Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 4
Til sölu Eðal eintak af Mercedes-Benz S550 L Árgerð 1/2007. Ekinn aðeins 77 þ. km. Einn eigandi frá upphafi. Bíll í toppstandi. Verð 4.990.000. Seljandi skoðar skipti á ódýrari. Stekkjarbakki 4 109 Reykjavík Sími 497 1400 gæðabílar.is GÆÐABÍLAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 Sundurleit stjórnarandstaða Í sögulegum skilningi er ríkis-stjórnin sem nýlega tók við völd-um í landinu óvenjulega sam- sett. Af því leiðir að við hljótum að vera með óvenjulega samsetta stjórnarandstöðu sem hefur þess ut- an ekki í annan tíma samanstaðið af fleiri flokkum, fimm talsins. Hvað þýðir þetta? Hvernig mun stjórnar- andstöðunni ganga að standa saman að því að veita ríkisstjórninni að- hald? „Ég hef ekki trú á því að stjórn- arandstaðan muni ganga í takt á kjörtímabilinu af þeirri einföldu ástæðu að flokkarnir eru svo ólíkir,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Þarna er Birgir að tala um stjórn- arandstöðuna í heild; einstakir flokkar komi örugglega til með að ná ágætlega saman og nefnir hann Samfylkinguna og Pírata í því sam- bandi og jafnvel Flokk fólksins. „Ég á hins vegar erfitt með að sjá að það verði góður samhljómur með þess- um flokkum og til dæmis Mið- flokknum. Það er ekki augljós flötur á samstarfi þeirra á milli. Bæði er sýn þessara flokka ólík að ekki sé talað um gamlar væringar. Ég hef ekki trú á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokks- ins, hafi yfirhöfuð áhuga á því að ganga í takti við Samfylkinguna og Pírata, jafnvel þótt það yrði til þess að koma höggi á stjórnina. Hann vill miklu frekar eiga sviðið, þannig lag- að. Það getur reyndar líka átt við um Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar.“ Að mati Birgis er líklegt að skot- mörkin verði ólík. Miðflokkurinn muni hamast á Framsóknar- flokknum, rukka hann ótt og títt um kosningaloforðin og saka hann um að selja sál sína. Sama gildi um Samfylkinguna gagnvart Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði og jafnvel Pírata líka. Þessir flokkar muni fylgja VG eins og skugginn. Birgir segir erfiðara að glöggva sig á því hvar Viðreisn muni stað- setja sig. „Viðreisn er svolítið milli steins og sleggju á þinginu. Mín spá er sú að hún muni að hluta til dansa með Pírötum og Samfylkingunni, til dæmis í jafnréttismálunum, en alls ekki að öllu leyti og þá er ég að tala svolítið út frá viðbrögðum Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, for- manns Viðreisnar, við kröfum um afsögn Sigríðar Á. Ander- sen dómsmálaráðherra.“ Spurður hvaða flokkur hann haldi að komi til með að græða mest á því að vera í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu nefnir Birgir fyrst Samfylkinguna. Hún hafi þegar haf- ið endurkomu sína sem hinn „eini og sanni krataflokkur Íslands“ og komi til með að hagnast á því að skiptar skoðanir eru meðal kjósenda VG á samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. „Samfylkingin verður eins og Kató gamli: Auk þess legg ég til … Hún mun ekki þreytast á því að tala um fátækt og stéttaskiptingu í landinu. Logi er þegar farinn að hljóma svo- lítið eins og Johnny Cash íslenskra stjórnmála, sem klæddist svörtu til að minna á hina hrjáðu og smáðu – nema hvað Logi klæðist röndóttu!“ Birgir telur hins vegar að Mið- flokkurinn gæti átt undir högg að sækja enda eigi það betur við for- manninn að vera í stjórn en stjórn- arandstöðu. Hann sé þeirrar gerðar að hann þurfi að koma hlutum í verk. „Annars gæti kjörtímabilið líka farið vel fyrir Miðflokkinn, þó það sé ólíklegra. En það verður, að mínu mati, ekkert þar á milli; ann- aðhvort mun þetta fara vel fyrir flokkinn eða illa.