Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. „Ég er bara búin á því á kvöldin“ 2. Íslenska klámstjarnan komin á … 3. Er í farbanni og fær ekki … 4. Lagði íbúðina í rúst »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason, sem verður á Listahátíð í Reykjavík í júní, er meðal þeirra 27 viðburða víðsvegar í Evrópu á árinu sem verða kynntir sérstaklega af Opera Europe sem hápunktar Menn- ingararfsárs Evrópu 2018. Morgunblaðið/Árni Sæberg Opera Europe kynnir óperuna Brothers  Jónas Sen var einn fjögurra pí- anóleikara sem komu fram með bandaríska tón- skáldinu Philip Glass og fluttu allar 20 etýður hans á tónleikum á tónlistarhátíð í Winnipeg um helgina. Jónas lék etýð- ur númer 7, 8, 15 og 18 á tónleikunum sem voru kvikmyndaðir. Jónas Sen lék etýður með Philip Glass  Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur ræðir í bókakaffi Borgar- bókasafnsins í Gerðubergi í kvöld kl. 20 við Evu Maríu Jónsdóttur um nýj- ustu bók sína, Vertu ósýnilegur: Flótta- saga Ishmaels, en hún hlaut Fjöru- verðlaunin á dög- unum. Bókakaffi Borgarbókasafns á vormisseri er helgað fjöl- menningu. Kristín Helga ræðir um Vertu ósýnilegur Á fimmtudag Norðlæg átt 8-15 m/s NA-lands og dálítil él, en ann- ars hægari, bjartviðri og talsvert frost. Vaxandi SA-átt og þykknar upp síðdegis, fyrst SV-til. Hvassviðri eða stormur um kvöldið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 5-13 m/s en 13-20 m/s á SA-landi og Austfjörðum í kvöld. Él fyrir norðan og austan, en bjartviðri syðra. Frost víða 1 til 6 stig síðdegis. VEÐUR Mikil spenna er á toppi Olís- deildar kvenna í handbolta og hún jókst enn í gærkvöld þegar Eyjakonur unnu topp- lið Vals, 31:27. Þetta var annað tap Vals á rúmri viku, en fram að því hafði liðið ekki tapað leik í vetur. Haukar nýttu sér tap Vals og jöfnuðu liðið að stigum með stórsigri á Gróttu. Stjarnan er í 5. sæti og virð- ist litla von eiga um að kom- ast í úrslitakeppnina. »2 Haukar að hlið Vals á toppnum Haukar komu af krafti til leiks í Olís- deild karla í handbolta eftir jóla- og EM-fríið langa. Þeir unnu Stjörnuna með sannfærandi hætti, 33:26, og styrktu stöðu sína í 5. sæti deild- arinnar. Fjölnir situr áfram í neðsta sæti eftir tap á heimavelli gegn ÍR, 28:24, og útlitið er ekki bjart í Graf- arvogi þar sem virðist þörf á krafta- verki svo liðið haldi sér uppi. »2 Haukar sannfærandi eftir hléið langa ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég byrjaði að smíða gleraugna- umgjarðir árið 2011 í kreppunni. Ég missti vinnuna og langaði að prófa að gera eitthvað annað eins og fín- legri smíði með en ég var búinn að vera í grófari smíðum í bygginga- vinnu. Svo vantaði mig líka gleraugu og fékk þessa hugmynd, að smíða mér gleraugu,“ segir Sverrir Har- aldsson, ungur smiður úr Hafnar- firðinum. Sverrir smíðar gleraugnaum- gjarðir í tómstundum, en maður nokkur með slíka umgjörð vakti á dögunum athygli Morgunblaðsins sem ákvað að forvitnast frekar um málið. „Ég vissi að ef maður límir timbur saman þá verður það sterkara. Ég notast því við nokkur lög af spónum sem eru límdir saman.“ Hann segir gleraugun því vera sterk og létt, svipað og plast- umgjörð. Fólk geti valið hvort það fær sér gler með styrk eða sólgler í umgjörðina. Sverrir hannar gler- augun sjálfur og teiknar þau upp í tölvunni. Hann hefur hannað fimm mismunandi umgjarðir og smíðar jafnframt hulstur utan um gler- augun, einnig úr tré, undir merkinu HAR eyewear. Hann kveðst ekki smíða gleraugu eftir sérpöntun en það hafi þó komið fyrir, það kosti talsvert meira því mikill tími fari í að teikna, hanna og smíða fyrstu gerð. Gömul hjólabretti „Efniviðurinn er aðallega hnota og eik í ytra byrðinu og hlynur að innan, hann er sterkari, svo ber ég á þau olíu. En ég hef líka smíðað úr gömlum hjólabrettum og þau geta verið bæsuð í mörgum litum og það er hægt að láta þau koma skemmtilega út með því að líma mislitan spón úr þeim saman.“ Aðspurður hvort íslenskur viður eins og birki sé nothæfur í gleraugu, segir Sverrir að það geti verið en hann hafi ekki fengið íslenskt birki í spónum. „Ég notast ekki við tölvutækni eins og laser við smíðina. Ég lét sér- smíða fyrir mig tæki sem ég nota en gleraugun eru þó að mestu leyti gerð í höndunum með einföldum verkfær- um. Það tekur mig u.þ.b. einn og hálfan dag að smíða ein gleraugu,“ segir Sverrir og kveðst njóta þess að dunda við gleraugnasmíði í tóm- stundum sínum. „Tómar stundir til gleraugnasmíða eru þó fáar þessa dagana, smiðir hafa nú nóg af verk- efnum og að auki er ég nýorðinn pabbi.“ Sverrir smíðaði sér gleraugu  Ungan smið vantaði vinnu og gleraugu í kreppu Morgunblaðið/Eggert Gleraugnasmiður Sverrir Haraldsson lætur sér ekki leiðast og hannar og smíðar gleraugu úr tré sér til ánægju. „Ég hef ekki verið að selja mik- ið af þessum gleraugum, enda hef ég ekki mikinn tíma til að búa þau til. Á tímabili var ég í samstarfi við gleraugnaverslun og seldi slatta til ferðamanna en annars sel ég þau á net- inu,“ sagði Sverrir. Einnig hafi nokkrir Íslendingar keypt af honum gleraugu og reynslan sé að viðskiptavin- irnir séu ánægðir. Sverrir kveðst ekki hafa heyrt af því að umgjarðir hafi brotnað. „Ég er búinn að eiga mín gleraugu og sólgleraugu talsvert lengi og hef meira að segja farið með þau í sund og í heitu pottana. Þau eru enn í fínu lagi.“ Áhugasamir geta skoðað gleraugun eða hafa samband við Sverri í gegnum www.fa- cebook.com/pg/hareyewear. „Ég hef farið með þau í sund“ REYNSLA OG ENDING Á GLERAUGNAUMGJÖRÐUNUM GÓÐ „Ég ætla bara að gera mitt besta og vonandi ná þeim atriðum inn í golf- leikinn minn sem ég og mínir þjálf- arar höfum verið að vinna með núna eftir jól,“ segir atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir sem byrjar vertíðina á Evrópumótaröðinni í nótt þegar hún leggur af stað á fyrsta mótinu af fjórum sem fram fara í Ástralíu næstu vik- urnar. »4 Valdís keppir í Ástralíu næstu vikurnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.