Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 34
LESBÓK Rithöfundurinn Sjón tekur á sunnudag kl. 14 þátt í leiðsögn um sýn-inguna Myrkraverk á Kjarvalsstöðum og mun fjalla um verk Alfreðs
Flóka. Á sýningunni eru verk innblásin af þjóðsögum og ævintýrum.
Sjón segir frá Alfreð Flóka
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018
Þetta er óskaplega gaman og manni líðursvo vel við að spila Mozart,“ segirGuðný Guðmundsdóttir fiðluleikari um
hið viðamikla tónleikaverkefni sem hún er að
ráðast í og kallar Mozarts-maraþon. Í tilefni af
sjötugsafmæli sínu á dögunum hyggst hún
koma fram á tíu hádegistónleikum í menning-
arhúsinu Hannesarholti við Grundarstíg, á síð-
asta sunnudegi hvers mánaðar, og flytja í sam-
vinnu við hina ýmsu píanóleikara verk fyrir
píanó og fiðlu eftir Wolfgang Amadeus Moz-
art.
„Það getur verið skemmtilegt að gera eitt-
hvað sem þetta á tímamótum í lífinu,“ segir
Guðný um tónleikaröðina.
Fyrstu tónleikarnir eru á morgun, sunnu-
dag, og hefjast kl. 12.15. Á píanóið leikur þá
Jane Ade Sutarjo og á efnisskránni eru Sónata
í C-dúr KV 6, samin í París árið 1764; Andante
og Fúga í A-dúr KV 402, samin í Vín 1782 en
lokið af M. Stadler; og loks Sónata í B-dúr KV
378, samin í Salzburg árið 1779.
Auk Jane Ade Sutarjo leika með Guðnýju í
tónleikaröðinni píanóleikararnir Anna Guðný
Guðmundsdóttir, Bjarni Frímann Bjarnason,
Gerrit Schuil, Delena Thomsen, Nína Margrét
Grímsdóttir, Peter Máté og Richard Simm.
Tónleikagestir geta notið hádegisverðar í
Hannesarholti fyrir eða eftir tónleikana.
Guðný er einn ástsælasti fiðluleikari þjóð-
arinnar og gegndi starfi fyrsta konsertmeist-
ara við Sinfóníuhljómsveit Íslands 1974-2010.
Hún hefur staðið á tónleikapalli frá sjö ára
aldri og hefur komið fram sem einleikari, í
kammertónlist og sem gestakennari víða í
Bandaríkjunum, Evrópu og einnig í Asíu. Hún
hefur líka í fjóra áratugi kennt við helstu tón-
listarskóla landsins og hlotið ýmsar viðurkenn-
ingar fyrir tónlistarstörf.
Dásamlegar fyrir fiðluna
Þegar Guðný er spurð út í þá hugmynd að
leika á tíu tónleikum öll þau verk sem Mozart
samdi fyrir píanó og fiðlu segist hún hafa átt í
áratugi heildarútgáfu af sónötum hans fyrir
þessi hljóðfæri en engu að síður hafi hún, eins
og flestir fiðluleikarar sem hafa flutt þau, eink-
um horft til og flutt nokkur þau vinsælustu.
„Fyrir nokkrum árum kom út enn ein heild-
arútgáfa verka Mozarts fyrir fiðlu og þar með
öll þau ófullgerðu og verkin tíu sem hann
samdi á barnsaldri, síðan hann var um sjö ára
gamall. Ég fór að blaða í gegnum þetta allt og
lesa um verkin og datt þá í hug hvort ég ætti
ekki bara að leika þau öll,“ segir Guðný.
„Hugmyndin hefur gerjast með mér í um
tvö ár en framkvæmdin vafðist fyrir mér – hér
er ekkert tónlistarfélag sem ræður mann í
verkefni sem þetta. Fyrst hugsaði ég um að
hafa sama píanistann með mér en skipti svo
um skoðun og bað nokkra um að leika með mér
– þeir eru átta en tveir leika tvisvar með mér.
