Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 23

Morgunblaðið - 27.02.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2018 ✝ Ægir Bach-mann Bessason fæddist í Hafnar- firði 15. nóvember 1935. Hann lést 17. febrúar 2018 á Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Bessi Bach- mann Gíslason skipstjóri og Lilja Eyjólfsdóttir hús- móðir. Ægir ólst upp með for- eldrum sínum og systrum, Erlu, Sjöfn og Elsu í Hafn- arfirði. Ægir kvæntist Guðnýju Sig- ríði Arnbergsdóttur 26. ágúst 1962. Dætur þeirra fimm eru Stefanía, f. 7. mars 1963, Lilja, f. 10. maí 1965, Íris, f. 13. ágúst 1968, Ragnhildur, f. 23 mars 1976, og Ing- veldur, f. 2. janúar 1978. Barnabörn Ægis og Guðnýjar eru 16 og barnabarnabörnin eru sex. Ægir starfaði sem loft- skeytamaður á sínum yngri ár- um, en hóf fljótlega versl- unarrekstur í Hafnarfirði sem hann sinnti í yfir 50 ár. Útför Ægis fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. febrúar 2018, klukkan 14. Elsku Ægir minn, Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að njóta, eins og gulnað blað sem geymir óræð orð, eins og gömul hefð sem búið er að brjóta, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. Þannig týnist tíminn, þannig týnist tíminn, þannig týnist tíminn þó hann birtist við og við. Líkt og sumarást sem aldrei náði að blómstra, líkt og tregatár sem geymir falleg bros, þarna er gömul mynd sem sýnir glað- ar stundir, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. … Líkt og mynd sem bjó í vonarlandi þínu, eins og æskuþrá sem lifnar við og við, býr þar sektarkennd sem ennþá nær að særa, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. … Líkt og ástarljóð sem enginn fær að njóta endar sem gulnað blað er geymir óræð orð, eins og gamalt heit sem búið er að brjóta, þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur gaf. (Bjartmar Guðlaugsson) Þín Guðný. Elsku besti pabbi minn. Það er sárt að kveðja þig og söknuðurinn er mikill en ég er full af stolti og þakklæti fyrir að hafa átt þig sem pabba minn. Þú hefur hjálpað mér af stað í lífinu og passað vel upp á mig og börnin mín og ég verð þér æv- inlega þakklát fyrir það. Mér þykir svo vænt um að þú baðst fyrir Lovísu minni dag- lega og ég efast ekki um að þú hafir verið bænheyrður, elsku pabbi. Það var mikill léttir fyrir þig að heyra að hún væri orðin betri og var svo gott að þú gast kvatt áhyggjulaus vegna henn- ar. Síðustu ár hafa verið þér erf- ið, elsku pabbi, vegna veikinda, en alltaf var stutt í húmorinn þinn og hláturinn enda ekki við öðru búist af þér, brandarakall- inum mikla. Það er huggun í sorginni að nú sért þú laus úr veikum lík- amanum og kominn í sumar- landið fagra. Ég er svo stolt af þér, pabbi minn, þú varst mín fyrirmynd og hetja og börnin mín elskuðu þig heitt, þú varst hinn mesti barnavinur og barnabörnin þín voru þér svo dýrmæt. Innilegar þakkir fyrir allt, elsku pabbi minn, ég mun sakna þín sárt. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Ingveldur. Í dag kveð ég elsku pabba minn með söknuði og ást í hjarta. Margt kemur í hugann þegar ég hugsa til baka þar sem ég sit í sætinu þínu í eldhúsinu. Ég minnist þess hvað það var gaman að fá að fara með þér í sendiferð- ir til Reykjavíkur þegar ég var lítil þegar þú sprengdir kínverj- ana út úr bílnum og við hlógum dátt. Ég man líka eftir því þegar þú sýndir okkur systrunum og vin- konum mínum töfrabrögð og kenndir mér nokkur til að sýna bekknum mínum í Víðistaða- skóla. Ég minnist þess með hlýju þegar þú spilaði á orgelið heima, hvað þú varst góður kokkur, og hvað þér fannst gaman að elda og borða. Ég minnist líka allra smá- sagnanna sem þú skrifaðir af mikilli list og húmor og sendir mér á faxi til Bandaríkjanna. Það sem við hlógum af þessum sög- um! Sögurnar af Mána ketti og af gervigæsunum á ég enn og mun varðveita vel. Elsku pabbi minn, þú varst þúsundþjalasmiður og áttir ráð við öllu. Þú varst langt á undan þinni samtíð varðandi vitamin og fæðubótaefni og margt sem þú sagðir fyrir 30 árum er viður- kennt í dag. Það sem stendur uppúr í minningunni er hversu góðhjartaður maður þú varst, hvað þú vildir öllum vel, og hversu mörgum þú hjálpaðir með tækjunum þínum í Heilsu- búðinni. Elsku besti pabbi minn, ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna eftir veikindi þín síð- ustu ára. Þú ert laus úr fjötr- unum. Takk fyrir allt. Takk fyrir að vera alltaf hjá mér þrátt fyrir að ég hefði flutt búferlum til Banda- ríkjanna. Takk fyrir að vera góð- ur tengdafaðir, afi og langafi. Ég elska þig elsku pabbi minn. Hvíl þú í friði. Stefanía Ægisdóttir Elsku besti pabbi minn. Að skrifa þessi orð fyllir hjarta mitt af sorg, en ég veit að þér líður vel núna og ert á góðum stað. Þú varst svo góðhjartaður og vildir öllum vel, enda varstu síðustu ár- in á meðan þú hafðir heilsu til að hjálpa fólki. Það var svo ynd- islegur tími að vinna í Heilsubúð- inni hjá þér og mömmu í 25 ár. Sá tími gleymist aldrei. Alltaf vastu til staðar ef eitthvað bját- aði á. Þú varst með lausnir á öllu sama hvað var, enda svo milli snillingur og þúsundþjalasmiður eins og sagt er. Ójá þú varst það svo sannarlega. Mér er minnis- stætt þegar ég stóð hjá þér sem lítil stelpa þegar þú spilaðir á Hammond orgelið þitt og söng með. Ég tala nú ekki um þegar þú varst að kenna mér að morsa nafnið mitt og hvað ég hafði gaman að því að fylgjast með þegar þú morsaðir til fólks um allan heim. Ég gæti talið upp endalaust fleiri minningar. Elsku besti pabbi minn ég veit að þú vakir yfir okkur og gefur okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Yndislegi pabbi minn mundu það alla daga að þér finnst þú ein- stakur og þú varst kletturinn minn. Þín dóttir Íris Ægisdóttir. Ægir móðurbróður minn er allur, ég minnist hans sem mikils áhrifavaldar á barns og ung- lingsárum mínum. Hann var 17 árum eldri en ég, hann nennti að hafa mig með sér á allskonar æv- intýra brölti. Hann kenndi mér að skjóta af riffli og skammbyssu, búa til sprengjur sem við gerðum svo tilraunir með, ég hef svo ekki lát- ið reyna á þessa kunnáttu mína síðan þá, og margt gerðum við fleira. Ægir bjó á neðstu hæðinni á Hringbrautinni þar sem ég bjó, hann var með þeim fyrstu sem voru með kanasjónvarpið í okkar hverfi, sátum við krakkarnir í hverfinu oft þar og fengum að horfa á ýmsa þætti t.d. köttinn Felix, Bonansa, Combat, ofl. Þegar kaninn var eina sjón- varpsstöðinni þá var Ægir í upp- setningum á loftnetum fyrir þá stöð, sem leiddi svo til þess síðar að hann opnaði verslun í Gunn- arssundinu sem hét Radíóval, þar seldi hann sjónvörp og ým- iskonar skrautvörur t.d. kuðunga og skeljar frá framandi löndum sem ég hafði aldrei séð áður. Þessi verslun flutti svo á Linn- etsstíg 1. Þá byrjaði ballið fyrir alvöru, Íslenska sjónvarpið boð- aði komu sína, það vildu allir fá loftnetsuppsetningar, ég var svo heppinn að vera aðstoðarmaður Ægis á þeim tíma, við vorum uppi á þökum um allan bæ og höfðum varla undan. Ægir var mörgum kostum bú- inn, hann var mjög músikalskur spilaði á píanó og orgel listavel. Hann var mjög tæknilega sinn- aður, lærður loftskeytamaður og vann í Loftskeytastöðinni í Gufu- nesi. Þau ykkar sem þekktu hann vel muna að hann var al- gjör græjukarl átti allskonar græjur: loftskeytatæki og risa- loftnet þar sem hann hafði sam- band við fólk um allan heim, fyrsta torfæru hjól sem ég sá og margt fleira sem ég tel ekki upp hér. Ægir var kvæntur Guðnýju Arnbergsdóttur frá Borgarfirði eystri, stórglæsilegri rauðhærði konu sem var akkerið í lífi hans. Þau bjuggu fyrst á Hringbraut, síðan byggðu þau sér hús við Þrúðvang voru reyndar með þeim fyrstu sem byggðu í Norð- urbænum. Þau ráku fataverslunina Val í Hafnarborgarhúsinu við Strand- götu um nokkurt skeið. Síðustu árinn svo Heilsubúðina við Reykjavíkurveg þar sem þau seldu ýmiskonar heilsu og gjafa- vörur. En eins og ég minntist á þá var Ægir græju karl, hann var með vél sem gat mælt heilsu fólks. Þar var líka myndvél sem tók myndir af áru fólks. Það var eftir því tekið hvað garðurinn á Hringbrautinni var fallegur þegar þau bjuggu þar, en það var bara létt æfing miðað við hvernig þau gerðu garðinn sinn á Þrúðvanginum, hann var og er ævintýri út af fyrir sig, margverðlaunaður. Ég vil kveðja frænda minn Ægi sem var bæði bóngóður og hjálpsamur þeim sem leituðu til hans. Megi guð styrkja þig Guðný og ykkur Stefanía, Lilja, Íris, Ragnhildur, Ingveldur og fjöl- skyldur ykkar. Hvíl í friði Ægir Backmann Bessason. Bessi H. Þorsteinsson. Kæri