Morgunblaðið - Sunnudagur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2018næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 31
sinni og móður við arineld og spjallaði við þjóðina í út- varp. Þetta var hrein nýjung sem enn er talað um. George W. Bush kvaddi sem forseti í lok janúar 2009. Þá var upplýst að forsetinn hafði ekki sent eða fengið tölvupóst til sín persónulega enda kynni hann ekki á þá tækni. (Fáeinum mánuðum síðar lærði nýr ritstjóri uppi á Íslandi að senda tölvupóst og hefur notað þá nýfengnu þekkingu sparlega). Hefði Hillary Clinton haft sömu þekkingu á tölvupóstum og þessir tveir fyrrnefndir þá væri hún sennilega nú forseti í Hvíta húsinu. Ekki opin bók Það má sitthvað segja misjafnt um Trump forseta, og það er svo sannarlega gert í meira mæli en um flesta aðra. En að halda því fram að það sé galli að forsetinn sé það sem er kallað „óútreiknanlegur“ ætti ekki endilega að vera ofarlega í formælingunum. Trump tók margoft fram í kosningabaráttu sinni að hann ætlaði sér að vera óútreiknanlegur. Þá var hann raunar að vísa til keppinauta og eftir atvikum and- stæðinga Bandaríkjanna á heimsvísu. Hann ætlaði sér alls ekki að gefa upp í öllum tilvikum hver yrðu viðbrögð Bandaríkjanna við tilteknum gjörðum ann- arra. Hann leit á þetta með augum viðskiptajöfursins, sem telur að keppinautunum sé ekki hollt að fá fyrir fram upplýsingar um allar hugmyndir „viðsemjand- ans“. Þetta á ekki alltaf rétt á sér. En mjög oft. Þess vegna hafa stórríkin fjölmennar leyniþjónustur til að grafast fyrir um það, hvað óvinurinn/keppinauturinn er að hugsa, plana og hvenær hann er að segja satt og hvenær hann er að draga menn á asnaeyrunum. Það er gengið út frá því að valdamann í stórríki sé ekki auðvelt að reikna út til enda. Það verður að segja um Obama, fyrirrennara Trumps á forsetastóli, að hann var iðulega óþægilega fyrirsjáanlegur og þá fyrir Bandaríkin. Hann átti ekkert í Pútín, þótt Rússland hafi að undanförnu um margt verið í mjög erfiðri stöðu. Fjölmörg ríki hikuðu ekki við að ögra Bandaríkjunum í trausti þess að það væri áhættulítið. Eina skiptið sem Obama reyndist algjörlega óút- reiknanlegur var þegar hann hafði loks dregið rauð strik í sandinn gagnvart forseta Sýrlands. Hann hafði gefið opinbera yfirlýsingu um það að ef sá myndi beita gereyðingarvopnum á borð við eiturgas gegn óbreyttum borgurum yrði Bandaríkjunum og ógn- arafli þeirra að mæta. Það var með ólíkindum að Assad, sem stóð mjög höllum fæti, skyldi þora að láta á þetta reyna gagnvart forseta Bandaríkjanna. En hann gerði það og það furðulega gerðist að Obama brást ekki við. Assad hafði ekki skrifað undir eigin dauðadóm eins og hefði mátt ætla.Trúverðugleiki Bandaríkjanna beið hnekki. Aðgerðaleysi og afleiðingar þess Nú þykir ljóst að ástæða þessarar framgöngu hafi verið að forsetinn hafi metið það svo, að mjög hörð viðbrögð gagnvart Assad myndu styggja Íransstjórn, helsta bandamann Sýrlendinga. Obama var í samningaviðræðum um að hægja á kjarnorkuvopnavæðingu Írana. Sá samningur hefur sömu áhrif til lengdar á kjarnorkuvopnavæðingu Íran og tímabundin lög um bann við verðlagshækkunum höfðu á verðbólgu á Íslandi. Íslendingar kannast við að það virkar ekki. Eftir aðeins rúm 6 ár héðan í frá verða Íranar komnir með kjarnorkuvopn og flaugar til að flytja þau og heimurinn á þá engin úrræði til að bregðast við. Friðþægingarferli þriggja forseta Bandaríkjanna við Norður-Kóreu þýddi að skömmu áður en Obama lét af embætti varð ljóst að Kim Jong-un réði nú yfir kjarnorkuvopnum. Vafalaust er talið að þétt samstarf sé á milli Norður-Kóreu og Íran í þeim efnum. Er eitthvað að rofa til? Trump hefur staðið mjög illa í skoðanakönnunum allt sitt fyrsta ár. Miklu verr