Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
ROYAL VANILLUBÚÐINGUR
... OG FÆST Í ÖLLUM BETRI
MATVÖRUVERZLUNUM LANDSINS
A�taf góður!
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Við viljum sjá sem flesta ogþeir krakkar sem áhugahafa á málþinginu getafengið frí frá kennslu til
þess að mæta. Það eru líka allir vel-
komnir sem áhuga hafa á lestri,“
segja framtakssamir unglingar í
bókaráði nemenda í 8. til 10. bekk í
Hagaskóla í Reykjavík.
Unglingarnir eru ósáttir við
skort á úrvali unglingabóka á ís-
lensku og standa því fyrir málþingi
undir yfirskriftinni Barnið vex en
brókin ekki. Á málþinginu verður
vakin athygli á lestri unglinga og
fjallað um skort á íslensku lesefni
fyrir þá.
„Þetta er málefni sem snertir
alla en það verður að skrá sig á
hagaskoli.is,“ segja sjö af þrettán
virkum meðlimum í bókaráði Haga-
skóla.
Bókaráðið var stofnað í fyrra
fyrir hvatningu Helgu Birgisdóttur,
bókmenntafræðings og fyrrverandi
kennara Hagaskóla, og hefur Helga
verið bókaráðinu innan handar sem
og Inga Mjöll Harðardóttir
íslenskukennari. Málþingið er fyrsti
viðburður bókaráðsins.
Málþingið í umsjá unglinga
„Við sjáum um allt í kringum
málþingið en það er gott að geta
leitað til Ingu þegar það þarf að
hóa saman krökkunum í ráðinu sem
eru út um allan skóla,“ segir Eir
Ólafsdóttir. Hún segir að kveikjan
að málþinginu hafi komið við kvöld-
verðarborðið heima hjá henni.
,,Ég kem úr mikilli bókafjöl-
skyldu og er alin upp við lestur og
bækur,“ segir Eir og bætir við í
fimm tíma hléi á fimmleikamóti hafi
allir farið að fá sér pitsu en hún
kosið að vera eftir og nota tímann
til lesturs. Iðunn Björg Arnaldsóttir
blandar sér í samtalið og segir að
hún hafi lesið svo mikið á tímabili
að hún hafi þrisvar misst af strætó
og þegar hún var að keppa í kúlu-
varpi þá las hún bók á milli kasta
þegar henni fannst biðin of löng.
„Ég var reyndar ekki eins mik-
ill lestarhestur og ég er í dag en ég
er mikil keppnismanneskja og lang-
aði til þess að lesa mest í bekknum
og þá uppgötvaði ég hvað það var
gaman að lesa,“ segir Iðunn.
Bókaráðið undirbjó málþingið í
Hagaskóla af metnaði og fékk Lilju
Alfreðsdóttur, mennta- og menn-
ingamálaráðherra, Dröfn Vilhjálms-
dóttur, bókasafnsfræðing og þýð-
anda, Kristínu Helgu Gunnars-
dóttur rithöfund og Egil Örn
Jóhannsson frá Félagi íslenskra
bókaútgefenda til þess að halda er-
indi. Þrír nemendur Hagaskóla
flytja erindi á málþinginu, þau Ásta
Hlíf Harðardóttir sem ræðir um
skort á þýddum bókum fyrir ung-
linga, Eir Ólafsdóttir fjallar um við-
horf unglingasamfélagsins til lest-
urs, sem er ekki alltaf jákvætt, og
Helgi Hrafn Erlendsson mun fjalla
um hvaða áhrif það geti haft á
bókaforlögin í framtíðinni þegar
unga fólkið sem fékk ekki nægt úr-
val af bókum verður fullorðið. Eftir
erindi sitja flestir frummælenda í
pallborði.
Lítið úrval unglingabóka
Það sem brennur helst á ung-
lingunum í bókaráði Hagaskóla að
sögn Ástu Hlífar Harðardóttur er
lítið úrval bóka fyrir unglinga, bæði
íslenskra og ekki síður þýddra.
Bókaráðið segir ófært þegar for-
lögin þýða aðeins tvær bækur af
þremur og ekki sé hægt að klára að
lesa seríuna.
„Við erum ekki að gagnrýna
bókaútgáfurnar því þær eru bara
einkarekin fyrirtæki sem eru að
reyna að græða eins og öll fyrir-
tæki,“ segir Selma R. Kattoll og
hópurinn tekur undir það að það sé
nauðsynlegt að vekja athygli á
skorti á fjölbreytni þegar kemur að
unglingabókum í stað þess að ræða
málin úti í horni. Helgi Edwald
Einarsson segir að Bókatíðindin
fyrir jól sanni skortinn.
