Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 37
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. us Elskaðu. Lifðu. Njóttu. Ég get sagt með góðri samvisku að Femarelle VIRKAR. Hitakófin hættu, vakna ekki lengur á nóttinni og fótapirringur er minni eftir að ég fór að taka inn Femarelle. Halldóra Ósk Sveinsdóttir 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-vítamín • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 j a n ú a r ú t s a l a n í f u l l u m g a n g i 2 0 - 6 0 % a f s l á t t u r a f ú t s ö l u v ö r u m 10% a f s l á t t u r a f n ý j u m v ö r u m o g s é r p ö n t u n u m -20% Recast svefnsófi, svefnbreidd 140x200 cm kr. 119.900 * skemill og stóll selt sér Nú kr. 95.920 grínast með að það líti vel út á papp- ír að alast upp í kastala. „Ég grínast stundum með þetta á sviði að ég hafi alist upp í kastala og átt sérvitra foreldra og að ef þeir hefðu verið af almúgastétt hefði ég verið sett í fóstur. Það er ekki hægt að dæma fólk út af því hvernig bíl það á eða hvernig húsi það býr í. Venjulegast er einhver saga þarna að baki sem þú sérð ekki utan á fólki,“ segir Sutherland sem var frekar ung þegar foreldrar hennar létust. „Ég var 23 þegar mamma dó og 29 þegar pabbi minn lést. Ég gifti mig, eignaðist börn og skildi síðan. Ég var gift alkóhólista og ofbeldis- manni. Ég tala stundum um það í uppistandi mínu. Ég vissi ekki hvaða mann hann hafði að geyma, ég gekk ekki upp að altarinu við þema- lagið úr Rocky,“ segir Sutherland. „Ástæðan fyrir því að ég fór í grín- ið til að byrja með er að ég fékk heilablæðingu og varð mjög veik. Að lenda í alvarlegum veikindum eins og þessum breytir viðhorfi þínu til lífsins. Forgangsröð- unin breytist algjörlega þegar þú heldur að þú sért að deyja. Hlutir sem voru mikilvægir fyrir mér seint á þrítugsaldri og í upphafi fertugsald- ursins skiptu allt í einu engu máli eft- ir heilablæðinguna. Þetta gerði mig að einhverju leyti sjálfselska, þú þarft að vera svolítið sjálfselskur til að geta verið grínisti,“ segir hún. „Þegar þetta gerðist var ég ný- skilin, einstæð með þrjú börn og átti í miklum fjárhagserfiðleikum. En ég hugsaði, mig langar að fara aftur í leiklist. Ég lærði leiklist en hafði ekki gert mikið með það. Ég áttaði mig bara á því að ég vildi fara aftur í leiklistina en sá ekki einfalda leið til að gera það. Þá rakst ég á auglýs- ingu fyrir uppistandsnámskeið og skráði mig í tíu vikna námskeið. Ég held að þú getir ekki kennt neinum að vera fyndinn en þú getur kennt tækni og gefið ýmsar ábendingar. Í lok námskeiðsins var sýning sem nemendurnir tóku þátt í en hver og einn var með fimm mínútna uppi- stand. Það var fyrir fimmtán árum og nú er ég með uppistand um allan heim. Ég elska þetta,“ segir hún og útskýrir að uppistandið hafi gert mikið fyrir andlega heilsu hennar. „Án uppistandsins væri ég á þunglyndislyfjum og þyrfti að vera undir læknishendi. Að alast upp við að það voru gerðar svo miklar vænt- ingar til mín og framtíðar minnar yf- ir í að vera atvinnulaus og í ofbeldis- sambandi, þetta hefði náð mér niður á endanum og ég hefði ekki séð skóginn fyrir trjánum. Það er grínið sem hefur haldið mér léttri og leyft mér að hlæja að hlutunum. Það þýð- ir ekkert að hafa áhyggjur. Ég veit að margir hafa áhyggjur en ég er hætt að hafa áhyggjur. Ég reyni bara að láta hvern dag vera skemmti- legan. Þetta gæti verið síðasti dag- urinn þinn á þess- ari jörð. Fólk gleymir því stund- um. Ég hugsa með mér af hverju vill einhver sóa tíma? Af hverju fagnar fólk ekki bara lífinu?