Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 17

Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Nærri tugur heimilislausra hefur króknað úr kulda á meginlandi Evr- ópu síðustu daga og því er spáð að frostið muni herða á næstu dögum. Ástæðan er kaldur vindur sem berst vestur yfir álfuna frá Síberíu. Á Íslandi er hins vegar spáð frekar mildu veðri fram á miðvikudag en síð- an mun kólna í veðri. Appelsínugul viðvörun Breskir fjölmiðlar hafa nefnt þetta veður „ófreskjuna að austan“. Breska veðurstofan sendi frá sér gula veður- viðvörun í gær og appelsínugula fyrir daginn í dag og miðvikudag. Spáð er snjókomu og frosti á austurhluta landsins. Veðurstofan sagði að útlit væri fyr- ir kaldasta veður á Bretlandseyjum, jafnvel frá árinu 1991. Í Póllandi komst frostið í 26,2 gráð- ur aðfaranótt mánudags í bænum Goldap. Að minnsta kosti tveir krókn- uðu úr kulda í landinu um helgina og í Litháen létu að minnsta kosti þrír líf- ið. Þar er spáð miklu frosti. Spáð er allt að 18 stiga frosti í Frakklandi. Þar hafa neyðarskýli verið opnuð fyrir heimilislausa. Að minnsta kosti tveir heimilislausir menn fundust látnir í gærmorgun, annar í Valence og hinn í úthverfi Parísar, og talið er kuldinn hafi orðið þeim að aldurtila. Talið er að í það minnsta 3.000 séu heimilislausir í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Þar voru öll athvörf full um helgina og búist er við að svo verði áfram en spáð er allt að 20 gráðu frosti í vikunni. Bæjarstjórinn í Etterbeek í Belgíu fyrirskipaði í gær að handtaka heim- ilislausa ef þeir neituðu að leita skjóls í athvörfum. Í Rússlandi sendi veðurstofan frá sér viðvörun um mikið frost, allt að 14 gráður á daginn og 24 stig á nóttunni. Í Austurríki mældist frost víða um 20 gráður. Lagðar voru gönguskíða- brautir í almenningsgörðum í Vínar- borg. Svell myndaðist á Dóná en borgaryfirvöld vöruðu fólk við því að svellið væri ótraust og því væri ekki heppilegt að renna sér þar á skaut- um. Það snjóaði í Rómaborg í fyrrinótt, í fyrsta skiptið frá árinu 2012. Hitinn í Róm var um frostmark en á næstu dögum er spáð allt að sex stiga frosti í borginni og meiri snjókomu. Afar slæm færð var á vegum í Sví- þjóð í gær og mikið um umferðar- óhöpp. Stefan Löfven forsætisráð- herra lenti í einu slíku þegar hann var á leið til Uppsala á ráðstefnu. Bíll hans rann til á veginum og lenti á vegriði. Engan sakaði og Löfven hélt ferð sinni áfram í öðrum bíl. Þá olli snjókoma því að aflýsa varð fjölda flugferða á Arlandaflugvelli við Stokkhólm. Svíar virtust þó í gær vera nokkuð ánægðir með veðrið enda er sérstakt vetraríþróttafrí í þarlendum skólum í vikunni. Um fimm gráðu frost mældist í Stokk- hólmi en í fjöllunum við Östersund, þar sem margir Svíar renna sér nú á skíðum, mældist allt að 20 stiga frost. Kuldinn bítur í Evrópu  Snjóaði í Róm í fyrsta skipti frá árinu 2012  Frost fer víða yfir 20 stig  Kaldur vindur frá Síberíu ræður veðrinu í vikunni  Óttast um heimilislausa Þegar ofkæling er yfirvofandi ver líkaminn mikilvæg líffæri Hvernig líkaminn ver sig gegn kulda Væg 34°C35°C37°C 28°C Mikil SkjálftiLíkamshiti í meðallagi Ofkæling Hár blóð- þrýstingur Minnistap Kal Óreglulegur hjartsláttur Dá Andnauð Vöövakrampi Dauði Meðal Undirstúkan Stjórnar líkamshita Önnur líffæri verða fyrir áhrifum: þ.