Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 21

Morgunblaðið - 27.02.2018, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 ✝ Kristín Frið-riksdóttir (áð- ur Christel Marilse Irene Luise Becke- meier) fæddist þann 13. apríl 1924 í Lübeck í Þýska- landi. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir 12. febrúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Friedrich Ludwig Heinrich Beckemeier, f. 28.12. 1886, d. 1.9. 1956, og Anna Elise Asta Gerlich Becke- meier, f. 29.6. 1889, d. 22.2. 1941, og eignuðust þau fimm dætur. Var Kristín þeirra elst, þá Mechthild, Inge, Gerða og Christhild. Gerða er sú eina þeirra systra sem enn er á lífi. Hinn 1. jan. 1958 giftist Kristín dr. Einari Inga Sig- geirssyni, f. 26.8. 1921, d. 7.3. 2007, kennara við Réttarholts- skóla. Kristín og Einar eign- uðust þrjú börn og þau eru: 1) 17.2. 1963. Börn hennar eru: Einar Már, f. 12.8. 1991, og Orri Fannar, f. 1.8. 1996. Kristín og Einar Ingi fluttu fljótlega eftir brúðkaupið til Norður-Dakota í Bandaríkj- unum þar sem Einar stundaði nám. Að námi loknu lá leið þeirra til Þýskalands en fluttu svo heim til Íslands aftur 1964. Kristín lærði hjúkrun í Þýskalandi áður en hún fluttist til Íslands árið 1949. Tvær systur hennar, Gerða og Christhild, voru þá þegar flutt- ar til landsins og kom hún ári síðar. Kristín vann sem hjúkr- unarfræðingur m.a. á Elliheim- ilinu Grund, Skálatúni og á Ísa- firði. Lengst var hún á barna- deild Landakots, sem var án efa hennar eftirlætisvinnustað- ur. Hún söng ásamt systrum sín- um tveimur í Söngsveitinni Fíl- harmóníu um árabil. Á sínum fyrstu árum á Íslandi var hún virk í Ferðafélagi Íslands og Farfuglafélagi Íslands og ferð- aðist hún um allt land. Kleif hún meðal annars alla helstu jökla Íslands. Útför Kristínar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 27. febr- úar 2018, klukkan 13. Gylfi Magnús Ein- arsson, f. 15.9. 1959, kona hans er Katrín Jónína Björgvinsdóttir, f. 26.11. 1960. Þeirra börn eru: Henný Guðrún, f. 23.3. 1977, Björgvin, f. 27.5. 1993, og Erla Hrönn, f. 15.5. 1995. 2) Helgi Val- garð Einarsson, f. 26.11. 1960, kona hans er Linda María Stefánsdóttir, f. 9.1. 1962. Þeirra börn eru: Inga Björk, f. 7.9. 1979, hennar maður er Guðmundur Ívar Ágústsson, f. 8.8. 1975, og eiga þau tvö börn: Sævar Inga, f. 28.8. 2006, og Helenu Lind, f. 13.2. 2008. Atli Steinn, f. 21.6. 1988, unnusta hans er Anna María Axelsdóttir, f. 10.6. 1988. Kristín Lilja, f. 15.2. 1996. 3) Margrét Ástrún Ein- arsdóttir, f. 15.8. 1963, maður hennar er Ævar Einarsson, f. Elsku mamma mín, núna ertu farin frá okkur. Þú varst svo falleg, hlý og góð kona. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert af mikilli vand- virkni og þér féll aldrei verk úr hendi. Það kom sér oft til góða að þú varst lærður hjúkrunarfræð- ingur og því starfi sinntir þú af alúð. Þú kenndir mér að meta náttúru Íslands í allri sinni feg- urð. Þú varst búin að sjá megnið af landinu og klífa fjöll og jökla áður en þú kynntist pabba og eignaðist okkur systkinin. Síðan voru þið dugleg að fara með okk- ur í útilegur og allir bíltúrarnir um landið voru ógleymanlegir. Ég mun halda áfram í mínum göngum inn til fjalla og sveita þér til heiðurs um ókomin ár. Við fór- um í margar utanlandsferðir saman þar sem þú varst óþreyt- andi við að fræða okkur um söfn, kirkjur og menningu. Mér þótti líka sérstaklega ánægjulegt að fá þig og pabba í heimsókn til mín á námsárum mínum í Flórída með Einar Má lítinn. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og alla pössunina á strák- unum mínum. Alltaf máttu þeir koma til þín og þú hafðir alltaf nægan tíma fyrir þá. Elsku mamma mín. Ég kveð þig núna í hinsta sinn og þakka fyrir allt sem þú gafst mér og fjölskyldunni minni í gegnum árin, samverustundirn- ar, hlýjuna og góðmennskuna. Minning þín mun lifa. Margrét Ástrún. Tengdamóðir mín kom til Ís- lands frá Þýskalandi eftir stríðið þá 25 ára gömul og vann m.a. í Skálatúni og Heilsuverndarstöð- inni. Á Heilsuverndarstöðinni kynntist hún Einari eiginmanni sínum sem hún hjúkraði þar. Þau voru fyrirmyndarhjón og góðir gestgjafar. Mikill gestagangur var á heimili þeirra bæði inn- lendra og útlendra gesta enda alltaf gott að koma í Stangarholt- ið. Samkvæmt Kristínar lífs- reglum átti maður að giftast fyrst og svo að eignast