“ Almenningur orðinn þreyttur Það er trú Birgis að kjörtímabilið verði í meðallagi fjörugt. Mikið verði höfðað til samvisku og róta stjórn- arflokkanna sem komi á hinn bóginn til með að hagnast á því hvað stjórn- Morgunblaðið/Eggert Aldrei hafa fleiri flokkar verið í stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga, hver öðrum ólíkari. Að áliti stjórnmálafræðinga verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þessir flokkar koma til með að vinna saman að því að veita ríkisstjórninni aðhald. Stefanía Óskarsdóttir segir ýmsa óvissuþætti í stöð- unni við upphaf kjörtímabils. „Hvað yrði til dæmis um Miðflokkinn ákvæði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson að hætta í pólitík? Gera má því skóna að hann myndi renna aftur saman við Framsókn- arflokkinn. Ég er ekki að spá því að þetta gerist en ekki er hægt að útiloka það,“ segir hún. Þá gæti Viðreisn mögulega sameinast Sjálf- stæðisflokknum á kjörtímabilinu enda þótt það sé ólíklegra, að mati Stefaníu. Hvað ef ... ? Stefanía Óskars- dóttir ’ Ég hef ekki trú á því að stjórnarandstaðan muni ganga í takt á kjörtímabilinu af þeirri einföldu ástæðu að flokkarnir eru svo ólíkir. Birgir Guðmundsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is þessir tveir flokkar nái saman í stjórnarandstöðu. Nýju flokkarnir tveir, Miðflokk- urinn og Flokkur fólksins, þurfa tíma til að finna taktinn, að mati Stefaníu, en hún á þó síður von á því að sá taktur verði nálægt Samfylk- ingunni og Pírötum. „Allt bendir til þess að þingflokkur Miðflokksins muni standa þétt að baki leiðtoga sínum. Raddirnar innan Flokks fólksins eru fleiri; þannig er Inga Sæland ein rödd og Ólafur Ísleifsson önnur. Hann virðist til dæmis vera býsna jákvæður út í ríkisstjórnina, alla vega enn sem komið er.“ Hafandi sagt þetta þykir Stefaníu ekki útilokað að nýju flokkarnir tveir komi til með að geta unnið saman, a.m.k. að einstökum málum. Spurð um Viðreisn þá telur Stef- anía líklegra að hún muni halla sér frekar að Samfylkingu og Pírötum en nýju flokkunum, ekki síst vegna líkra áherslna í Evrópumálum og „þess sem þessir flokkar kalla frjáls- lyndi“. Stundum hefur stjórnarandstaðan litið á sig sem augljósan valkost við ríkisstjórnina í kosningum en að mati Stefaníu hefur það líklega aldr- ei átt síður við en nú. Einstakir flokkar í stjórnarandstöðu geti mun frekar hugsað sér að vinna með ein- stökum flokkum sem nú sitja í ríkis- stjórn. En eins og við vitum þá er kjörtímabilið rétt að byrja. arandstaðan sé sundurleit og ekki síður því hversu þreyttur almenn- ingur í landinu sé orðinn á argaþrasi stjórnmálanna. Dr. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir fullsnemmt að segja fyr- ir um það hvernig stjórnarand- staðan komi til með að þróast á þinginu. Mjög fróðlegt verði þó að fylgjast með því. Að hennar mati verður til dæmis spennandi að sjá hvernig dínamíkin verði milli Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar. Fyrir utan söguleg tengsl þá hafi þessir tveir flokkar unnið náið saman í ríkisstjórn frá 2009-13 og í stjórnarandstöðu frá 2013-17, auk þess að vera saman í meirihluta í borginni á kjörtíma- bilinu sem er að líða. „Það er ekki margt sem hefur greint að stefnu þessara flokka undanfarin misseri, fyrir utan Evrópumálin, og fylgið flakkað talsvert þarna á milli. Það eru því klárlega sóknarfæri fyrir Samfylkinguna verði ríkisstjórnin óvinsæl,“ segir Stefanía en bætir við að enn sem komið er mælist vin- sældir stjórnarinnar miklar í könn- unum og VG virðist halda sínu fylgi. Stefanía segir margt benda til þess að Samfylkingin hafi misst mikið fylgi yfir til Pírata þegar sá flokkur fór með himinskautum í könnunum árin 2015 og 2016. Fyrir vikið verði áhugavert að sjá hvernig

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.