Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 21
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Plöntur eru og hafa verið ákaflega vinsælar í innan-
hússtískunni undanfarið.
Sænska hönnunarhúsið Kauppi & Kauppi sýnir
áhugaverðan plönturamma eða eins konar innan-
húss gróðurhús fyrir pottaplöntur sem ber heitið
Limbus Greenframe á húsgagnasýningunni Stock-
holm Furniture & Light Fair í febrúar en hefur þeg-
ar sent frá sér kynningu um verkefnið.
Viðarramminn er mínímalískur með fótum svo
hægt er að koma honum fyrir hvar sem er í rým-
inu. Í rammanum er einnig LED ljós svo plönturnar
vaxi í rétta átt. Ramminn er unninn úr aski og LED
lýsingu og lagði hönnunarhúsið upp úr því að allt
efnið væri 100% endurvinnanlegt.
Ramminn er því bæði fallegur sem stofustáss,
skilrúm eða hreinlega bara gróðurhús fyrir potta-
plöntur.
LED ljósi er komið fyrir inni
í rammanum sem hjálpa
plöntum að vaxa í rétta átt.
Áhugaverður
plönturammi
Ramminn sjálfur er unninn úr aski og er 1.400 x
1.300 mm að stærð. Þar sem hann er á fótum er
hægt að koma honum fyrir hvar sem er í rýminu.
Schemata arkitektar hafa endur-
gert svokallað svefnklefahótel í
Shibuya hverfinu í Tókýó og breytt
því í gufubað.
Það er hótelkeðjan Nine Hours
sem fékk arkitektana til að breyta
húsnæðinu en því var gersamlega
umturnað, nema sjálfum svefn-
klefunum. Arkitektastofn hélt í
„retró“ útlit upprunalegu svefn-
klefanna, þar sem hægt er að
leigja klefa með einbreiðu rúmi en
fyrirbærið opnaði fyrst í Osaka ár-
ið 1970. Svefnklefar eru þekkt fyr-
irbæri í Japan nú til dags og yfir-
leitt eingöngu ætlaðir körlum.
Á hótelinu býðst báðum kynjum
nú að fara í gufubað og taka stutta
lúra í svefnklefum þess á milli.
Arkitektarnir vildu
halda í gamaldags
útlit svefnklefa-
hótela við endur-
gerð hótelsins.
Einstakt gufubað í Tókýó
Fyrsta svefnklefahótelið í Japan
var opnað í Osaka árið 1970.
Hönnunarmolar
úr öllum áttum
Í vikunni voru hönnunarsýningarnar Maison&Objet í
París og IMM Cologne í Köln haldnar þar sem fjöldinn allur
af hönnuðum sýndi nýjustu verk sín. Sunnudagsblað
Morgunblaðsins tók að þessu sinni saman nokkra mola um
áhugaverðar nýjungar í hönnun og arkitektúr.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
ÚTSALA – ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR
www.husgagnahollin.is
VE
FVERSLUN
A
LLTAF OP
IN
GHOST
Hægindastóll í
mörgum litum í
áklæði og svörtu
leðri.
Ghost í áklæði
95.992 kr. 119.990 kr.
Ghost í leðri
127.992 kr. 159.900 kr.
AFSLÁTTUR
20%