Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 26
Hvað heillar þig við tísku? Einna helst tjáningin og frelsið. Tíska gerirfólki kleift að tjá sig í gegnum fötin sem það klæðist. Hver og einngetur skapað sinn stíl - það er ótrúlega gaman að sjá hvað við erum öll
ólík og hvað tískan hefur áhrif á hvernig við sjáum
hvert annað.
Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann er
nokkuð fjölbreyttur en í stuttu máli er hann róm-
antískur með 70’s ívafi í bland við 90’s götutísku. Ég
elska „vintage“ föt og á orðið nokkuð gott safn af ein-
stökum flíkum sem ég mun aldrei láta frá mér. Það
er því orðið nokkurs konar hobbý að leita uppi „vin-
tage“ gersemar.
Hefur þinn persónulegi stíll þróast mikið með
árunum? Já klárlega. Ég hef stundum verið alveg út
og suður og fylgt allskyns tískustraumum sem ég
myndi ekki beint klæðast í dag. Ég lít þó alls ekkert
neikvæðum augum á þau tímabil - tíska er til þess að
prufa sig áfram með og ég mun sennilega aldrei
hætta því.
Ég reyni þó alltaf að vera samkvæm sjálfri mér og
finnst stíllinn minn ná að endurspegla mig og minn
karakter.
Hvert sækir þú innblástur? Ég sæki innblástur
að mestu í gegnum tónlist, kvikmyndir og fólkið í
kringum mig.
Áttu þér uppáhalds
tískuhús/hönnuð? Aless-
andro Michele yfirhönn-
uður Gucci er algjör snill-
ingur og ég dýrka allt sem
hann gerir.
Ég hef síðan alltaf
heillast mikið af danskri
hönnun líkt og flestir Ís-
lendingar og eru Malene
Birger og Won Hundred í
miklu uppáhaldi hjá mér.
Hildur Yeoman stendur síðan
upp úr hér á landi en allt sem hún
kemur nálægt er gullfallegt!
Hver hafa verið bestu kaupin
þín? Ætli ég verði ekki að nefna
hvítu lambakápuna sem ég
keypti nýverið af etsy-
.com. Ég gjörsamlega
elska hana og held ég
muni alltaf gera.
Hvað er á óskalist-
anum þessa stund-
ina? Undanfarið hefur
mig dreymt um Gucci
hælaskó sem ég get
ekki hætt að láta mig dreyma um.
Hvað hefurðu helst í huga
þegar þú velur föt? Ég reyni að
velja gæði eftir bestu getu og eru góð efni lykilatriði. Eitt-
hvað sem ég klikka alveg stundum á en er alltaf að sjá
hvað þessi þáttur skiptir miklu máli bæði upp á endingu og notagildi.
Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég hef alltaf haldið mikið
upp á stílinn hennar Nicole Richie. Upp á síðkastið hef ég verið að tengja mikið
við eina ofurskvísu sem ég fylgi á instagram með notendanafnið happilygrey.
Ég mæli með að fylgja henni.
Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Húðvörur sem gefa góðan raka og
ljóma er eitthvað sem ég þarf helst að huga að þar sem að ég vinn í háloftunum
og þar er alls ekki besta loftið. Bioeffect 30 day treatment hefur verið að gera
mjög góða hluti fyrir húðina mína. Ég get síðan ekki lifað án highlighter - gerir
allt betra!
Kolbrún Anna í hvítu
lambakápunni sem hún
keypti á etsy.com.
Morgunblaðið/Hari
Gæði og góð
efni lykilatriði
Kolbrún Anna Vignisdóttir, flugfreyja og
bloggari á lífsstílsvefnum femme.is, er með
flottan og fjölbreyttan fatastíl. Kolbrún elskar
að leita uppi „vintage“ flíkur og sækir meðal
annars innblástur í tónlist og kvikmyndir.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Kolbrún heldur upp á
stíl instagramara sem
kallar sig Happily Grey.
Kolbrún mælir
með Bioeffect 30
day treatment.
Alessandro Michele
yfirhönnuður Gucci er
einn a eftirlætis-
hönnuðum
Kolbrúnar.
Leðurskórnir frá
Gucci eru ofarlega á
óskalistanum.
Hönnun
Hildar
Yeoman er
í eftirlæti.
Instagram.com/happilygrey
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018
Miðvikudaginn 31. janúar verður haldinn fataskiptimarkaður á Loft, Bankastræti
7. Þangað getur fólk mætt með föt sem það er hætt að nota og skipt flík fyrir
aðra flík. Viðburðurinn er haldinn frá klukkan 16.30 til 18.30.
Fataskiptimarkaður á Loft