Píanóið er í forgrunni í sónötunum en þær eru
líka dásamlegar fyrir fiðluna. En það var skil-
yrði að leika á stað með góðum píanói og þar
hentaði Hannesarholt fullkomlega; flygillinn
þar er sérlega góður og hljómburðurinn ekki
síðri. Og ráðamenn þar voru til í að ráðast í
verkefnið með mér.“
Guðný skipti verkunum niður á tíu tónleika
út frá tímalengd þannig að hverjir tónleikar
verði ekki lengri en 45 til 50 mínútur, enda um
hádegistónleika að ræða. „Þeir byrja alltaf á
æskuverki sem Mozart samdi sjö til tíu ára
gamall,“ segir hún. „Það er mikið æskufjör í
þeim verkum og þau eru líka ótrúlega vel sam-
in, enda var hann sannkallað undrabarn. Mið-
verkin eru oftast stutt, sum ókláruðu verkin
hans og verk sem hafa nánast verið hunsuð af
hljóðfæraleikurum en verðskulda samt að
heyrast. Við ljúkum tónleikunum á lengri
verkum sem eru allt að 20 mínútur að lengd,
en það eru sónöturnar. Ein þeirra hljómar á
hverjum tónleikum.“
Þarf að hafa melt þau öll
Þegar Guðný er spurð að því hvort hún sé
byrjuð að skoða og æfa öll verkin sem hún flyt-
ur á tónleikunum tíu, þá svarar hún brosandi
að hún sé fyrir löngu byrjuð á því. „Ég segi
ekki að ég sé tilbúin að spila þau öll opin-
berlega á morgun en ég þekki þau orðið öll vel.
Ég er í hlutastarfi í kennslu við Listaháskól-
ann og Menntaskóla í tónlist en hef nú tekið
mér leyfi í tvo mánuði frá Listaháskólanum til
að einbeita mér að undirbúningum. Janúar og
febrúar eru vinnumánuðir til að tipla yfir öll
verkin svo það verði ekkert stress þegar ég fer
að vinna með hverjum og einum píanóleikara;
ég þarf að hafa melt þau öll.“
Guðný segir að það megi sjá í skrifum Moz-
arts fyrir fiðluna að í upphafi hafi hann lagt
meiri áherslu á þátt píanósins og kannski hafi
hann hugsað verkin fyrir fiðluleikara sem
væru ekki langt komnir. „En hann þroskaðist
mikið og hratt sem tónskáld og fiðlan fær
smám saman mun meira vægi en þá var hann
líka orðinn góður fiðluleikari sjálfur,“ segir
hún. „Í sónötunum fyrir píanó og fiðlu er pí-
anóið þó, rétt eins og í sónötum Beethovens
fyrir þessi hljóðfæri, í stærra hlutverkinu og
píanópartar mjög krefjandi. En tónlistin í són-
ötunum þróaðist sífellt eins og tónlist Mozarts
gerði allan hans stutta æviferil.“
Guðný bætir við að þau píanóleikararnir
leiki að sjálfsögðu sína eigin túlkun á öllum
þessum verkum og reyni að nálgast þau eins
heiðarlega og þau geti.
„En það hafa líka verið gerðar frábærar
rannsóknir á öllum þessum verkum og búið er
að hjálpa hljóðfæraleikurum með allskyns til-
lögum fræðimanna um það hvernig megi út-
færa vissa þætti. Það er mikilvægt að hafa að-
gang að slíkum upplýsingum, eins og tillögum
um það hvort best sé að leika veikt eða sterkt,
nokkuð sem tónskáld á þessum tíma gáfu
sjaldan fyrirmæli um – en það þýðir ekki að
maður sé bundinn af þeim við túlkunina.“
En árið er orðið býsna vel skipulagt hjá
Guðnýju, með tónleika síðasta sunnudag hvers
mánaðar ef maí og desember eru undanskildir.
„Ef ég þarf að bregða mér af bæ þá er alltaf
mánuður á milli tónleika,“ segir hún. „Ég hef
undirbúið mig vel og skipulagt æfingatímabil
með píanóleikurunum. Okkur finnst öllum
rosalega gaman að leika þessi verk og vonandi
finnst fólki líka gaman að heyra þau.“
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari
og Jane Ade Sutarjo píanóleikari æfðu
í vikunni fyrir fyrstu tónleika Mozarts-
maraþonsins sem verða í Hann-
esarholti í hádeginu á sunnudag.
Morgunblaðið/Hari
„Gaman að leika þessi verk“
Á árinu leikur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari á tíu tónleikum í Hannesarholti öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu, í
samstarfi við átta píanóleikara. Hún kallar tónleikaröðina Mozarts-maraþon og fyrstu tónleikarnir eru nú á sunnudag.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
’ Ég fór að blaða í gegnumþetta allt og lesa um verkinog datt þá í hug hvort ég ættiekki bara að leika þau öll.