Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.01.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.1. 2018 S annfærandi speki í fáum orðum dugar oft til að slá þrætur kaldar. Þær hófu sitt líf sem fleyg orð en hafa smám saman breyst í endanlegan dóm. Óbarinn biskup og allt hitt Kurteisi kostar ekki peninga! Það hefur lengi verið ókurteisi að þrasa um þessa staðreynd. Þó þekkir hver maður endalausan urmul dæma, jafnvel frá sjálfum sér, um að óhófleg kurteisi getur rúínerað menn. Ekki kæmi á óvart ef rannsakað yrði í alvöru hverjir fengu afskrifaðar skuldir í bankakerfinu eftir hrun, og hverjir ekki, þá sæist að frægar frekjudósir guldu ekki þess eiginleika síns. Þvert á móti. Allt kann sá sem bíða kann, er annað spakyrðið. Það þarf ekki að eyða miklu í að mennta þann sem kemst af með þetta eitt. Frægasta setning sem ræðuskrifarar skrifuðu upp í goðsögnina Kennedy forseta eru tilmæli hans til landa sinna um að spyrja ekki hvað landið þeirra (ríkið) geti gert fyrir þá, heldur hvað þeir geti gert fyrir það. Kennedy var demókrati af einni ríkustu fjölskyldu landsins og ekki var allt það fé vel fengið. Öll kosn- ingabarátta demókrata, eins og annarra vinstriflokka, gekk út á það árið 1960, eins og jafnan, að koma því til kjósenda hvað þeir ætluðu að láta ríkið gera fyrir þá. Hin fleyga setning var reyndar ekki sögð fyrr en að loknum kosningum og gæti þess vegna verið ábending forsetans um að honum þætti það vænt ef kjósendur væru ekki að minna sig of oft á kosningaloforðin næstu fjögur árin. Skattalækkunarmenn Hitt er sanngjarnt að nefna að Kennedy er, ásamt Ronald Reagan, sá forseti sem á síðari tíma beitti sér myndarlega fyrir málstað skattgreiðenda og báðir með góðum árangri fyrir allt samfélagið. Loks 30 árum eftir að Reagan lauk sínum tveimur kjörtímabilum með því að fara úr Hvíta húsinu vin- sælli en nokkur annar forseti á þeim tímapunkti, treysti nýr forseti sér til að leggja til verulegar skattalækkanir og kom þeim óvænt í gegnum þingið á sínu fyrsta starfsári. Kennedy, sem féll tiltölulega ungur fyrir morðingja hendi, var auðvitað demókrati alla tíð og Reagan og Trump voru það einnig ámóta lengi og Kennedy. Reagan snerist raunverulega og varð beittur tals- maður frelsisunnandi afla víðar en í Bandaríkjunum. Meiri efasemdir eru um það hvort Trump hafi bæði skipt um lið og hugsjónir. Þeir eru til sem hafa efa- semdir um það síðarnefnda og telja reyndar að það geti auðveldað honum samskipti við þingið í Wash- ington. Bent er á að leiðtogi þingflokks demókrata í öldungadeildinni hafi jafnan verið aufúsugestur í turni Trumps í New York og gengið þar í sjóð og sótt sér hnefa fyrir hverjar kosningar í þessu heimaríki sínu. Fleygar eða frumlegar Það eru til margar fleygar setningar merktar Kennedy en þó er enginn vafi á að í slíkum efnum voru fáir jafnfrumlegir og Reagan. Enn er óvíst hvað lifir af tísti Trumps enda er mest af því óskrifað enn. Íslenskir stjórnmálamenn eiga ýmsar eftirminni- legar setningar eða þær eru a.m.k. eignaðar þeim. Steingrímur Hermannsson á nokkrar slíkar. Ein þeirra hefur það fram yfir aðrar frægar setningar allra annarra stjórnmálamanna að hún er óumdeil- anlegur sannleikur, hafin yfir allan ágreining. Stein- grímur var spurður út í heitt mál í umræðunni og svaraði á þessa leið. „Ég get náttúrulega ekki endur- tekið neitt annað en það sem ég hef áður sagt.