Morgunblaðið - 27.02.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Norski álframleiðandinn Norsk
Hydro hefur lagt fram skuldbindandi
tilboð um kaup á álverinu í Straums-
vík sem er í eigu Rio Tinto.
„Fyrirhuguð kaup falla vel að
stefnu Norsk Hydro. Málmurinn á
Íslandi er framleiddur með endur-
nýjanlegri orku eins og raunin er
með framleiðslu okkar í Noregi. Ál er
málmur framtíðarinnar. Eftirspurn
eftir honum mun vaxa mest af öllum
málmum,“ segir Ola Sæter, fram-
kvæmdastjóri hjá Norsk Hydro, í
samtali við Morgunblaðið.
Tilboðið til Rio Tinto nær einnig til
53% hollensku skautverksmiðjunnar
Aluchemie og 50% hlutar í sænsku
álflúoríð-verksmiðjunni Alufluor. Ef
af kaupunum verður mun Norsk
Hydro eignast hollenska fyrirtækið
og hið sænska að fullu því það á þegar
hinn helminginn í félögunum. Sam-
anlagt nemur tilboðið til Rio Tinto
345 milljónum dollara, jafnvirði tæp-
lega 35 milljarða króna.
Sæter segir að til skamms og með-
allangs tíma muni fjöldi starfsmanna
ekki taka breytingum. „Skuldbind-
andi tilboði fylgja viðræður við full-
trúa starfsmanna álversins og sam-
keppnisyfirvöld.“
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto
á Íslandi, segist taka tilboðinu fagn-
andi. „Það er af hinu góða að fá bind-
andi tilboð frá alvöru álframleiðanda
og vinaþjóð okkar,“ segir hún í sam-
tali við Morgunblaðið.
Að sögn Sæter er starfsemin á Ís-
landi vel rekin og tækjabúnaður hafi
verið uppfærður á liðnum árum til að
mæta ýtrustu kröfum frá bílafram-
leiðendum. „Við teljum að Norsk
Hydro geti lagt hönd á plóg til dæmis
er varðar áframhaldandi tækniþróun
álversins,“ segir hann.
Rio Tinto á Íslandi tapaði 28,8
milljónum dollara árið 2016 eða 2,9
milljörðum króna samanborið við 1,9
milljóna dollara tap árið áður. Sam-
kvæmt ársreikningi Rio Tinto á Ís-
landi árið 2016 var álverð lágt það ár.
Sæter sagði að reksturinn hefði batn-
að umtalsvert að undanförnu en hann
gæti ekki farið nánar út í þá sálma.
Rio selur eignir
Fram kom í frétt á Bloomberg í
október að Rio Tinto hefði selt eignir
fyrir meira en sjö milljarða dollara
frá árinu 2013. Forstjóri félagsins
sagði að hækkandi verð á málmum og
raforku hefði gert það fýsilegt að
selja eignir sem féllu ekki að rekstr-
inum.
Norsk Hydro er skráð á hluta-
bréfamarkað í Noregi. Stærsti hlut-
hafi félagsins er norska ríkið með um
34% hlut. Félagið er með 35 þúsund
starfsmenn í 40 löndum.
Norsk Hydro lagði fram skuldbindandi tilboð í Rio Tinto á Íslandi Fjöldi starfsmanna á Íslandi
mun ekki taka breytingum til meðallangs tíma Móðurfélag Rio Tinto hefur selt eignir frá árinu 2013
Norðmenn vilja álverið í Straumsvík
Morgunblaðið/Hari
Ál „Ál er málmur framtíðarinnar. Eftirspurn eftir honum mun vaxa mest af
öllum málmum,“ segir Ola Sæter, framkvæmdastjóri hjá Norsk Hydro.
Hins vegar eru samningar ekki frá-
gengnir um verð fyrir hinn svokallaða
keypta kvóta, en hann er í ár ákveðinn
alls 2.646 tonn. Með honum fylgir einn-
ig 30% meðafli, en þar eru takmörk á
ýsu 265 tonn. Síðustu tvö ár hafa ekki
náðst samningar um verð á þessum
kvóta. Búist er við verðtilboði frá Rúss-
um fyrir 1. apríl samkvæmt samningi
þjóðanna.
Aðspurður sagði Jóhann Guð-
mundsson, formaður samninganefnd-
ar Íslands, að á fundinum hefði ekki
verið rætt á formlegan hátt um við-
skiptabann Rússa á sjávarafurðir frá
Íslandi. aij@mbl.is
Í nýjum samningi Íslendinga og Rússa
um framkvæmd svokallaðs Smugu-
samnings frá 1999 er samið um að
Rússar fái 1.500 tonn af makríl til veiða
á úthafinu af makrílkvóta Íslands.
Kemur það til viðbótar við heimild
Rússa til að veiða 1.500 tonn af kol-
munnakvóta Íslendinga.
Samkvæmt reglugerð verður kol-
munnakvóti Íslands í ár 293 þúsund
tonn, sem er 21,1% af ráðlögðum heild-
arafla alþjóðahafrannsóknaráðsins.
Kvóti Íslendinga í makríl hefur ekki
verið gefinn út, en engir samningar
strandþjóða eru í gildi um veiðar úr
þessum stofnum.
Ekki samið um keypta kvótann
Á fundi í Moskvu 19.-20. febrúar um
þorskveiðar íslenskra skipa í lögsögu
Rússlands fyrir árið 2018 var samið
um magn á grundvelli Smugusamn-
ingsins og verður heildarafli þorsks
sem ekkert er greitt fyrir alls 4.409
tonn. Með þessum þorskafla verður
heimill 30% meðafli en þó má magn
ýsu ekki nema meiru en 352 tonnum.
Rússar fá að
veiða 1.500
tonn af makríl
Samið um þorskveiðar í lögsögu Rússa
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Sólberg ÓF Hefur sótt í Barentshaf.
Norsk Hydro hefur áður horft til
þess að reka álver á Íslandi, að
því er fram hefur komið í frétt-
um Morgunblaðsins.
Árið 2002 stóð til að semja
um álver í Reyðarfirði, en Norð-
mennirnir viku nokkuð skyndi-
lega frá borðinu. Það tengdist
þó ekki Íslandi sem starfsvett-
vangi, heldur kom upp tækifæri
í öðrum heimshluta sem fyrir-
tækið taldi eðlilegra að beina
athygli sinni að, sagði í fréttum.
Árið 2007 kom sendinefnd
frá fyrirtækinu til Þorlákshafnar
til að kanna staðhætti vegna
hugsanlegra stóriðjufram-
kvæmda.
Haft augun á
Íslandi lengi
REYÐARFJÖRÐUR