vinur minn. Þakka þér fyrir þær stundir sem við fenguð notið saman, árin voru ekki mörg en stundirnar ánægjulegar og minnisstæðar. Mér eru sérstaklega minnis- stæð þau orð sem þú sagðir mér einn góðan daginn að ég væri einn sá myndarlegasti maður sem þú hafðir séð og þú hafðir ekki sagt það við nokkurn karl- mann áður. Þakka þér fyrir það kallinn minn. Það var mikill heiður að fá að kynnast þér og alltaf mikil hlýja og kærleikur í návist þinni. Dótt- ir þín hún Inga talaði alltaf mjög fallega til þín og sagði mér marg- ar góðar og skemmtilegar sögur af þér og þínum uppákomum á árum áður mér til mikillar kát- ínu. Mér er einnig minnisstætt þegar þú sást og hélst á Lovísu okkar í fyrsta skiptið hvað þú ljómaðir af hamingju og gleði. Ég vil þakka þér fyrir þann hlý- hug sem þú sýndir Lovísu og okkur í hennar veikindum með þínum bænum og fallegu hugs- unum eins og þér einum var lag- ið, það er mér mjög mikils virði. Nú ert þú kominn á betri stað elsku vinur og ég veit þú vakir yfir okkur alltaf kallinn minn. Hvíldu í friði Ægir minn og takk fyrir samveruna. Þinn tengdasonur Kristinn Aðalsteinn Eyjólfsson. 17. febrúar, fallegasti dagur vetrarins. Snjó hafði kyngt niður alla nóttina og dagurinn ein- kenndist af heiðskíru veðri og glampandi sólskini. Þetta var líka dagurinn sem elskulegur pabbi minn kvaddi. Mér eru svo mörg orð í huga þegar ég hugsa til pabba míns og þegar mig langar til að lýsa hans einstaka karakter, en ég ætla að hafa þetta í hans anda, hógvært og nokkuð látlaust. Ég man eftir því sem krakki þegar ég heyrði orðið þúsund- þjalasmiður fyrst; já túlkunin á því var manneskja sem kann flestallt og lætur hluti leika í höndum sér. Þar tengdi ég strax við pabba minn. Já pabbi minn er þúsundþjalasmiður, hugsaði ég með mér. Fyrir utan akkúrat þessa hluti sem snúa að hand- lagni var hann líka einstaklega úrræðagóður og gaf alltaf bestu ráðleggingarnar. „Þú klárar það sem þú byrjar á og að gefast upp er aumingjaskapur.“ Og það var svo sannarlega í hans anda. Bar- áttan og þrautseigjan einkenndi hann þrátt fyrir þungbær veik- indin síðastliðin ár. Vinnusemi og dugnaður var pabba í blóð borið, hann stóð í eigin fyrirtækjarekstri í tugi ára sem hann sinnti af alúð og var það hjálpsemin sem einkenndi starf hans síðustu áratugina. Fjölskyldan var svo punkturinn yfir i-ið, sem hann hélt fast utan um með sínu sterka, ákveðna og trygga lagi. Eitt sterkasta einkenni pabba var húmorinn, hárbeittur og hnyttinn og endalaust fyndinn. Hló manna hæst í fjölskylduboð- unum, yfir sjónvarpinu eða við eldhúsborðið í einhverjum skemmtilegum kjaftaganginum. Nú ylja fallegar, skemmtilegar minningar um allt sprellið og brandarana, sögurnar, rímurnar og símaötin. Ég þakka elskulegum pabba mínum fyrir kennsluna á lífið, betri kennara hefði ekki verið hægt að velja. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín dóttir, Ragnhildur. Það er með mikilli sorg og söknuði sem ég minnist pabba míns og vinar. Orð fá því ekki lýst. Sökn- uður að geta ekki farið til þín. Minningarnar hellast yfir mig hver á fætur annarri. Pabbi var mín helsta fyrirmynd og besti vinur. Ég er endalaust þakklát fyrir allt sem hann hefur kennt mér í lífinu. Þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og hvíldu í friði, þú átt það svo sannarlega skilið. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram munu bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín Lilja. Þessi kveðja okkar til þín er ekki endanleg heldur þýðir hún að við munum sakna þín þar til við hittumst aftur síðar. Við elskum þig, afi. Lilja Björk Dennis- dóttir og Ellen Björk Dennisdóttir, Muncie Indiana USA. Elsku afi okkar, það sem við vorum heppin að eiga þig að. Þú varst svo mikil hetja, sterkur, duglegur og alltaf tilbúinn til þess að hjálpa öllum í kringum þig enda algjört gull af manni. Við söknum þín sárt en vitum að þér líður betur núna. Hún Máney Kamilla segist elska þig svo mikið og veit að núna ertu að fylgjast með henni og Írisi Emblu og passa upp á þær. Takk fyrir allt og hvíldu í friði, elsku afi og langafi okkar. Silja Ýr, Guðný Rán Írisardóttir og Ægir Bachmann Írisarson. Ægir Bachmann Bessason Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.