Morgunblaðið - 27.02.2018, Blaðsíða 13
veig Andersen segir að hún hafi
gaman af því að lesa og víkka sjón-
deildarhringinn með lestrinum.
„Það er gaman að kynnast mis-
munandi persónum og samfélagi og
ég les mér til gagns í sögum og líka
til skemmtunar,“ segir Nína Sol-
veig.
Bókaráðið hefur mikinn áhuga
á því að breyta við-
horfi unglinga til
lesturs og breyta
viðhorfi fullorðinna
til unglinga.
„Við þurfum
oft að sanna fyrir
fullorðna fólkinu
að við vitum margt
og það er stundum
ekki nógu mikið
mark tekið á okkur,“ segir bókaráð-
ið og Helgi bætir við:
„Það er alveg augljóst þegar
fullorðna fólkið tekur ekki mark á
okkur.“
Það er kalt mat bókaráðsins að
skortur á bókmenntum leiði til þess
að unglingar lesi minna og ef þeir
lesa minna þá verði minna framleitt
af bókum og þá gæti orðið til víta-
hringur.
Tala við unglinga, ekki um þá
Bókaráðið er ósátt við það að of
oft sé talað um unglinga og það
gleymist að tala við þá. Þau segja
líka að það sé ekki hægt að alhæfa
um það að þeir
sem hafi áhuga á
lestri séu betri
námsmenn, en það
sé ljóst að með
lestri aukist orða-
forði, lesskilningur
og einbeiting. Hóp-
urinn tekur sér orð
J.K. Rowling, höf-
undar Harry Pot-
ter-bókanna, í munn en hún sagði:
,,Ef þér finnst ekki gaman að
lesa, þá hefur þú ekki fundið réttu
bókina (e. If you don’t like to read,
you haven’t found the right book)“.
Unglingarnir í bókaráðinu segja
að lestur sé hvíld frá hversdagsleik-
anum og gott að komast í annan
heim. Þau kynnist fullt af nýjum
persónum og eignist jafnvel vini í
bókunum. Lestur geri þau líka víð-
sýnni.
„Okkur vantar tvo til þrjá tíma í
sólarhringinn því hann dugar ekki
til þess að gera það sem okkur er
ráðlagt að gera. Við eigum að læra,
hitta vini, lesa og sofa nóg. Lest-
urinn er stundum á kostnað svefns-
ins,“ segja unglingarnir sem auk
þess að lesa mikið spila flestir á
hjóðfæri og eru í hjómsveitum. Í
íþróttum, listdansi, unglingadeild-
um björgunarsveita og Rauða
krossins. Þau taka þátt í því að
sauma poka í frístundum til þess að
minnka plastnotkun og spila tölvu-
leiki svo eitthvað sé nefnt af því
sem unglingar í bókaráði Haga-
skóla taka sér fyrir hendur utan
skóla.
Unglingarnir í bókaráðinu bíða
spennt eftir 28. febrúar og vonast
til þess að fá góða mætingu á mál-
þingið sem haldið verður í sal
Hagaskóla frá klukkan 12.30 til
14.30.
„Við þurfum oft að
sanna fyrir fullorðna
fólkinu að við vitum
margt og það er stund-
um ekki nógu mikið
mark tekið á okkur“
Framtakssöm Hluti af bókaráði unglinga við Hagaskóla
sem tóku til sinna ráða vegna skorts á unglingabókum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla
Borgarbókasafnið Menningarhús
Grófinni býður upp á leikritunar-
smiðju í tilefni af samkeppninni Sög-
ur, sem KrakkaRúv stendur fyrir, mið-
vikudaginn 28. febrúar.
Í smiðjunni hjá Borgarbókasafninu
einbeita börn 9 til 12 ára sér að leik-
ritun, hvort sem er fyrir leiksvið, út-
varpsleikhús, til þess að senda í sjón-
varpið eða til KrakkaRúv en frestur til
þess að senda handrit til KrakkaRúv
rennur út 15. mars.
Í smiðjunni fá börnin aðstoð við að
semja handrit að leikriti og skiptir
ekki máli hvort verið er að fullvinna
handrit eða að koma sér af stað með
skrifin. Fleiri en einn geti verið sam-
an um handrit.
Leikarar úr Borgarleikhúsinu verða
fengnir til að leika leikþættina, á
sviði eða í útvarpinu, eftir handritinu
sem verður hlutskarpast í leikrit-
unarsamkeppninni.
Smiðjan verður haldin miðviku-
dagana 28. febrúar, 7. mars og 14.
mars frá kl. 15.30-17.00. Leiðbein-
andi er Ólöf Sverrisdóttir, leikkona og
rithöfundur. Skráning fer fram í
gegnum tölvupóstinn olof.sverris-
dottir@reykjavik.is.
Leikritunarsmiðja í Grófinni
Sköpun Í leikritunarsmiðju í Grófinni býðst krökkum leiðsögn í handritagerð.
Krakkar sem vilja semja leikrit
að fara í hljóðver og taka upp nokkur
vel valin lög, sem hlotið hafa mjög
góðar viðtökur að sögn Mattíasar.
„Kórinn kom fram í fyrsta sinn í
Eldborg í Hörpu haustið 2015 á af-
mælistónleikum Sniglabandsins og
eftir það varð ekki aftur snúið enda
Rokkkór Íslands kominn til að vera.
Kórinn hélt fyrst eigin tónleika í
Kaldalóni í Hörpu í febrúar 2016 þar
sem tónlist níunda áratugarins
(80’s) voru gerð góð skil en vegna
eftirspurnar voru haldnir tvennir tón-
leikar það kvöld,“ segir Matthías og
bætir við að þegar séð varð að kór-
inn þyrfti stærri sal hafi hann fært
sig yfir í Norðurljós haustið 2016
með seventís-tónleika og næntís-
tónleika vorið 2017 á sama stað.
„Í þetta sinn verðum við með tón-
leikana í Salnum og þar sem alltaf
hefur verið uppselt á tónleika Rokk-
kórsins borgar sig að krækja sér í
miða á salurinn.is,“ segir Matthías
og bendir á að tónleikarnir á föstu-
daginn hefjist kl. 20.00.
Ljósmynd/Eva Ágústa Aradóttir