„Það var aðeins ein opna fyrir
unglingabækur, en barna- og ung-
lingabækur fylltu margar opnur,“
segir Helgi og Eyrún Úa Þor-
björnsdóttir bætir við að sér hafi
aðeins fundist tvær af þeim bókum
sem í boði voru fyrir jól áhugaverð-
ar.
Bókaráðið segir að það megi
ekki gleyma að unglingar séu á
milli þess að vera börn og fullorðin.
„Við getum lesið bækur fyrir
fullorðna en í þeim er oft fjallað um
vandamál þeirra sem við getum
ekki samsamað okkur við. Við þurf-
um bækur sem þroskast með okk-
ur,“ segir Ásta
„Við erum skynsöm og sjáum
hlutina frá öðru sjónarhorni og
stundum erum við þroskaðri en full-
orðnir,“ segir bókaráðið og bætir
við að þau séu fyrsta kynslóðin sem
elst upp í tæknibyltingunni. Vöntun
á rafbókum er áþreifanleg að mati
bókaráðsins, sérstaklega á íslensku.
„Mér finnst rafbækur snið-
ugar, þær eru bæði ódýrari og um-
hverfisvænni. En það er alltaf best
að finna fyrir pappírnum í hönd-
unum,“ segir Eir. Helgi bætir við
að rafbækur geti breytt ímynd bók-
arinnar og aukið vinsældir lesturs.
„Það er ekki eins nördalegt að
lesa í tölvu eða síma sem allir eru
með,“ segir Helgi og hópurinn er
sammála um að bækur þurfi að
þróast eins og annað á rafrænni
öld.
Öll hafa unglingarnir í bóka-
ráðinu ástríðu fyrir lestri. Nína Sol-
Unglingar í Hagaskóla
með málþing um lestur
Unglingar í Hagaskóla hafa áhyggjur af skorti á útgáfu á innlendum og erlendum bókum fyrir þeirra
aldur. Í stað þess að sitja úti í horni og kvarta ákvað hópur unglinga í bókaráði Hagaskóla að taka
málin í sínar hendur og skipuleggja metnaðarfullt málþing þar sem þau taka sjálf til máls auk sér-
fræðinga. Mennta- og menningarmálaráðherra er meðal þeirra sem flytja erindi á málþinginu.
Áminning Barnið vex en bókin ekki er áminning um að gera þurfi bragarbót
í útgáfu á fjölbreyttum bókum bæði íslenskum og erlendum fyrir unglinga.
Rokkkór Íslands sýnir á sér nýja hlið
á tónleikum í Salnum í Kópavogi 2.
mars.
Á þeim tónleikum mun kórinn
slaka aðeins á keyrslunni sem hann
hefur verið þekktur fyrir hingað til
og bjóða upp á órafmagnaða tón-
leika.
Á tónleikunum verður flutt góð
blanda af þekktum rokklögum frá
áttunda (70’s), níunda (80’s) og tí-
unda áratugnum (90’s) sem flestir
ættu að kannast við. Stórlög eins og
Bohemian Rhapsody, Stairway To
Heaven og November Rain munu fá
að njóta sín.
Matthías V. Baldursson kórstjóri
stofnaði kórinn ásamt nokkrum
áhugasömum söngvurum sem lang-
aði til þess að stofna öðruvísi kór
sem hentaði popp- og rokkröddum.
Rokkkór Íslands er rétt tæplega
þriggja ára gamall og fer óhefð-
bundnari leiðir en gengur og gerist í
kórsöng að söng Matthíasar. Hann
segir að í kórnum syngi í kringum 35
söngvarar sem flestir eigi það sam-
eiginlegt að hafa mikla reynslu í
kór-, popp-, rokk- og dægurlagasöng
og þannig fáist kraftmikil blanda og
einstakur hljómur sem sé nýr sinnar
tegundar hér á landi og nokkuð sem
vert sé að hlusta á.
Með kórnum spila þeir Sigurgeir
Sigmundsson á kassagítar, Ingólfur
Magnússon á kontrabassa, Þorvaldur
Kári Ingveldarson á trommur og
slagverk og stjórnandi kórsins, Matt-
hías V. Baldursson (Matti sax), spilar
á píanó. Um hljóðið sér Hrannar
Kristjánsson. Fyrsta verkefni Rokk-
kórs Íslands fyrir þremur árum var
Rokk og rólegheit í Salnum
Rokkkór Ís-
lands sýnir á
sér aðra hlið á
órafmögnuð-
um tónleikum
Rokkarar Reynslubolt-
ar í kór-, popp-, rokk- og
dægurlagasöng syngja
rokklög frá áttunda til
tíunda áratugnum.