en flestir fyrirrennarar hans af þeim sem búið hafa við slíkar mælingar. Í janúar hafa mælingarnar breyst töluvert, þótt óvarlegt sé að fullyrða að breytingin sé varanleg. Síðustu kannanir sýna að ánægja Bandaríkja- manna með efnahagsstjórnunina hefur tekið stórt stökk í jákvæða átt. Miklu stærri hluti kjósenda telur sig nú hafa það betra en áður. Landsframleiðslan hef- ur aukist. Atvinnuleysið hefur hríðfallið, laun hinna lægst launuðu hafa hækkað. Millistéttin á von á veru- legum ávinningi vegna skattabreytinga. Bandarísk fyrirtæki boða hvert af öðru aukna starfsemi heima fyrir og lofa starfsmannafjölgun og bónusum til al- mennra launamanna. Fréttamenn leggja áherslu á að einhverjir óupp- dregnir peyjar hafi púað á forseta Bandaríkjanna í Davos. Trump gæti ekki verið meira sama. Fundir forsetans með forsvarsmönnum stærstu evrópsku fyrirtækjanna, sem sýnt var frá beint, svo ekki er hægt að afflytja þá, skiluðu miklu. Fulltrúar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sögðu í Davos að skattalækkanir í Bandaríkjunum myndu ekki aðeins styrkja stöðuna þar heldur einnig í Evrópu þótt það verði ekki eins mikið. Bandaríska hlutabréfavísitalan er í sögulegu hámarki núna. Það segir ákveðna sögu. En sá mæli- kvarði er þó vandmetinn og undirstaðan undir slíkum toppum getur svo sannarlega verið veikari en virðist og riðlast hratt. En þannig stendur þetta núna. Betra hljóð Þegar Bandaríkjamenn voru spurðir um stöðu efna- hagslífsins í síðasta mánuði Obama sögðu 33% hana góða en 65% slæma. Nú segja 49% hana góða en 49% slæma. Þegar spurt er hvort Trump hafi gert efna- hagslífið betra segja 40% svo vera, en 22% segja hann hafa gert efnahagslífið verra og 34% segja hann hafa engu breytt um það. Ánægjan með störf Trumps hefur lengst af á síð- asta ári verið dapurleg, eða um eða undir 40% jákvæð en 57 prósent eða meira neikvæð. Nú hefur þetta breyst þannig að 45% segjast ánægð með störf forsetans en 53 % óánægð. Hins vegar hafa svör þeirra, sem eru spurðir um það, hvort þeir myndu endurkjósa Trump núna eða einhvern annan hefðu þeir tækifæri til, ekkert breyst. Aðeins 35% segjast mundu endurkjósa hann en 56% ekki mundu gera það. Repúblikanar reyna, hvað þetta síðasta varðar, að benda á að Hillary hafi alla kosningabaráttuna, allt til kjördags, haft mikla yfirburði í slíkum könnunum á landsvísu, þar sem hún hafi haft yfirburðafylgi í stórum ríkjum eins og New York og Kaliforníu, langt umfram þau 50% sem helst þurfi að hafa til að tryggja sér alla kjörmenn þar. Þess utan hafi hún mælst mjög há í þeim hópum sem jafnan eru treg- astir til að mæta á kjörstað. Þessar athugasemdir eru réttar svo langt sem þær ná. En það er engu að síður áhyggjuefni fyrir Trump að engin breyting sjáist þarna þegar allir aðrir mæli- kvarðar virðast honum hagfelldari nú en verið hefur. Honum líst víst á tíst Trump er sannfærður um að hann geri sér og mál- stað sínum mikið gagn með tístinu. Svör kjósenda í framantöldum könnunum voru á annan veg. Mikill minnihluti aðspurðra var sammála forsetanum í þeim efnum, þótt andstaðan við tístið hafi minnkað dálítið. Sjálfsagt gerir forsetinn ekki mikið með það. Eins og hann hefur sjálfur bent á, þá er það einn hans helsti kostur að hann hefur ætíð verið yfirveg- aður snillingur. Auðvitað er það öfundsverð staða fyrir alla að vera í. Og það bætist þá við öfundsverðustu stöðu allra slíkra, hina sitjandi stöðu í keilulaga kontórnum á bestu lóð höfuðborgarinnar. Þar eru bara sigurvegarar. Morgunblaðið/RAX 28.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað: 28. janúar 2018 (28.01.2018)
https://timarit.is/issue/398147

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. janúar 2018 (28.01.2018)

Aðgerðir: