Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 10

Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Alvöru atvinnubíll Dacia Dokker Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl. Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri. Verð: 2.340.000 kr. m. vsk. Verð án vsk.: 1.887.000 kr. * V ið m ið u n a rt ö lu r fr a m le ið a n d a u m e ld s n e y ti s n o tk u n í b lö n d u ð u m a k s tr i. / B ú n a ð u r b íls á m y n d k a n n a ð ve ra fr á b ru g ð in a u g lý s tu ve rð i E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 6 8 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Olíudreifing hefur samið um smíði á nýju olíuskipi við Akdeniz-skipa- smíðastöðina í Tyrklandi sem koma mun í stað Laugarness. N. Metin Akbasoglu, framkvæmdastjóri Akdeniz, og Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar, skrifuðu undir samning þess efnis á skrif- stofu Olíudreifingar 16. janúar sl. Hið nýja skip mun dreifa olíu á hafnir landsins eins og Laugarnesið hefur gert um árabil. Þetta er fyrsta nýsmíði á olíuskipi fyrir Íslendinga síðan olíuflutninga- skipið Keilir var smíðað í Kína fyrir Olíudreifingu árin 2000-2002. Það var mun stærra skip og tók fimm milljón lítra (6.000 DWT) saman- borið við 750 þús. lítra í nýja skip- inu. Keilir var síðar seldur úr landi. Væntanlegt í lok ársins Smíðatími nýja skipsins er áætl- aður 10 mánuðir frá undirritun samnings. Við smíðatímann bætist svo 15-16 sólarhringa sigling frá Adana í Tyrklandi til Íslands. Gangi það eftir mun Olíudreifing eignast nýtt skip áður en árið er liðið. Laugarnesið var smíðað í Dan- mörku árið 1978 og verður því 40 ára á þessu ári. Að sögn Harðar Gunnarssonar er komið að lögbundinni skoðun á skipinu. Kostnaður við slíka skoðun er töluverður samhliða því að ekki verði horft fram hjá því að skipið uppfyllir ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til slíkra skipa í dag. Jafnframt eru dæluafköst skipsins oft umkvörtunarefni en þau eru að- eins 125 m³/klst, sem uppfyllir ekki þarfir margra viðskiptavina. Aðal- vél Laugarness er einungis 500 hestöfl og því er ganghraði skipsins mjög háður veðurskilyrðum. Að sögn Harðar var töluverð vinna sett í að leita að nýju skipi á síðasta ári. Var bæði horft til þess að kaupa notað skip sem og að láta smíða nýtt. Fljótlega varð ljóst að framboð af notuðum skipum var mjög takmarkað. „Við leituðum því eftir tilboðum í smíði á nýju skipi og fengum verð frá nokkrum aðilum en jafnframt fylgdumst við náið með smíði á 750 m³ skipi fyrir norska félagið Bunker Oil í Akdeniz-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Eftir að hafa rætt nokkrum sinnum við stjórnendur Oil Bunker og heyrt hversu góð samskipti þeirra voru við Tyrkina og síðan skoðað þeirra skip, sem ber nafnið Kystbunker II, ákváðum við að ganga til samninga við Akdeniz um smíði á nýju skipi,“ segir Hörð- ur. Nýja skipið verður búið átta farmgeymum og mun geta flutt all- ar tegundir eldsneytis sem eru í boði hérlendis, frá bensíni og upp í svartolíu, sem er sérstakt fyrir skip af þessari stærð. Skipið verður með tvöfaldan botn og tvöfaldan byrð- ing. Burðargeta skipsins verður um 230 rúmmetrum meiri en Laugar- ness. Það mælist 499 brúttótonn en Laugarnesið er 378 brúttótonn. Öflugur vélbúnaður Vélbúnaður skipsins verður mjög öflugur. Það verður búið tveimur 750 kw Yanmar-aðalvélum, ásamt tveimur skrúfum og tveimur stýr- um sem og bógskrúfu að auki. Hörður segir að þetta fyrirkomulag auki mjög allt öryggi og geri skipið mun auðveldara í allri stjórnun. Áætlaður ganghraði á nýju skipi er um 10 sjómílur. Allur stjórnbúnað- ur fyrir farmdælur verður í brú skipsins og hægt að dæla þremur tegundum eldsneytis samtímis. Dæluafköst aukast verulega frá því sem nú er í Laugarnesi eða frá 125 m³/klst upp í 400 m³/klst í nýju skipi. Skipasmíðastöðin Akedeniz í Tyrklandi er í borginni Adana, 1,7 milljóna manna borg í suðurhluta Tyrklands. Akdeniz hefur smíðað sambærileg skip og þeir munu smíða fyrir Olíudreifingu fyrir aðila í Danmörku, Spáni, Svíþjóð og Nor- egi. Þegar líða tekur á árið verður reynt að selja Laugarnesið í því ástandi sem það þá verður. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi sölu á skipinu ennþá. Olíudreifing pantar nýtt skip  Öflugt olíuskip til strandsiglinga verður smíðað í Tyrklandi  Mun leysa Laugarnesið af hólmi Nýja skipið Útlitsteikning af skipinu sem verið er að smíða í Tyrklandi. Það verður mun öflugra en Laugarnesið. Samningur Hörður Gunnarsson og N. Metin Akbasoglu handsala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.