Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 29
Bournemouth skartar einni
fallegustu strönd Bretlandseyja.
Ljósmynd/Bournemouth Tourism
niður og hlusta á tónleika á Pinewalk
tónleikapallinum eða skoða páfa-
gauka í stóru fuglabúri.
Bryggjan er eitt helsta kennileiti
Bournemouth, en hún var fyrst opnuð
árið 1880 og hefur leikið stórt hlut-
verk í sögu bæjarins.
Westbourne er íbúða- og
verslunarkjarni þéttsettur veit-
ingastöðum, börum, kaffihúsum,
nytjamörkuðum, bókabúðum og
fleiru. Þar er hægt að fá sér hress-
ingu á börum á borð við The Porter-
house, sem rekinn er af nálægu
brugghúsi, og Renoufs, margverð-
launuðum vín- og ostabar, gæða sér á
dýrindismáltíð á veitingahúsum eins
og Romanzo Greek Taverna og Chez
Fred, sem hefur fengið verðlaun fyrir
besta „fish and chips“ á Bretlands-
eyjum, eða kaupa í matinn í Tesco-
búð sem er í gamalli meþódistakirkju.
Poole er strandbær vestan við Bo-
urnemouth sem státar af stærstu
náttúrulegu höfn á Bretlandseyjum.
Hafnarbakki Poole iðar af lífi og er
kjörinn áfangastaður fyrir alla frá
sælkerum til sagnfræðiáhugamanna,
en byggðasafn Poole gefur einstaka
innsýn inn í líf Englendinga á
Viktoríutímabilinu, auk þess að Poole
er einn bæjanna sem breski sjóherinn
sigldi frá fyrir innrásina í Normandí
árið 1944.
Espresso Kitchen er lítið kaffihús í
hjarta bæjarins sem orðið hefur að
eftirlæti námsmanna bæjarins vegna
notalegs andrúmslofts, nálægðar við
bókasafn Bournemouth og persónu-
legrar þjónustu, auk þess að bjóða
upp á prýðilegt kaffi.
Sankti Péturskirkjan er áberandi kennileiti í miðbæ Bournemouth.
’ Suðurströnd Eng-lands er einn af falleg-ustu stöðum Bretlands-eyja, auk þess að vera einn
sá allra veðursælasti.
Bournemouth stendur á Júra-
ströndinni, en árið 2001 var
strandlengjunni bætt á heims-
minjaskrá UNESCO.
Bournemouth Tourism
28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
Revolution Macalibrium®
Karlmenn sem komnir eru á miðjan aldur glíma margir
hverjir við einkenni sem rekja má til minnkandi
framleiðslu testósteróns.
Revolution Macalibrium er blanda ólíkra arfgerða
macajurtarinnar, sérstaklega ætluð karlmönnum til að
draga úr þessum einkennum og koma meira jafnvægi á
hormónabúskapinn.
Maca er afar virk rót og því er ráðlagt að byrja á því að taka 1 hylki á dag og
bæta við öðru hylki eftir 1-2 vikur. Eftir 3-4 mánuði má minnka skammtinn
aftur niður í 1 hylki en það gæti nægt til að viðhalda jafnvægi.
Meiri kynlöngun
- minni kvíði
Hefur góð áhrif á:
• Orku og úthald
• Beinþéttni
• Kynferðislega virkni
• Frjósemi og almennt heilbrigði