“ Sutherland segir að grínista- starfið móti þetta lífsviðhorf. „Hlut- irnir ganga ekki alltaf vel, maðurinn minn fyllti dísilbílinn okkar af bens- íni og það kostar 5.000 pund að laga það! Í fyrstu var ég fúl en núna hlæj- um við bara að þessu. Þetta er búið og gert. Það þýðir ekkert að vera fúll að eilífu,“ segi hún en þetta hljómar eins og uppskrift að góðu sambandi. „Við rífumst eins og venjuleg pör og erum ekki alltaf sammála en húmorinn er alltaf aðalatriðið. Ef ég er fúl út í hann eða öfugt þá er það eitthvert grín eða brandari sem hjálpar okkur að komast yfir það,“ segir hún en maður hennar Allan Donaldson verður með í för til Ís- lands. Hann er skipuleggjandi í uppistandsbransanum en þau reka fyrirtækið Gagtraders saman (gagtraders.com). „Og ég var einu sinni gift bróður hans þannig að það er alltaf smá skrýtið. Börnin mín eru því frænd- systkini,“ segir Sutherland og getur hlegið að þessu eins og öðru. „Það er best að halda þessu í fjölskyldunni!“ ’ Ég var gift alkóhól-ista og ofbeldis-manni. Ég vissi ekkihvaða mann hann hafði að geyma, ég gekk ekki upp að altarinu við þemalagið úr Rocky Paul Bettany hefur ekki tíma fyrir drottninguna. Bettany leikur ekki Filippus SJÓNVARP Nú er komið í ljós að Paul Bettany mun ekki leika Filippus drottningarmann í þriðju þáttaröð The Crown. Áður hafði verið greint frá því að hann væri í við- ræðum við Netflix um að taka við hlutverkinu af Matt Smith. Bettany gat hinsvegar ekki skuldbundið sig til þess að vinna átta mánuði á ári við upptöku þáttanna. Það er töluvert stökk í tíma á milli þáttaraða, eða um áratugur. Takmörk eru fyrir því hversu mikið hárgreiðsla og förðun geta gert og vegna þessa kemur nýtt leikaralið inn í þáttaröð þrjú og fjögur. Búið er að staðfesta að Olivia Colman leiki Elísabetu drottningu og taki við af Claire Foy. Búist er við því að Helena Bonham Carter komi í stað Vanessu Kirby í hlutverki Margrétar prinsessu. SJÓNVARP Helen Mirren leikur Katrínu miklu í nýrri þáttaröð HBO og Sky. Þátta- röðin Katrín mikla samanstendur af fjórum þáttum sem segja sögu Katrínar sem ríkti sem keisaraynja Rússlands í rúm 34 ár frá árinu 1762. „Ég er mjög spennt að leika konu úr sögunni sem tók sér svona mikið vald og notaði það. Hún breytti reglunum,“ sagði Mirren sem segist þakklát samstarf- inu við HBO og Sky. Tökur hefjast síðar á þessu ári en þættirnir verða sýndir hjá HBO í Kanada og Bandaríkjunum og Sky Atlantic í mörgum Evrópulöndum. Mirren verður Katrín mikla Það hæfir Helen Mirren að leika valdamiklar konur. AFP Scotch on Ice uppistandshátíðin verður hald- in í fyrsta skipti dagana 8.-10. febrúar í Reykjavík. Meðal þeirra sem fram koma auk Jojo Sutherland eru Tom Stade, Bylgja Babýlons og Ari Eldjárn. Dagskráin, sem fer öll fram á ensku, er ekki sú sama öll kvöldin og fer fram á Gauknum, í Gamla bíói og Hörpu. Nánari upplýsingar á gaukur- inn.is, tix.is og harpa.is. Hátíðin styður Hugarafl og verða söfn- unarfötur á öllum sýningum. Þriggja daga grínhátíð Ari Eldjárn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.