börn. Börnin hennar fóru nú ekki alveg eftir því. Var því hálfsmeyk yfir okkar fyrstu kynnum þá sautján ára, ógift og ólétt eftir Valla mið- barnið hennar. Sem betur fer tók hún mér strax vel, mörgum til mikillar furðu. Þegar ég eignað- ist börnin mín þrjú var hún alltaf tilbúin að aðstoða og bauðst til að passa fyrir mig ef ég vildi fara í framhaldsnám. Stuðningur hennar reyndist mér ómetanleg- ur. Hún elskaði börn og börnin elskuðu hana. Hún var lærð barnahjúkrunarkona og vann á barnadeild Landakots eftir að hafa alið sín eigin börn upp. Far- sæl og fann sig vel í því starfi. Börn þurfa að hafa röð og reglu og fasta rútínu. Þá finna þau ör- yggi. Þetta var hennar mottó. Alltaf var gaman að vera í pössun hjá afa og ömmu. Amma var allt- af til í að leika. Fyrirmyndahús- móðir, bjó til svo góðan mat. Hver man ekki eftir heitri epla- kökunni með rjóma, ömmuísnum og skyrtertunni sem hún kom með í afmælin. Kristín var heimsborgari, bjó í Þýskalandi, Ameríku og á Ís- landi. Ferðaðist mikið og hafði gaman af útilegum og fjallgöng- um. Hennar uppáhaldsfag í skóla var landafræði og hafði hún mikla ánægju af að fræðast um löndin sem hún ferðaðist til. Átti auðvelt með að læra tungumál og talaði nokkur, auk þess lærði hún rússnesku sér til gamans þegar hún komst á eftirlaun. Tónlist skipaði stóran sess í lífi hennar. Fékk tónlistaruppeldi frá föður sínum sem var prestur og mikill músíkant. Klassísk tónlist var hennar yndi sérstaklega; Beethoven, Bach og Mozart. Hún spilaði á píanó og söng í kór. Hnussaði yfir öðruvísi tónlist eins og rokki, taldi það bara há- vaða og læti. Einnig vildi ég minnast ferða- laga með þeim hjónum á Vatna- jökul. Ferðin til Mannebach þar sem gamla fólkið naut sín. Jóla- markaðsferðin til Frankfurt, þá bara Kristín ein með báðum tengdadætrunum, þá var stuð á þeirri gömlu og hún lék við hvern sinn fingur. Kristín var líka góð við gamla fólkið. Man eftir að hún heimsótti oft gömlu frú Wendel til að létta henni lífið. Á efri árum hélt hún sér í formi með því að fara dag- lega í sund, bera út Moggann og vera félagslega virk. Það var bara sl. 2-3 árin sem halla fór undir fæti og hún þurfti mikillar hjúkrunar við. Veit að hún var södd lífdaga og tilbúin að kveðja þennan heim og hitta eiginmann- inn sinn sem lést 2007. Betri amma er vandfundin og börnin mín heppin að hafa eignast hana fyrir ömmu og ég fyrir tengda- mömmu. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Linda María. Elskuleg tengdamóðir mín féll frá á fallegum og sólríkum vetr- ardegi þann 12. febrúar síðastlið- inn. Þegar ég hugsa til hennar er það með virðingu og kærleika fyrir einstaklega góða vináttu. Þær voru ófáar ferðir okkar út á land sem við áttum saman, hún með sína miklu þekkingu um landið okkar, Ísland. Hún þekkti hvern krók og kima og fræddi okkur af rausnarskap með skemmtilegum sögum. Það þurfti lítið til að gleðja Kristínu. Fá okkur ís eða fara í stuttan bíl- túr út í Gróttu að skoða vitann. Vitar voru allir í miklu uppáhaldi hjá henni og þekkti hún sögu ís- lenskra vita mjög vel. Nú, eða bjóða henni í mat og eiga nota- legt spjall á meðan við Gylfi vor- um að elda. Hún talaði alltaf um það hvað það væri notalegt að koma til okkar í mat og eyða deg- inum með okkur fjölskyldunni. Við áttum líka góðar spjall- stundir þegar hún var flutt á Eir- borgir, þar sem við ræddum gjarnan æsku hennar í Þýska- landi og erfiðleikana í stríðinu. Þessi erfiða lífsreynsla mótaði hana mjög mikið. Mér er minnisstæð og ógleym- anleg ferð okkar til Frankfurt á jólamarkað. Okkar fyrsta ferð saman til útlanda, þar sem hún tók okkur tengdadæturnar með. Það var mikið hlegið og enn meira borðað í þeirri ferð, enda þurftum við að prófa allar þær kræsingar sem hún var vön frá heimaslóðum sínum í Lübeck. Síðar kom Henný, eldri dóttir okkar, með okkur í aðra ferð til Würzburg, þar sem við nutum leiðsagnar Kristínar. Í þeirri ferð kom vel í ljós að engin nauðsyn var á að ráða leiðsögumann á staðnum svo fróð var Kristín um alla staðhætti. Hún vissi miklu meira en leiðsögumaðurinn! Daginn eftir fermingardaginn hjá Erlu Hrönn okkar var farin fjölskylduferð, þar sem flestir í stórfjölskyldunni fóru með, þar á meðal Björgvin okkar sem fermdist tveimur árum áður. Það var hefð hjá þeim Kristínu tengdamóður og Einari tengda- föður að bjóða barnabörnunum með til Þýskalands eftir ferm- ingu. Fórum við stórfjölskyldan öll til Lübeck, fæðingarborgar tengdamóður minnar, þar sem hún sýndi okkur kirkjuna, þar sem faðir hennar þjónaði sem prestur, og einnig heimilið og æskustöðvarnar. Við fórum líka til Berlínar, heimaborgar móður hennar. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri fararstjóra, hún fræddi okkur um allt. Ég man líka vel eftir sumrun- um sem við keyrðum um Ísland með Uwe, gömlum fjölskylduvini Kristínar frá Þýskalandi. Í þeim ferðum voru skoðaðir margir merkir staðir og kunni hún sögur staðanna mjög vel og var óþreyt- andi að fræða okkur og upplýsa. Við komum aldrei að tómum kof- unum þegar við ferðuðumst með henni um Ísland. Síðasta ferðin okkar utan Ís- lands var þegar við fórum til Frankfurt og Kristín á nítugasta aldursári. Var þar stór hluti af stórfjölskyldunni með! Ég veit að hún naut þess mjög vel, þrátt fyr- ir að þurfa að ferðast um í hjóla- stól, kona sem alla sína ævi hafði verið svo dugleg að ganga. Minn- ingarnar um ferðirnar innan og utanlands munu lifa með okkur um ókomin ár. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, þær eru mér ómetanlegar. Þín tengdadóttir, Katrín Björgvinsdóttir. Það eina sem ég man um Stangarholtið var þegar ég, Kristín frænka og Atli vorum að renna okkur á dýnum niður bratta stigann sem leiddi niður á neðri hæð. Einu sinni fórum við, ég, amma langa, amma Linda, afi Valli, mamma og Helena á hvala- safnið. Það var rosa gaman við skoðuðum alla hvalina og amma fékk að prófa sýndarveruleika- gleraugu og hélt að sköturnar væru ljótir fuglar. Þegar ég hugsa um ömmu þá hugsa ég um hvað hún var alltaf glöð, skemmtileg og góð amma. Sævar Ingi. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, þú ert ástæðan fyrir því að ég elska að elda. Það má segja að eldamennskan og áhug- inn hafi hoppað yfir ættlið, yfir mömmu og til mín. Hæna í karrí og hrísgrjónagrautur sem þú komst með eftir langan vinnudag hjá mömmu var það besta sem ég fékk. Það var alltaf gaman að spila við þig, þrátt fyrir að ég hafi verið mjög tapsár og oft reynt að breyta úrslitunum í jafntefli. Schnipp Schnapp og Elfer raus eru spil sem ég mun líka kenna barnabörnunum mínum. Takk fyrir að hafa verið svona góð amma. Orri Fannar Þórisson. Kristín Friðriksdóttir  Fleiri minningargreinar um Kristínu Friðriksdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Fannafold 127a, lést föstudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. mars klukkan 13. Rósa Magnúsdóttir Pétur Eysteinsson Þorvarður Hjalti Magnússon Sigríður María Sverrisdóttir Steinunn Magnúsdóttir Georg Eggertsson og barnabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, ÞÓRUNN BJARNADÓTTIR frá Vigur, sem lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund þriðjudaginn 13. febrúar, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 13. Jarðsett verður að Görðum á Akranesi. Bjarni Lárusson Þórunn Hulda Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær móðir okkar og amma, ÓLÖF PÁLSDÓTTIR myndhöggvari, lést miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin frem fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. mars klukkan 15. Hildur Helga Sigurðardóttir Ólafur Páll Sigurðsson Óðinn Páll Ríkarðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERNST FRIDOLF BACKMAN íþróttakennari, hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boðaþingi 7, Kópavogi, lést fimmtudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn 2. mars klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minnast hans er bent á verkefnasjóð FÁÍA, reikning 536-26-1887, kt. 580486 1269. Ragnheiður Jónsdóttir Þuríður Backman Björn Kristleifsson Jón Rúnar Backman Þóra Elín Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar og frændi, GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, Austurvegi 5, Grindavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 2. mars klukkan 14. Pétur Guðjónsson Jón Elli Guðjónsson og frændsystkini Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA RÓSA ÓLAFSDÓTTIR, Hjallalundi 18, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. febrúar. Jarðsungið var í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjördís Björk Þorsteinsdóttir Sigríður Svavarsdóttir og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.