á.m. lungun, maginn og nýrun Heili Dregur úr blóðflæði minni virkni Æðasamdráttur Æðar dragast saman Minna hita- tap Hjartað Hraðsláttur Hægsláttur 1 2 3 Gáttatif Hjartsláttur og blóð- þrýstingur aukast Varnir verða óvirkar. Hægir á hjartslætti Óreglurlegur hjartsláttur getur leitt til hjartastopps Súrefnisupptakaeykst og blóðið súrnar Vöðvar dragast saman Skjálfti (vörn líkamans) Blóðið beinist til mikilvægra líffæra Kristilegir demókratar (CDU) í Þýskalandi samþykktu á sérstökum fundi í Berlín í gær stjórnarsáttmála kristilegu flokkanna (CDU og CSU) og sósíaldemókrata (SPD). 975 fulltrúar greiddu atkvæði með sátt- málanum, en aðeins 27 á móti. Það veltur því á niðurstöðu atkvæða- greiðslu, sem nú stendur yfir hjá SPD, hvort af stjórnarsamstarfinu verði og verða úrslit hennar kynnt á sunnudag. Angela Merkel, kanslari og leið- togi CDU, skoraði á flokkssystkin sín fyrir fundinn að samþykkja sátt- málann. Merkel hefur verið gagn- rýnd innan flokksins fyrir að gefa of mikið eftir í stjórnarmyndunar- viðræðum. Um helgina birti hún lista yfir væntanlega ráðherra í stjórninni. Á honum er einn helsti gagnrýnandi hennar, Jens Spahn, verðandi heilbrigðisráðherra. Á fundinum í gær studdi hann Merkel og sagði stjórnarsáttmálann „traust- an grunn“. Flokkurinn yrði að end- urvinna traust kjósenda, sem snúið hefðu við honum baki. AFP Styðja kanslarann Angela Merkel og Jens Spahn á fundi kristilegra demókrata þar sem nýr stjórnarsáttmáli var samþykktur. Kristilegir samþykktu stjórnarsáttmálann Morð á blaðamanninum Ján Kuci- ak og Martinu Kusnirovu, sam- býliskonu hans, sem fundust skotin til bana á heimili sínu í gær, hefur vakið óhug í Slóvakíu. Kuciak var skotinn í brjóstið og Kusnirova í höfuðið. Sagði Tibor Gaspar lögreglustjóri að allt benti til morðs að yfirlögðu ráði. Líklega hefðu þau verið myrt vegna skrifa Kuciaks. „Ef í ljós kemur dauði rannsókn- arblaðamannsins Jans Kuciaks tengist blaðamennsku hans væri það fordæmalaus árás á fjölmiðlun og lýðræði í Slóvakíu,“ sagði í yfir- lýsingu Roberts Ficos, forsætis- ráðherra landsins. Kuciak skrifaði einkum um ásak- anir um skattsvik og fjárglæfra- starfsemi háttsettra embættis- manna og auðjöfra og tengsl skipulagðra glæpa og stjórnmála. Síðasta fréttin, sem hann skrifaði fjallaði um kaupsýslumanninn Marian Kocner. Kocner er þekktur fyrir að hóta blaðamönnum og hafði sagt að hann myndi birta „allt óhreint“ sem hann fyndi um Kuciak og fjölskyldu hans. Lögregla telur að morðin hafi verið framin á milli fimmtudags og sunnudags. Slóvakíska lögreglan sagði að allt kapp yrði lagt á að finna hina seku í málinu. AFP Pólitískt morð Lögregla á vakt þar sem Jan Kuciak var myrtur. Blaðamað- ur myrtur í Slóvakíu  Talið að ástæðan sé skrif um skattsvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.