Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 10
ASHLEY NICOLETTE FRANGIPANE er þekkt bandarísk tónlistarkona
sem gengur undir listamannsnafninu Halsey. Sviðsnafn hennar vísar til Halsey
Street í Brooklyn, götu sem hún eyddi miklum tíma í sem unglingur og er jafn-
framt stafarugl úr eiginnafni hennar. Hún fæddist 29. september árið 1994 í
Edison í New Jersey í Bandaríkjunum. Chris faðir hennar er svartur og er auk
þess af írskum ættum en Nicole móðir hennar er af írskum og ungverskum
uppruna. Hún lærði á fiðlu, víólu og selló þegar hún var lítil og skipti síðan yfir í
gítar þegar hún var fjórtán ára. Hún var greind með geðhvarfasýki þegar hún
var sautján eftir að hafa reynt að svipta sig lífi en hún var í kjölfarið lögð inn á
geðdeild.
Hún varð þekkt í gegnum samfélagsmiðla en hún byrjaði að setja inn tónlist-
armyndbönd á síður á borð við Tumbler og YouTube árið 2012. Þar á meðal var
grínútgáfa af Taylor Swift-laginu „I Knew You Were Trouble“ þar sem Swift
fjallar um samband sitt við Harry Styles.
Halsey hefur viðurkennt að hafa notað eiturlyf sem unglingur og segist
hafa verið óvenjulegt barn að hluta til vegna geðhvarfasýkinnar. Hún fór í
háskóla en hætti og í kjölfarið hentu foreldrar hennar henni út af heim-
ilinu. Hún átti á þessu tímabili oft erfitt, gisti hjá vinum og var pen-
ingalaus. Hún flutti seinna til ömmu sinnar um tíma.
Halsey hafði lengi samið ljóð en byrjaði að semja lög til að vekja athygli
á textum sínum. Lagið „Ghost“ er það sem vakti fyrst athygli á henni en
það varð mjög vinsælt á SoundCloud á aðeins nokkrum klukkustundum. Í
kjölfarið höfðu mörg útgáfufyrirtæki samband og hún skrifaði undir samn-
ing við Astralwerks. Fyrsta hljóðversplata hennar Badlands kom út í ágúst
2015 og náði platínusölu í Bandaríkjunum. Hopeless Fountain Kingdom
kom síðan út í júní í fyrra og hefur einnig selst vel og þykir útvarpsvænni
en sú fyrri.
Vill að Trump hlusti
Halsey hélt magnaða ræðu á mótmælagöngu kvenna í New York sl. laug-
ardag. Hún sagði við þann mikla mannfjölda sem var saman kominn í
Central Park að hún kynni ekki að halda ræðu nema hún væri rímuð og
þess vegna ætlaði hún að flytja ljóð. Fyrr hafði hún sagt við ljósmyndara
TMZ að hún vildi að Trump myndi hlusta á ræðuna en ekkert hefur heyrst
frá Bandaríkjaforseta varðandi #metoo byltinguna.
Í ljóðinu segir hún frá kynferðislegu ofbeldi sem hún og einnig vinkona
hennar hafa orðið fyrir. Hún segir frá nauðgun og misnotkun á einstaklega
áhrifaríkan hátt en ræðan hefur snert marga. Hún segir að enginn sé
öruggur, heldur ekki hún sjálf eftir að hún náði frama og talar um hetjurn-
ar sem hafa stigið fram eins og „Ashley og Simone og Gabby, McKayla og
Gaga, Rosario, Aly“ og að þetta sé upphafið en ekki endirinn. ingarun@mbl.is
Ljóð urðu
að lögum
Halsey hélt magnaða ræðu í
mótmælagöngu kvenna í
New York sl. laugardag.
’Hún varð þekkt í gegnumsamfélagsmiðla en húnbyrjaði að setja inn tónlistar-myndbönd á síður á borð við
Tumbler og YouTube árið 2012.
Á tónleikum árið 2015.