“ Það tók þjóðina nokkurn tíma að átta sig á að forsætis- ráðherrann hennar hafði þarna sagt algildan sann- leik. Engum lifandi manni hefur tekist að endurtaka eitthvað sem hann hefur aldrei sagt áður. Kunnuglegt og notalegt Það er fátt nýtt undir sólinni. Endurtekið efni er alls staðar og hvert og eitt okkar veikt fyrir notalegum endurtekningum. Það kemur endalaust á óvart hvað hafragrauturinn er góður alla morgna og ekki síður að fyrsti kaffibollinn skuli vera það líka, ekki síst sé setið í sama stólnum og vant er, með rétta blaðið inn- an seilingar. Halldór Laxness sagði við menntskælinga fyrir hálfri öld að hver maður þyrfti að kunna a.m.k. einn texta fyrir hvern dag ársins til að söngla fyrir sjálfan sig við morgunraksturinn. Þannig var það hluti af rútínu skáldsins að raula ekki sama textann á þessari persónulegu helgistund. Nú brúka flestir rafmagnsvél og ómögulegt og jafnvel óboðlegt að leggja það á góðan skáldskap að keppa við það suð. Bréfritari reyndi það að auki mjög fljótt að heimiliskötturinn hætti að mala færi húsbóndinn að söngla. Hann taldi sér trú um að þessi tiltekni köttur hefði óheppilega gott tóneyra, en þeir hafa hver af öðrum reynst mjög músíkalskir og kunna sambýlingi sínum litlar þakkir fyrir óumbeðna tónleika. Óforsetalegt Í umræðu um núverandi forseta Bandaríkjanna er gjarnan sagt honum til álitshnekkis að hann sé óút- reiknanlegur. Stundum er því bætt við að þetta og hitt sem hann geri sé „óforsetalegt“. Með öðrum orð- um að enginn af 44 fyrri forsetum hafi gert þvílíkt og annað eins. Þá eru menn að horfa yfir 220 ára tímabil og harla ólíkar aðstæður. Fyrstu 150 árin var ekki fylgst með forsetunum hverja mínútu eins og nú er. Það er hafið yfir vafa að hvorki Washington, Lincoln, Theodore Roosevelt né Wilson tístu. Og þá er búið að nefna upp í 28 af 44. En þessir menn náðu því ekki allir að tala í síma. Enginn flandraðist um í flugvél með aðra flug- vél á eftir fulla af fréttamönnum. Lincoln, sem var fyrrverandi lögfræðingur og öflugur glímumaður, áð- ur en hann varð hinn ástsæli forseti, skrifaði mönn- um bréf um hin ólíklegustu efni. Hann var afbragðs- stílisti, eins og kunnugt er, og óborganlegur sögu- maður. Hann útskýrði allt í sögum. Eru ekki yfirgnæfandi líkur á því að Lincoln hefði lagt landsmenn flata að fótum sér með tísti? Lyndon Johnson tísti ekki heldur, en hann gerði sitthvað sem aðrir forsetar höfðu ekki gert og hafa ekki gert. Þegar hann talaði við menn sem sóttu hann heim á skrifstofuna stillti hann sér iðulega upp þann- ig að einungis örfáir sentimetrar voru á milli andlita viðmælendanna. Þetta er í öllum tilvikum mjög óþægilegt, en ekki síst þegar stórvaxinn yfirþyrm- andi ýtinn valdamesti maður heims á í hlut. Þegar forsetinn fór á snyrtinguna krafðist hann þess að ráð- gjafar hans fylgdu honum þangað og héldu skýrslu- gjöfum sínum áfram, hvort sem hið persónulega við- fangsefni forsetans var stórt eða smátt. Þegar þröngur hópur blaðamanna sat á sérstökum „upplýsingafundi“ með forsetanum og einhver spurði forsetann af hverju menn stæðu í þessu vonlausa Ví- etnamstríði renndi forsetinn niður lás buxnaklauf- arinnar og benti á það sem leyndist innan við en blasti nú við hópnum og sagði, að „það er út af honum þessum.“ Enginn blaðamannanna sagði frá þessu fyrr en löngu síðar. Einn af ástsælustu forsetunum á síðari tímum sagði við breskan forsætisráðherra í eldri kantinum að ef hann kæmist ekki yfir (nýja) konu daglega þá fengi hann höfuðverk. Sá breski skrifaði í dagbókina sína: Af hverju í ósköpunum var hann að segja mér þetta? Einn af forsetum Bandaríkjanna á nýliðinni öld var frægur fyrir það að yrða ekki á fólk sem sat með hon- um til borðs. Þekkt borðdama reyndi allt sem hún mátti til að fá forsetann til að sýna sér þá lágmarks- kurteisi að yrða á sig í tveggja tíma borðhaldi. Þrautaráð hennar var að segja við forsetann: Ég veðjaði við vinkonu mína um að mér myndi takast að fá yður, herra forseti, til að segja við mig að minnsta kosti þrjú orð. Þá loks leit Coolidge forseti upp, horfði á sessunautinn og sagði: „You loose!“ Og svo ekkert meir. Svo þetta með tístið er ekkert óforsetalegra en ann- að. Franklin Roosevelt sat reglubundið með konu Fyrsta árinu lokið og staðan vænkast aðeins ’ Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sögðu í Davos að skattalækkanir í Bandaríkjunum myndu ekki aðeins styrkja stöðuna þar heldur einnig í Evrópu þótt það verði ekki eins mikið. Reykjavíkurbréf26.01.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.