fyrstum bandarískra grínista að selja yfir 50.000 miða á eina uppistandssýningu og hefur einnig notið vinsælda utan heima- landsins. Hart hefur leikið í nokkr- um Hollywood-myndum, m.a. Get Hard, Central Intelligence og nú síðast Jumanji: Welcome to the Jungle. Miðasala á uppistandssýninguna hefst á föstudaginn kl. 10 á tix.is en póstlistaforsala Senu Live hefst í dag kl. 15. Óábyrgur Hart í Laugardalshöll AFP Spaugsamur Kevin Hart fer með gaman- mál í Laugardalshöll 17. ágúst. Þjóðarlistasafn Bandaríkjanna, The National Gallery of Art í Wash- ington-borg, hefur frestað um ótil- tekinn tíma sýningu sem átti að opna í maí með verkum eftir Chuck Close, einn kunnasta listmálara samtímans. Er sýningunni frestað vegna ásakana nokkurra kvenna sem hafa sakað Close um kynferð- islega áreitni þegar hann fékk þær til að sitja fyrir hjá sér. Í samtali við The New York Tim- es staðfesti talsmaður safnsins að sýningunni væri frestað vegna ásakananna sem komu fyrst fram í dagsljósið í desember. „Við höfum aldrei áður frestað sýningu vegna viðlíka ásakana,“ sagði talsmað- urinn. Í samtali sagði Close, sem er 77 ára og hefur verið í hjólastól í áratugi, ásakanirnar ekki sannar og að honum skildist að sýningunni hefði aðeins verið frestað um ár. „Þetta eru allt lygar,“ segir Close um ásakanir kvennanna sem segja hann hafa beðið þær um að af- klæðast og hafa viðhaft klám- fengin ummæli. „Ég hef ekki sof- ið í margar vikur út af þessu. Ég hef verið mikill stuðningsmaður kvenna og kven- kyns listamanna. Ég hef ekkert gert af mér en er samt kross- festur,“ segir hann. The National Gallery hefur einn- ig frestað fyrirhugaðri sýningu á verkum heimildaljósmyndarans og prófessorsins Thomasar Roma sem á dögunum var líka sakaður um kynferðislega áreitni, af fimm kon- um sem voru nemendur hans við School of Visual Arts og Columbia- háskóla í New York en Roma fór á eftirlaun eftir að ásakanirnar komu fram. Fresta sýningum vegna áreitni Ein af sjálfs- myndum Close. ICQC 2018-20 Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 6, 9 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.