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018
Í PRÓFÍL
TÓNLISTARHÁTÍÐIR Halsey gagnrýndi Firefly-
tónlistarhátíðina fyrir að skilja konur útundan á hátíð-
inni 2018. Hún spilaði sjálf á hátíðinni árið 2015 og gagn-
rýndi val tónleikahaldara í ár á Twitter. „Ég meina það,
hvað eruð þið að spá. Hvar eru konurnar? Þessi hátíð
var í svo miklu upáhaldi hjá mér og það er skömm að
það séu ekki fleiri konur á listanum. Fyrir utan (hina frá-
bæru) Sza eru fyrstu 20 tónlistaratriðin á listanum allt
karlar. Það er 2018, standið ykkur betur!!!“ skrifaði hún.
Eminem, Kendrick Lamar, Arctic Monkeys og The
Killers eru aðalnöfnin á hátíðinni og aðeins 19 af 95 tón-
listaratriðum hátíðarinnar eru konur eða hljómsveitir
með konum innanborðs.
Á vef Billboard er bent á að aðdáandi hafi skrifað
Halsey og sagt henni að slaka á í tísti sem nú er búið að
eyða. Hún var ekki í vandræðum með að svara honum
og útskýrði að tónleikahaldararnir séu þeir sem þurfi að
vera leiðandi í að fá meiri fjölbreytni á svið. Hún tísti
m.a. „Hátíðir BIÐJA tónlistarfólk að koma að spila.
Listamenn SPYRJA ekki hátíðir hvort þeir megi mæta.
Ég er bara að benda á þetta. Það eru svo margar flottar
konur í tónlist núna!“ Á sviði á tónleikum KIIS FM í Los Angeles í desember.
AFP
Hvar eru konurnar?
ÁSTIN Tónlistarkonan kom fram í
fyrsta Saturday Night Live-þætti ár-
ins. Hún tók tvö lög, „Bad at Love“ og
„Him & I“. Í síðarnefnda laginu deildi
hún sviðinu með kærasta sínum en
hún er í sambandi með rapparanum
G-Eazy. Bæði lögin eru sem stendur á
topp 20 á Billboard Hot 100-listanum
í Bandaríkjunum, eða í því sjöunda og
sextánda.
Þau skarta bæði nokkrum húð-
flúrum en það nýjasta sem Halsey er
með er textabrot úr laginu „Loser“
eftir Beck frá 1993 en hún lét flúra
„I’m a loser baby“ á hálsinn á sér. Er
hún nú með yfir 20 húðflúr.
Hún hefur ennfremur hannað tvö
húðflúr sem G-Eazy er með; ann-
arsvegar engil og hinsvegar djöful
sem prýða upphandleggi kærastans.
Komu
saman fram
í SNL
Með kærastanum á körfuboltaleik í upphafi árs.
TEXTAMYNDBAND Lagið sem
skaut Halsey á stjörnuhimininn var
„Closer“ sem hún gerði með The
Chainsmokers. Við það var gert svo-
kallað textamyndband og náði það
eins milljarðs áhorfum 10. janúar
2017 og var það fyrsta texta-
myndbandið sem náði þeim áfanga.
Nú er búið að horfa á myndbandið
1,99 milljarðs sinnum og er það núm-
er 21 yfir vinsælustu myndböndin á
YouTube.
Þau tóku lagið fyrst saman á tón-
leikum á Coachella-tónlistarhátíðinni
í apríl 2016.
„Closer“ var jafnframt á toppi
Billboard Hot 100-listans í tólf vikur í
röð.
Fyrsti stóri
smellurinn
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
KLAPPSTÓLL
Koma í 3. litum
4.900 kr.
BEKKUR
120x35, H: 46cm
39.500 kr.
TILBOÐS DAGAR
húsgögn og smávara
30-50%
afsláttur
af vörum sem eru
að hætta í sölu
Óform-
lega klædd
á tónlist-
arhátíð í
desember.